Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 256. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						S MOR(3«»BMt>IÐ;;.StóííNUDJÍG0RÍ8<ÍNÓVEtóUER: <WÖ2
15
REPUBLIKANAR SLEIKJA SARIN
NAFLASKODUN
OGBRÆÐRAVÍG
¥¥¥
GLUNDROÐI ríkir meðal repúblikana eftir ósigur George Bush í banda-
rísku forsetakosningunum. Á næstunni má búast við bræðravígum,
ásökunum, sakfellingum, réttlætingum og rækilegri naflaskoðun. Hinir
löngu hnífar hafa verið dregnir fram og valdabaráttan um sál og hjarta
flokksins er þegar hafin. Repúblikanaflokkurinn var sendur út í eyði-
mörkina í kosninguiiuin og nú er að sjá hvort það muni taka fjögur
ár eða tuttugu að snúa sundrungu í einingu og komast til valda á ný.
Eitt helsta deiluefnið verður
hvernig Bush og liðsmenn
hans fóru að því að tapa
kosningunum.           Hægri
vængurinn mun halda því
fram að Bush hafi fjarlægst hug-
myndafræði forvera sins, Ronalds
Reagans. Hófsami armurinn er hins
vegar þeirrar hyggju að það hafí
verið banabiti forsetans fráfarandi
að stíga í vænginn við hægri arminn.
HRAP BUSH
Það er erfitt að finna einhvern
einn vendipunkt sem batt enda á
vonir Bush um endurkjör. Víst er að
vinsældir hans meðal bandarísku
þjóðarinnar í kjölfar Persaflóastríðs-
ins voru ótrúlegar. Það fór hins veg-
ar að halla undan fæti þegar Bush
gekk á bak orða sinna um enga nýja
skatta haustið 1990. íhaldsarmurinn
var lítt hrifinn á sínum tíma og Bush
kvaðst í kosningaræðum ítrekað hafa
gert hrapalleg mistök með því að
svíkja loforðið. Nú hefur þessi gagn-
rýni blossað upp fyrir alvöru og at-
hygli vekur að ónefndir aðstoðar-
menn Dans Quayle halda því nú fram
við blaðamenn að varaforsetinn hafi
alltaf verið andvígur skattahækkun
yfírboðara síns. Bush var þess hins
vegar fullviss að almenningur gerði
ekki þá kröfu til stjórnmálamanna
að þeir stæðu við orð sín og iðrast
þess sennilega nú.
Quayle er einn þeirra, sem munu
berjast um yfirráð í flokknum.
Fréttaskýrendur hamra á því að hann
hafi í þessum kosningum rekið af sér
slyðruorðið, sem hann fékk á sig
vegna mismæla og afglapa á undan-
förnum fjórum árum, og þótt flokk-
urinn muni ekki hafa jafnað sig
nægilega eftir ósigurinn í síðustu
viku til að tefla honum fram árið
1996 gæti hansttími komið síðar.
Keppinautar Quayles á hægri
vængnum eru Pat Buchanan, sem
tókst að ýfa skrautfjaðrir forsetans
svo um munaði í upphafi forkosning-
anna, sjónvarpsklerkurinn Pat Ro-
bertson, sem hefur löngum haft
augastað á framboði og Jack Kemp,
sem var sniðgenginn meðan hann
gegndi embætti húsnæðismálaráð-
herra í stjórn Bush utan hvað hann
rétt komst í sviðsljósið eftir óeirðirn-
ar í Los Angeles í vor.
Af þessum þremur er Kemp einna
hófsamastur, sennilega á svipuðu
reki og öldungadeildarþingmaðurinn
Bob Dole, leiðtogi repúblikana í þing-
deildinni, sem ugglaust á eftir að
færa sér það fullkomlega í nyt að
vera orðinn valdamesti repúblikaninn
í Washington.
RADDIR HÓFSEMI
Hófsami armurinn beinir spjótum
sínum hins vegar að Buchanan og
Robertson og heldur því fram að
framkoma þeirra á flokksþingi repú-
blikana í Houston í Texas hafi gert
út um sókn Bush eftir endurkjöri.
Buchanan notaði tækifærið í ræðu,
sem hann hélt á besta sjónvarpstíma
á þinginu, til að lýsa yfir afdráttar-
lausri andstöðu við fóstureyðingar,
fordæma homma og lesbíur, einstæð-
ar mæður, kvenréttindakonur, um-
hverfisverndarsinna og spyrða þessa
hópa saman í úrhrak, sem ætti ekki
heima undir bandaríska fánanum.
