Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						.
MORGUNÓLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30:' QKTÓBER 1992
18
Kvikmyndir á öðrum nótum
I DAG hefst í Háskólabíói viku-
löng kvikmyndahátíð sem nefnist
Harðfiskur og Hreyfimyndafé-
lagið stendur fyrir. Þar verða
sýndar kvikmyndir frá Banda-
ríkjunum, Frakklandi, Tékkó-
slóvakíu og Póllandi, og þá aðal-
lega myndir sem gerðar eru utan
við stóru framleiðslufyrirtækin.
Meðal leikstjóra má nefna Claire
Denis frá Frakklandi, Jan Svérák
frá Tékkóslóvakíu, Maciej Dejcz-
er frá Póllandi, Jim Jarmusch,
Gregg Araki og Alex Rockwell
frá Bandaríkjunum en framleið-
andi margra þeirra mynda sem
sýndar verða, Jim Stark, er gest-
ur hátíðarinnar ásamt Araki,
Denis og Svérák.
En afhverju er ráðist í að halda
kvikmyndahátíð með þessum anga
kvikmyndagerðar? „Hið áhugaverða
við ódýrar kvikmyndir," segir fram-
leiðandinn Jim Stark, „er að þær
gefa kvikmyndagerðarmönnum kost
á að fjalla um hluti sem menn í
Hollywood myndu aldrei snerta á,
og ráða góða leikara sem fá ekki
vinnu þar. Myndir frá Hollywood
einkennast af sömu formúlunum og
sömu leikurum í sífellu, sem er mik-
ið áhyggjuefni. En þetta tengist
þeim tveimur ástæðum sem liggja
að baki því að við erum að halda
þessa hátíð. Önnur ástæðan er sú
að íslensk kvikmyndahús hafa
íhaldssaman smekk og sýna aðallega
framleiðslu frá Hollywood, en við
teljum að hérlendis sé töluvert stór
hópur áhorfanda sem vill sjá kvik-
myndir á öðrum nótum. Hin ástæðan
er sú að ég er mikill aðdáandi þess
sem er að gerast í íslenskum kvik-
myndaiðnaði, og sérstaklega þess
sem er að gerast hjá ungum kvik-
myndagerðarmönnum. Með hátíðum
sem þessum gefst áhorfendum og
kvikmyndagerðarmönnum tækifæri
til að hitta erlenda gesti, "skiptast á
skoðunum og ná utan um þá al-
heimsþróun sem á sér stað í kvik-
myndagerð. Þetta auðveldar líka ís-
lenskum kvikmyndagerðarmönnum
að stíga næsta skref inn á alheims-
markaðinn."
Vinir og œttingjar! Þakka innilega komuna í
HöfÖaborg, allar gjafirnar, blómin, skeytin,
simtölin, kossana og kveÖskapinn.
GuÖ blessi ykkur öll.
Pála Pálsdóttir.
MUNIÐ
Morgunblaðið/Þorkell
Leikstjórinn Gregg Akari og kvikmyndaframleiðandinn Jim Stark,
sem eru meðal gesta kvikmyndahátíðarinnar Harðfisks.
Dagskrá
Harðfisks-
hátíðar
Sýningar fara fram
í Háskólabíói.
Föstudagur 30. október
KL 21.00: Night On Earth í
leikstjórn Jims Jarmusch
Kl. 23.20: The Living End
í leiksrjórn Greggs Araki
sem verður viðstaddur sýn-
inguna.
Laugardagur 31. október
Kl. 17.00: In The Soup í
leikstjórn Alex Rockwells
Kl. 19.00: Elementary
School í leikstjórn Jan Svér-
ák sem verður viðstaddur
sýninguna.
Kl. 23.00: No Fear No Die
í leiksljórn Claire Denis.
Gregg Akari er ungur bandarísk-
ur leikstjóri en þrjár mynda hans
verða sýndar á Harðfiskshátíðinni.
Þær eiga allar sameiginlegt að fjalla
á einn eða annan hátt um heim sam-
kynhneigðra, og vera gerðar fyrir
lítið fé. Nýjasta mynd Akaris, The
Living End, kostaði aðeins um tvær
og  hálfa  milljón  króna  í  fram-
leiðslu.....Að baki The Living End
stóð lítill hópur fólks sem gaf vinnu
sínu, þetta voru fímm manns fyrir
utan leikara þegar mest var, og fór
niður í tvo, tökumann og leikstjóra,"
segir Akari. „Við greiddum aðeins
fyrir tækjaleigu, mat og þess hátt-
ar, og þegar upp var staðið kostaði
myndin einungis 25 þúsund dollara,
en þá ákváðum við að stækka mynd-
ina frá 16 mm upp í fulla stærð og
þá jókst kostnaður. Við eyddum
heldur ekki tíma í að betla fé frá
opinberum fyrirtækjum í greininni,
enda margt í myndinni sem sam-
ræmist ekki þeirra áherslum. Þessi
leið veitti okkur mikið tjáningar-
frelsi. Ég átti raunar von á að The
Living End yrði umdeildari, en fólk
Hefur verið mjög jákvætt þrátt fyrir
að efnið sé ekki að allra skapi."
a firxattíTmiw:
Manor House Hotel
HÓTELREKSTUR ERLENDIS
Stofnun hlutafélags um hótelrekstur erlendis.
