Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 256. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						26

MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1992

3

MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1992

g

27

$&&i®a0Í$é$fo

Útgefandi

Framkvæmdastjóri

Ritstjórar

Fulltrúar ritstjóra

Fréttastjórar

Ritstjórnarfulltrúi

Arvakur h.f., Reykjavík

Haraldur Sveinsson.

Matthías Johannessen,

StyrmirJSunnarsson. __.

Þorbjörn Guðmundsson,

Björn Jóhannsson,

Árni Jörgensen.

Freysteinn Jóhannsson,

Magnús Finnsson,

Sigtryggur Sigtryggsson,

Ágúst Ingi Jónsson.

Björn Vignir Sigurpálsson.

Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-

stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskríftar-

gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.

Jafnrétti til atvinnu-

leysisbóta

Af 1.760 skráðum atvinnu-

lausum í Reykjavík um

síðustu mánaðamót voru um

100 sem ekki áttu rétt til at-

vinnuleysisbóta. Líklegt er að

atvinnulausir án bótaréttar séu

mun fleiri, enda bótarétturinn

helzti hvati skráningar. Þannig

benda rannsóknir Lilju Móses-

dóttur hagfræðings til þess að

raunverulegt atvinnuleysi hér á

landi sé umtalsvert meira en

skráð atvinnuleysi.

Fólk sem kýs að standa utan

stéttarfélaga nýtur ekki bóta-

réttar í atvinnuleysi. Sama máli

gegnir um fólk sem af ýmsum

ástæðum  starfar sem  undir-

verktakar, þótt um sé ræða hlið-

stæð störf og víðast eru unnin

í launavinnu. Þetta á einnig við

um skólafólk, heimavinnandi

fólk í leit að atvinnu og nýliða

á vinnumarkaði, sem ekki geta

reitt fram tilskilinn vinnu-

stundafjölda. Loks ber að nefna

þá sem sæta langvarandi at-

vinnuleysi, en bætur falla niður

í þrjá mánuði þegar atvinnulaus

karl eða kona hefur þegið bætur

í 12 mánuði, þótt um áframhald-

andi atvinnuleysi sé að ræða.

Atvinnuleysistryggingasjóð-

ur er m.a. fjármagnaður með

hluta af tryggingagjaldi, sem

ríkið innheimtir af öllum launum

sem greidd eru í landinu, burt-

séð frá því hvort viðkomandi eru

í stéttarfélagi. Að auki greiðir

ríkissjóður árlega til sjóðsins af

almennum     skattgreiðslum.

Sjóðurinn sækir því tekjur til

allra launþega jafnt, þótt hann

mismuni þeim í bótarétti.

Sérfræðinganefnd á vegum

Evrópuráðsins hefur ítrekað

gert athugasemdir við þau

ákvæði laga hér á landi sem

tengja rétt manna til atvinnu-

leysisbóta við aðild að stéttarfé-

lagi. Telur nefndin að ákvæðin

brjóti í bága við anda og bók-

staf 5. greinar félagsmálasátt-

mála Evrópu, en ísland hefur

undirgengist skuldbindingar

gagnvart þeirri grein sáttmál-

ans, þótt svo sé ekki um allar

greinar hans.

Það er grundvallaratriði í

hugum flestra að allir eigi að

vera jafnir gagnvart lögum

landsins, það er þeim réttindum

og skyldum sem lögin færa þeim

í fang. Á þetta grundvallaratriði

skortir þegar atvinnuleysisbæt-

ur eiga í hlut. í þeim efnum er

fólki mismunað. Það er með öllu

óviðunandi. Það á ekki að gera

illt verra með misrétti af þessu

tagi í vaxandi atvinnuleysi.

Geir H. Haarde, formaður

þingflokks sjálfstæðismanna,

flutti frumvarp á þingi fyrir

tveimur árum, sem fól í sér jafn-

stöðu fólks til atvinnuleysisbóta.

Það náði því miður ekki fram

að ganga. Löggjafínn ætti að

sjá sóma sinn *í að færa þessi

mál til betri vegar. Það eru

engin haldbær rök til fyrir

áframhaldandi misrétti fólks til

atvinnuleysisbóta.

