Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. AGUST 1992
25
Bóas Jónasson mat-
sveinn — Minning
Fæddur 17. júlí 1921
Dálnn 23. ágúst 1992
Einn af öðrum kveðja þeir, kærir
samferðamenn að heiman, sem
minnzt er allt frá bernskunnar björtu
stundum og söknuður sækir hugarr-
ann heim, þegar hinzta sinni er kvatt.
Bóas Jónasson, sá trausti og ein-
lægi drengur, er horfinn yfir hina
miklu og óræðu móðu. Það var ekki
svo ýkjalangt á milli þeirra frænda
og vina, Jóhanns Valdórssonar og
hans, en einhvern veginn voru þeir i
svo samofnir vitund manns, að vart
er unnt annars að minnast án þess
hinn komi í hug.
Hinar góðu dyggðir: trúmennska,
samvizkusemi og iðni áttu ágætan
fulltrúa í Bóasi, þær kristölluðust í
kokksstarfi hans, enda varð starfs-
heitið gjarna í fylgd með eiginnafni.
Afar vel unnin verk varða lífsleið
hans, þar sem öllu skipti, að aðrir
mættu sem allra bezt njóta afrakst-
ursins.
Bóas átti til traustra stofna að
telja og æskuheimilið var rómað fyr-
ir rausn og reisn. Foreldrar hans
mikið mannkostafólk, sem menn
mátu og virtu að verðleikum sakir
greindar, góðvildar og farsælla fé-
lagsstarfa. Gott var því veganestið
út í lífið og Bóas ávaxtaði vel sitt
pund með prúðu geði og alúð til alls
sem honum var fyrir trúað. Hann
var sjómaður umfram allt, þar undi
hann sér langa og farsæla starfs-
ævi, þar senr nafnið Snæfuglinn
fylgdi honum og fylgir minningu
hans, bátur og maður sem eitt í okk-
ar huga.
Ég minnist hins vegar fyrstu
funda okkar Bóasar fyrir margt
löngu, þegar Bóas spjallaði við og
spurði ungan dreng um ærnar, enda
á réttardegi í ys og erli. Þá varð
mér ljóst að féð átti sterkan streng
í huga hans einnig, þó ævistarfið
yrði víðsfjarri þeim vettvangi.
Vermandi viðmótið á réttarveggn-
um var lýsandi fyrir Bóas alla ævi-
tíð, enda eitt megineinkenna hans.
Hann.var mikill dugnaðarmaður,
afbragðsmatsveinn og einkar liðtæk-
ur til allra verka. Hann var maður
íhugull og greinargóður, skoðana-
fastur, ef því var að skipta. Ákveðn-
ar skoðanir hafði hann á þjóðfélags-
málum og fyhjdi Sjálfstæðisflokkn-
um að málum. Hann var vinfastur
vel, trúr í hverju einu og dagfars-
prúður.
Bóas var Reyðfirðingur, fæddur
þar 17. júlí 1921, sonur hjónanna
Valgerðar Bjarnadóttur og Jónasar
P. Bóassonar, sem bjuggu á Bakka
og settu mikinn svip á bæjarlífið
heima á sínum tíma, enda afar vel
gerð hjón. Þar heima ólst Bóas upp
í fjölmennum systkinahópi og dvaldi
á Reyðarfirði allan sinn aldur. Syst-
kini hans voru 6, einstakt atgervis-
fólk. Hann var ókvæntur og barn-
laus, en barngóður var hann með
afbrigðum.
Matsveinsstarfið varð ævistarfið
og Snæfuglinn annað heimili hans.
Bóas var vinmargur maður, enda
góður félagi, gamansamur og glögg-
ur, og honum mátti í hvívetna
treysta.
Bóas er kvaddur í þökk fyrir góð-
an kunningsskap áranna. Þekkar eru
minningar þær er ég á um drenglynd-
an mann og dyggan.
Systkinum hans og þeirra fólki
sendum við Hanna og faðir minn
einlægar samúðarkveðjur. Særinn
kveður saknaðarljóð, er hinzta báran
er hnigin.
Blessuð sé minning Bóasar Jón-
assonar.
Helgi Seljan.
