Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 256. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						4

22

MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1992

Hugvitsmennirnir í Arteigi

framleiða heimilisrafstöðvar til útflutnings

MTIIUIh

H lutir í vatnstúrbínu

sem smíðaðir eru á Vélaverk-

stæðinu í Árteigi.

VAR

viriíjm

bæjarlækmrms

eftir Sigurð Pétur Björnsson

„UPPHAFIÐ var virkjun

bæjarlæksins", segir hug-

vitsmaðurinn Jón Sigur-

geirsson í Arteig í Kölduk-

inn. Ásamt sonum sínum

framleiðir hann rafstöðvar

og flytur út til Grænlands

og Færeyja og útflutningur

til fleiri landa hefur komið

til tals.

I

Istuttri heimsókn til feðganna

að Árteigi í Köldukínn í Suður-

Þingeyjarsýslu, varð fréttarit-

ari Morgunblaðsins margs vísari um

það merka og mikla starf sem unn-

ið er á Vélaverkstæðinu að Árteig.

Virkjunarárátta frá sjö ára

aldrí

Jón sagði að snemma hefði orðið

hjá sér árátta að nýta afl bæjar-

læksins væri og hann hafi haft

áhuga fyrir allri tækni frá því hann

man fyrst eftir sér. Hann fór sjö

ára gamall til Húsavíkur með móð-

ur sinn og vissi þá af vatnsaflstöð-

inni við Brúarána, sem sá þorpinu

fyrir rafmagni. Að þrábeiðni hans

fékk móðir hans leyfi til að lofa

syninum að skoða þetta undravirki.

Eftir þá för fór hann að grúska í

því hvernig hann gæti virkjað bæj-

arlækinn tíl einhverra nota. Smíð-

aði síðan — þá 10 eða 12 ára —

að gamni sínu spjaldakall og lét

lækinn snúa honum sér til ánægju.

Næsta skrefið var að láta lækin

snúa smjörstrokknum og það

heppnaðist. Þetta þróaðist svo að

þá hann byggði íbúaðarhús sitt og

konu sinnar Hildar Eiðsdóttur 1945

virkjaði hann bæjarlækinn til að

snúa steypuhrærivélinni sem notuð

var við bygginguna. Áður hafði

hann virkjað bæjarlækinn með lít-

£111 stöð, sem framleiddi rafmagn

með 6 volta spenni til ljósa fyrir

bæjarhúsin og það þróaðist í stöð

með 12 volta spennu, og hóf svo

framleiðslu og setti upp nokkrar

12 volta stöðvar í nálægum sveit-

um.

Jón hafði heyrt um Bjarna Run-

ólfsson frá Hómi í Landbroti, sem

þá var helsti frumherji í smíði

heimarafstöðva og að breyta lækj-

um í rafmagn til ljósa, eins og Jón

orðar það.

Áhuginn var mikill en aðstæður

ekki fyrir hendi til frekara náms á

þessu sviði á skólabekk, en Jón

aflaði sér bóka um þessi efni og

fyrstu fyrirmyndirnar fékk hann að

vatnstúrbínu úr dönsku handbók-

inni „Lommerbog for mekanikere"

og bók Þórðar Runólfssonar, „ís-

Jón Sigurgeirsson og Eiður Jóns-

son við heimilisrafstöðina í Ár-

teigi sem þeir smiðuðu sjálfír.

lensk vatnsvélafræði" hafi verið sér

mjög hjálpleg. Með þessari fræðslu

hannaði og teiknaði hann sjálfur

túrbínur og annað sem til virkjana

þurfti eftir formúlum úr þeim bók-

um sem hann hafði. Einnig leitaði

hann sér fræðslu hjá rafvirkjum og

verkfræðingum og minnist hann þá

sérstaklega Guðmundar heitins

Björnssonar frá Kópaskeri, sem

með ánægju hafði veitt honum leið-

beiningar og útbúið fyrir hann

vinnuteikningar.

70 heimarafstöðvar

framleiddar

Nú eru komnar frá Árteigi yfír

70 heimarafstövðar með 220 volta

spennu víðsvegar um landið án þess

að framleiðslan hafí verið auglýst,

„Þær hafa auglýst sig sjálfar og

það er besta auglýsingin," segir

Jón. Fleira var og er smíðað á verk-

stæðinu svo sem súgþurrkunarblás-

arar, heybyssur og margt fleira til

landbúnaðar. í sumar smíðuðu þeir

fyrir Sláturhús KÞ á Húsavík, færi-

band, sem tekur við kindinni í fjár-

réttinni og flytur allt til þess að

skrokkurinn er vigtaður. Einnig

smíðuðu þeir „gæruafdragara" eftir

nýsjálenskri fyrirmynd og er það

fyrsta tækið þeirrar tegundar, sem

smíðað er hér á landi og þykir hafa

gefist vel. Janframt öllu því sem

að framan er greint, rak Jón nokk-

urn búskap, þrátt fyrir vanheilsu,

sem hann hefur lengi átt við að búa.

