Morgunblaðið - 21.11.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.11.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1992 17 Villingaholtskirkja. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Villingaholtskirkja 80 ára Hátí ðarguðsþj ón- usta og samkoma ^ Selfossi.^ ÁTTATÍU ára afmælis Villingaholtskirkju verður minnst á sunnudag- inn, 22. nóvember, með hátíðarguðsþjónustu í kirkjunni klukkan 14 og hátíðarsamsæti með kaffiveitingum að messu lokinni. í hátíðarsam- sætinu flytja ræður prófessorarnir Ólafur Halldórsson og Vésteinn Ólason. Karlakór Selfoss mun syngja undir stjórn Ólafs Siguijónssonar og Ágúst Valgarð Ólafsson og Margrét Harpa Guðsteinsdóttir flytja tónlist fyrir flautu og píanó. Villingaholtskirkja er fagurt hús og vel varðveitt og ber höfundi sínum fagurt vitni en það vár Jón Gestsson bóndi og smiður sem teiknaði og byggði kirkjuna. Villingaholtskirkja hefur verið á núverandi stað síðustu 207 árin en 11. september 1785 var fyrst messað í nýbyggðri kirkju í landi hjáleigunnar Hellis sem þá var. Áður hafði Villinga- holtsbær og kirkja staðið suðaustan í holtinu, ofan við núverandi bæjar- stæði. Flutningur bæjarstæðisins var talinn nauðsynlegur vegna þess skaða sem foksandur hafði valdið á húsum og túni staðarins. í mars 1784 gaf konungur út til- skipun um Ijárveitingu til að flytja og byggja að nýju kirkju og staðarhús. Vegna búanna hófust þó framkvæmd- ir ekki strax. Dróst til ársins 1785 að byggja kirkju og staðarhús á nýjum stað. í millitíðinni, í ágúst 1784, höfðu harðir landskjálftar fellt í grunn bæi og peningahús víða um sveitir í Ár- nes- og Rangárvallasýslu. Hafði þá kirkjan í Villingaholti fallið í grunn. Þó engar heimildir séu til um hve- nær Villingaholt byggðist né hvenær kirkja var þar fyrst byggð má ætla að það hafi verið skömmu eftir kristni- töku. Elsti máldagi Villingaholtskirkju sem varðveist hefur var settur af Áma biskupi Þorlákssyni, Staða-Áma, um haustið 1269. Um sögu Villingaholts- kirkju má lesa í mjög vönduðum rit- gerðum eftir Ólaf Halldórsson en þær birtust 1990 _og 1992 í Ámesingi, riti Sögufélags Ámesinga. Nú er Villingaholtskirkja ein þriggja sókna Hraungerðispresta- kalls, sem aftur varð til með lögum nr 62/1990. Nokkrar framkvæmdir hafa verið við kirkjuna síðustu miss- eri. Kirkjugarður hefur verið stækk- aður og girtur með varanlegum hætti og ekki er langt um liðið síðan kirkj- unni var gert til góða að innan og utan dyra. Formaður sóknamefndar er Svavar Bjamason í Villingaholti, organisti Ólafur Siguijónsson í For- sæti, meðhjálpari Asta Ólafsdóttir á Skúfslæk, hringjari Jón Kristjánsson í Villingaholti og sóknarprestur sr. Kristinn Ág. Friðfínnsson. Þess er vænst að velunnarar Villingaholts- kirkju nær og fjær fjölmenni til hátíð- arinnar á sunnudag. Sig. Jóns. Árbók Þjóðsögu 1991 ÁRBÓK Þjóðsögu — Árið 1991 stórviðburðir í myndum og máli, með íslenskum sérkafla, er komin út. Árbækurnar hafa komið út síðan 1965, samtals 27 bindi, og eru til á þúsundum íslenskra heimila. Þetta er fjölþjóðaútgáfa sem kemur út á átta tungumálum: þýsku, frönsku, íslensku, sænsku, finnsku, ítölsku, ensku og spænsku. Bókin er 344 blaðsíður í símaskrár- broti og prýdd fjölda mynda, samtals tæpar 500 myndir, þar af meira en helmingurinn í lit. í íslenska kaflan- um em rúmar 70 myndir. Bókin skiptist í þijá meginkafla: Annáll ársins, sem er stærsti kafli bókarinnar. Þar eru raktir helstu heimsviðburðir ársins í tímaröð, skipt eftir mánuðum og byijar hver mánuður á fréttaskýringu einhvers atburðar mánaðarins. Mannlíf og menning: Þetta er annar