Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 256. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						- 9 m a vww s»\t»«t liirn»
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1992
51
<
I
«
4
«$r Elínu Pálmadóttur
Ein á f erð!
Hún sat þarna beinstíf. Ég sé fegin að svo vel er kannað
kom strax auga á hana í að maður sé ekki með falda
flugstöðinni. Ég hafði lagt af sprengju áður en gengið er um
stað • norðan úr landi klukkan borð, fannst mér nóg um spurn-
fimm, til að
vinkonurnar
sem óku kæm-
ust fram og
aftur fyrir
mestu umferð-
ina. Hún hlýt-
ur að hafa far-
ið enn fyrr að
heiman, komin
í gegnum yfir-
heyrsluna og
innskrift
svona
snemma. Hún
vakti athygli,
jafnvel aftan
frá. í hita-
svækjunni var
hún í þykkri ullarkápu með klút
meðan ég var með sokkana í
vasanum og bæði jakka og
stormúlpu í hliðartöskunni til að
geta bætt á mig þegar norðar
drægi. Hárið var vandlega greitt
upp í hnút og upp af því stóð
logagyllt hárskraut eins og á
brúði eða dansmeyju í nætur-
klúbbi. Ég fékk mér kaffí og
leit á tollfrjálsa varninginn í búð-
unum á flugvellinum í Tel Aviv.
Þegar brottfarartími nálgaðist
færði maður sig nær réttu út-
gönguhliði. Enn sat hún þarna
beinstíf. Nú sá ég að þessi unga
stúlka var Palestínuarabi. Fyrir
ferðina hafði hún keypt sér loga-
gyllta tösku og samskonar skó.
Nú var kallað út í vélina. Hún
spratt upp. Var fyrst að hliðinu
þar sem rifíð var af sætismiðan-
um hennar. Svo hikaði hún, vissi
ekki hvert átti að halda. Ég stóð
fyrir aftan hana og sagði á
ensku: Hérna niður stigann. í
dyrunum niðri hikaði hún enn
og spurði hyort ætti að fara í
rútubílinn. Ég sagði henni að
fylga mér. Þar settumst við sam-
an og hún stundi upp: Jöteborg?
Nei, Copenhagen. O-ó, sagði
hún. Hún skildi illa ensku. En í
ljós kom að hún talaði betur
frönsku, sem er víst fyrsta er-
lenda málið sem hennar fólk
lærir. Viltu hjálpa mér áfram út
í flugvélina? stundi hún upp á
því máli. Það var auðvitað sjálf-
sagt. Hún hélt krampataki um
farseðilinn sinn og vegabréfið.
Settu nú þetta niður í töskuna
og haltu bara eftir þessum litla
snepli. Þarna er sætisnúmerið
þitt! útskýrði ég. Hafðu ekki
áhyggjur, ég skal fylgja þér alla
leið! Eg fór ekki í mitt sæti fyrr
en hún var búin að spenna belt-
ið. Þá hafði hún sagt mér að hún
væri á leið til Gautaborgar til
að hitta manninn sinn, sem væri
þar við nám.
Þessi unga kona var sýnilega
dauðhrædd. Hafði aldrei komið
á flugvöll fyrr og hafði ekki hug-
mynd um að hún ætti að skipta
um flugvél í Kaupmannahöfn eða
hvernig. Á leiðinni rann upp fyr-
ir mér hve skelfileg alþjóðleg
flugstöð með endalausum
göngum og fólki á harðaspani
hlýtur að vera í augum þess sem
kemur þar í fyrsta skipti. Ég fór
að sjá þessa ógnvænlegu staði
með augum ungu arabakonunn-
ar. Hún var svo skelfd að þegar
komið var til Kaupmannahafnar
var hún orðin veik af kvíða, þrátt
fyrir blund á leiðinni. Kannski
hefur yfirheyrslan á ísraelska
flugvellinum, sem allir farþegar
ganga í gegnum, skelft palest-
ínska arabakonu meira. Þótt ég
ingarnar. Þar sem ég hafði verið
í Líbanon hefi ég kannski fengið
sérstaka yfirhalningu, hverja ég
hefði talað við og hvar verið. En
það kom ekkert við mig. En ekki
óeðlilegt að það gerði Palestínu-
araba óöruggan, eins og stund-
um er farið með þá.
Fyrir utan flugvélina beið ég
eftir henni. Hún kom langsíðust
út. Það var eins gott, því inni á
Kastrupflugvelli var iðandi kös.
Fljótlega sáum við skiltið: Trans-
it! En þar sagði á ensku að þessi
afgreiðsla væri lokuð. Vinsam-
legast gefið ykkur fram í hinum
enda   afgreiðslusalarins!   Nú
stundi stúlkan upp að hún ætti
að halda áfram eftir 15-20 mín-
útur. Ég tók á sprett og dró
gegnum þvöguna eftir endilöng-
um salnum með mér stúlkuna í
þykku kápunni, gylltu skónum
og með gyllta höfuðskrautið.
Kannski var henni svona ómótt
af hitanum. En henni hafði verið
sagt að búa sig vel. Á Norður-
löndum væri svo kalt. Þegar við
komum að réttu borði, ruddist
ég fram fyrir með afsökunar-
beiðni, stúlkan væri að missa af
flugvélinni. Talaði dönsku svo
hún skildi ekki útskýringarnar.