Morgunblaðið/Silii

Jón vinnur við heimilisrafsstöð.

Vélasnill ingarnir í Árteigi að loknu dagsverki, f.v. Arngrimur, Jón

og Eiður.

En það sem þegar hefur verið

ritað er aðeins forsaga að öðru

meira, því hugvitið fylgir ættinni.

Jón og Hildur eiga þrjá syni, Eið,

sem er lærður rafvirki, Arngrím,

lærður vélvirki, og Sigurgeir, bú-

fræðing, auk 3 dætra, sem bú sín

hafa reist utan heimasveitar, en

bræðurnir búa allir á Granastaða-

torfunni. Eiður og Arngrímur sjá

nú um rekstur verkstæðisins og

Sigurgeir um búskapinn, en faðir-

inn segist nú orðið lítið gera, enda

kominn yfir sjötugt og farinn að

heilsu en fylgist þá vel með því sem

gert er.

Þegar synirnir höfðu lokið námi,

komu þeir heim aftur og yfirtóku

rekstur verkstæðisins sem alltaf var

með aukin verkefni. Þeir stækkuðu

heimarafstöðina,   sem   nú   getur

framleitt 250 kflóvött, og það er

meiri orka en heimamenn þurfa svo

þeir hafa getað veitt nágrannabæj-

um orku, ef þeirra orka hefur

brugðist, sem stundum vill verða

síðla vetrar.

Útflutningur til Grænlands og

Færeyja

Með bændaheimsóknum vitnað-

ist til Grænlands, að Vélaverkstæð-

ið Árteigi framleiddi rafstöðvar,

sem vel mundu henta Grænlending-

um. Að Árteigi kom svo 1986 nokk-

ur hópur Grænlendinga og þar á

meðal Þór Þorbergsson, þá ráðu-

nauturá Grænlandi, og Kaj Egede

þá landbúnaðarráðherra. Með þeim

var bóndi, sem byggt hafði stíflu

fyrir 10 árum. Hann vantaði vatns-

vél og þegar hann hafði kynnt sér

þessa íslensku framleiðslu pantaði

hann nokkru síðar rafstöð frá Ár-

teigi, sem smíðuð var 1987. Eiður

fylgdi henni til Grænlands og setti

hana þar upp og síðan hafa verið

smíðaðar fyrir Grænlendinga tvær

rafstöðvar sem Eiður setti upp. Enn

liggja fyrir pantanir frá Grænlandi

og þeim feðgum líkar vel viðskiptin

við Grænlendinga. Árteigsmenn

hafa selt eina vél til Færeyja og

er hún notuð við fiskeldisstöð í

Miðvogi. Færeyingar höfðu fengið

sína vitneskju um Árteigsstöðvar

frá Grænlandi.

Aðspurður segir Eiður að þeir

hyggi ekki á neina fjöldaframleiðslu

véla sinna eins og er. „Við feðgarn-

ir höfum hér nokkra aðstoðarmenn,

þá á þarf að halda og þessi rekstur

er öruggur eins og er. Við framleið-

um vélar og tæki og önnumst við-

hald þeirra og ýmsar viðgerðir."

Eiður á litla flugvél og flugvöll hef-

ur hann gert í túnfætinum og þar

komið upp flugskýli. „Ég er fljótur

til ferða ef einhver rafstöðva okkar

skyldi bila, en sem betur fer er það

nú ekki oft."

Granastaðir er fornt,býli og út

frá því er Árteigur og önnur þrjú

býli reist, svo á torfunni eru 5 reisu-

leg íbúðarhús, verkstæði og útihús.

Heimarafstöðin framleiðir rafmagn

fyrir öll þessi býli til upphitunar og

annarra nota. Þar er ekki opinn

eldur nema á logsuðu eða rafsuðu-

tækjum, og eldspýtna er varla þörf

„nema þá til að tendra jólakertin"

segir Hildur, því enginn ábúenda

torfunnar eða heimilismanna kveik-

ir þar í sígarettu eða vindli.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
26-27
26-27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52