Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						12    B
seei aaaMavðv! es HUDAamwjg aiaAjanuoHOM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1992
"Ti
FJARRI
HLÝJU
HJÓNA-
SÆNGUR
HVENÆR er ástin glæpsam-
leg? Hvaða skorður hafa henní
verið settar um aldir? Hvaða
sess skipaði hjónabandið og
hvaða refsingar voru við hór-
dómsbrotum og frillulífi? Bók-
in Fjarrí bJýju hjónasængw
hefur undirtitilinn öðruvísi
íslandssaga. Hún segir frá
samskiptum kynjanna á ís-
landi um aldir, í samfélagi þar
sem kirkja og veraldlegt vald
töldu sér ekkert mannlegt
óviðkomandi. Hér eru átakan-
legar sögur af þeim konum —
og körlum — sem leyfðu sér
að fara út fyrir viðurkennd
mörk ástar og hjónabands.
Flest þjóðfélög hafa einhver
lög, siðaboð og goðsagnir um
samlíf karls og konu. Því
veldur ekki síst að hinir nýju þegn-
ar, börnin sem fæðast, eru ýmist
uppspretta auðs eða örbirgðar, eftir
því hvernig til hagar á hverjum stað
og tíma. Þannig hefur það-verið frá
aldaöðli, einnig frá fyrstu tímum
íslandsbyggðar. Hvort sem hér réðu
ættarhöfðingjar með reidda atgeira,
biskupar með róðukrossa og stólur
eða kansellíráð í Kaupmannahöfn
létu þeir sig allir nokkru varða
hvernig mannfólkið elskaðist og
æxlaðist. Skoðanir á siðferði voru
breytilegar frá einu skeiði til ann-
ars, en aldrei brást að stjórnendur
reyndu að sveigja óstýrilátar frum-
hvatir í ákveðna farvegi, fyrst til
vinnings í blóðugu valdatafli ætt-
anna, síðan til að temja lausbeislaða
miðaldamenn til hlýðni við aga kirkj-
unnar og loks, eftir siðbót lúterstrú-
armanna, til að skapa sterkan
grundvöll fyrir framsækna ríkis-
heild.
Stóridómur settur á
Alþingi 1564
Stóridómur gerði engan greinar-
mun á fátækum og ríkum, en sektir
voru mun hærri en í kristinrétti
Árna biskups. Fyrsta einfalt hjú-
skaparbrot kostaði ríflega tvö kýr-
verð og'fyrsta tvöfalt brot fjögur
kýrverð, fyrir hvort um sig, enda
lagði Stóridómur jafna sök á herðar
karls og konu. Allar sektir, útlegðir
eða dauðadómur skyldu jafnt yfir
bæði ganga. Eini munurinn var á
hætti aftökunnar, hvort hálshöggvið
skyldi eða drekkt.
Hvað sem segja má um Stóradóm,
þá var hann formlega óaðfinnanleg-
ur. í honum er ekki eitt einasta orð
sem kveikt gæti efa um jafnréttis-
hugmyndir þeirra er sömdu hann og
samþykktu sumarið 1564 Hitt er
svo gráglettið að staða karla og
kvenna í veraldlegum lögum skyldi
fyrst verða hin sama á vettvangi
refsilaga og þá einmitt þeirra sem
varða barneignir. Nöturlegt er einn-
ig   að   nöfn   velflestra   íslenskra
Brot úr bók eftir
Ingu Huld
Hákonardóttur
kvenna á 17. öld skuli að eilífu sokk-
in í gleymskunnar djúp, utan þeirra
sem urðu fórnarlömb harðneskju-
legra tíma og lentu á skrám yfir
brotlega. Einnig má þar finna nöfn
margra vinnumanna og smábænda
sem ella hefðu týnst af spjöldum
sögunnar. Enda tóku hugmyndir
Stóradóms um jafnrétti ekki aðeins
til kynja, heldur einnig stétta. Höfð-
ingjar jafnt sem hjáleigubændur
skyldu lúta sömu lögum, sæta sömu
refsingum.
Samtenging sálnanna
Til að hvetja sem flesta til að
ganga í hjónaband var brýnt fyrir
hjónum að sýna samheldni út á við.
