Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 38
3$ MORGUNBLAÐIÐ PAGLEGT LÍF FIM.MTUJUAGUR 10. DESEMBER 1992 \l.; í i /, Gómsætir eftirréttir á jólum “ NÚ FARA margir að setja saman hina girnilegustu mat- seðla. Víða eru fastar hefðir fyrir jólamatseðli og menn SfS eru oftast með á hreinu hvaða kjötmeti er á borðum á tttt aðfangadagskvöld. Öðru máli gegnir um eftirrétti þó SS(Í sumir hafi komið sér upp sérstökum hátíðareftirréttum, sem einungis eru á tyllidögum. Hér fylgja tvær auðveld- ™ ar uppskriftir af eftirréttum, sem sóma sér prýðilega á H" hvaða hátíðarborði sem er. Herramanns- ábætir ___________5 egg.___________ bolli sykur. 5 matarlímsblöó. dl. sherrí. Hálfdós niðursoðin jarðarber. lítri rjómi, þeyttur. 150 g. makkarónukökur. Makkarónukökur muldar í skál og hluta sherrísins hellt yfir. Jarðar- ber hrærð í mauk og smurð yfir makkarónukökumar. Matarlím leyst upp i dálitlum jarðarbeijasafa og þegar blöðin linast eru þau brædd yfir gufu og afgangi sherrís- ins hellt í. Kælt. Eftir að egg og sykur hafa verið hrærð vel saman í hrærivél er matarlímsblandan sett varlega í egg- og sykurhræruna og þetta pískað gætilega saman. Þeytt- um ijómanum er loks hrært saman við í smáum skömmtum. Ávaxtasæla fyrir fjóra 8 döðlur dl dökkt romm eða koníqk ____________1 epli__________ 1 banani 4 mandarínur 1 kíví 1 ferskja 6-8 jarðarber dl trópí eða annar óvaxtasafi 3 msk. saxaðar möndlur 1 peli rjómi 1 msk. sykur 1 msk. kanill 2 tsk. lime- eða sítrónusafi Saxið döðlur og leggið í romm eða koníak. Sé ekki notað áfengi er gott að mýkja þær i ávaxtasafa. Epli, kíví, jarðarber, ferskja og/eða aðrir ávextir sem þið kjósið að nota eru afhýddir, skomir í smá- bita og settir í skál. Ávaxta- og Herramannsábætir Ávaxtasæla sítrónusafa hellt yfír. Mandarínu- lauf aðskilin og sett saman við. Saxaðar möndlur ristaðar á þurri pönnu og bætt út í. Rjómi þeyttur. Kanil og sykri blandað saman og hrært saman við. Þá ættu döðlumar að hafa fengið nóga vökvun, en séu þær þurrar þegar þær era keyptar, er gott að láta þær liggja lengur í baði. Döðlum blandað saman við hina ávextina og loks banana, sem skorinn hefur verið í bita. Hrært varlega. Sett í skálar og kanilijóma sprautað út á. Þessi eftirréttur er ferskur, bragðgóður og þægilegur í maga eftir þunga máltíð. Fallegt er að bera hann fram í súkkulaðiskálum sem má kaupa tilbúnar. BT/JI ■ VERÐKÖNNUN VIKUNNAR Hvað kostar jól • á Normansþinur 1 Rauðgreni ali Stafafura 0- 101- Höfuðborgarsvæðið 100cm 125cm Blómaval 1.085 1.605 Söluskáli landgræðslusj. 1.500 2.100 Alaska 1.050 1.600 Björgunarhundasv. ísl./ Hjálparsv. sk., Garðabæ 1.640 1.990 Björg.sv. Stefnir, Kópav. 1.900 Hjálparsv. skáta, Hafnarf. 1.640 1.990 Knattspymud. Víkings 800 1.600 Skátafélagið Vogabúar 1.420 Gróðrastöðin Garðshorn 1.590 Knattspymudeild Fylkis 1.490 Á landsbyggðinni Kaupf. Fáskrúðsfirðinga 2.300 Slysav.deild. karla, ísaf. 1.640 1.990 Skógræktarf. Eyfirð., Ak. 1.300 2.000 Skógrækt ríkisins, Selfossi 2.120 126- 151- 176- 150cm 175cm 200cm 2.175 2.720 3.475 2.700 3.400 4.300 2.160 2.700 3.640 2.640 3.300 4.250 2.600 3.200 4.100 2.640 3.300 4.250 2.150 2.700 3.450 1.940 2.640 3.300 2.200 2.690 3.440 2.150 2.690 3.450 2.980 3.680 4.660 2.640 3.300 4.250 2.650 3.250 4.350 2.820 3.910 4.850 o- 101- 100cm 125cm 625 1.015 620 1.020 600 1.000 