Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 13
heldra fólks verið haldin með hinni mestu viðhöfn, samkvæmt fornum og fastmótuðum venjum. Skal nú lýsing hans á þeim stuttlega rakin. Veislan fór jafnan fram á kirkju- stað. Þangað kom fólk ríðandi á laugardegi, reisti tjöld, þáði hress- ingu og gekk til aftansöngs. Síðan var veisla fyrir karla haldin í stofu og drukkin mörg minni, en konur borðuðu og dnikku í öðru herbergi, brúðarhúsi. (Á kirkjustaðnum Lauf- ási við EyjaQörð er herbergi með slíku nafni í gamla bænum, sem þar hefur verið friðaður.) Sjálf hjóna- vígslan fór ekki fram fyrr en daginn eftir. Þá bar talsmaður brúðguma fram bónorð í viðurvist allra gest- anna og lýsti kaupmála, en svara- maður brúðar játaði fyrir hennar hönd. Þetta var að sjálfsögðu forms- atriði, því áður var búið að semja um þetta allt. Því næst blessaði prestur hin verðandi hjón og að því loknu var farinn brúðargangur til kirkju. Honum var þannig háttað að konur gengu saman tvær og tvær. Fremst voru ógiftar konur, þær sem minnst máttu sín fremstar, en aftar þær sem tignari voru og nákomnari brúðhjónunum. Brúðurin gekk síðust ógiftra kvenna og leiddu hana tveir brúðarsveinar. Þá komu giftar konur og gengu næst brúðinni þær, er göfugastar voru. Brúðargangurinn var genginn mjög hægt og sálmur sunginn. Að lokinni messu og hjónavígslu hófst veislan þar sem frá var horfið kvöldið áður og í fyrstu með sama sniði, karlar voru sér í stofu, en konur í brúðarhúsi. En þegar leið á máltíðina og búið var að drekka nokkur minni fóru karlar að senda vínbikara í brúðarhúsið og hvetja konurnar til að koma fram. Þær lof- uðu öllu fögru og sendu þeim aftur vín. Gekk þetta nokkra stund og var kallað ádrykkjur. Þegar konumar loks birtust var þannig skipað að kona sat hjá karli og nú hófst veisl- an fyrir alvöru. Hver vínskálin af annarri var tæmd og dmkkin vel- komandaminni, heilagsandaminni og minni Jesú Krists, kóngs og klerka, og fylgdi hveiju þeirra ákveðinn söngur eða viðlag. Fyrir siðaskipti voru drukkin minni Maríu meyjar og Ólafs helga og enn áður, á heiðn- um tíma, kunna að hafa verið tæmd full til að heiðra Æsi og heiðna her- konunga. Enn voru drukknir víta- bollar, sem níðvísur fylgdu og eitruð skeyti. Allt fram á 19. öld virðist hafa eimt eftir af þeim heiðna sið að brúðhjónin háttuðu í eina sæng í vitna viðurvist, þó fremur í glensi en til löggildingar hjúskapnum. Jón- as frá Hrafnagili lýsir því svo: „Var þá brúðinni fyrst fylgt til sængur; gerðu það línkonur, af- klæddu hana og létu hana fara í rúmið, en biðu síðan'brúðguma og vörnuðu honum inngöngu. Fylgdu karlar honum að svefnhússdymm, og varð brúðgumi að bjóða þar í sængina, og varð hann að hækka boðið, þangað til línkonum þótti sæmilega goldið fyrir brúðarsæng- ina. Færði einn af brúðarsveinum eða talsmaður brúðguma brúðinni línféð með löngum formála; síðan fékk brúðgumi inngöngu ..." Loks þegar hjónin voru háttuð var hjónaskál borin í sængurhúsið og talaði prestur yfir henni og bað Guð að blessa brúðarsængina og brúð- hjónin. Hið myrka frumeðli eða kynferðisleg drottnun En víkjum nú frá hjónasænginni til annarra