Morgunblaðið - 10.09.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.09.1992, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLÁÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1992 Ungir myndhöggvarar Myndlist Eiríkur Þorláksson Kjarvalsstaðir hafa nú tekið um- talsverðum breytingum, sem hafa aukið möguleika á nýtingu rýmisins í miðhluta hússins. Kaffistofan hef- ur verið færð til, er nú minni og þægilegri en áður, en í staðinn opn- ast stórt rými í miðri byggingunni, sem áætlanir eru um að nota á fjöl- breyttan hátt í framtíðinni. í tilefni breytinganna hafa nú verið opnaðar fjórar nýjar og ólíkar sýningar í húsinu, og eru allar fylli- lega þess verðar þess að fá sjálf- stæða umíjöllun. Fyrst ber að nefna að í vestursal stendur yfír samsýning fjögurra ungra listamanna, sem allir hafa helgað sig hinu þrívíða verki, högg- myndinni. Hér eru á ferðinni þau íris Friðriksdóttir, Kristján Stein- grímur, Ólafur Gíslason og Ragnar Stefánsson, en þau eru öll fædd í kringum 1960 og heyra því til yngstu kynslóð íslenskra lista- manna. Þau hafa hvert um sig ver- ið að hasla sér völl í myndlistinni í sýningarhaldi nokkur undanfarin ár og hafa haldið athyglisverðar einka- sýningar í smærri sýningarsölum á síðustu tveimur árum. Það er því vel við hæfí hjá þeim að slá saman í þessa samsýningu, sem býður upp á gott sýnishom af því sem ungir myndhöggvarar eru að fást við í dag. Það fyrsta sem verður að nefna er að hér er skilgreining höggmynd- A HOTEL ISLANDI DAGANA 11., 12. OG 18., 19, SEPT. 1992 BORÐAPANTANIR I S: 687111 HÓTEL IpMD arinnar teygð til hins ýtrasta. Hér er ekki um að ræða höggmyndir í hinum hefðbundna skilningi orðsins, heldur verk unnin í málma, steypu og tré, auk þess sem rafmagn gegn- ir stóru hlutverki í tveimur þeirra; það er eðli efnisnotkunarinnar sem öðru fremur setur þessi verk í þann flokk listaverka, sem nefnist högg- myndir í íslensku máli. Ragnar Stefánsson sýnir tvö verk, sem hann nefnir „Byggingar- kerfí fyrir myndlist“. Þessi verk eru sett saman úr einingum, sem eru ætíð í lóðréttu eða láréttu samhengi við aðrar einingar; þannig er mögu- leiki til að taka þær út úr heildinni og raða saman í nýjum, sjálfstæðum verkum, allt eftir þörfum eða óskum hvers og eins. í miðhluta hverrar einingar er að finna merki, slagorð eða orðaleiki (t.d. „This is not a statement“) þannig að ný uppröðun býður ætíð upp á nýtt samhengi. Þessi verk Ragnars eru í beinu fram- haldi af því sem hann sýndi í Gall- erí einn einn á síðasta ári, og er líklegt að hann eigi eftir að fínna fleiri skemmtilega möguleika í þess- um málmformum á næstu árum. íris'Friðriksdóttir á hér þrjú verk, þar sem hún teflir fram andstæðum. I verkunum „Hiti“ er um að ræða andstæður málms og rafmagns, þar sem verkin bjóða upp á brunahættu, um leið og þau hafa til að bera sjón- rænt snertigildi; listakonan leikur þannig markvisst við hina gömlu kenningu að listin geti verið hættu- leg. Jafnframt sýnir hún „Blóm í steypu" þar sem hið lífræna og bjarta tekst á við hið kalda og gráa, en þessar hellur heppnast síður, e.t.v. vegna þess hve kirfílega blóm- in eru unnin í steypuna. Kristján Steingrímur sýnir sjö listilega unnin verk í ál, sem hafa verið gerð með silkiþrykki, olíu og sandblæstri. í hverju þeirra takast á andstæður