Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
227.tbl.80.árg.
ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTOBER 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Um 250 manns farast er þota brotlendir á fjölbýlishúsum í Hollandi
Köstuðu börnum sínum
út úr alelda háhýsum
Erfitt
björgunarstarf
Slökkviliðsmenn að störfum í
rústum tveggja níu hæða fjölbýlis-
húsa í úthverfi Amsterdam eftir
að flutningaþota hafði brotlent á
þeim. Starf slökkviliðsins er hættu-
legt þar sem byggingar í grennd-
inni eru að hruni komnar og einnig
er hætta á gasleka. Óttast var í
gær að rúmlega 250 manns hefðu
farist í flugslysinu og margir þeirra
brunnið lifandi í háhýsunum.
Amsterdam, Liiiulúnum, Tel Aviv. The Daily Telegrapb.
ÓTTAST var í gær að rúmlega 250 manns hefðu beðið bana er
flutningaþota ísraelska flugfélagsins El Al brotlenti á tveimur
níu hæða fjölbýlishúsum í einu af úthverfum Amsterdam á sunnu-
dag. Talið er að margir hafi brunnið lifandi í háhýsunum, sem
urðu alelda á örskammri stundu er 70 tonn af eldsneyti þotunnar
dreifðust yí'ir svæðið. Sjónarvottar sögðust hafa séð mæður kasta
börnum sínum út um glugga á efstu hæðum háhýsanna. Aðeins
sex lik höfðu fundist i gær en um 250 var saknað. Björgunarsveit-
ir leituðu í allan gærdag í rústum fjölbýlishúsanna en sögðust
því sem næst úrkula vonar um að nokkur fyndist á líí'i. Erfitt er
að áætla fjölda þeirra sem voru í húsunum, þar sem margir íbíi-
anna voru ólöglegir innflytjendur frá Súrínam, fyrrverandi ný-
lendu Hollendinga í Suður-Ameríku, og þvi ekki á íbúaskrám.
Slysið olli miklum óhug á meðal
Hollendinga. „Þetta er mesta stór-
slys í sögu Hollands — afar
átakanleg reynsla fyrir okkur öll,"
sagði borgarstjóri Amsterdam.
Flutningaþotan var af gerðinni
Boeing 747 og báðir hreyflar
hennar stjórnborðsmegin duttu af
henni skömmu eftir flugtak á
Schiphol-flugvelli. Hreyflarnir
fundust í stöðuvatni í grenndinni
og verða rannsakaðir vandlega
næstu daga. Sérfræðingar leiddu
getum að því að málmþreyta í
hreyflunum hefði valdið slysinu
og einnig er talið hugsanlegt að
þotan hafí flogið í flugnager. Enn-
fremur hafa menn verið með get-
gátur um mistök í viðhaldi og eftir-
liti með þotunni. ísraelskir sér-
fræðingar í öryggismálum ,sögðu
að    grunur    léki    ekki    á    að
Sómalía
Dag hvern
deyjaþús-
und manns
Jóhannesarborg. Reuter.
HUNGURSNEYÐIN og stríð-
ið í Sómalíu hafa kostað
hundruð þúsunda manna lífið
og rúmlega 1.000 manns deyja
á hverjum degi þrátt fyrir
hjálparstarf erlendra ríkja og
stofnana, að því er Alþjóðaráð
Rauða krossins skýrði frá í
gær.
Alþjóðaráðið hefur séð rúm-
lega tveimur milh'ónum Sómala
fyrir matvælum og er þetta viða-
mesta hjálparstarf ráðsins frá
síðari heimsstyrjöldinni. „Því
sem næst allir íbúar landsins
hafa orðið fyrir barðinu á hörm-
ungunum, sem er einsdæmi að
minni hyggju," sagði Jean-Dani-
el Tauxe, sem stjórnar hjálpar-
starfi Alþjóðaráðs Rauða kross-
ins í Afríku. Hann kvað 2,5 milh'-
ónir Sómala í bráðri hættu og
litlar líkur vera á því að ástand-
ið batnaði nema endi yrði bund-
inn á stjórnleysið í landinu og
stríðandi fylkingar yrðu afvopn-
aðar.
skemmdarverk hefðu verið framin
þar sem flugmaður þotunnar hefði
haft samband við flugumferðar-
stjórnina á Sehiphol-flugvelli og
sagt að hann ætti aðeins í tækni-
legum vandræðum. Yitzhak Rab-
in, forsætisráðherra ísraels, úti-
lokaði þó ekki hermdarverk.
