Morgunblaðið - 20.10.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.10.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1992 19 myndir hans bera sterkan svip af bókmenntum, þær eru yfirleitt þrungnar frásögnum og jafnvel ein- föld andlitsmynd kemur hugarflug- inu á hreyfingu. A stundum kveður svo rammt að þessu að sumar þær myndir, sem ekki fela í sér neinar beinar efnislegar opinberanir né athafnir á kynórasviðinu, virka ást- þrungnari og höfða meira til skoð- andans. í öllu falli eru þær óræðari um leið og eitthvað í þeim ýtir við lífrænum kenndum manns. • Ég held að Flóki hafi um sumt dregið sig inn í skel sína síðustu árin sem hann lifði og einhvem veginn gustaði ekki eins af honum og áður. Þannig kom þetta mér fyrir sjónir en getur þó verið rangt, því svo kunnugur lífi hans var ég ekki, að ég geti fullyrt neitt hér uin. Leiðir okkar Flóka lágu saman í Kaupmannahöfn vorið 1984 og hitti ég hann nokkrum sinnum. Hann var þá að vinna að ákveðnu verkefni og vildi gjarnan að ég liti á teikningarnar. Varð að samkomu- lagi að ég heimsækti hann í íbúð sem hann leigði af vini okkar Sig- urði Oddgeirssyni, er þá bjó í Kulu- suk. Við lágum svo yfir þessum teikn- ingum allt kvöldið jafnframt því sem við dreyptum á hvítvíni. Eitthvað var gestgjafinn ekki ekki fullkomlega ánægður, þótt ég léti góð orð falla um ýmislegt í teikningunum og talaði þá eins og fagmaður við fagmann. Sjálfur var hann auðsjáanlega ekki meira sáttur en svo við árang- urinn, að er líða tók á kvöldið fór hann að gráta og byrgði höfuðið í höndum sér og var óhuggandi. Ég sá þann kost vænstan að halda á braut, en bar mun meiri virðingu fyrir Flóka alla tíð eftir það. Hugsaði margt í strætisvagn- inum á leiðinni heim og minntist m.a. þess sem sellósnillingurinn Pablo Casals hafði að orðtæki: „Þeir sem geta ekki grátið, geta ekki heldur skapað mikla list.“ Hugur mannsins, sem fæðir af sér andríki og skapandi kenndir er skilja eftir sig líf og gróandi, telst ekki í þéttu formi sem stál og stein- steypa, ei heldur harka og óbil- girni, frekarólgandi kvika — tilfinn- ingahiti og hamslaus ást til þess sem lifir og hrærist. Tuttugii ára afmæli Háskóla- kórsins Á þessu hausti eru liðin 20 ár frá stofnun Háskólakórsins. Hinn 24. október verður haldið upp á þessi tímamót með því að gamlir og nýir kórfélagar syngja saman við útskrift kandí- data í Háskólabíói. Þá munu all- ir stjórnendur kórsins frá upp- hafi stjórna einu lagi. Frá stofnun kórsins hafa verið sex stjórnendur: Rut Magnússon 1972-80; Hjálmar H. Ragnarsson 1980-83; Árni Harðarson 1983-89; Guðmundur Óli Gunnarsson 1989-90; Ferenc Utassy 1990-92. I haust tók svo nýr stjórnandi við, Gyða Halldórsdóttir. Að kvöldi 24. október verður afmælishóf í Ártúni sem hefst með borðhaldi og skemmtiatriðum kl. 20.00. Á eftir verður stiginn dans fram eft- ir nóttu. Enn er möguleiki að fá miða á afmælisfagnaðinn. Upplýs- ingar gefa Þóroddur í síma 42068, Kristjana í síma 27225 og Bára í síma 624194. V^terkurog kJr hagkvæmur auglýsingamiðill! píi»ti0iiniMahib Nýtt kvikmyndafélag Hreyfimyndafélagið er nýr kvikmyndaklúbbur sem stúdentar við Háskóla íslands hafa haft forgöngu um að stofna í samvinnu við Háskólabíó. Markmið klúbbsins er að standa fyrir reglulegum sýningum á gömlum meistaraverkum kvikmyndasögunnar og nýrri kvikmyndum sem vakið hafa athygli á kvikmyndahátíðum erlendis. Auk háskólanema standa að klúbbnum framhalds- og sérskóla- nemar svo og kvikmyndagerðar- menn. í stjóm klúbbsins sitja Bjarni Ármannsson, Einar Logi Vignisson, Guðbrandur Örn Arar- son, Friðbert Pálsson, Friðrik Þór Friðriksson og Skúli Helgason. Fyrsta myndin sem Hreyfi- myndafélagið