hinna einföldu, hreinu, stærðfræðilegu forma annars vegar og lífrænni forma (t.d. skelja, krabba, hljóðfæra) hins vegar; lita- notkun er einnig afar markviss. Þessi verk Kristjáns Steingríms eru einkar grípandi og er vert að benda sérstaklega á myndir nr. 9 og 12. Ólafur Gíslason varð nýlega þess Viðshiplðvinlr fasleignasðlð Við viljum vekja athygli á því að Fasteignablað Morgunblaðsins kemur framvegis út á föstudögum og flestar fasteignasölur hafa símatíma á milli kl. 10 og 14 á laugardögum heiðurs aðnjótandi að vera valinn fyrsti ungi myndhöggvarinn til að hljóta viðurkenningu úr sjóði Rich- ards Serra, sem stofnaður var í sam- bandi við Listahátíð í Reykjavík 1990, þegar Serra setti upp mikið umhverfísverk í Viðey. Ólafur fjallar í verkum sínum mikið um grundvöll listarinnar og nýtir til þess hin klass- ísku form sem við höfum sífellt í kringum okkur án þess að veita þeim sérstaka eftirtekt. Nokkur af verkum hans hér hafa sést á öðrum sýningum hans á þessu ári, en eru jafnáhugaverð fyrir það; í þeim kemur fram fínleg kímnigáfa og ábending um hið hversdagslega í umhverfí okkar. í þessu samhengi má benda á „Reykjavík, N.Y., Kaup- mannahöfn, Hamborg og Amsterd- am“ og „Listaverk fyrir kaffivél, öskubakka o.fl.“, auk þess sem „Minnisvarði um afskorin blóm“ er afar vel ígrundað verk! í heild er hér á ferðinni skemmti- leg sýning á fjölbreyttum listaverk- um, þar sem listamennirnir ná að sýna sínar bestu hliðar. Þessir sýn- Listamennirnir (frá vinstri) Ragnar Stefánsson, íris Friðriksdóttir, Olafur Gíslason og Kristján Steingrímur. ing ber gott vitni um þá grósku sem er að fínna á þessu sviði myndlistar- innar um þessar mundir, og er von- andi að sem flestir notfæri sér tæki- færið til að fylgjast með því sem efnilegt ungt listafólk er að fást við í dag. Sýning fjórmenninganna í vestur- sal Kjarvalsstaða stendur til sunnu- dagsins 13. september. KAMMERTONLEIKAR Tónlist Jón Ásgeirsson Þriðju tónleikar UNM voru haldnir í Listasafni íslands sl. þriðjudag. Efnisskráin var margbreytileg en hún hófst og henni lauk með leik Blásar- akvintetts Reykjavíkur. Fyrsta verkið var Soulmining, eins konar sálar- könnun í þremur köflum, fyrir blásar- akvintett. Verkið hefst á eintónun en smám saman leita raddirnar út frá þungamiðjutónunum og var því tónferlið í raun mjög staðbundið. Það var töluverð stemmning, sem nálgað- ist dulúð í miðkaflanum. Verk þetta er á engan hátt frumlegt en naut þess hve vel það var flutt af Blásarak- vintett Reykjavíkur. Þtjú íslensk verk voru flutt og það fyrsta, Intermezzo undir regnbogan- um, einleikur á fagott, eftir Hrafnkel FASTEIGNASALA Sudurlandsbraut 1Ú Ábyrgð - Reynsla - Öryggi Hilmar Valdimarsson. SÍMAR: 687828 OG 687808 BREKKUBÆR Til sölu vel staðsett raðhús á þremur hæðum, samtals 250 fm auk bílsk. íbúðaraðstaða í kj. BREKKUBYGGÐ Til sölu raðhús á tveimur hæðum, samt. 90 fm. Á efri hæð er stofa og eldh. Á neðri hæð eru 2 góð herb., sjónvhol, bað og þvottaherb. Bílsk. fylgir. Laust nú þegar. DALSEL Til sölu 4ra herb. 106 fm íb. á 1. hæð. Stæði í Jokuðu bílahúsi fylgir. Hagst. lán áhv. Laus nú þegar. • BARMAHLÍÐ Til sölu glæsil. 