Bóas frændi bjó á Bakka og hann
var bróðir hans afa. Lífsleiðin okkar
er ekki orðin löng og enn höfum við
ekki þekkt marga með hjartalagið
hans Bóasar — það var oft eins og
við ættum tvo afa á Reyðarfirði, einn
í Ásgerði og einn á Bakka. Hann
færði okkur jólagjafir á jólum, páska-
egg á páskum og ef við trítmðum út
á Bakka til að heimsækja frænda,
brást hann glaður við og alltaf fórum
vtö södd til baka.
I fyrrasumar rerum við út á fjörð
með mömmu og pabba í einstöku
blíðviðri. Þegar báturinn renndi upp
í fjöruna neðan við Bakka, stóð Bóas
á stéttinni og bauð okkur í bæinn.
Þann daginn fengum við í fyrsta
skipti á ævinni meiri ís en við gátum
mögulega torgað. Að því leyti var
Bóas svo ólíkur flestu fullorðnu fólki
— hann hafði hvorki áhyggjur af
tönnunum í okkur né matarlystinni
við kvöldverðarborðið — hann vildi
bara gleðja okkur sem best hann
gat. Þó hann ætti sjálfur engin börn,
voru hirslurnar hans ætíð óþrjótandi
uppspretta margs þess sem gleður
barnssálina og hann hafði alltaf
nægan tíma til að spjalla.
Við komum til Bóasar á spítalann
HjörturP. Hjartar-
son - Minning
Fæddur 5. mars 1913
Dáinn 24. ágúst 1992
Það er komið að því að kyeðja
Hjört sem hefur verið mér mjög kær
alla ævi. Ég var þeirra forréttinda
aðnjótandi að vera aðstoðarmaður
hans og Lillu í vor þegar þau voru
á hrognkelsaveiðum norður í Reykja-
vík. Þetta var að vísu ekki í fyrsta
skipti sem ég dvaldi í Reykjavík.
Eg mun ávallt minnast dvalar
minnar þegar ég var um átta ára
gamall. Mér var mikið í mun að kom-
ast til Reykjavíkur og suðaði mikið
og að lokum fékk ég mínu fram-
gengt. Ýmislegt var þar hægt að
hafa fyrir stafni en jafnaldra vantaði
stundum. Þegar ég hafði verið í stutt-
an tíma tjáði ég mömmu minni í
gegnum síma að ég ætlaði að vera
í sex daga. Eftir það talaði Hjörtur
alltaf um sexdagastríðið mitt. Þótt
ég hafi ekki dvalið lengi í þá daga
var ég lengur nú í vor og átti mjög
ánægjulegar stundir með Hirti. Það
er erfitt að hugsa sér að hrausti
maðurinn sem ég var að vinna með
í sumar skuli ekki vera lengur með
okkur. Vissulega var Hjörtur kominn
af léttasta skeiðinu en það var lítið
gefið eftir. Farið var snemma á fæt-
ur, bátnum komið á flot og síðan
drifíð sig á sjó og ekki snúið í land
fyrr en lokið var því verki sem tekið
var sér fyrir hendur. Þótt lítið hafi
verið slegið af við vinnu gáfust alltaf
stundir til að ræða saman. Það voru
góðar stundir. Ein var sú þegar við
sátum fyrir innan skúr, verið var að
spýta selskinn, það var yndislegt
veður. Þar sagði Hjörtur frá því þeg-
ar hann var yngri og var að byrja
sjósókn. Hann lýsti þeim aðstæðum
sem nýfermdur drengur þurfti að
gera sér að góðu til sjós í þá daga.
Því að daginn eftir ferminguna fór
hann á fyrstu vertíðina og stundaði
sjóinn allar götur eftir það. Einn
daginn fór ég að spyrja eftir því
hversu lengi hann og Lilla hefðu
stundað hrognkelsaveiðar frá
Reykjavik. Þeim taldist þá til að ver-
tíðin í vor væri sú fertugasta. Mikil
vinna liggur að baki þessara vertíða
en mismikill aflinn.
Það eru margar minningar tengd-
ar Hirti í Reykjavík en erfitt verður
að ímynda sér stólinn í eldhúsinu
auðan. Stólinn hans, stólínn sem
enginn kunnugur settist í, stólinn
sem Hjörtur settist alltaf í við eldhús-
borðið. Hjörtur mun ekki setjast í
stólinn aftur en myndin í hugskoti
mínu á alltaf eftir að lifa.