Þau áttu helst ekkr að gagnrýna
hvort annað fyrr en þau væru kom-
in saman upp í rúm á kvöldin og
láta sem minnst á því bera ef þeim
varð sundurorða. Hjónabandið hafði
verið stofnað af Guði sjálfum í Para-
dís, fyrir syndafall mannkynsins, svo
á því gátu ekki verið neinir gallar.
Þeir sem ekki fundu hamingjuna
innan vébanda þess gátu sjálfum sér
um kennt og hlutu að vera breyskir.
Með konungsboði árið 1629 var
heimilað að setja ósamlynd hjón í
gapastokk. Létu þau ekki skipast
mátti dæma þau í hegningarvinnu.
í hinni miklu lögbók Kristjáns V;
(1683) er svo mælt fyrir að óskikk-
anlega eiginmenn megi senda á
Brimarhólm en orðljótar eiginkonur
í Spunahúsið illræmda.
Brýningar af þessum toga höfðu
djúp áhrif á unga menn, Þorsteinn
Pétursson, síðar prófastur á Staðar-
bakka, trúlofaðíst árið 1735 bónda-
dótturinni Guðrúnu Teitsdóttur.
Hann var þá 25 ára gamall en Guð-
rún „einu ári eldri en ég og var
skikkanleg, bæði að umgengni og
áliti," skrifar hann, en dregur enga
dul á að hann gekk í hjónabandið
að áeggjan föður síns og sóknar-
prestsins fremur en af ást til stúlk-
unnar. Angist sinni á brúðkaupsnótt-
inni lýsir haníi af hjartans hrein-
skilni í sjálfsævisögu sinni:
„Þá ég kom í eina sæng hjá konu
minni var mér ekkert síður í huga
en holdsins girndir, því ég tók nú
að hugsa til þess, hvað miklum
vanda og þunga ég hafði alla reiðu
upp á mig hlaðið, sem var of ungur,
óreyndur og ófær til að gjörast nú
undir eins ektamaður, húsbóndi, fað-
ir og kennimaður. Já, samviska mín
veit það, að fyrst um nokkrar næt-
ur, þá kona mín svaf, var oft ég
vakandi og votur af tárum í sæng-
inni hjá henni, biðjandi minn Guð
að koma til með mér og hjálpa mér
í öllum fyrirhafandi efnum ... Svo
var ég fimm ár saman við konu
mína, þar til Guð gaf okkur barn (og
lét mig ei gjalda þess að [ég] hafði
áður fyrr fordjarfað mitt sæði í synd-
ugu athugaleysi). Ó, hvað stór góð-
semd er það að gjöra svo gott af illu."
Fagurt er á fjöllum —
aftökur vegna hjúskaparbrota
Þrátt fyrir ströng lög er fáar dauð-
arefsingar að finna í Alþingisbókum
seinni hluta 16. aldar. Þar kann að
hafa valdið nokkru að Dönum gekk
fremur seint að koma festu á þessi
mál heima fyrir. Ástamálin gengu
því á skakk og skjön eins og þau
höfðu alltaf gert og börnin fæddust
hér og þar án þess að af því hlytist
mikil rekistefna. Annálaritarar geta
þó um Guðbjörgu Sveinsdóttur sem
kom fyrir Lögréttu sumarið 1573:
„Hafði hún fallið þrisvar í hórdóm
fyrir Stóradómi, en síðan hann gekk
féll húh tvisvar I hórdóm, og þar á
ofan hljóp [hún] frá manni sínum,
því var hún þá loks dæmd til lífl-
áts," segir Jón Halldórsson í Hítard-
al og helst er á honum að skilja að
brotthlaup nefndrar Guðbjargar frá
eiginmanninum sé höfuðsökin. En
líklega hefur þetta verið fyrsta af-
taka fyrir hjúskaparbrot eftir Stóra-
dómi.
Sumarið 1602 átti að höggva
mann frá Seyðisfirði vestra, Guð-
mund Helgason, fyrir fjórðu barn-
eign utan hjónabands. Hann var
náðaður gegn 350 ríkisdölum sem
var geysihátt höfuðlausnargjald. Af
skjölum má sjá að það er eiginkona
hans, Arndís Sigfúsdóttir Brun-
mannssonar, sem útvegar penfngana
og gengur í ábyrgð. Hún á sjálf
ýmsar jarðir, Eyri, Fót og Kleifar.
