Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 256. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						2  FRÉTTIR/INNLEIUT

MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1992

EFNI

Tyrkneska forræðismálið

Dætur Sophíu

komnar fram

SOPHIA Hansen átti að fá að hitta dætur sínar á hóteli í Istanbul í

gær. Hasip Kaplan, lögmaður Sophiu, fékk þetta í gegn og naut hann

liðsinnis eins af átta lögmönnum Halims Als, föður stúlknanna.

Halim Al gerði þá kröfu að Sop-

hia mætti ekki snerta dæturnar, ein-

ungis tala við þær. Stefnumótið átti

að fara fram í veitingasal hótels í

Istanbul.

Samkvæmt upplýsingum sem lög-

Tónleikum

með Kris

Kristofer-

sonsfrestað

HINN þekkti sðngvari, laga-

smiður og kvikmyndaleikari

Kris Kristoferson hefur af-

lýst öllu tónleikahaldi næstu

tvo mánuði vegna alvarlegra

veikinda í fjölskyldu hans.

Ljóst er því að ekki verður

af tónleikum sem fyrirhugað-

ir voru á Hótel íslandi 19. og

20. nóvember.

Kris Kristoferson var að

vinna við kvikmynd þegar veik-

indin komu upp og hefur vinnu

við myndina verið frestað. Að

sögn Ólafs Laufdals veitinga-

manns er stefnt að því að Kris

Kristoferson komi hingað til

lands við fyrsta tækifæri en

samkvæmt skeyti frá umboðs-

skrifstofu hans getur það ekki

orðið fyrr en í fyrsta lagi í lok

janúar eða byrjun febrúar.

maður Sophiu hefur aflað sér fer

faðirinn í engu eftir leiðbeiningum

lögmanna sinna í þessu máli. Lög-

maðurinn segir að Halim Al sé orð-

inn mjög uggandi vegna allrar þeirr-

ar fjölmiðlaumfjöllunar sem mál

þetta hefur fengið. Einnig sé hann

uggandi vegna þess að dómsmála-

ráðuneytið í Tyrklandi hefur kært

hann til saksóknara og krafíst rann-

sóknar á öllum brotum hans á um-

gengnisrétti Sophiu Hansen við dæt-

ur sínar. Rannsókn á að fara fram

á meintum hótunum hans í garð

Sophiu og lögmanns hennar í Tyrk-

landi, Hasips Kaplans. Þung viðurlög

liggja við slíkum hótunum í Tyrk-

landi.

Stúlkurnar, Dagbjört og Rúna,

hafa báðar verið settar í skóla. Sú

yngri gengur í skóla þar sem aðeins

er kennt úr helgibók múslima, kór-

aninum. Ekki fær hún aðra kennslu,

eins og t.d. í reikningi, skrift eða

öðrum greinum. Dagbjört, sú eldri,

gengur í annan skóla en Rúna. Hún

fær tilsögn í teikningu, reikningi og

tveimur öðrum hefðbundnum grein-

um, en megináherslan er lögð á

kennslu í kóraninum. Báðir skólarn-

ir eru reknir af strangtrúuðum mús-

limum.

Sigurður Pétur Harðarson, vinur

og aðstoðarmaður Sophiu, kveðst

hafa upplýsingar um það að dæturn-

ar hafi mátt sæta heilaþvotti, en

markmiðið með honum hafi verið

að þær gleymi móður sinni og snú-

ist gegn henni.

Réttað verður í tyrkneska forræð-

ismálinu í Istanbul næstkomandi

fimmtudag, 12. nóvember.

Veðríð brást

Morgunblaðið/Kristinn

Skíðafólk lét ekki þoku og slæmt skyggni í Bláfjöllum aftra sér

í gærmorgun og brá sér í fjöllin þegar skíðasvæðið var opnað í

fyrsta sinn á þessum vetri. Skíðasvæðin í Skálafelli og í Bláfjöll-

um voru opin fram eftir degi. Að sögn Þorstéins Hjaltasonar

umsjónarmanns eru mörg ár síðan nægur snjór hefur verið í fjöll-

unum fyrir jól, en nú hefur fyrra opnunarmet, sem var 12. nóvem-

ber, verið slegið. „Þetta fór ekki eins fallega af stað og búist var

við," sagði hann. „Veðrið var aðeins á undan spánni. Færið var

að vísu ágætt, en þoka og lélegt skyggni."

