Morgunblaðið - 08.11.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.11.1992, Blaðsíða 34
a4 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 8, NÓVEMBER 1992 Fjóla Gunnlaugsdóttir frá Ytra-Ósi, Stein- grímsfirði - Minning Fædd 20. september 1915 Dáin 2. nóvember 1992 Móðursystir mín og sérstakur vinur, Fjóla Gunnlaugsdóttir, lést á Landspítalanum að morgni 2. nóv- ember sl. eftir langa og erfíða sjúk- dómslegu. Hún verður jarðsett frá Neskirlqu mánudaginn 9. nóvember kl. 15. Fjóla frænka, eins og ég var vanur að kalla hana, var fædd 20. september 1915 að Ytra-Ósi við Steingrímsfjörð. Foreldrar hennar voru hjónin Gunnlaugur Magnússon og Marta Magnúsdóttir og var hún yngst fjögurra alsystkina, en einnig átti hún yngri fóstursystur. Öll eru systkini Fjólu látin fyrir nokkrum árum nema Nanna systir hennar. Heimili foreldra Fjólu að Ósi var efnaheimili miðað við aðstæður þess tíma. Heimilið var margmennt eins og títt var um stórbýli og gestrisni og höfðingsskapur mikill. Hafði frænka mín síðar á lífsleiðinni í . hávegum þann höfðingsskap er hún ólst upp við í æsku. Eftir hefð- bundna skólagöngu heima í héraði stundaði hún á árunum 1934 til 1935 nám við Reykjaskóla í Hrúta- fírði og lauk þaðan gagnfræðaprófí. Eftir námið í Reykjaskóla fór Fjóla til Reykjavíkur og vann við verslunarstörf í mörg ár. Fyrst við afgreiðslustörf en síðan sem skrif- stofumaður. Hún starfaði m.a. hjá Fíáttúrulækningafélaginu, fyrst á skrifstofu félagsins í Austurstræti en síðan í nokkur ár á Heilsuhælinu í Hveragerði. Hugurinn stóð þó til annarra starfa og tók hún sig upp og hélt til náms í fótaaðgerðum og snyrtingu við þekktan skóla í þeim greinum í Kaupmannahöfn. í Kaup- mannahöfn vann hún fyrir sér með námi en prófi lauk hún á stysta mögulega tíma og með hæstu ein- kunn sem gefín hafði verið við skól- ann. Árið 1963 stofnaði hún Fóta- aðgerða- og snyrtistofu Fjólu Gunn- laugsdóttur á Hótel Sögu. Það fyrir- tæki rak hún af miklum myndar- brag allt fram til 1972 er hún varð að láta af föstum störfum við fyrir- tækið sakir veikinda í baki. Við rekstrinum tók þá Nanna systir hennar, sem rekið hefur fyrirtækið til skamms tíma. Á þessum árum byggði Fjóla sér fallega íbúð á Fálkagötu 6. Milli okkar Fjólu frænku ríkti alla tíð sterkt samband og vinátta og hið sama má segja um samband hennar við bróður minn. Allt frá fæðingu okkar bræðra og fram yfír tvítugsaldur bjó Fjóla mikið á heim- ili foreldra minna, Nönnu og Sig- mundar Jónssonar. Er ekki ofmælt að hún hafí verið okkur bræðrum sem önnur móðir og er við eignuð- umst okkar eigin fjölskyldur fluttist þessi mikla vinátta einnig yfír á börn okkar og maka. Gleymast ekki meðan lifað er þær mörgu ánægju- stundir er við áttum saman eða sú væntumþykja sem við alla tíð nut- um af hennar hálfu. Fjóla átti við veikindi að stríða af og til, allt frá tuttugu og fímm ára aldri. Að því leyti var líf hennar erfítt. Þrátt fyrir þetta var hún létt í lund og gat verið hrókur alls fagn- aðar. Hún átti gott með að sjá það spaugilega við menn og málefni, jafnvel þó háalvarleg mál bæri á góma. Málefni lítilmagnans voru henni hugleikin. Fjóla var hagmælt vel og átti létt með að kasta fram vísu. Steinn Steinarr og ljóðlist hans var í sérstöku uppáhaldi en auk ljóða hans kunni hún og reið- innar öll af vísum og kveðskap eft- ir þekkta jafnt sem óþekkta höf- unda. Engan hef ég þekkt gjafmild- ari og örlátari en Fjólu frænku, enda var hún höfðingi í lund og naut þess að gefa. Milli þeirrá systra, Fjólu og Nönnu móður minnar, lágu óvenju sterk bönd sem ekkert fékk rofíð meðan báðar lifðu. Stundaði móðir mín systur sína af mikilli alúð allt fram til hins síðasta með þeim hætti sem einungis er unnt að gera ef mikil ást og vinátta er að baki. Um tíma var Fjóla í dagvist í Há- túni og naut þar góðrar aðhlynning- ar frænku sinnar Steinunnar Finn- bogadóttur. Bróðurdætur