Með þær sem pant semur hún við
tvo auðuga tengdasyni sína um að
greiða féð, en þær hrökkva ekki til
svo arfur dætranna eftir hana renn-
ur að einhverju leyti einnig til að
greiða syndagjöld föðurins.
Einhver eiginkonan hefði kannski
freistast til að láta höggva karlinn
eftir allt kvennafarið. Drenglyndi
hennar og dætranna kom fyrir lítið.
Áður en sektin hafði verið innt af
hendi andaðist Guðmundur „úr hug-
arangri". En höfuðsmaðurinn á
Bessastöðum gaf ekki eftir; „þó
hlaut gjaldið að greiðast," segir í
Hirðstjóraannál. Sama ár, 1602, var
höggvinn maður að nafni Björn Þor-
leifsson. Sakargiftirnar voru sam-
kvæmt Alþingisbókum: Fjögur börn
utan hjónabands, rán, þjófnaður og
útilegur. Hefur engin vinkvenna
hans verið svo fjáð að geta keypt
honum líf og kannski ekki viljað það
heldur. í Skarðsárannál er lýsing á
aftöku hans og ber hún vott um virð-
ingu fyrir hinum dauðadæmda, hug-
prýði hans og óttaleysi.
„Anno 1602. Tekinn af á Alþingi
Björn Þorleifsson fyrir kvennamál
og svall, fékk góða iðran. Biskupinn
herra Oddur áminnti hann sjálfur.
Hann kvaddi menn með handa-
bandi, áður sig niður lagði á högg-
stokkinn, og bauð svo öllum góða
nótt. Var hann með öllu óbundinn.
Jón böðull, er höggva skyldi, var þá
orðinn gamall og slæmur og krass-
aði í höggunum, en Björn lá kyrr á
grúfu, og þá sex höggin voru komin
leit Björn við og mælti: Höggðu
betur, maður! Lá hann svo grafkyrr,
en sá slæmi skálkur krassaði ein 30
högg, áður af fór höfuðið, og var
það hryggilegt að sjá."
Það leið drjúgur tími frá aftöku
Bjðrns Þorleifssonar án þess að
ákvæði Stóradóms um dauðarefs-
ingu fyrir þriðja hjúskaparbrot væri
beitt. Maður sem hafði tekið sér
konu á Englandi auk sinnar heitt-
elskuðu hér á landi var þó höggvinn
1647. Fyrir kom að kvæntir menn
sem eignast höfðu þrjú lausaleiks-
börn flýðu að heiman og spurðist
ekki framar til þeirra. Sumir þeirra
kunna að hafa komist í erlend skip.
Dæmi voru um að giftar konur væru
hýddar vegna þess að þær höfðu
eignast börn fram hjá bónda sínum.
Það er ekki fyrr en um 1670 að
annálar og Alþingisbækur greina
enn á ný frá aftökum vegna hjúskap-
arbrota. Þá er eins og upp komi
bylgja af málum þar sem fólk snýr
baki við kristilegu fjölskyldulífi,
kveður lognmollu sveitanna og
geðstirða ektamaka til að stökkva á
fjöll og gefa ástríðunum lausan
tauminn. En það hefur löngum
reynst erfitt að lifa á fegurð himins-
ins, eða ástinni einni. Útlagar kom-
ust ekki af án þess að stunda sauða-
þjófnað í einhverjum mæli. í augum
byggðamanna var það snöggtum
stærri glæpur en nokkur barneign.
Ekki gátu eftirlýstir útlagar heldur
sinnt kirkjusókn að lögboðnum
hætti, þannig að syndaregistrið var
orðið æði langt þegar þeir komust
undir manna hendur.
Sumarið 1676 var lýst á Alþingi
eftir Margréti Símonardóttur og
Eyvindi Jónssyni sem bæði voru úr
Ölfusinu. Hann er kvæntur en hún
ekkja. Þau hafa eignast barn saman
og eru hlaupin & fjöll. Eyvindur er
„rauðbirkinn, þykkvaxinn, með rautt
skegg þykkt, ekki mjög sítt, rauðleit-
ur nokkuð, þykkleitur, glaður og list-
ugur í viðmóti, kvæðamaður mikill,
hagmæltur til skáldskapar, ekki
mjög hár, undir fertugs aldur. Hún
er há kona, grannvaxin, dökk á hár-
slit, glaðleg í viðmóti, réttvaxin,
undir fimmtugs aldur, að menn
meini ...