6FEGURÐIN ER EIN-

• ari Benediktssyni of-

arlega í huga þótt hún hafi

ekki jafnmiklu hlutverki að

gegna í skáldskap hans og

Jónasar sem talaði um hana

einsog hún væri fléttuð inní

fegurðin var Einari samt áleit-

grípur mig, himinheið, segir

Asbyrgi og lýkur kvæðinu á

HELGI

spjall

trúarjátningu hans. En

ið yrkisefni: Náttúran

hann í Sumarmorgni í

þessu erindi:

Volduga fegurð, ó, feðra jörð,

fölleit, með smábarn á armi,

elski þig sveinar hjá hverri hjörð,

helgist þér menn við hvern einasta fjörð.

Frjáls skaltu vefj'a vor bein að barmi,

brosa með sól yfír hvarmi.

Og í Stjörnunni talar Einar Benediktsson jafnvel

um „almáttka fegurð" og minnir á sinn hátt á afstöðu

Jónasar — og þá ekkisíður Keats. Enginn skyldi ætla

að víðmenntað stórskáld einsog Einar Benediktsson

sæki ekki föng sín í heimsbókmenntir rómantísku

skáldanna, við sjáum jafnvel áhrif frá Heine í orðum

einsog stjörnuauga í Sunnu og Undir stjörnu, þótt slíkt

orð falli fullkomlega að skáldskap Einars og sómi sér

vel í því umhverfí sem hann hefur búið því.

Fegurðin veitir að sínu leyti svör við áleitnum spurn-

ingum um eðli og áform guðdómsins. Stjarnan er

„geisli af kærleik frá guðdómsins hjarta". Hún ber

fegurðinni vitni, hún er „ást mín ein". Ástæðan er

augljós: stjarnan ber sköpunarverkinu vitni; í ljósbliki

hennar opinberar forsjónin dýrð sína. Skáldið lýtur

þessari opinberun, hún er hjarta hans svalandi lind.

Og hann þyrstir í þessa órannsakanlegu fegurð. Stjarn-

an er endurskin af heimssálinni sem skáldið talar um

í Kvöldi í Róm eða alheimssálinni sem kemur fyrir í

Stórasandi. Hún er ekki lengur sandkorn í stjörnuver-

öldinni:

Og takmarkslausa hnattadýrðin háa,

hún horfir yfir ógrynni þess smáa.

Ó, eyðimörk, með dýrkun dauðra vara,

þar drottins geisli af steinum endurblikar!

Eitt sandkorn á ei öðru pundi að svara;

þess eilífð er einn strengur ljóss, sem kvikar

en, hve margt líf, með ábyrgð ótalfalda,

er örbirgt, þegar himnunum skal gjalda?

Sandkornið stendur ekki undir neinni ávöxtun.

En -

Eins og mannleg ást tvo svipi jafnar

öllu í samheild guðdómshjartað safnar.

Eins og tindrar auga af manndómsvilja,

alheimsviljinn skín í geislans líki.

Eins og heili manns má skynja og skilja,

skrá og geyma í minning jarðar heimsins,

man um eilífð heili hnattageimsins

hljóm hvers sálarstrengs í lífsins ríki.

(Kvöld í Róm)

En stjarnan eina sem.endurlýsir vilja guðdómsins

og minnír á kærleik og fegurð vísar leiðina útyfir kross^

götur mannlegs skilnings:

— Mín jarðneska hugsun, þitt himneska bál

hittust eitt kvöld eins og tinna við stál,

og síðan man ég þig, svipurinn fríði,

sé þig í draumi, við gleðinnar skál,

fínnst allt, sem er fagurt þér einni til prýði.

Og Stjörnunni lýkur með þessum orðum:

Almáttka fegurð, hrein og há,

ég hneigi þér, ann þér með brennandi þrá.

Stjörnudjásnið mitt dýrðarbjarta,

demant á guðdómsins tignarbrá!

Ljós yfir dauðadjúpið svarta!