Hjörtur og Lilla hafa í mínum
huga verið sem órjúfanleg heild því
varla minnist ég þess að hafa séð
annað þeirra án þess að hitt væri
nærri fyrr en þessa síðustu daga.
Það var fátt sem þau hjálpuðust
ekki að við. Því miður hefur þessi
heild verið rofin fyrir mér og sam-
ferðamaður frænku minnar er farinn.
Ég óska þess því heitt og innilega
að Guð gefi Lillu allan þann styrk
sem þarf til að yfirstíga þann mikla
missi sem fráfaíl Hjartar er.
Örn Halldórsson.
um daginn. Þá lá hann í rúminu og
var lasinn. Hann hélt lengi í hendurn-
ar á okkur og verst þótti honum að
geta ekki gefið okkur eitthvað. Á
hverju kvöldi báðum við Guð um að
láta Bóasi batna en það var ekki
hægt að lækna hann og eina nóttina
fór B6as til Guðs. Nú er hann ekki
veikur lengur, því hjá Guði líður öll-
um vel. Þar eru líka fjölmörg börn
sem vísast heimsækja Bóas, þó við.
getum það ekki lengur.
Nú biðjum við Guð um að gæta
Bóasar vel, því okkur þótti vænt um
hann. Við erum þakklát fyrir að hafa
verið í hópi þeirra mörgu barna sem
nutu gæsku hans og hlýju.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unnin
og sólin bjðrt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skflja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði er frá.
(V. Briem)
Guð blessi Bóas frænda,
Friðbjðrn Orri og
Laufey Rún Ketilsbðrn.
Þuríður V. Sigurðar-
dóttírfrá Vestmanna-
eyjum — Minning
Mig langar í fáum orðum að minn-
ast ömmu minnar, Þuríðar Vilhelm-
ínu Sigurðardóttur frá Reynistað,
Vestmannaeyjum. Við systkinin köll-
uðum hana aldrei annað en „ömmu
í Eyjum" enda bjó hún þar alla sína
tíð. Eg hefði svo gjarnan viljað kynn-
ast henni betur og sjá hana oftar en
svona vill þetta oft verða þegar ætt-
ingjarnir dreifast um landið, þá þarf
oft áræði og dug til að halda tengsl-
um. Mér þótti alltaf vænt um ömmu
í Eyjum og fannst hún skemmtileg
og Jcát enda hafði hún ríka kímni-
gáfu. Hún átti auðvelt með að sjá
spaugilegu hliðarnar og kunni að
gera grín að sjálfri sér. Faðir minn
var einn af mörgum tengdasonum
hennar og er mér minnistætt hve
fallega hann talaði um ömmu og
hlakkaði til að hitta hana. Það var
okkur systkinunum líka tilhlökkunar-
efni þegar amma kom í heimsókn,
þá létti yfir heimilisfólkinu og Reyni-
staðarhláturinn var allsráðandi. Ég
man eftir sérlega hlýjum móttökum
þegar við fórum til Eyja skömmu
eftir gos, við yngstu systurnar með
foreldrunum og heimsóttum afa og
ömmu í blokkina við Hásteinsveg.
Sigurlás afi dó árið 1980, hann var
fæddur 13. ágúst 1893 og hefði því
orðið 100 ára á næsta ári ef hann
hefði lifað. Amma fæddist í Vest-
mannaeyjum 31. október 1907. For-
eldrar hennar voru Margrét Þor-
steinsdóttir og Sigurður Ólafsson.
Amma og afi giftust árið 1928 og
áttu 14 börn saman; Eggert, fæddan
1929, dáinn 1978, Þorleif, fæddan
1930, Önnu, fædda 1933, Kristínu,
fædda 1935, Ástu, fædda 1937, Ól-
öfu, fædda 1939, Jónu, fædda 1940,
Gústaf, fæddan 1941, Helga, fæddan
1944, Reyni, fæddan 1946, dáinn
1979, Ernu, fædda 1947, dáin 1989,
Margréti, fædda 1949, Geir, fæddan
1950, og Undu, fædda 1955.