Sam\imiulífeyrissjóðurinn

kaupir hæð í Sambandshúsi

AÐ ÞVI mun nú stefnt, að Samvinnulífeyrissjóðurinn leysi til sín eina

hæð í Sambandshúsinu á Kirkjusandi, og mun vera um það að ræða

að sjóðurinn jafni á þann hátt út skuldum Sambands íslenskra samvinnu-

félaga við sjóðinn. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins á Sam-

vinnulifeyrissjóðurinn veð í hálfri annarri hæð Sambandshússins fyrir

skuldum Sambandsins sem verður nú létt af Sambandinu með því að

sjóðurinn leysir til sín eina hæð hússins.

Sigurður Markússon stjórnarfor-

maður Sambandsins sagði í samtali

við Morgunblaðið að hann gæti ekki

staðfest að Samvinnulífeyrissjóður-

inn væri að kaupa aðra hæð í Sam-

bandshúsinu. Aðspurður hvort slík

kaup væru á döfinni, sagði Sigurður:

„Þetta er eiginlega hluti af þessu

heildarmáli og ég get ekkert um það

sagt."

„Við höfum ekki keypt neitt enn-

þá. Ég veit ekkert hvað getur orð-

ið. Við hjá Samvinnulífeyrissjóðn-

um eigum eftir að gera upp okkar

mál við Sambandið. Það á eftir að

ræða þetta, en ég býst við því að

heildarpakkinn muni liggja ljós fyr-

ir þegar samningum Sambandsins

við -Landsbankann er lokið," sagði

Margeir Daníelsson, forstjóri Sam-

vinnulífeyrissjóðsins, þegar Morg-

unblaðið spurði hann hvort sjóður-

inn hefði leyst til sín aðra hæð í

Sambandshúsinu á Kirkjusandi, en

sjóðurinn á fyrir eina hæð.

Sambandið .mun á sínum tíma

hafa greitt' lífeyrisskuldbindingar

sínar í Samvinnulífeyrissjóðnum með

því að breyta þeim í veð í Sambands-

húsinu. Lífeyrissjóðsskuldbindingar

eru forgangsréttarkröfur í þrotabúi,

en ekki venjulegar skuldir. Búist er

við því að Samvinnulífeyrissjóðurinn

reyni í framhaldi þessara skuldaskila

að selja hæðina sem hann mun leysa

til sín, því sjóðurinn hefur enga þörf

fyrir aukið húsnæði.

Evrópskt efnahagssvæði

Hægt að afgreiða samn-

inginn í lok nóvember

- segir formaður utanríkismálanefndar

BJÖRN Bjarnason formaður utanríkismálanefndar Alþingis segist ekk-

ert sjá því til fyrirstöðu að Alþingi afgreiði samninginn um Evrópskt

efnahagssvæði fyrir nóvemberlok eins og um var samið milli forustu-

manna stjórnarflokkanna í vor.

„Ég sé ekkert því til fyrirstöðu en

menn vilja vafalaust ræða það í sinn

hóp á þinginu hvernig að þessu verð-

ur staðið," sagði Björn. „Það náðist

gott samkomulag um afgreiðslu á

tillögu um þjóðaratkvæðagreiðsluna

og ég á ekki von á öðru heldur en

það náist gott og víðtækt samkomu-

Iag um hvernig staðið verði að loka

afgreiðslu EES-málsins þótt augljóst

sé að um ágreining verði að ræða

milli flokkanna um afstöðu í málinu."

Utanríkismálanefnd Alþingis hélt

fund á föstudag með Þér Vilhjálms-

syni formanni sérfræðinganefndar

utanríkisráðuneytisins, Hannesi Haf-

stein sendiherra og aðalsamninga-

manni Islands við Evrópubandalagið,

Guðmundi Alfreðssyni þjóðréttar-

fræðingi og Birni Þ. Guðmundssyni

prófessor. Tilgangur fundarins var

að fræðast enn frekar um atriði í

samningi um Evrópskt efnahags-

svæði er varða stjórnarskrá íslands,

en allir þessir aðilar hafa sent nefnd-

inni greinar um þann þátt samnings-

ins.

Björn Bjarnason sagði að nefndin

hefði farið yfir þætti samningsins,

grein fyrir grein, og þessi fundur

hafi verið lokaumræða um stjórnar-

skrársþáttinn. „Ég á ekki von á því

að það hafi breytt sjónarmiðum

nefndarmanna, en þeir glöggvuðu sig

á þeim rökum, sem liggja að baki

áliti þessara manna," sagði Björn.

Utanríkismálanefnd hefur haidið

fjölmarga fundi um samninginn og

kallað til sín menn til viðræðna. Sagði

Björn að nú þyrftu nefndarmenn að

setjast niður og taka saman sín álit

og ganga frá þeim og taka ákvörðun

um að Ijúka endanlegri umfjöllun.