meginkafli bókarinnar. í hon- um eru greinar eftir sérfræðinga frá ýmsum löndum og fjalla þeir um sérsvið sín. í brennidepli: Að stríðinu loknu í Aust- urlöndum nær; Læknisfræði: Heil- brigði: Tímaskeið skynseminnar; Rannsóknir: Raunvemlegt líf — eða næstum því; Umhverfismál: And- rúmsioftið — hætta á ferðum; Fom- Ráðstefnan ís- lenskir korta- dagar haldin í þriðja sinn HIN árlega ráðstefna íslenskir kortadagar á vegum íslenska kortagerðafélagsins verður hald- in í þriðja sinn dagana 24. og 25. nóvember nk. í Hótel Sögu. Efni ráðstefnunnar er að þessu sinni: Landfræðilegt upplýsinga- kerfi og kortgrunnur fyrir skipulag, þjónustu- og almenningsveitur. Flutt verða 18 erindi um efnið. Fyrirlesarar em arkitektar, land- fræðingar og verkfræðingar sem starfa hjá eftirtöldum fyrirtækjum og stofnunum: Akureyrarbæ, Borg- arskipulagi Reykjavíkur, Borgar- verfræðingum í Reykjavík, Fast- eignamati ríkisins, Landmælingum íslands, Orkustofnun, Pósti og síma, Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Skipulagi ríkisins, Vatnsveita Reykjavíkur og verkfræðistofunun Fjarhitun hf., Forverk hf. og Hnit hf. auk sjálfstætt starfandi tölvu- fræðings. Tölvusýning verður báða dagana frá kl. 9-17 þar sem sýndar verða tölvur og hugbúnaður tengdur efni kortadaganna. leifafræði: forsöguleg fótspor; Mynd- lisk Jean Tinguely kvaddur; Kvik- myndin Hrollvekjan í heiminum; Tísk- an: ímyndun eða vemleiki; íþrðttin Minnisverðustu afrek' ársins. íslenskir atburðir í myndum og máli: í þessum kafla er greint frá því helsta sem gerðist hér á landi á árinu og fylgja ein eða fleiri myndir hveijum atburði. Ritstjóri íslensku útgáfunnar er Gísli Ölafsson, höfundur íslenska kaflans er Bjöm Jóhannsson og hönnuður hans Hafsteinn Guð- mundsson. (Úr fréttatilkynningii) SKIPUÐ hefur verið nefnd til að vinna að frekari framgangi frísvæðis í tengslum við Kefla- víkurflugvöll. Hlutverk nefndar- innar er að ljúka endanlegri at- hugun á stofnun frísvæðis á Suð- urnesjum og verði sú niðurstaða jákvæð skal nefndin undirbúna stofnunina og hrinda henni af stað. í því sambandi þarf að gera til- lögur um breytingar á sköttum sem gerði þetta frísvæði samkeppnis- hæft við þau svæði sem næst okkur era. Þá þarf að tryggja að samgöngur að og frá svæðinu séu samkeppnis- hæfar og ræða við þá aðila sem sýnt hafa áhuga. Þá skal nefndin að öðra leyti gera tillögur um eða hrinda í framkvæmd öðram málum sem leysa þarf málinu til fram- gangs. Nefndin hefur heimild til að ráða sér starfsmann til að vinna fyrir sig. Nefndina skipa Þröstur Ólafs- son, aðstoðarmaður utanríkisráð- ■ Á TVEIMUR VINUM laugar- daginn 21. nóvember leikur hljóm- sveitin Síðan skein sól. Sólin hefur ekki spilað í Reykjavík í næstum tvo mánuði vegna plötuupptakna. Þeir spila væntanlega efni af nýju plötunni ásamt öllu gömlu rokkur- unum. ■ Á PÚLSINUM sunnudaginn 22. nóvember leika hljómsveitimar Ham og Glott. Húsið er opnað kl. 91 an ÁRIÐ1991 STÓRVIÐBURÐiR f MYNDUM OG MAtl MEÐ (SLENZKUM SÉRKAFLA herra, sem jafnframt er formaður, Indriði H. Þorláksson, skrifstofu- stjóri í íjármálaráðuneytinu, Dan Charny, aðstoðarframkvæmdastjóri HTM, New York, Ólafur Ó. John- son, eldri forstjóri, Sverrir V. Bem- höft, framkvæmdastjóri, Brynjólfur Helgason, aðstoðarbankastjóri Landsbanka íslands, og Jón H. Jónsson, framkvæmdastjóri Kefla- víkurverktaka hf. (ÞEGAR VEUA ~) Á ÞAB BESTA Borgnrkringlunni - Simi 677820 ^ Frísvæðísnefnd skipuð borás Heildsöludreifing: Bjarni Þ. Halldórsson, uinboös- og heildverslun, Skútuvogi 11, Reykjavík, sími 68 92 77.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.