Þau Margrét og Eyvindur héldu
fyrst vestur á Snæfellsnes, ef til vill
í einhverja verstöðina undir Jökli,
en hörfuðu síðan í átt til heima-
haga. Eftir tveggja ára útivist fund-
ust þau haustið 1677 „í einum hellir
suður undan Erfiseyjarseli í Kjalar-
nessþingi."
Þau voru færð á Kópavogsþing
og kaghýdd þar. Að því búnu tók
biskupinn í Skálholti þau til altaris.
Síðan var Eyvindur sendur heim til
sinnar Iöglegu eiginkonu sem fyrir-
gaf honum brotthlaupið, en Margrét
mátti fara hvert á land sem hún vildi.
Útileguhjúin hafa ekki verið nein
unglömb þegar þau tóku saman,
Margrét um fimmtugt, tíu árum eldri
en ástmaðurinn, rétt eins og Halla
sú sem tæpum hundrað árum síðar
fór á fjöll með enn frægari Eyvindi.
Eftir hýðinguna hefði mátt ætla að
þau hefðu fengið nóg af volkinu.
En „þessar vandræðapersónur" eins
og þau eru nefnd í skjölum Alþingis
létu sér ekki segjast. Brátt voru þau
strokin að nýju. Fáum mánuðum
seinna komu byggðamenn að þeim
„í einni rekkju og einu hreysi undir
bjargskúta __ nokkrum í Ölvesvatns
landeign." í vatninu hafa þau veitt
sér í soðið. Það eina sem fannst hjá .
þeim í hellinum voru tveir mathnífar
og fímm fiskar.
Enn voru þau handtekin og að
þessu sinni færð austur á Stórólfs-
hvol til sýslumanns Rangæinga. Þar
voru þau í strangri gæslu þangað
til þing kom saman um sumarið
1678. Þangað flutti sýslumaður þau
og hafði þau bæði í járnum. Hann
gleymdi ekki að taka með sér mat-
hnífana og fiskana. Við yfirheyrslu
játuðu Eyvindur og Margrét að hafa
eignast þrjú börn saman og voru
dæmd til dauða með tilvísun til
Stóradóms og fleiri lagagreina. En
fyrst skyldi prestur veita þeim
„kristilegar fortölur til sannrar við-
urkenningar, huggunar og trúar-
styrkingar í herrans Kristí blessaðri
forþénustu."
Oft er tekið fram í frásögnum af
fullnægingu dauðadóma að saka-
mennirnir hafi „fengið góða iðran."
Ekkert slíkt er nefnt um þau Eyvind
og Margréti. Þann 3. júlí 1678 var
hann höggvinn, henni drekkt.
I brúðarsæng
Einhverjum lesanda kynni nú að
þykja komið nóg af nauðungargift-
ingum og aftökum. Máski farinn að
spyrja: „Var þá aldrei gaman að
gifta sig?"
Jú, vonandi hafa margir náð sam-
an sem unnust og víst er að langt
fram yfír siðbót héldust leifar af
miðaldahefðum í tengslum við brúð-
kaup. Þau voru fjölmenn, stóðu í
marga daga og vel var veitt. Brúð-
kaupsveislu á Reykhólum sumarið
1119 er svo lýst:
„Þar var nú glaumur og gleði
mikil og skemmtan góð og margs-
konar leikar, bæði dansleikar, glímur
og sagnaskemmtun. Þar var sjö
nætur fastar og fullar setið að boð-
inu..."
Ennfremur: „Skorti og eigi drykk
góðan."
Þrjú hundruð manns sátu brúð-
kaup Bótólfs Andréssonar og Stein-
unnar Hrafnsdóttur frá Glaumbæ
árið 1342 og mörg fleiri dæmi mætti
tína til. Jónas frá Hrafnagili segir
að á 16. og 17. öld hafi brúðkaup
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8
B 9
B 9
B 10
B 10
B 11
B 11
B 12
B 12
B 13
B 13
B 14
B 14
B 15
B 15
B 16
B 16
B 17
B 17
B 18
B 18
B 19
B 19
B 20
B 20
B 21
B 21
B 22
B 22
B 23
B 23
B 24
B 24
B 25
B 25
B 26
B 26
B 27
B 27
B 28
B 28
B 29
B 29
B 30
B 30
B 31
B 31
B 32
B 32