hvílustaða, hvort sem voru flet vinnuhjúa eða hlöður og beitarhús. Oft gleymdust siðaboð í skauti náttúrunnar þannig að fífil- brekkur, graslautir, sjávarstrendur, flatir milli steina, jafnvel skaflar og hellisskútar urðu skamma stund beð- ir ástar eða losta, stundum grimmd- ar. Manntöl og kirkjubækur frá því um 1700 og fram undir síðustu alda- mót gætu ýtt undir þá skoðun að hugmyndir Lúters um mikilvægi hjónabands hefðu átt litlu fylgi að fagna hér norður á hjara veraldar. Þar kemur fram að íslendingar giftu sig lengi vel seinna og sjaldnar en aðrar Evrópuþjóðir. Enda hefur sá orðrómur verið á kreiki allt frá dög- um Eysteins erkibiskups, sem seint á 12. öld sagði íslendinga eðla sig MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1992 eins og búfé, að hvergi í víðri veröld væri lauslæti meira en hér á landi né heldur fæddust nokkurs staðar fleiri börn utan vígðrar sambúðar. Mörgum hefur blöskrað mála- fjöldinn sem af þessu háttalagi spannst. „Mikill hefði verið hórdóm- urinn ef ekki hefði verið blessað brennivínið," er haft eftir Bimi Kar- el Þórólfssyni, ágætum sagnfræð- ingi sem uppi var á fyrri hluta þess- arar aldar. Því er heldur ekki að leyna að frillulífísbrotin voru hlut- fallslega æði mörg, lengi vel um 80% allra siðferðisbrota. Fæstir íslend- ingar hafa þó látið umvandanir á sér hrína og síður en svo skammast sín fyrir kvennafarið, miklu fremur verið hreyknir af því. í snjóbyljum og sandstormum, í kalsavist á opn- um bátum í freyðandi brimi og við grútartýrur í þröngum baðstofum hafa menn sótt yl og þrótt í sögur af ólöglegu ástarfari liðinna alda. Oft hafa þá klakaskorpin og skeggj- uð andlit ljómað af búralegu glotti, eins og sögumenn sæju fyrir sér unaðsstundir í ilmandi heystakknum á heiðskírum sumardögum þar sem karl og kona hlýddu kalli náttúrunn- ar og féllu í faðmlög við seiðandi undirleik lóu og spóa. Hámark dýrð- arinnar hlyti það að vera ef vinnu- konan yrði nú þeirrar sælu aðnjót- andi að húsbóndinn færi um hana heitum höndum, skjálfandi af losta, og sökkti gandi sínum í skaut henn- ar. Oft er eins og menn ímyndi sér bóndabæina gömlu eins og lítil kvennabúr þar sem vinnumenn voru iengstum fjarri við smalamennsku eða sjóróðra og engir eftir í kotinu nema lasburða sveitarómagar líkast- ir geldingum. Bóndinn var eins og soldán í ríki sínu, vinnukonumar fengu í hnén í hvert skipti sem hann leit á þær, snörum eggjandi augum, og kepptust um að verða hvílunautar hans í stað síóléttrar húsfreyjunnar. Ekki til þess takandi þótt einn og einn bóndi yrði að taka út hýðingu fyrir slíkt lystisemdalíf og fræg eru orð sem karl nokkur á að hafa skyrpt út úr sér þegar verið var að flengja hann fyrir eitthvert lauslætisbrot: „Hýðið mig og hýðið, þið hýðið samt aldrei úr mér náttúruna." Eins og getið var um í kaflanum um orsakir Stóradóms voru þungar refsingar helst raktar til embættismanna Danakonungs sem af klókindum höfðu reiknað út hvílík tekjulind bullandi kynorka þessara heilbrigðu sveitamanna gæti orðið sinni eigin úrkynjuðu þjóð. En sannast sagna var æði lítið svigrúm fyrir rómantík í harðri lífsbaráttu landsmanna á síðari öldum. Þegar hefur