Það er eftir þessu Ijósi, þessari leiðarstjörnu guð-

dómsins sem Einar Benediktsson vill sigla til þeirrar

strandar sem hugann grunar. Og þangað vill hann

sigla undir merki Björns Gunnlaugssonar.

Jónas Hallgrímsson og Einar Benediktsson kallast

á yfír „hnattanna sund". í Hljóðaklettum segir Einar,

Himinn, gefðu mér bergmálsins svar. Hvar annars var

það að fá en í „hugans hafi" sem hann talar um í Kvöldi

í Róm? Mundum við ekki einna helzt heyra niðinn af

brimróti eilífðarinnar á þessu hafí þarsem blikandi him-

inljós guðdómsins kallast á og sköpunarverkið opinber-

ast í allri sinni dýrð og afstæðiskenning Einsteins

sættir raunvísindahyggju nútímans við gamalgróna

trú, ef leiksýningin er rétt skilin. Einar Benediktsson

virðist aðminnstakosti líta svo á.

Sýn Einars Benediktssonar til guðdómsins er þó

skýrust í Deginum mikla. Þar skerpast hugmyndir

hans í einum brennidepli. Lífsneistinn er blásinn inní

efnið og á sér takmörk þess án þess líf mannsins sé

svipt frelsi sínu innan lögmála sköpunarinnar. En sá

sem öllu stjórnar er utan við þessi lögmál. Hann einn

á sér engin takmörk. Skáldið talar jafnvel í ljóði sínu

um veruna sem lítur eftir sköpunarverkinu þótt ekki

stjórni hún hverju smáatriði í lffi manns og maura en

hann gerir ráð fyrir því að maðurinn hverfi í dauðanum

inní „vitund drottins" einsog hann kemst að orði. Og —

Nú skilur hann loksins guðs heilögu meining,

frumlan í kerfinu, bjarmans blik,

brotið af lífí, sem varð að eining.

Jónas Hallgrímsson Iagði afturámóti áherzlu á per-

sónulegt líf mannsins eftir dauðann einsog sjá má í

kvæðum hans. Sú hugsun er honum eiginleg. „Meira

að starfa guðs um geim" einsog hann segir í erfiljóð-

inu um vin sinn Tómas Sæmundsson. En Jónas hefði

átt auðvelt með að taka undir orð Einars Benediktsson-

ar þegar hann segir í Fákum, Hesturinn, skaparans

meistaramynd...

En — hvaðsem því líður, þá eigum við sömu eðlis-

grónu þrá og svanurinn sem knýr stolta strengina til

hins ítrasta andspænis dauðanum, því

... heimþrá vor til guðs er lífsins kjarni,

einsog segir í næstsíðasta erindi kvæðisins Svanur.

M.

Nú um þessa helgi fylgir

sérblað með Lesbók

Morgunblaðsins til

þess að kynna lesend-

um blaðsins nýtt

hljóðfæri, sem unnið

hefur verið að upp-

setningu á um skeið,

orgelið í Hallgrímskirkju. Það er ekki að

ástæðulausu, að Morgunblaðið hefur talið

tilefni til að gefa út sérstakt blað um þetta

hljóðfæri. Orgelinu í Hallgrímskirkju, sem

vígt verður í næsta mánuði, má fremur

líkja við mannvirki en hljóðfæri. Það er

ævintýrahús, eins og blaðamaður Morgun-

blaðsins kemst að orði í samtali við þýzka

orgelsmiðinn Hans-Gerd Klais.

Þegar orgelið í Haflgrímskirkju verður

tekið í notkun í næsta mánuði verður þjóð-

in vitni að einum mesta menningarvið-

burði í landinu um langt árabil. Þessum

tímamótum má líkja við það, þegar nýtt

meiriháttar listasafn er opnað eða nýtt

leikhús. Orgelið mikla í Hallgrímskirkju,

sem nánast ómögulegt er að lýsa í orðum

en fólk verður að upplifa sjálft mun valda

slíkum þáttaskilum í tónlistarlífí og kirkju-

lífi þjóðarinnar.

