Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 256. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ SUNNVBAGUR 8. N.ÓyEMBER ,1992

19

en skilur ekki hvað þáð er. Fyrir

rúmu ári var hann að reyna að steypa

af stóli réttkjörnum forseta heima-

landsins Bophuthatswana og s-

afríski herinn kom og bjargaði mál-

inu. Þá mótmælti Mandela harðlega

íhlutun hersins, því maðurinn væri

ekki lengur forseti, það væri búið

að steypa honum af stóli! Mandela

nýtur mikils stuðnings í S-Afríku,

hann lofar öllum gulli og grænum

skógum. Hann er formaður hreyfmg-

arinnar sem hefur frelsað svertingj-

ana undan stjórn hvítra manna, en

þeir gera sér ekki grein fyrir því

hvert hann stefnir. Mandela vill þjóð-

nýtingu og endurúfhlutun auðsins,

hann er með allar gömlu kommún-

istahugmyndirnar. Ef hann kemst til

valda er efnahagslíf S-Afríku dauða-

dæmt. Þetta sterka ríki, sem gæti

verið til svo mikillar uppbyggingar í

allri Afríku, væri þá búið að vera.

Efnahagskreppa og glæpir

Menn berjast við fleira en kyn-

þáttavandamál í S-Afríku. Ef mönn-

um þykir erfitt ástand hér þá er það

tíu sinnum verra þar. Verstu þurrkar

f 50 ár hafa gengið yfir landið og

landbúnaðurinn er í miklum vanda.

Gullið er S-Afríku sama og fiskurinn

íslandi. Heimsmarkaðsverð á gulli

hefur verið í lágmarki í mörg ár og

ekkert að hækka, fremur að það

falli. Það er talað um að 60% af

gullframleiðslunni sé rekin með tapi.

Um hálf milljón svertingja hefur

misst vinnuna í gullnámunum og á

sumum svæðum er allt að helmingur

vinnufærra manna án atvinnu. Bygg-

ingariðnaðurinn hefur nær stöðvast

og fasteignir seljast ekki. Ég á 400

fermetra fallegt einbýlishús en get

ekki einú selt það fyrir verð sem

dugar fyrir 2 herbergja kjallaraíbúð

hér á íslandi. Einnig á ég glugga-

verksmiðju, þar sem starfa 30-40

menn flestir svartir, og reksturinn

gengur dræmt vegna samdráttar í

byggingariðnaði. Afríska þjóðarráðið

hvetur svertingjana til að borga

hvorki rafmagns- eða vatnsreikninga

né heldur afborganir af lánum. Sveit-

arfélögin eiga því í miklum erfiðleik-

um og bankarnir hafa stöðvað hús-

byggingalán til blökkumanna. Þeir

blökkumenn sem vilja borga af lán-

um sínum verða fyrir hótunum og

aðkasti. Á tíma aðskilnaðarstefnunn-

ar var íbúafjölda svartra á einstökum

svæðum stjórnað þannig að til væri

atvinna og húsaskjól fyrir alla. Nú

er búið að afnema slíka stýringu. Á

Jóhannesarborgarsvæðinu hefur íbú-

um fjölgað úr tveimur milljónum upp

í fjórar á einu pg hálfu ári. Það eru

risin hreysahverfi um allt. Svertin-

gjarnir reyna að reisa kofa hvar sem

þeir geta. Það er áætlað að íbúafjöld-

inn verði kominn í tólf milljónir um

aldamót og árið 2010 í 45 milljóhir.

De Klerk og Mandela hafa samið

um lausn fjölmargra pólitískra

fanga, það er búið að sleppa um 50

þúsund föngum undanfarið. Margir

hafa verið fangelsaðir fyrir glæpa-

,starfsemi, en Mandela heimtar að fá

þá lausa sem pólitíska fanga óg því

er hlýtt. Dómarar eru í uppnámi yfir

því að öllum þessum glæpamönnum

sé sleppt. f kjölfar .atvinnuleysins

fjölgar afbrotum. Þar sem áður var

tiltölulega^ öruggt umhverfi ríkir nú

vargöld. Á síðustu þremur og hálfu

ári hefur verið stolið af mér níu bíl-

um. Það er stolið 70 bílum á dag á

Jóhannesarborgarsvæðinu og er

þeim ýmist smyglað úr landi eða

seldir í varahluti. Það gerist í hverri

viku að bílræningjar skjóti bílstjóra

undir stýri, þar sem þeir bíða á

umferðarljósum, fleygi líkinu út og

ræni bílnum. Hvítu fólki er varla

óhætt að fara lengur um miðborgina

og alls ekki um helgar. Mörg stór

og glæsileg hótel eru að loka. Borg-

arstjórn Jóhannesarborgar hefur

ákveðið að ráða 600 lögreglumenn

til að gæta eins ferkílómetra í mið-

bænum. Á þessu svæði ríkir algjört

ófremdarástand.

Ótti við hrun

Róm féll og stórveldi hafa fallið

hvað þá minni ríki. Sovétrfkin féllu

í öskustóna og það tekur marga ára-

tugi að byggja Rússland aftur upp.

Mér sýnist á öllu að sagan sé að

endurtaka sig í S-Afríku. Nýlega var

gerð skoðanakönnun meðal ensku-

mælandi hvítra og þar kom fram að

40% eru ákveðin í að flytja úr landi,

þar að auki voru margir að hugsa

um að fara. Búarnir komast ekki

neitt, því þeir eru jafn mikill hluti

af Afríku og svertingjarnir.