4ra herb. 107 fm efri hæð í 4ra íb. húsi. Nýtt eldhús. Nýtt bað. Tvennar svalir. Góð lán áhv. GRÆNAHLÍÐ Til sölu góð 4ra herb. 114 fm ib. á 3. hæö m. 29 fm bílsk. Arinn í stofu. Tvennar svalir. Fallegur garður. Mjög góð lón áhv. STELKSHÓLAR Til sölu mjög góð 4ra herb. 100 fm fb. á 1. hæð, sérgarður. RÁNARGATA 3ja herb. 60 fm íb. á 1. hæð. Sér- inng. Verð 5,0 millj. Góð lán áhv. UGLUHÓLAR Vorum að fá i sölu fallega 3ja herb. 70 fm íb. á 3. hæð. Laus strax. BERGSTAÐASTRÆTI Vorum að fá i sölu hæð og ris i litlu timburhúsi. Á hæðinni eru 2 herb., stofa, eldh. og bað. Gott verð. GRETTISGATA Til sölu ný og fullb. 100 fm ib. á 1. hæð. Tvö einkabilast. fylgja. Gott verð. ESKIHLÍÐ 2ja herb. 70 fm íb. í kj. Sérinng. Laus nú þegar. jm Hilmar Valdimarsson, Slgmundur Böðvarsson hdl., ” Brynjar Fransson. Orra Egilsson (f. 1974), var ágæt- lega flutt af Halldóri í. Gylfasyni. Þetta er saklaust verk, tónalt og temtískt unnið. Eftir Elínu Gunn- laugsdóttur var flutt sex þátta verk, sem hún kallar Eitthvað fallegt. Það er fyrir sópranrödd (Hlín Pétursdótt- ir), flautu (Kolbeinn Bjarnason) og gítar (Uwe Eschner) og skiptast á samleiksþættir og söngur við þrjú japönsk ljóð. Ekki er þess getið í efnisskrá hver þýddi ljóðin. Nafnið á vel við þetta verk, því það er fal- legt, sérstaklega söngþættirnir. Nokkuð mátti heyra af þrástefja vinnubrögðum, einkum í fyrsta þættinum, og var þetta ljúfa verk ágætlega flutt. Síðasta íslenska verkið nefnist Studio og er eftir Þuríði Jónsdóttur. Studio, samið fyr- ir sembal, er skýrt í formi og er mikið unnið úr tónhugmyndum, sem birtast í brotnu hljómaferli, trillum og þéttum hljómklösum, sem eiga sér sterka svörun í hljóman sembals- ins. Þetta er vel gert verk og var ágætlega flutt af Guðrúnu Óskars- dóttur. Viðamestu verkin voru tvö finnsk tónverk, samnin fyrir selló en flytj- andi beggja verkanna var efnilegur sellisti, Jukka Rautasalo að nafni. Fyrra verkið kallar höfundurinn Glennur, en hann heitir Hannu Po- hjannoro. Seinna verkið, Ingrepp II, er eftir Markus Fagerudd. Bæði verkin eru að svipmóti eða stíl mjög lík, ekki frumleg (í anda deyjandi módernisma) en feikivel samin og ekki var minna vert um ágætan flutning Rautasalo. Tónleikunum lauk með „Vier Wid- mungen fur Bláserquintett“ eftir Klaus Ib Jörgensen. Verkið hefst á hreinni ferund, tónbili sem gengur í gegnum allt verkið, auk þess sem leikið er með tvíundir og þríundir í allskonar þverstæðum skipunum. Verkið, sem vart verður talið frum- legt en ágætlega samið, var stórvel flutt af Blásarakvintett Reykjavíkur. Síðasta tileinkunin endaði óvænt með eftirlíkingu á habe Dank“, niðurlaginu á Zueignung eftir Strauss, þar sem stokkið er upp um stóra sexund (so-mí) og endað á dúrhljómi. SÖNGSMIÐJAN AUGLÝSIR ■ gAI_LIR AÐSYNGJA! NÁMSKEIÐ FYRIR UNGA SEM ALDNA, LAGLAUSA SEM LAGVÍSA. Eldri nemendur, kynnið ykkur vetrardagskrána. Hugsanlega verða sér námskeið fyrir laglausa. Sl§t EINSÖNGSNÁM: Lögð er áhersla á 'X.1 söngtækni sem skilar árangri og sterkri t tilfinningu fyrir ljóði og lagi. Stefnt að skólauppsetningu í vor á verkefnum vetrarins. NÁMSKEIÐ FYRIR BÖRN: Tónlist og myndlist. Nánar auglýst síðar! Kennarar: Esther Helga Guðmundsdóttir, söngur, Guðbjörg Sigurjónsdóttir, undirleikur, og Dröfn Guðmundsdóttir, myndlist. K ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR í SÍMA 654744 VIRKA DAGA FRÁ KL. 9.00 - 13.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.