„Orgelið er komið hingað því að þið

hafið kjark," segir þýzki orgelsmiðurinn í

viðtali við Morgunblaðið í fyrrnefndu sér-

blaði um orgelið. Það þarf kjark, stórhug

og hugsjón til þess að taka ákvörðun um

smíði á orgeli af því tagi, sem nú er risið

í Hallgrímskirkju. Þann kjark, þann stór-

hug og þá hugsjón hafa forráðamenn

Hallgrímskirkju haft. Það eru menningar-

leg stórvirki af þessu tagi, sem eiga þátt

í því, að þessi eyþjóð norður í hafí stendur

jafnfætis öðrum þjóðum.

Að baki þessu framtaki er eins og venju-

lega mikil saga, þar sem margir eiga hlut

að máli. Því lýsir Hörður Áskelsson, organ-

isti Hallgrímskirkju, með þessum orðum í

samtali við Morgunblaðið:.....fólk hafði í

mörg ár safnað fyrir stóra orgelinu í Hall-

grímskirkju. Kvenfélagskonur höfðu lagt

nótt við dag við að safna fé, prjónuðu og

bökuðu, seldu ágóðann af vinnu sinni og

gáfu reglulega fé úr eigin vasa til söfnun-

arinnar. Benda má á, að fyrsta orgelið,

sem kirkjan eignaðist var gjöf frá þeim.

Eitt nafn held ég að mætti nefna sem

fulltrúa þessa fólks og það er Guðný Gils-

dóttir. Hún er nú látin fyrir nokkru, en

bjó hérna á Freyjugötunni og var sonur

hennar Guðmundur Gilsson, organisti, sem

lézt í fyrra. Þessi merkilega kona hafði

óskaplegan ,áhuga á þessu málefni og

stofnaði sjálf orgelsjóð, sem hún fékk fólk

til að gefa í og gaf sjálf. Þau mæðgin

ávöxtuðu fé þetta og afhenti Guðmundur

það fýrir nokkrum árum, sem fyrstu

greiðslu inn á orgelið. Að núvirði mun sjóð-

ur þessi hafa verið nokkrar milljónir. Þeg-

ar búið var að hanna stóra orgelið var

ákveðið, að tvær stærstu pípur orgelsins

yrðu ánafnaðar Guðnýju Gilsdóttur ...

Framtak Guðnýjar er aðeins eitt dæmi af

mörgum, því fjoídi manns hefur sýnt kirkj-

unni ótrúlega tryggð. Ég hef það á tilfinn-

ingunni, að ein meginástæðan fyrir þess-

ari óeigingjörnu vinnu hafí verið ást og

virðing fyrir Hallgrími Péturssyni og

Passíusálmunum. Algengt er, að fólk svari

því til, þegar það er spurt, hvers vegna

það leggi svo mikið af mörkum."

í samtali blaðamanns Morgunblaðsins

við þýzka orgelsmiðinn segir m.a.: „Ein-

hver hafði orð á því, að pípurnar minntu

á spúandi eldfjöll?

Já, það eru spænsku trompetarnir. Þessi

kirkja, sem stendur á einum bezta staðnum

í Reykjavík er byggð fyrir ísland. Það er

hreinn íslenzkur stíll á henni og orgelið

endurspeglar þennan stíl. íslenzk náttúra

er full af andstæðum og kannski má líkja

pípunum við klakaströngla, sem myndast

við fossa að vetri til, en um leið gætu þær

minnt á lýsandi vita."

Orgelsmiður Hallgrímskirkju er ekki

einn um það að hafa tengt orgel við ís-

Íenzka náttúru. Mannvirkið í Hallgríms-

kirkju leiðir hugann að Hallgrími Péturs-

syni, eins og Hörður Áskelsson vék að,

Nýir tímar í

Bandaríkj-

unum

og einnig Páli ísólfssyni, sem var organ-

isti á heimsmælikvarða og hefði getað

hazlað sér völl á alþjóðlegum vettvangi

en sneri heim. í samtalsbók þeirra Matth-

íasar Johannessen, Hundaþúfan og hafíð,

segir Páll ísólfsson: „En ef strákarnir fóru

að glíma eða tuskast, dró ég mig í hlé og

ráfaði um og fantaseraði, skoðaði fjöllin,

sérstaklega Eyjafjallajökul og Heklu og

kannaði, hvort líkur væru fyrir því, að hún

mundi fara að gjósa. Það var ægileg til-

hugsun. Samt vorum við góðir vinir og

gátum talazt við eins og jafningjar. Fyrir

kom, að ég sá í draumórum mínum heljar-

stórt orgel standa á gígbörmunum og

ímyndaði mér, að ég yrði fenginn til að

leika á það fyrir alla þjóðina, já allar þjóð-

ir."