verið drep ið á hvemig skortur á byggilegum jörðum takmarkaði fjölda þeirra sem gátu gift sig og farið að búa. Ná- tengd jarðnæðisskortinum voru hin gömlu bönn við öreigagiftingum og lausamennsku, en frá þeim verður nánar greint í lokakafla þessarar bókar þar sem víxlverkan landshaga og siðaboða verður til umfjöllunar. Ofan á þessar hömlur barst hingað með siðbót strangur og alvarlegur tíðarandi sem bannlýsti alla léttúð og lagði þunga sektarbyrði, bæði andlega og fjárhagslega, á alla sem villtust út af hinni beinu og lögskip- uðu braut. Stóridómur varð harðsnú- ið tæki til stjórnunar á kynlífí. Barneignir ógiftra Loks skal hér sagt frá vinfengi skaftfellskrar þjónustustúlku við biskupsbróður sem fékk harmsögu- legan endi á Alþingi sumarið 1709. Jón biskup Vídalín, ræðuskömng- urinn mikli, hefur fyrr verið nefndur í þessari bók. Eldri bróðir hans, Þórður Þorkelsson, er talinn fæddur að Görðum á Álftanesi árið 1662. Báðir þóttu framúrskarandi gáfaðir. Þórður stundaði nám við Hafnarhá- skóla um skeið og varð fjölmenntað- ur. Hann lagði sig eftir náttúruvís- indum, eðlis- og efnafræði, einnig læknisfræði, heimspeki, latínu og grísku. Ritgerð eftir hann um eðli skriðjökla var gefín út í Þýskalandi, Passíusálmana þýddi hann á latínu, en að mestu gagni kom máski þekk- ing hans á læknisfræði. Meðal ann- ars skrifaði hann leiðarvísi handa yfírsetukonum. „Bera rit hans það með sér, að hann hefir haft meiri dómgreind en flestir samtíðarmenn," segir Páll Eggert Ólason um hann í Islandssögu sinni. Árin 1686 til 1690 kenndi Þórður við Skálholtsskóla, tvö sfðari árin var hann þar skólameistari, en sagði því embætti lausu og settist að f Austur-Skaftafellssýslu, þar sem biskupinn bróðir hans fékk honum nokkrar jarðir Skálholtsstóls til um- sjár. Ástæðan fyrir því að hann hvarf frá kennslu var sú, að sögn Jóns í Hítardal, að „skólaþjónustan er stundaglögg, Iíður hvorki frátafír, ölbrest né annað þess háttar, meðan hún yfirstendur". En Þórður mun hafa verið laus við kennsluna, bæði vegna þess að mikið var leitað til hans um lækningar, en ef til vill ekki síður vegna vínhneigðar sem bagaði hann um langa ævi. Valt veraldargengi Þórðar og drykkjuskapur kom ekki í veg fyr ir að konur felldu til hans ástarhug. Hann gekk aldrei í hjónaband, en ýmsar konur kenndu honum böm. Tregur var hann að meðganga, ýmist sór fyrir bömin eða hummaði málin fram af sér og sinnti þeim lftt. Lét auðnu ráða og því fór sem fór fyrir Helgu Magnúsdóttur sem nú skal frá sagt. Helga var bóndadóttir frá Þór- ólfsdal í Lóni og skráð þar til heimil- is á manntali 1703, 27 ára gömul. Barn hafði hún eignast með ótil- greindum manni, en ekki er vitað um afdrif þess. Einhvem tíma eftir 1703 mun hún hafa farið sem vinnu- kona eða ráðskona til Þórðar, þessa ölkæra fræðimanns. Það hefði hún aldrei átt að gera. Þórður var fimmtán árum eldri en hún, miklu menntaðri, sigldur og heimsvanur. Auk þess var hann hag- yrðingur og hafa geymst eftir hann tækifærisvísur ýmsar, bæði á ís- lensku og latínu. Það hefur áreiðan- lega ekki verið leiðinlegt að sitja með honum að sumbli, sfst þegar svo vel vildi til að koníakskút