Morgunblaðið - 22.11.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.11.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1992 Herkúles Halastjarnan Swift-Tuttle á vesturhimni Ef horft er með sjónauka sést halastjarnan sem dauf stjörnuþoka fram í desember Vega . • • Swift-Tuttle 22/11 1992 Halastjarnan Swift-Tuttle 1/11 1992 / Norðurkórónan eftir Urói Gunnarsdóttur. Mynd: Ragnar Axelsson MAÐURINN óttast það sem hann þekkir ekki. Halastjarna lengst úti í himingeimnum hefur hrist upp í stjarnvísindamönnum um heim allan vegna mögulegs árekstrar hennar við jörð eftir 134 ár og hefur einnig verið vatn á myllu þeirra sem spá vilja heimsendi. En er ástæða til að óttast slíkan árekstur? Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur telur svo ekki vera. Segir að vilji menn hræðast fyrirbæri himin- geimsins sé mun meiri ástæða að hafa áhyggjur af því að stór loftsteinn eða smástirni skelli á jörðinni. En réttast sé og skyn- samlegast að hafa engar áhyggj- ur, heldur njóta þess að horfa á himininn á stjörnubjörtu kvöldi. ýlegar fréttir um mögulegan árekstur halastjömu ogjarðar í ágúst árið 2126 vöktu óneitanlega spumingar í hugum manna. Spumingar er varða sjálft fyrirbærið, halastjömuna, afleið- ingar þess ef halastjama skellur á jörð og líkumar á því, svo og spurn- ingar um gildi slíkra vangaveltna. „Halastjömur eru geysilega merkileg fyrirbæri og hafa ætíð vakið athygli," segir Þorsteinn. Ástæðan er fyrst og fremst tilkomu- mikið útlit þeirra. „Þegar þær birt- ust með geysilangan halann vöktu þær ótta hjátrúarfullra manna fyrr á öldum. Þessi ótti var reyndar ekki alveg ástæðulaus, því að telja má fullvíst að halastjömur hafi ein- hvem tíma lent á jörðinni." í nýjasta hefti vikuritsins Newsweek segir að vitað sé um 139 gíga á jörðinni af völdum loftsteina og halastjarna. Þá hefur sú kenning verið sett fram að árekstur við hala- stjömu fyrir 65 milljónum ára hafí útrýmt risaeðlunum. Þessar kenn- ingar telur Þorsteinn allrar athygli verðar þótt mörg atriði séu umdeild. Smæstar og stærstar í senn Halastjömur eru með smæstu meðlimum sólkerfísins að efnis- magni en jafnframt eru þær mestar að umfangi. Kjami halastjömu er úr ís og rykögnum sem sveipast hjúpi úr rokgjömum efnum. Hala- stjama er á sporbaug umhverfis Morgunblaðið/RAX sólu og þegar hún nálgast sólina streyma rokgjömu efnin út og mynda stóran hjúp úr gasi og ryki, svo og halann. Kjaminn er tiltölu- lega lítill, oft um 10 km í þvermál en halinn getur orðið geysilangur, allt að 100 milljónum km. Vegna geislunar frá sólu vísar halinn ævin- lega í átt frá henni en fylgir ekki slóð kjamans, eins og svo margir ætla. Mörgum halastjömum fylgir Þorsteinn Sæmundsson stjömufræð- ingur segir að fólk verði að gera sér grein fyrir að jörðin er ekki eilíf, frek- ar en hinar reikistjörnurnar og sólin. svo þunnur vetnishjúpur sem er stærri en sólin. Um 650 halastjömur hafa sést frá því að sögur hófust, sumar oft- ar en einu sinni og árlega finnast um 5 til viðbótar. Halastjörnur ganga flestar eftir mjög ílöngum brautum um sólina. Umferðartími þeirra um sól getur verið þúsundir eða milljónir ára. Þegar þær eru langt frá sólu sjást þær ekki en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.