Olvuð kona

ók á vegg lög-

reglustöðvar

ÖLVUÐ kona ók bifreið sinni

á mikilli ferð á vegg iögreglu-

stöðvarinnar á Eiðistorgi um

kl. 4, aðfaranótt laugardags-

ins. Billinn er gjörónýtur eftir

ákeyrsluna. Auk konunnar var

eiginmaður hennar í bílnum

og voru þau flutt á slysadeild.

Maðurínn var mikið slasaður.

Eiginmaður konunnar skarst

á höfði og hlaut innvortis meiðsli.

Konan slapp hins vegar með

minni meiðsli. Ekki er nánar vit-

að um tildrög slyssins. Nætur-

vakt er ekki á lögreglustöðinni

á Eiðistorgi, en lögreglunni var

tilkynnt um atburðinn símleiðis.

Bíllinn, sem var af gerðinni

Skoda, er talinn gjörónýtur og

var fluttur á brott með kranabíl.

Spilað á kerf ið

?Barnabæturnar, mæðra- og

feðralaunin, dagvístunarrýmin,

námslánin, félagslega aðstoðin,

skatturinn og tryggingarkerfið eru

meðal þess sem kerfiskafararnir

svindla á./ 10

Ný kynslóð, breyttir

tímar

?Karl Blöndal skrifar um úrslit

forsetakosninganna í Bandaríkjun-

um, spáir í framtíðina og gerir upp

12 ára valdatímabil repúblikana./

14

Stefniríóefni

?- segir Björgvin Lúthersson odd-

viti um atvinnulífið í Höfnum, en

bætir við að ýmislegt megi þó gera

til úrbóta./16

Róm brennur

?Hilmar Kristjánsson ræðismað-

ur er fluttur heim frá Suður-Afríku

þar sem stjórnmálaleg upplausn

og efnahagskreppa ógnar framtíð

landsins./18

Vermenn íslands

?Rætt við Hlyn Ingimarsson og

Steinar Berg Björnsson sem báðir

eru við störf í Austurlöndum

nær./20

Upphaf ið var virkjun

bæjarlækjaiins

?Hugvitsmennirnir í Árteigi

framleiða heimilsrafstöðvar./22

Heimspeki, - f ramtíð-

arvon skólakerfisins

?Rætt við Matthew Lipman,

brautryðjanda í heimspekikennslu

barna./24

B

? 1-28

Lucia di Lammermoor,

Lucy Ashton eða Lýsa

á Lambamýri

?Donnizetti fer ekki dult með

það, að hann sækir efnivið í óperu

sína út fyrir heimaland sitt, ítalíu.

Lucia di Lammermoor, sú hin

ógæfusama, ber skoskt nafn,

nokkuð ftölskulegt þó, og hún

syngur á ítölsku. Hún hét upp á

ensku Lucy Ashton og var af aðals-

ætt sem kennd var við ættarsetrið

Lammermoor./l

Von Bubba Morthens

? Bubbi Morthens leiðir lesandann

í gegnum n£ju plötuna sína, lag

fyrir lag./ 4

í þorpi þagnarinnar

?Listamaður verður að einangra

sig frá daglegu amstri, en enginn

fer frá sinni náttúru, segir Edda

Jónsdóttir myndlistarkona./ 8

Afungufólki

?Nýr greinaflokkur þar sem' ungt

fólk skrifar um ungt fólk og segir

héraf ferð 10. bekkjarÁlftamýrar-

skóla til Danmerkur í september

síðastliðnum./lO

Landhelglsbrjótur

býður til brúðkaups

?Gripið niður í endurminningar

Helga Hallvarðssonar skipherra,

sem nýlega voru gefnar út hjá

forlagi ArnarogOrlygs./ 12

? FASTIR ÞÆTTIR

Fréttir  1/2/4/6/bak	Kvikmyndir	17b

Leiðari         26	Fólkífréttum	18b

Helgispjall      26	Myndasögur	20b

Reykjavikurbréf  26	Brids	20b

Minningar      34	Stjörnuspá	20b

Iþróttir        46	Skák	20h

Útvarp/sjónvarp  48	Bíó/dans	21b

Gárur         51	Bréftilblaðsins	24b

Mannlífsstr.     6b	Velvakandi	24h

Dægurtónlist   16b	Samsafnið	26b

INNLENDARFRÉTTIR:		

2-6-BAK		

ERLENDAR FRETTIR:		

1-4		

J

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
26-27
26-27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52