Hvað yrði um hana ef það bætt-
ist nú ofan á? Hún var alveg
búin að missa kjarkinn og næst-
um málið. Danska afgreiðslu-
stúlkan.leit á miðann, sagði að
klukkutfma  tímamunur  væri
milli ísraels og Danmerkur. Ef
við  vildum  setjast  út  við
gluggann skyldi hún senda ein-
hvern til okkar. Skömmu seinna
kom hún sjálf, hafði sýnilega
skilið hvernig á stóð, bað mig
um að segja stúlkunni að sitja
þarna róleg. Hún væri sjálf með
útgöngukortið  hennar  í  hina
flugvélina og mundi rétt áður
en hún ætti að ganga um borð
senda frönskumælandi stúlku til
að fylgja henni um borð. Þarna
á Kastrupflugvelli reyndist vera
einstaklega góð og mannleg af-
greiðsla  hjá  hlýlegri  stúlku.
Þarna skildu leiðir. Eg sneri mér
við og smellti í flýti af stúlkunni
vondri mynd þarna sem hún stóð
og horfði  á eftir mér.  Henni
mundi ganga vel út í flugvélina
í  Kastrup  og  vonandi  hafa
Svíarnir  tekið  mannlega  við
henni. Stundum hefur maður séð
hvernig útlendingaeftirlit og toll-
verðir  í  Évrópulöndum  taka
harkalegar og strangar á móti
fólki frá þriðja heiminum og af
öðrum litarhætti en okkur þess-
um hvítu og öruggu með okkur.
Það á þó ekki alltaf við. Og nú
er unga hrædda konan sjálfsagt
komin í öryggi í örmum eigin-
mannsins.
—---------1—i-r-T"
WeSPerHITABLASARARNIR
JMMBS B SjESEBSl
eru nú fyrirliggjandi í stærðum 7,
10, 19 og 22 kw.
Ennfremur mótorar og element.
Wf SPER UMBOÐIÐ
Sólheimum 26, 104 Reykjavík,
sími 91-34932, fax 91-814932.
Er þér kalt?
1 vetur bjóðast tveir kostir
til að verma sig í Dublin.
Yljaðuþérviðgott
herrafataúrval okkar.
Við tökum á móti þér með
hlýju og notalegu viðmóti í
MONAGHANS
Royal Hibernian Way
eða:
Fáðu hita í kroppinn
í handprjónaðri,
hefðbundinni, írskri eða
skoskri peysu.
Bæði fyrir dömur og herra.
MONAGHANS,
Grafton Arcade,
Grafton Street,
Dublin2.
coFdata
Ferðatött/a með Utaskjá!
Við kynnum nýja glæsiiega feröatölvu
með öfiugum 386SL-25 örgjörva, 2Mb
minni (32KB Cache), 80MB disk (16ms),
3.5" drif, SCSl-2 tengl, radtengi, prent-
aratengi og innbyggðri J-mús. Sérstakt
kynningarverð: kr. 189.900 stgr.
••
MICROTOLVAN
Suðurlandsbraut 12 - Sími 688944 - Fax 679976
Ráðstefna um útflutning
á orku með rafstreng
í tilefni að 80 ára afmæli Verkfræðingafélags íslands stendur
Rafmagnsverkfræðideild fyrir hálfsdagsráðstefnu um möguleika
á að flytja út orku með rafstreng. Ráðstefnan verður haldin á
Holiday Inn þann 13. nóvember og verður dagskrá eftirfarandi:
Kl. 12:30 Skráning þátttakenda
Kl. 13:00 Ráðstefnan sett: Vífill Oddsson, formaður VFÍ.
Fundarstjóri Gunnar Ingimundarson, formaður RVFÍ.
Kl. 13:05 Stefnumörkun stjórnvalda.
Dr. Geir A. Gunnlaugsson, stjómarformaður Markaðsskrifstofu
Iðnaðarráðuneytis og Landsvirkjunar.
Kl. 13:30 Reglur EB með tilliti til raforkuútflutnings
Jón Ingimarsson, skrifstofustjóri Iðnaðarráðuneytis
Kl. 13:55 Ný viðhorf í orkuviðskiptum
Kristján Jónsson, rafmagnsveitustjóri Rafmagnsveitna ríkisins.
Kl. 14:20 Útflutningur á raforku
Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar
Kl. 14:45 Orkuframleiðsla vegna útflutnings
Jóhann Már Maríusson, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar
Kl. 15:10 Kaffihlé
Kl. 15:25 Strengjaverksmiðja á íslandi
Egill Skúli Ingibergsson, ráðgjafarverkfræðíngur Rafteikningu hf.
Kl. 15:50 Efnahagsleg áhrif sæstrengs.
Dr. Friðrik Már Baldursson, stærðfræðingur Þjóðhagsstofnun.
Kl. 16:15 Tæknileg vandamál við raforkuflutning með jafnstraumi.
Egill B. Hreinsson, prófessor í raforkuverkfræði við Háskóla íslands,
Kl. 16:40 Pallborðsumræður:
Stjórnandi Sigurður G. Tómasson, dagskrárstjóri Rásar 2.
Kl. 18:30 Ráðstefnuslit
Ráðstefnan er öllum opin, en þátttökugjald er kr. 1.000,-.
Þátttaka tilkynnist til skrifstofu VFÍ í síma 688511
í síðasta lagi miðvikudaginn 11. nóvember.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
26-27
26-27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52