I næsta mánuði verður „hetjarstórt org-

el" vígt í Hallgrímskirkju. Og á það verður

leikið fyrir alla þjóðina. Þá munu íslending-

ar minnast Hallgríms Péturssonar og

hugsa til Páls ísólfssonar og allra þeirra,

sem eiga hlut að því stórvirki í menningar-

sögu þjóðarinnar, sem nú er unnið að í

Hallgrímskirkju.

í FORYSTUGREIN

Morgunblaðsins

hinn 3. maí sl., sem

fjallaði um óeirðir,

sem þá höfðu orðið

í Los Angeles, sagði

m.a.: „1 Bandaríkjunum er að fínna margt

það bezta í okkar heimshluta en líka og

því miður í vaxandi mæli alltof mikið af

því versta. í hálfa öld hefur þetta öflug-

asta lýðræðisríki heims haft forystu um

baráttu gegn öflum einræðis og kúgunar.

Þeirri baráttu er lokið með fullum sigri.

Nú er að því komið, að Bandaríkjamenn

þurfa að beina athygli sinni að þeirri kúg-

un, sem fram fer heima fyrir. Það er ekki

ofmælt, að bandarískt þjóðfélag sé að

rotna innan frá. Þar er þörf á róttækum

og miklum þjóðfélagsumbótum. í kjölfar

þeirra atburða, sem nú hafa orðið, má

búast við, að forsetakosningarnar í haust

snúizt um það, hvort og þá hvernig staðið

verði að þeirh umbótum."

í Reykjavíkurbréfí Morgunblaðsins

sama dag sagði m.a.: „Menn þurfa ekki

að dvelja lengi vestan hafs til þess að átta

sig á því, að Bandaríkjamenn ráða ekki

við þau stórfelldu þjóðfélagslegu vanda-

mál, sem þeir standa frammi fyrir og m.a.

hafa birzt í þeim óeirðum, sem blossað

hafa upp í landinu síðustu daga vegna

sýknudóms yfír lögreglumönnum í Los

Angeles. Athyglin hefur beinzt mjög að

vaxandi efnamun og tekjumun ... Um

páskana flutti Clinton, sem er líklegasti

frambjóðandi demókrata í forsetakosning-

unum næsta haust, ræðu á fundi með

nemendum í einum helzta viðskiptaháskóla

í Bandaríkjunum, Whartonháskóla, sem

vakti mikla athygli og sýndi mikla yfirsýn

frambjoðandans. Þar veifaði hann m.a. bók

eftir tvo blaðamenn við eitt virtasta dag-

blað í Bandaríkjunum Philadelphia Inquir-

er. Bókin heitir: America: What went

wrong? eða Bandaríkin: hvað fór úrskeið-

is? Bókin er byggð á greinaflokki eftir

þessa tvo blaðamenn, sem Clinton sagði,

að væri einn hinn merkasti, sem birzt

hefði í bandarískum blöðum í áratugi. í

bókinni er vaxandi efnamun lýst og þeim

ástæðum, sem blaðamennirnir telja, að

liggi til grundvallar þeirri þróun."

Nú hefur Clinton, sem hér var vitnað

til fyrir hálfu ári, verið kjörinn forseti

Bandaríkjanna og kosningabaráttan, sem

leiddi til falls Bush og kjörs Clintons sner-

ist svo til einvörðungu um bandarísk innan-

landsmál, sem engum þurfti að koma á

óvart. Bush féll vegna þess, að hann og

samstarfsmenn hans virtust hvorki skynja

né skilja þá neikvæðu þróun, sem orðið

hefur heima fyrir í Bandaríkjunum á

nokkru árabili og fallið hafði í skuggann

fyrir átökum á alþjóðavettvangi. Að því

leyti til eru kosningaúrslitin vestan hafs

skólabókardæmi um það, hvernig fer fyrir

valdhöfum, sem missa tengslin við um-

hverfí sitt og það er sennilega auðveldara

en menn átta sig á við fyrstu sýn.