Þátttökueyðublöð og upplýsingar hjá
Gulli og Silfri hf., Laugavegi 35,
símar 22013 og 20620 og
Manor House hótel
ísíma90 44 803 605164.
DVELJIÐ Á EIGIN HÓTELUM ERLENDIS.
^^     Skilafrestur er til 1. nóvember 1992.
Kjarvalsstaðir
Sýning á verkum Hrólfs Sigurðsson-
ar, Eiríks Smiths og Þóris Barðdals
Laugardaginn 31. október verða opnaðar þrjár myndlistarsýning-
ar á Kjarvalsstöðum, á verkum Hrólfs Sigurðssonar, Eiríks
Smiths og Þóris Barðdals.
Hluthafafundur
Hluthafafundur í Eignarhaldsfélaginu Alþýðubankinn hf.
verður haldinn í Hvammi á Hótel Holiday Inn, Reykjavík,
laugardaginn 7. nóvember 1992 og hefst kl. 14.00.
Dagskrá:
1. Tillaga stjórnar um að gefa hluthöfum, er þess óska,
kost á að skipta út hlutabréfum í félaginu fyrir hluta-
bréf í íslandsbanka hf.
2.  Tillaga stjórnar um breytta fjárfestingastefnu félagsins.
3.  Önnu mál.
Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent hluthöfum eða
umboðsmönnum þeirra við innganginn á fundinum. Til-
lögur þær, sem fyrir fundinum liggja, verða hluthöfum
til sýnis á skrifstofu félagsins í íslandsbanka hf., Kringl-
unni 7, 3ju hæð, Reykjavík, viku fyrir hinn boðaða fund.
Reykjavík, 23. okt. 1992.
Stjórn Eignarhaldsfélagsins
Alþýðubankinn hf

í Austursal er yfirlitssýning á
verkum Hrólfs Sigurðssonar, list-
málara, í boði Menningarmála-
nefndar Reykjavíkur. í kynningu
Kjarvalsstaða segir að tími hafi
verið kominn til að kynna verk
Hrólfs, sem hingað til hafa verið
lítt þekkt. Hrólfur eigi að baki
merkan feril í íslenskri myndlist.
Hann hefur þó lítt haft sig í
frammi í sýningarsölum; eina
einkasýning hans til þessa var í
Bogasal Þjóðminjasafnsins 1962.
Þar fyrir utan hefur Hrólfur tekið
þátt í fjölmörgum samsýningum
bæði heima og erlendis.
Tónlistarskóli
Bessastaðahrepps
Tónleikar á
tónlistardegi
Tónlistarskóli Bessastaða-
hrepps stendur fyrir tón-
leikum á degi tónlistarinn-
ar, laugardaginn 31. októ-
ber kl. 11.00, í hátíðarsal
íþróttahússins.
í fréttatilkynningu segir að
tónleikarnir séu eingöngu
helgaðir íslenskri tónlist í tali
og tónum. Allir eru velkomnir.
Eiríkur Smith í Vestursal
í frétt frá Kjarvalsstöðum seg-
ir: Eiríkur Smith hélt fyrstu einka-
sýningu sína árið 1948. Hann hef-
ur síðan haldið fjölmargar sýning-
ar og tekið þátt í samsýningum
heima og erlendis.
Á sýningu Eiríks eru 23 olíu-
málverk, nokkur mjög stór og 30
vatnslitamyndir. Sjálfur segir
listamaðurinn, að meiri dulúð sé í
myndum sínum en áður. í vatns-
litamyndum vinni hann með lands-
lag, því íslenska landslagið sæki
stöðugt á sig og einskonar verur
spretti upp úr því.
Þórir Barðdal í Vesturforsal
Ungur myndhöggvari, Þórir
Barðdal, sýnir marmara- og gran-
ítskúlptúra sem allir voru unnir í
Portúgal á þessu ári. Þórir segir
allsnægtir af steinefnum þar í
landi hafa dregið hann til sín:
„Það er auðveldara að fara þangað
sem steinarnir eru, en flytja þá
hingað." Þórir segir að verk sín
séu að mestu huglæg; að marmar-
inn hafi ákveðinn hreinleika sem
passi vel inn í þetta huglæga inn-
tak. Þetta er fjórða einkasýning
hans.
Sýningin opnar kl. 15.00 og við
opnunina leikur Monika Aben-
droth einleiksverk eftir Kirchhoff
á hörpu.
Sýningarnar standa til sunnu-
dagsins 15. nóvember.
Hrólfur Sígurðsson
Amerískir svef nsófar
Með einu handtaki
breytir þú þessum
gullfallega sófa í alveg
meiriháttar rúm.
Verð frá kr. 69.000 afbverð
Marco
húsgagnaverslun
Langholtsvegi 111, sími 680 690
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52