Þotan skall niður milli tveggja
fjölbýlishúsa með þeim afleiðing-
um að níu hæðir hrundu og 80
íbúðir gjöreyðilögðust. „Enginn í
byggingunum átti möguleika á að
sleppa. Það voru einfaldlega engar
undankomuleiðir," sagði Hugo
Ernst, slökkviliðsstjóri borgarinn-
ar. Beggja vegna við slysstaðinn
voru byggingar að hruni komnar,
sem gerði starf slökkviliðsins lífs-
hættulegt. Ennfremur var hætta
á gasleka. Talið er að það taki
fjóra daga að hreinsa svæðið.
Liðlega þrítug kona, sem varð
vitni að slysinu, kvaðst hafa séð
konur kasta börnum sínum út um
glugga á fjölbýlishúsunum og ofan
í sflci fyrir neðan. „Ég sá ekki
hvað varð um börnin en ég veit
að þau fundust ekki 511."
Fyrir slysið var El Al talið eitt
af öruggustu flugfélögum heims;
hafði aðeins misst tvær þotur og
þær fórust báðar á fyrstu sex
árunum í 44 ára sögu flugfélags-
ins.
Sjá fréttir af flugslysinu á
bls. 26-27.
Drottning á slysstað
Beatrix Hollandsdrottning kannaði verksummerki á slysstaðnum í gær
og eins og sjá má á myndinni fékk slysið mjög á hana.
Verulegt verðfall á
hlutafjármörkuðum
Lundúnum, New York. Reuter.
VERULEGT verðfall varð víða á hlutafjármðrkuðum í gær og
einkum í New York. Er ástæðan sögð vera svartsýni á efnahags-
bata í Bandaríkjunum og óvissa um hvað við tekur að loknum
kosningunum þar í næsta mánuði. Þá féll einnig gengi breska sterl-
ingspundsins.
Verðfallið í Wall Street var mikið
fram eftir degi en gekk til baka að
nokkru leyti fyrir lokun. Gengis-
lækkun pundsins, sem hefur ekki
áður verið jafnlágt skrifað gagnvart
þýska markinu, átti svo þátt í all-
miklu verðfalli á breska hlutafjár-
markaðnum. Það sýnir hins vegar
vel hve markaðirnir eru óútreiknan-
legir og er gott dæmi um svartsýn-
ina að orðrómur um vaxtalækkun
í Bandaríkjunum og Bretlandi urðu
til að þrýsta gengi dollars og punds
niður en á sama tíma stuðlaði orð-
rómur um hið gagnstæða, vaxta-
hækkun í Bretlandi, að lækkun á
hlutafjármarkaði þar í landi.
Sérfræðingar á verðbréfamark-
aði segja að geti John Major forsæt-
isráðherra og breska stjórnin ekki
komið fram með sannfærandi efna-
hagsstefnu á flokksþingi íhalds-
flokksins, sem hefst í dag, sé hætt
við að gengi pundsins haldi áfram
að falla.
Sjá „Búist við hörðum átök-
um ..." á bls. 24.
Lennart
Meri kjör-
inn forseti
Eistlands
Moskvu. Reuter.
ÞING Eistlands kaus í gær
fyrsta forseta landsins eftir
hernám Sovétrikjanna og úrslit
kjörsins urðu þau að íhaldsmað-
urinn Lennart Meri bar sigur-
orð af Arnold Ruutel, fyrrver-
andi leiðtoga kommúnista, sem
hafði fengið flest atkvæði í for-
setakosningunum í siðasta mán-
uði.
Meri fékk 59 atkvæði í forseta-
kjörinu og Ruutel
31. Ellefu kjörseðl;
ar voru ógildir. í
forsetakosningun-
um í síðasta mán-
uði fékk Ruutel
hins vegar 41,8%
atkvæða en Meri
aðeins 29,5%. Samkvæmt eistn-
eskum lögum kýs þingið forseta
ef enginn fær meirihluta atkvæða
í almennum kosningum. Flokkur
Meris, Föðurlandsbandalagið,
fékk flest þingsæti í kosningunum
í síðasta mánuði.
„Ég er mjög glaður. Þetta eru
endalok sovéska tímabilsins í sögu
Eistlands," sagði Mart Laar, for-
maður Föðurlandsbandalagsins,
en líklegt er talið að Meri skipi
hann forsætisráðherra.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
28-29
28-29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56