hafði rekið úr einhverri af þeim fjölmörgu duggum sem strönduðu á viðsjálum söndum Skaftafellssýslu. Er ekki að undra að skaftfellska vinnukonan léti heillast. En gamanið fór að grána þegar Helga varð þess vís að hún átti von á sér. Hún vissi að Þórður hafði nokkra áður svarið af sér bam sem stúlka að nafni Steinunn hafði kennt honum. Ef til vill hefur hann ekki verið laus við stórbokkahátt þótt greindur væri og talið fyrir neðan virðingu sína að gangast við bömum vinnukvenna. Kannski var hann bara sljór, gleymdi sér yfír athugunum á eðli skriðjökla og mundi ekki hvar eða hvenær hann hafði leitað huggunar í faðmi kvenna. Að minnsta kosti virðist augljóst að Helga treysti ekki á stuðning hans. Hún ákvað að leyna fæðing- unni og bera út bamið, án þess að nokkur fengi um það að vita. Þetta játaði hún á héraðsþingi að Holtum í Hornafirði 31. maí 1709 og var síðan flutt til Alþingis þar sem dæmt var í máli hennar. Þar endurtók hún játningu sína „ljúf og óneydd" að því er segir í gjörðabók Álþingis. Enginn virðist hafa spurt hana hver ætti bamið. Þess þurfti raunar ekki, því það vissu allir. Ástæðan fyrir því að ekki var eins hart gengið eft- ir faðernisjátningu og venja var til gæti hafa verið tillitssemi við hinn siðavanda biskup, Jón Vídalín. Svo röggsamur sem hann var í ýmsum málum lét hann ekki mikið að sér kveða í þetta sinn. Helga Magnús- dóttir var dæmd samkvæmt laga- greininni um óskikkanlegar kvensn- iftir sem létu börn sín misfarast. Hinn 19. júlí var hinni ógæfusömu skaftfellsku sveitastúlku stjakað of- an í Drekkingarhyl í viðurvist all- margra þingmanna. Það var eina aftakan á Öxarárþingi það sumarið. Enginn veit hvað Þórður hafðist að á meðan bamsmóðir hans tók síðustu andköfín í hrollköldu vatn- inu. Trúlega sat hann í hlýjunni heima á bæ sínum í Skaftafellssýslu. Kann að vera að um þetta leyti hafí hann tekið til við að þýða Passíusál- mana á latínu, sem fyrr er getið. Gæti hafa sopið á strandreknu kon- íaki sér til hugarléttis. Hann sór ekki fyrir næsta bam, dóttur, sem hann eignaðist þremur áram síðar með annarri bóndadóttur í Lóni. Og nægan tíma hafði hann til að hugsa um þessa atburði, því honum entist líf nokkra áratugi enn. Hann andað- ist áttræður að aldri árið 1742 og var þá bæði félaus og örvasa. Sagn- ir herma að í banalegunni hafí hann beðið um brennivínstár í Jesú nafni, og það á latínu: „Guttam par domin- um nostram Jesum Christum." í það skiptið mun ósk hans ekki hafa ver- ið uppfyllt, svo hann dó allsgáður og ódrakkinn, andstætt því sem hann hafði lifað. TENDRA ASTARBLOSSANN Dr. Andrew Stanway leiSir áhoríandann gegnum leyndardóma kynlífsins með nákvæmum lýsingum á öllum þeim spennandi leikjum sem tendra ástarblossann. Margslungnir forleikir, örvandi kynlífsleikir og hugmyndaríkar stellingar - á [aessu 60 mínútna myndbandi sem er meS íslensku tali. Ummæli Jónu Ingibjargar kynfræðings: „Vandað og fjölbreytt kennsluefni sem hiklaust á að bjóða á íslenskan markað". PÓSTKRÖFUSÍMt:600943 KRINGLAN SÍMI:Ó00930 - STÓRVERSLUN UUGAVEGI26 S IAUGAVEGI96 SÍMI: 600934 - EIÐISTORG SÍMI: 612

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.