REYKJAVIKURBREF

Laugardagur 7. nóvember

Það er augljóst, að Bill Clinton leggur

áherzlu á, að kjör hans marki þáttaskil

og upphaf nýrra tíma í bandarísku þjóðlífí

alveg með sama hætti og John F. Kennedy

gerði fyrir 32 árum. í þeim ræðum, sem

Clinton hefur flutt frá því að kosningaúr-

slitin lágu fyrir má merkja enduróm af

ræðum Kennedys bæði í efni og stíl. En

eitt er að skapa vonir og væntingar og

annað að framkvæma verkið.

Clinton á framundan erfiða daga. Sam-

dráttur í efnahagsmálum þróaðra ríkja

heims dýpkar stöðugt. Það á bæði við um

Japan og Þýzkaland en fyrir nokkrum vik-

um viðurkenndu Þjóðverjar í fyrsta sinn,

að samdráttarskeið væri hafið í efnahags-

lífí þeirra, sem á eftir að hafV áhrif um

alla Evrópu. Miklar vonir eru bundnar við

aðgerðir Clintons í efnahagsmálum í byrj-

un næsta árs og þá kemur í hós hæfni

og geta hans og nánustu samstarfsmanna

hans, sem margir hverjir koma frá beztu

háskólum Bandaríkjanna og hafa verið

kennarar og fræðimenn þar um árabil.

Þessi kosningaúrslit eru líklega mikil-

vægari fyrir okkur íslendinga en úrslit

forsetakosninga í Bandaríkjunum hafa

áður verið. Þar kemur tvennt til. í fyrsta

lagi er hugsanlegt, að ríkisstjórn Clintons

dragi meira úr framlögum til varnarmála,

en ríkisstjórn repúblikana hefði gert og

það kann að hafa áhrif á umsvif varnarliðs-

ins á Keflavíkurflugvelli, þótt ekkert verði

um það fullyrt á þessari stundu. Það er

þó ekki aðalatriði málsins vegna þess, að

það hefur legið ljóst fyrir frá lokum kalda

stríðsins, að mjög mundi draga úr fram-

kvæmdum þar og töiuverð fækkun verða

í mannafla Bandaríkjamanna í varnarstöð-

inni. En í öðru lagi og það er aðalatriði

málsins, fer ekki á milli mála, að það mun

hafa mikil áhrif hér, hvernig til tekst í

efnahagsmálum í Bandaríkjunum á næstu

misserum.

Til þess að efnahagsleg uppsveifla verði

á ísland verður eitt af þrennu að: koma

til, Þorskveiðar þurfa að aukast, sem ekki

verður næstu þrjú árin. Álver þarf að rísa,

sem verður heldur ekki næstu þrjú árin.

Og loks getur efnahagsleg uppsveifla á

Vesturlöndum leitt til aukins hagvaxtar

hér. Og þar er komið að mikilvægi kosn-

ingaúrslitanna í Bandaríkjunum fyrir okk-

ur íslendinga.