Afi átti þrjú böm af fyrra hjóna-
bandi og amma eina dóttur, Sigur-
laugu Ólafsdóttur. Lengst af bjó fjöl-
skyldan á Reynistað við Vesturveg.
Seinni árin bjuggu þau á Hásteins-
vegi 60. Aldrei heyrðist hún amma
mín kvarta þótt oft hafi verið ástæða
til, það er rétt hægt að ímynda sér
hvernig það hefur verið að sjá um
þennan fjölda af bðrnum í þröngum
húsakynnum við kröpp kjör á þessum
árum. Amma í Eyjum fékk líka að *c
kynnast sorginni eins og svo margir,
hún missti eiginmann og þrjú af
börnum sfnum. Eftir lát Ernu 1989
varð hún aldrei söm. Ernu frænku
er sárt saknað úr hópnum.
Amma í Eyjum hefur skilað dags-
verki sfnu og rúmlega það. Það er
trú mín að þessi duglega og ósér-
hlífna kona hafi fengið hlýjar mót-
tökur þar sem hún nú er, og mér
er sem ég heyri dillandi Reynistaða-
hlátur hljóma. Blessuð sé minning
hennar.
Guðrún Ólðf Gunnarsdóttir.
Jflles&ur
a
morgun
Guðspjall  dagsins:  Lúk.
18.: Farísei og tollheimtu-
maður.
ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Árni
Bergur Sigurbjörnsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.
Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson messar. Org-
anisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi
Matthíasson.
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.00.,Ferm-
ing, altarisganga. Fermdur vérður 'Jónas
Guðmundsson, Bárugötu 10, Rvík. Dóm-
kórinn syngur. Organleikari Marteinn H.
Friðriksson. Sr. Hjalti Guðmundsson.
VIÐEYJARKIRKJA: Messa kl. 14.00.
Dómkórinn syngur. Organleikari Mar-
teinn h. Friðriksson. Bátsferð úr Sunda-
höfn kl. 13.30. Sr. Hjalti Guðmundsson.
ELLIHEIMILIÐ Grund: Guðsþjónusta kl.
10.00. Sr. Baldur Sigurðsson.
GRENSÁSKIRKJA:   Guðsþjónusta   kl.
11.00. Prestur sr. Gylfi Jónsson. Organ-
isti Árni Arinbjarnarson.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og þarna-
stund kl. 11.00. Sr. Ragnar Fjalar Lárus-
son. Prófessor Einar Sigurbjörnsson
prédika,r. Fermd verður Guðný Einars-
dóttir, Hólatorgi 8, Rvik. Þriðjudag: fyrir-
bænaguðsþjóhusta kl. 10.30. Beðið fyrir.
sjúkum.
LANDSPfTALINN: Messa kl. 10. Sr. Jón
Bjarman.
HÁTEIGSKIRKJA: Hámessa kl. 11. Sr.
Arngrímur Jónsson. Kvöldbænir og fyrir-.
bœnir á miðvikudögum kl. 18.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands
biskups. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr.
Flóki Kristinsson. Organisti Jón Stefáns-
son. Kór Langhpltskirkju (hópur II) syng-
ur. Kaffisopi eftir messu. Aftansöngur
virka daga kl. 18.00.
LAUGARNESKIRJA: Guðsþjónusta kl.
11. Sr. Guðmundur Guðmundsson mess-
ar. Heitt á könnunni eftir guðsþjónustu.
NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00.
Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson.
Guðmundur Óskar Úlafsson. Miöviku-
dag: Bænamessa kl. 18.20. Guðmundur
Óskar Ólafsson.
SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11.
Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdótt-
ir. Organisti Kristín Jónsdóttir. Miðviku-
da'g: Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altaris-
ganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður
i safnaðarheimilinu.
ÁRBÆIARKIRKJA: Guðsþjónusta sunnu-
dag kl. 11 árdegis. Organisti Sigrún
Steingrimsdóttir. Guðrún Ingimarsdóttir
og Ingunn Sighvatsdóttir syngja stólvers.
Sr. Guðmundur Þorsteinsson.
FELLA- og Hólakirkja: Kvöldguðsþjón-
usta kl. 20.30. Ragnhildur Hjaltadóttir
prédikar. Prestur Guðmundur Karl Ág-
ústsson. Organisti Guðný M. Magnús-
dóttir. Kaffi eftir guðsþjónustuna. Prest-
arnir.
KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta fellur
niður vegna þátttöku organleikara og
krikjukórs í tónlistar- og söngnámskeiði
í Skálholti.
SEUAKIRKJA: Engin guðsþjónusta
vegna sumarleyfis starfsfólks. Sóknar-
prestur.
HJALLAPRESTAKALL: Messusalur Di-
granesskóla. Lesguðsþjónusta kl. 11.
Sóknarprestur.
KRISTSKIRKJA Landakoti: Messa kl.
8.30. Hámessa kl. 10.30. Messa kl. 14,
ensk messa kl. 20. Laugardaga messa
kl. 14 og ensk messa 20. Aðra rúmhelga
daga messa kl. 18.
MARÍUKIRKJA Breiðholli: Messa kl. 11.
Laugard. kl. 14, fimmtudaga 19.30. Aðra
rúmhelga daga messa kl. 18.30.
KFUM/K: Samkoma í kristniboðssalnum
Háaleitisbr. 58 kl: 20.30. Ræðumaður sr.
Guðmundur Guömundsson.
HJÁLPRÆÐISHERINN:  Útisamkoma  á
Lækjartorgi kl. 16. Bæn kl. 19.30 og hjálp-
ræðissamkoma kl. 20. Kvödd verða Karin
og Erik Petersen. Þau fara til náms í for-
ingjaskóla Hjálpræðishersins í Noregi.
HVÍTASUNNUKIRKJAN  Fíla-delfía:  Al-
menn samkoma kl. 20. Bamagæsla.
VEGURINN,  Kópavogi:  Almenn  sam-
koma kl. 20.30. Nk. miðvikudag kl. 18.
Biblíulestur. Sr. Halldór S. Gröndal.
MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Mos-
fellskirkju kl. 11. Sr. Jón Þorsteinsson.
KAPELLA St. Jósefssystra Garðabæ:
Þýsk messa kl. 10.
VÍÐISTAÐASÓKN: Guðsþjónusta í Víði-
staðakirkju kl. 11 og í Hrafnistu kl. 13.
Kór Víðistaðasóknar syngur. Organisti
Úlrik Ólason. Sr. Helgi Guðmundsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Messa kl. 11.
Altarisganga. Sr. Gunnþór Ingason.
KAPELLAN St. Jósefsspítala: Messa kl.
10.30. Rúmhelga daga kl. 18.
KARMELKLAUSTUR:  Messa  kl.  8.30.
Rúmhelga daga messa kl. 8.
KÁLFATJARNARSÓKN:   Guðsþjónusta
Stóru Vogaskóla. Skólinn settur kl. 11.
Aðalfundur safnaðarins að messu lok-
inni. Sr. Bragi Friðriksson.
YTRI-Njarovíkurkirkja: Messa kl. 21. Sr.
Baldur Rafn Sigurðsson.
KEFLAVI'KURKIRKJA: Messa kl. 14. Sr.
Helga Soffía Konráðsdóttir kveður söfn-
uðinn.  Að  messu  lokinni  kirkjukaffi  í
Kirkjulundi. Kór Keflavíkurkirkju syngur.
Stjórnandi Einar Örn Einarsson.
KAÞÓLSKA kapelian, Keflavík: Messa
kl. 16.
ÞORLÁKSKIRKJA. Messa kl. 10.30.
STOKKSEYRARKIRKJA: Messa kl.14.
SELFOSSKIRKJA:  Messa  kl.  10.30.
Sóknarprestur.
STÓRÓLFSHVOLSKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Organisti Gunnar Marmunds-
son. Sóknarprestur.
BRAUTARHOLTSKIRKJA,   KJalarnesi:
Messa kl. 11. Sr. Gunnar Krístjánsson.
REYNIVALLAKIRKJA: Messa kl. 14. Sr.
Gunnar Krístjánsson.
AKRANESKIRKJA:  Messa  kl.  11.  Sr.
Björn Jónsson.
BORGARPRESTAKALL: Guðsþjónusta
Borgarneskirkju kl. 11.1 Akrakirkju. Guðs-
þjónusta kl. 14. Aðalsafnaðarfundur að
messu lokinni. Sóknarprestur.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40