hennar þær Þóra og Marta og fjölskyldur þeirra reyndust henni alla tíð góðir vinir, Starfsfólk Landspítalans bæði á deild 14 G og nýrnadeild á og þakkir skildar fyrir góða aðhlynn- ingu og hjúkrun. Hinsta stundin rann upp um svip- að leyti og fyrstu sólargeislar morg- unsins brutust fram eftir rysjótta tíð undangenginna daga. Þegar við kvöddumst kvöldið áður óraði mig ekki fyrir sannleiksgildi þeirra orða hennar, að hún skynjaði að endalok- in væru að nálgast. Það er með miklum söknuði sem ég nú kveð minn góða vin og vel- gjörðarmann. Lokið er löngu og erfíðu veikindastríði sem ekki gat lyktað nema á einn veg. Við trúum því að við taki bjartari tímar eins og fögur morgunsólin á andláts- stundinni gaf fyrirheit um. Ljúfar hugsanir fylgja frá okkur bræðrum og fjölskyldum okkar er frænka okkar hverfur nú á vit forfeðra sinna. Gunnlaugur M. Sigmundsson. Elskuleg föðursystir mín Fjóla Gunnlaugsdóttir frá Ytri-Ósi í Steingrímsfírði hefur kvatt þetta jarðlíf 77 ára að aldri. Hún sofnaði í hinsta sinn að morgni mánudags- ins 2. nóvember eftir langvarandi og erfið veikindi. Hún verður kvödd hinstu kveðju frá Neskirkju kl. 15 9. nóvember nk. Mig langar að minnast hennar Fjólu frænku, eins og við kölluðum hana alltaf, nokkrum orðum. Fjóla frænka var yndisleg manneskja og traustur vinur og vildi öllum gott gjöra. Öll munum við sakna hennar sárt, en jafnframt þakka guði fyrir að hafa átt hana að frænku og traustum vini. Blessuð sé minning hennar. Ég veit að Fjólu frænku hafa beðið elskandi foreldrar og systkini og aðrir ástvinir sem á undan eru famir og fagnað henni vel, og að hún jafnt annars heims sem þessa verður virt og dáð. Við elskuðum hana öll. Um leið og við þökkum Fjólu frænku samfylgdina og biðjum henni blessunar á guðs vegum send- um við Svavar og ijölskylda okkar hugheilar samúðarkveðjur til Nönnu og Sigmundar og fjölskyld- unnar allrar og annarra ástvina Fjólu frænku. Minning um fallega, góða og göfuga konu mun lifa í hjörtum okkar og ylja um ókomin ár. Eg kveð þig kæra vina, svo klökk í hinsta sinn. Þér guð og gæfan fylgi og greiði veginn þinn. • Ég horfi út á hafið það hylur þoka grá og aldrei, aldrei framar þig aftur fæ að sjá. (Höf. ókunnur.) Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Marta Gunnlaug Magnúsdóttir. Þökkin er mér efst í huga er ég sit í kvöldhúminu og hugsa um för mína um lífsins vang. Þökk fyrir sólskinið, ylinn allan sem um mig hefur leikið. Það eru ekki sólstafír himins sem ég á við, heldur þær þroskuðu sálir, er ég hefí mætt. Verur sem slípað hafa vöggugjafír sínar á þann veg að þú starir þar í augu skaparans sjálfs. Einnar slíkrar minnist ég nú, systur konu minnar, Fjólu. Fædd var hún 20. september 1915 að Ytra-Ósi í Hróf- bergshreppi, Steingrímsfirði. For- eldrar hennar voru Marta Guðrún Magnúsdóttir Einarssonar prentara í Viðey og bónda á Halakoti í Flóa og konu hans, Sesselju Filippusar- dóttur frá Bjólu í Árnessýslu og Gunnlaugur Magnússon Magnús- sonar hreppstjóra á Hrófbergi og konu hans Guðrúnar Guðmunds- dóttur frá Þiðriksvöllum. Marta og Gunnlaugur tóku fagn- andi í móti og nefndu telpuna sína Fjólu. Við hlið systur og bræðra og síðar uppeldissystur líká, sleit hún t SIGURLÍNA VALGEIRSDÓTTIR / frá Norðurfirði í Árneshreppi, lést á Hrafnistu í Reykjavík 6. þ.m. Fjölskyldan. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ALICE DALMAR SÆVALDSSON, er lést 12. október í Horsens í Danmörku, verður jarðsungin frá Áskirkju í Reykjavík hinn 10. nóvember kl. 15.00. KonráS Óskar Sævaldsson, Linda Konróðsdóttir, Páll Dalmar Konráðsson, Alice Konráðsson, Stefán Konráðsson, Aldis Ágústsdóttir, Hans-Chrlstian Konráðsson. t Útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdafööur og afa, JÓNS HELGASONAR, Laufási, Borgarfirði eystri, sem lést 1. nóvember sl. verður gerð frá Bakkagerðiskírkju þriðju- daginn 10. nóvember kl. 14.00. Þeir, sem vildu minnast hans, vinsamlega láti Slysavarnarfélag Islands njóta þess. Svanhildur Guðmundsdóttir, Jón Hilmarsson, Svanhildur Skarphéðinsdóttir, Helgi Jónsson, Guðrún Jónsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttir, Hálfdán Kristjánsson, og barnabörn. + Ástkær móðir okkar, sambýliskona og tengdamóðir, ÍRIS BRYNJÓLFSDÓTTIR, andaðist á heimili sínu Laugarnestanga 9b aðfaranótt laugardags. Þórarinn Björnsson. Sigríður Ólöf Sigurðardóttir, Jóhannes Þórarinsson, Kolbrún Ásmundsdóttir, Ágúst Þór Ásmundsson, tengdabörn og barnabörn. + Systir mín, mágkona, móðursystir og vinkona, FJÓLA GUNNLAUGSDÓTTIR snyrtifræðingur frá Ósi f Steingrímsfirði, sem andaðist í Landspítalanum 2. nóvember sl., verður jarðsung- in frá Neskirkju mánudaginn 9. nóvember kl. 15.00. Nanna Gunnlaugsdóttir, Sigmundur Jónsson, Gunnlaugur M. Sigmundsson, Sigrfður G. Sigurbjörnsdóttir, Jón R. Sigmundsson, Björk Högnadóttir og fjölskyldur. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, LEIFS KALDAL, Eskihlið 16B. Sérstakar þakkirtil starfsfólks Hvítabandsinsfyrirfrábæra umönnun. Aase J. Kaldal, Ingibjörg Kaldal, Skúli Vikingsson og barnabörn. bams- og unglingsskónum í vari foreldra, elskulegt barn, sem örugg- um skrefum kleif upp mót þroska. Hún lærði til starfa búkonunnar, lærði að hlú að grasi og dýri, lærði að gera úr ull fat og falli mat. Já, gamla fólkið stakk því saman um það nefjum, að þar færi gott efni í búkonu sem Fjóla var. En harpa hennar var ekki ein- strengja. Snemma kom í ljós, að hún hafði hlotið minni gott og trútt, hafði hug til bóka, eins og ættmenn hennar fleiri (séra Filipus á Stað og Einar prentari), svalg í sig fróð- leik, æfði tungutak sitt til hlýðni við stuðla og rím, varð rennandi hagmælt. Þetta olli, að hún var send f Héraðsskólann að Reykjum í Hrútafírði og eftir tveggja vetra nám lauk hún þar prófi 1936. Fleira prýddi Fjólu en dugnaður og skörp greind. Hún var lotningar- fullt barn í faðmi sköpunarinnar, grundin græn, upphafið fjallið, bunulækurinn, hjal öldunnar við íjörusandinn, allt seitlaði þetta í sál hennar, fyllti bfjóst hennar gleði fyrir því að fá að taka þátt í ævin- týrinu líf. Slíks getur sá einn notið sem á foreldra er leggja sig fram um að rétta bömum sínum aðeins sólstafí í veg inn í hamingjunnar lönd. Já, þær systur vom hvattar til að æfa taktspor við lífsgeislann sjálfan, þann kærleik sem umvefur aílt, lítum á allar verur til sama réttar bomar. Hvar sem Fjóla því leit þá er hallt standa í lífínu, varð hún hughreystandi vinur, hjálpandi hönd. I föðurgarði lært. Þá Fjóla tók að huga að stöðu á starfsvangi, utan heimasveitar, hélt hún hingað til Reykjavíkur, vann við verzlun á vetrum, en jafnan heima á summm. Svo var það 1962 að Fjóla heldur til Kaupmannahafn- ar og nemur fótaaðgerðir. Er Bændahöllin var opnuð stofnaði Fjóla fyrirtæki, fótaaðgerða- og snyrtistofu á Hótel Sögu. Fyrirtæk- ið rak hún síðan meðan kraftar entust, kröfuhörð um, að þar væri aðeins staðið að verki, eins og bezt mátti verða. Sjálfri sér leið hún ekki að skilja við verk meðan hún kunni betur skil á, miðlaði öðrum af þekkingu sinni og reynslu af skilningi þess er styðja vill til þroska. Að Fálkagötu 6 gerði hún sér undurfagurt heimili, gekk þar um stofur af reisn, stráði um sig gullum þroskaðrar sálar og veitti af ramm- íslenzkri gestrisni við borð. Göfug kona sem mannbætandi var að kynnast. Kona mín kveður kæra systur, böm og bamaböm góða frænku, ég ljúfa mágkonu. Blessuð sé minning hennar. Sigmundur Jónsson. (' Blóm Skreytingar Gjafavara Kransar Krossar Kistuskreytingar Opið alla daga frá kl. 9-22 l'ákafeni I 1 s. 6cS 91 20 Blömmtofa FriÓfmns , Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öif kvöld til ki. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefní. Oiafevórur *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.