William Weld, ríkisstjóri Massachu-
setts, vakti athygli á þinginu fyrir
að mæla með því að fóstureyðingar
yrðu leyfðar. „Blærinn yfír þinginu
fældi fjölda kjósenda frá flokknum,"
sagði Weld eftir kosningarnar. „Nú
verðum við að tryggja að öll sjónar-
mið fái þrifist innan flokksins. Það
ræður úrslitum um það hvort við
verðum fjögur ár frá völdum eða 20
er hvort sundrung og baktjaldamakk
víkja fyrir einingu."
Weld er arftaki Michaels Dukakis-
ar, sem var forsetaefni demókrata
fyrir fjórum árum, og hanír þykir
fjöður í hatti repúblikana ásamt
skoðanabróður sínum, Pete Wilson,
ríkisstjóra Kaliforníu. Hófsami arm-
urinn getur einnig stutt tilkall sitt
til forystu með því að hægri vængur-
inn hafi nú fengið sitt tækifæri og
klúðrað því. Nú sé röðin komin að
öðrum að spreyta sig.
BRÁST HIRÐIN?
Bush hefði getað tekið Clinton sér
til fyrirmyndar í mannahaldi. Sú
gagnrýni gerist æ háværari að Bush
hafi eingöngu haft í kringum sig
hvíta karlmenn, sem sagðir eru hafa
verið annars flokks og óhæfir. Hvorki
konu né svertingja hafi verið hleypt
inn í innsta hring. Ron Brown, for-
maður Demókrataflokksins, er svart-
ur og hann fylgdi Clinton eins og
skugginn { kosningabaráttunni. Að
auki fer það prð af Clinton, að hann
hafí ráðið fjölda kvenna í áhrifastöð-
ur í Arkansas, þar sem hann er ríkis-
stjóri, og séð var til þess að það
færi ekki framhjá
kjósendum.
Sökinni er
einnig skellt á Bush sjálfan. Hann
er sagður hafa verið úr sambandi.
Hann hafi ekki haft neina sannfær-
ingu eins og forveri hans og læri-
meistari og því þurft að reiða sig á
þá, sem hann hafði í kringum sig.
Þeir brugðust. Fyrir fjórum árum
sýndi Bush að hann hafði lært ýmis-
legt af Reagan, sem gegndi embætt-
inu eftir handriti sinna nánustu ráð-
gjafa. Nú virtist allt gleymt. Hann
hlustaði ekki á ráð, áttaði sig-ekki
á stöðunni.
Quayle kennir stjórnendum kosn-
ingabaráttunnar um án þess að nefna
nokkur nöfn og heldur því fram að
gera hefði mátt betur. „Efnahagur-
inn er ekki jafn slæmur og fólki hef-
ur verið talin trú um," sagði Quayle
á fimmtudag. „En við gátum hrund-
ið þeirri trú. Slíkt krefst herkænsku
og vilja til að láta skeika að sköp-
uðu." Fjölmiðlar hafa einnig fengið
sinn skerf af gagnrýni og á hluti
ummæla Quayles við um þá. Bush
segir að þeir hafi lagt öll efnahagstíð-
indi út á versta veg og gert Clinton
að forseta mörgum vikum fyrir kjör-
dag.
Allar þessar skýringar geyma
sannleikskorn. En Bush féll einnig á
tíma. „Við vorum við völd í 12 ár,"
sagði William Bennett, sem Bush
setti til höfuðs eiturlyfjavandanum.
„Við vorum orðnir þreyttir, gleymd-
um til hvers við komum."
7. janúar
Verð kr. 39.700,
Verb per mann, m.v. hjón meb
2 börn, 7. janúar.
Njóttu lífsins vib frábæran abbúnab á Kanaríeyjum þar sem
veburblíban er einstök yfir vetrarmánubina og þú getur
notib sólar og sumars þegar kaldast er á íslandi.
Heimsferbir bjóba vandab úrval af gististöbum, smáhýsi eba
íbúbarhótel, allt eftir óskum hvers og eins og fararstjórar
okkar tryggja góba þjónustu allan tímann
og spennandi kynnisferbir.
Verö kr. 52.300,-1   Verb kr. 55.500,
Verb per mann, m.v. hjón meb
2 börn, 18. febrúar.
Verð per mann, m.v. hjón með
2börn, 17. des.
Brottför:   17. desember — síbustu sætin.
7. janúar — fá sæti laus.
28. janúar.
18. febrúar.
11. mars.
1. apríl — páskaferb.
Fararstjórar Heimsferba:
Bergþóra Tómasdóttir, Þorsteinn Stephensen,
Jakobína Davíbsdóttir.
Flogib er meb glæsilegum 757 Boeing þotum Air Europa.
air europa
HEIMSFERDIR hf.
Austurstræti 17,2. hæð • Sími 624600
TURAUIA
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
26-27
26-27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52