S-afrísk stórfyrirtæki keppast við

að opna útibú víða um heim og kaupa

upp fyrirtæki, ekki síst í Evrópu. Þau

vilja vera viðbúin því versta heima

fyrir og baktryggja sig. Það hefur

verið mikið um fyrirtækjasamruna í

landinu og mikill rekstur safnast á

fárra hendur. Það er engin fyrirliggj-

andi lausn á málum S-Afríku. I S-

Afríku var sagt í vor að 7% þeirra

sem lykju stúdentsprófí ættu mögu-

leika á að finna vinnu. Tíminn einn

sker úr um hvernig þetta fer. Það

er sorglegt ef S-Afríka hrynur, því

þetta land hefur mjög sterka innri

uppbyggingu og gæti verið svo mik-

il lyftistöng fyrir alla álfuna. Það er

líkt og maður fylgist með Róm

brenna.

Gott að koma heim

Meðan ég bjó í S-Afríku voru þar

lengstum 30 til 40 íslendingar og

HEIMALOND I S-AFRÍKU

flestum hefur vegnað vel. Eitthvað

af fólkinu hefur yerið að tala um að

koma aftur til íslands. Það hefur

margt breyst hér á landi meðan ég

bjó úti og ekki allt til batnaðar. Ég

fæ hroll þegar ég sé þetta ofboðslega

ríkisbákn sem búið er að byggja

upp. Ef fólk lítur á launaseðilinn sinn

og rannsakar hvert launin renna þá

kemst það að því að minnst 70-80%

af kaupinu fer beint og óbeint f sjóði

ríkis og bæjar. Ég er þeirrar skoðun-

ar að til að þjóðfélag blómgist þurfí

skattar að vera lágir og afskiptasemi

í lágmarki. Þá á ég ekki bara við

hið opinbera heldur líka verkalýðs-

hreyfinguna. Menn eru orðnir

hræddir við að fara út í framkvæmd-

ir eða rekstur vegna allra þessara

óraunhæfu krafna og reglna.

Meðal þess jákvæða sem ég sé er

að það er hætt að styðja vonlaus

fyrirtæki sem geta ekki borið sig.

Mér finnst kjarninn í þessu vera sá

að ríkið verður að skapa þær aðstæð-

ur   að   atvinnurekstur  geti   skilað

hagnaði. Það ætti að gera alla íslend-

inga að kapítalistum. Sósíalistar hafa

alla tíð talað um þjqðnýtingu, mér

finnst að hér ætti að gera fólksnýt-

ingu. Færa eignir frá ríki og bæ til

einstaklinganna, svo þeir geti notið

milliliðalaust arðs af eignum sem

hafa orðið til fyrir skattpeninga al-

mennings.

Nú fer ég að starfa við fyrirtækið

Fismark, aflamiðlun sem selur afla

skipa til vinnslustöðva. Framboð óg

eftirspurn ræður verðinu. Sjómenn-

irnir vilja hámarksverð og vinnslu-

stöðvarnar sem mestan afla. Við er-

um í sama húsnæði og Kvótamarkað-

urinn sem sonur minn Hilmar stofn-

aði. Sá rekstur gengur ágætlega og

er dæmi um nýja atvinnustarfsemi

sem svarar þörf markaðarins. Þótt

margt sé heppilegra erlendis, gott

veðurfar og hvað eina þá er maður

samt alstaðar útlendingur nema á

íslandi. Ég er mjög glaður yfir því

að vera kominn heim og finn að ég

er kominn á rétta bylgjulengd.

Odýr og spennandi

lúxusferð til Tælands

fyrir aðeins 99.900 kr.

Nú er tækifæriö til aö

hverfa á vlt framandl menn-

ingar og ævintýra í Tæiandi.

Royal Cliff hóteliö er dval-

arstaður sem er þekktur fyrir

þægindi og glæsileika.

Fjögur ár í röö hefur hótelið

verið kosið besti hótelstaður-

inn í allrl suð-austur Asíu.

Hvergi er auðveldara að llfa

í vellystingum en einmltt

þarna. Á hótelsvæðinu er t.d.

að finna sundlaugar, fjóra 18

holu golfvelli, glæsilegar versl-

anir, spennandi námskelð í

tælenskri matargerð auk bestu          Teklð er á móti farþegum á

þjónustu og aðbúnaðar sem

hægt er að hugsa sér. Stutt er

í iðandi mannlífio á Pattaya

ströndinnl og aðeins tveggja

tíma akstur til Bangkok.

SAS býður ferð og lúxus-

dvöl á Royal Cllff hótelinu í

tvær vikur á aðelns 99.900 kr.

flugvellinum í Bangkok við

komu ef óskað er og ekið aftur

við brottför.

Láttu draumaferðina til

Tælands verða að veruleika -

það er mögulegt með SAS!

Hafðu samband við SAS eða

feröaskrifstofuna þína.

M/S4S

Laugavegl 172 Sími 62 22 11

SAS á í siandi - valfrelsi í fflugi!

Verö miöast viö einstakling I tveggja manna herbergi. 1250 kr. flugvallarskattur er ekki innifalinn i veröi.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
26-27
26-27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52