sýndi var kínverska myndin Ju Dou eftir leikstjórann Zhang Yimou sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna í fyrra. Rauði lampinn eftir Yimou var tilnefnd til Óskarsins í ár og þreytti kappi við Börn náttúrunnar. Nýjasta mynd Zhang Yimou fékk gullverð- laun á kvikmyndahátíðinni í Fen- eyjum fyrir nokkrum vikum. Önnur mynd Hreyfímyndafé- lagsins verður THE WALL, tón- listarmynd Pink Floyd. Hún verður sýnd 21. október kl. 21.00 og 26. október kl. 17.00. Um næstu mánaðarmót stendur til að halda kvikmyndahátíð þar sem megináhersla verður lögð á óháða ameríska kvikmyndagerð og gerð ódýrra mynda af sambæri- legri stærðargráðu og íslenskar kvikmyndir. Friðrik Þór Friðriks- son og Jim Stark hafa haft veg og vanda af skipulagningu hátíð- arinnar. Von er á fjölda góðra gesta. Má þar nefna kvikmynda- leikstjórana Gregg Araki og Claire Denis auk Jim Stark. Einnig er von á að Jim Jarmusch og Aki Kaurismaki láti sjá sig. Hvítlaukur Áhrifaríkur og heilsubætandi gæðahvítlaukur. Lyktar, og bragðlaus. Frysti þurrkaður. Allicin auðugur. Með germaníum. Fólk kaupir llja Rogoff aftur og aftur vegna gæðanna. BÍÚ-SELEN UMB.SÍMI 76610 ÖBYGGI ■ GOTT VERÐ REKS TRARÖRYGGI Sá sveigjanlegasti, Laserjet IIID. Prentar báðum megin á blöðin. Tveir bakkargefa kost á mismunancli pappír og möguleiki er á sér umslagamatara. (8 blaðsíður á mínútu, 300 punkta upplausn, upplausnaraukning, tveir bakkar, tengjanlegur við net, möguleikar á PostScript) Kr. 275.338,- Sá nettasti, Laserjet IIIP. Tilvalinn á skrifborðið. Hentar vel þar sem gerðar eru kröfur um hámarksgæði við útprentun. Möguleiki er á tveimur bökkum. (4 blaðsíður á mínútu, 300 punkta upplausn, bakki, tengjanlegur við net og möguleiki upplausnaraukning, einn á PostScript) Kr. 121.064. Sá afkastamesti, Laserjet IIISi. Vandaður, öflugur og hraðvirkur prentarí með ótrúlega stækkunarmöguleika. Tilvalinn til tengingar á netkerfum. (16 blaðsíður á mínútu, 300 punkta upplausn, upplausnaraukning, tveir bakkar, tengjanlegur við net og möguleiki á PostScrípt, minni stækkanlegt upp í 17 Mb) Kr. 417.424,- Sá hagkvæmasti, Deskjet 500. Bleksprautuprentarí sem fer nú sigurför um hciminn. Tæknin sem notuð ergefur upplausn á við vönduðustu geislaprentara. (240 stafir á sekúndu, 300 punkta upplausn, HP PCL3 samhæfður) Kr. 44.450.- Sá litríkasti, Deskjet 500C. Bleksprautuprentarí með mikil gæði í litaprentun. Ómissandi fyrír þá sem prenta á glærur. (240 stafir á sekúndu, 3 mínútur blaðsíðan í litaham, 300 punkta upplausn, HP PCL3 samhæfður) Kr. 82.786,- Sá stærsti í lit, Paintjet 300XL. A3 bleksprautuprentari með hámarksgæði í útprentun hvort sem er í lit eða svart/hvítu. Prentarínn er mjög stækkanlegur og tilvalinn til tengingar á netkerfi. (1,5 mínútur blaðsíðan ílit, 300 punkta upplausn, möguleiki á netkortum, minni stækkanlegt upp 118 Mb, 4 blekhylki með frumlitunum, HP PCL5 samhæfður) Kr. 266.984,- HP Scanjet IIp myndlesari. Gráskala myndlesari með 256 skugga afbrigðum, allt að 1200 punkta upplausn, 10 sekúndur að lesa A4 blaðsíðu. Kr. 99.083.- HP Scanjet IIc myndlesari. Litamyndlesari með 16,7 milljón litaafbrígðum, allt að 800 punkta upplausn, 15 sekúndur að lesa A4 blaðsíðu. Kr. 169.915,- ÖRTÖLVUTÆKNI ilTæknival Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SlMI 69 16 15 ■ KRINGLUNNI SÍMI 69 15 20 Skeifunni 17 • Sími: 68 72 20 • Fax: 68 72 60 SKEIFAN 17- T? (91) 681665, FAX: (91) 680664 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT PRENTARAR FRA HEWLETT-PACKARD ■ GOTT VERD ■ TÆKNINÝJUNGAR ■ REKSTRARÖRYGGI ■ GOTT VERD ■ TÆKNINÝJUNGAR ■ REKSTRARÖRYGGI ■ GOTT VERÐ'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.