Eini möguleikinn á því, að hagvöxtur

aukizt að ráði á nýjan leik á næstu árum

er sá, að nýjum Bandaríkjaforseta takist

að rífa efnahagslíf Bandaríkjanna upp úr

þeirri Iægð, sem það hefur verið í. Takist

það mun uppsveifla í Bandaríkjunum hafa

áhrif um öll Vesturlönd og þar á meðal

hér á íslandi. Það er ekki óhugsandi að

þetta geti gerzt. Herbert Hoover, forseti

úr flokki repúblikana, féll í kosningum á

móti Franklin Delano Roosevelt fyrir 60

árum vegna þess, að hann skynjaði ekki

og skildi ekki nauðsyn þess, að taka banda-

rísk efnahagsmálum nýjum tökum í upp-

hafi kreppunnar miklu. Roosevelt sneri við

blaðinu og náði verulegum árangri. Bush

var ekki tilbúinn til að grípa til róttækra

aðgerða í bandarísku efnahagslífi. Clinton

hefur boðað slíkar breytingar. Nú reynir

á, hvort þær skila árangri, en geri þær

það, má búast við að samdráttarskeiðinu

hér ljúki fyrr en ella. Þess vegna hlýtur

athygli okkar að beinast mjög að efnahags-

aðgerðum nýs forseta og nýrrar ríkis-

stjórnar vestan hafs í byrjun næsta árs.

NU      ÞEGAR

niðurstaða er feng-

in á Alþingi 'um

það, hvort efna ætti

til þjóðaratkvæða-

greiðslu um samn-

inginn um Evrópska efnahagssvæðið, er

full ástæða til að þingið einbeiti sér að

því að ljúka afgreiðslu málsins, þannig að

ekkert verði því til fyrirstöðu af okkar

Ljúkum af-

greiðslu

EES

hálfu, að EES verði að veruleika í byrjun

næsta árs. Jafnframt verður mjög eftir

því tekið, hver verður efnisleg afstaða ein-

stakra þingmanna og flokka til málsins,

sem slíks, en fram að þessu hafa margir

þingmenn skotið sér undan því að taka

efnislega afstöðu með tilvísun til þess, að

þeir vildu þjóðaratkvæði um málið.

Eins og Morgunblaðið hefur áður vikið

að, þarf engum að koma á óvart, þótt ein-

staka þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafí

lýst andstöðu við EES. Slík afstaða er

kunn meðal þingmanna í stjórnmálaflokk-

um í Evrópu, sem byggja á áþekkum

grunni og Sjálfstæðisflokkurinn. En ganga

má út frá því, sem vísu, að langflestir þing-

menn Sjálfstæðisflokks styðji samninginn.

Afstaða Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur,

þingmanns Kvennalista, hefur vakið þjóð-

arathygli og er til marks um, að meðal

stjórnarandstöðuþingmanna eru skoðanir

einnig skiptar og ekki eingöngu um and-

stöðu að ræða við samninginn.

Miðað við fyrri yfírlýsingar ólafs Ragn-

ars Grímssonar, formanns Alþýðubanda-

lags, um vilja og metnað til þess að leiða

flokkinn inn f nýja tíma, hefði mátt ætla,

að Alþýðubandalagið tæki aðra afstöðu til

EES en raun varð á. Bæði flokkurinn og

formaðurinn féllu á prófínu. En næstu vik-

ur mun athyglin ekki sízt beinast að Fram-

sóknarflokknum. Það verður að teljast með

ólíkindum, að allir þingmenn Framsóknar-

flokksins snúist gegn samningnum um

Evrópska efnahagssvæðið. Á undanförn-

um mánuðum hefur mátt skilja málflutn-

ing Steingríms Hermannssonar á þann

veg, að hann vildi reyna að beina Fram-

sóknarflokknum a.m.k. frá beinni andstöðu

við EES en síðustu vikur hefur formaður

Framsóknarflokksins eins og margir aðrir

skýlt sér á bak við spurninguna um þjóðar-

atkvæði. Nú er að því komið, að Framsókn-

armenn taki afstöðu. Ætla þeir enn að

dæma sig úr leik?

Morgunblað'ð/I>or''ell

„Þegar orgelið í

Hallgrímskirkju

verður tekið í

notkun í næsta

mánuði verður

þjóðin vitni að

einum mesta

menningarvið-

burði í landinu um

langt árabil. Þess-

um tímamótum

má likja við það,

þegar nýtt meiri-

háttar listasafn er

opnað eða nýtt

leikhús. Orgelið

mikla í Hallgríms-

kirkju, sem nán-

ast ómögulegt er

að lýsa í orðum

en fólk verður að

upplifa sjálft mun

valda slíkum

þáttaskilum í tón-

listarlífi og

kirkjulífi þjóðar-

innar."

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
26-27
26-27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52