700 1.050 445 725 126- 151- 176- 150cm 175cm 200cm 1.435 1.905 2.525 1.430 1.900 2.530 1.410 1.865 2.490 10 1.950 2.600 1.020 1.336 1.880 0- 101- 126- 151- 176- 100cm 125cm 150cm 175cm 200cm 875 1.425 1.950 2.650 3.540 870 1.420 1.990 2.660 3.550 870 1.400 1.980 2.640 3.300 1.500 2.050 2.750 3.650 * J$ 620 990 1.440 1.890 2.550 £1 U** £ 720 1.140 L590 2.080 2.790 800 1.200 685 1.120 1.600 2.150 2.800 1.570 2.090 2.790 2.240 2.950 3.950 1.100 1.550 2.200 2.950 4.000 960 1.560 2.190 2.920 3.900 Nánast áttundi hver íslendingur kaupir lifandi jólatré UNDANFARIÐ hal'a selst 32-35 þus. jólatré á án. Danskur normansþinur er vinsælastur, en hlutur íslenskra tijáa; rauð- grenis og stafafuru röskur fjórðungur. Samkvæmt þessu kaup- ir um 8. hver íslendingur lifandi jólatré. Ótalinn er fjöldi þeirra sem notar gervyólatré ár eftir ár. Sala jólatijáa er víða hafín í verslunum og hjá ýmsum félaga- samtökum. Þeir sem Neytenda- opnan hafði samband við bar saman um að „sölusprengjan" hæfist þó ekki fyrr en eftir 15. des. Mest seldist í stærðunum 126-175 cm og normansþinur væri vinsælastur á Stór-Reykja- víkursvæðinu. Jón H. Bjömsson í Alaska kveðst merkja örlitla breytingu, íslenska rauðgrenið vinni á, lík- lega vegna áróðurs um að kaupa íslenskt. Hann segir ekki vera gengið of nærri íslensku skóg- lendi með jólatréssölu, því grisj- un þurfí að eiga sér stað og ágóði af sölu eins jólatrés fari í ræktun nokkurra tijáa. Kristinn Skæringsson hjá Landgræðslusjóði segir að ís- lensku jólatrén sem dreift sé komi einkum úr Skorradal, Þjórsárdal, Haukadal, Kjós og af Þingvallasvæðinu. Skógrækt ríkisins í Hallorms- stað dreifir normansþini frá Landgræðslusjóði og rauðgreni úr Hallormsstaðaskógi til um- boðsaðila um allt Austurland. Austfírðingar virðast hrifnari af rauðgreni. í fyrra seldust rúm- lega 700 rauðgrenitré og tæp- lega 200 normansþinir. Jólatréssala er fjáröflunarleið ýmissa félagasamtaka. Dæmið hefur þó ekki gengið upp hjá öllum. Finnur Björgvinsson form. Handknattleiksdeildar KR segir að félagið ætli ekki að selja jólatré nú, salan í fyrra hafi ekki gengið sem skyldi og of margir væru komnir í spilið. Hjá Hjálp- arsveit skáta í Hafnarfirði er hins vegar jólatréssala mesta tekjulindin og ýmsir aðilar í bænum hafa góðfúslega sam- þykkt að sveitin sitji ein að söl- unni. Skátafélagið Vogabúar í Grafarvogi ætla að freista gæf- unnar annað árið í röð, þótt þeir hafi staðið á núlli eftir söluna í fyrra og sama segja forsvars- menn Knattspyrnudeildar Fylkis. Neytendaopnan kannaði verð á jólatijám og er niðurstaðan á meðfylgjandi töflu. Ekki er um tæmandi úttekt að ræða, því sums staðar var ékki búið að verðleggja trén og vafalítið fleiri en hér er getið sem hyggja á jólatréssölu. Gæði verða kaup- endur að meta, því trén eru all- staðar verðlögð eftir stærð. Al- menna reglan virðist vera að trén eru mæld upp í topp en sé hann mjög langur eru trén flokkuð með minni stærðum. Hjálpar- sveit skáta í Hafnarfirði sem jafnframt selur normansþin til Björgunarhundasveitarinnar og Slysadeildar karla á ísafirði vill taka fram að trén eru mæld að efstu greinaskiptingu. ■ VÞJ Jólatré í pottum lifa stundum fram á vor ÞEIR sem eiga sumarbústaðalóðir eða stóran garð vilja gjarnan geta plantað jólatrénu sínu út að vori. Og það er vel hugsanlegt að það takist en líka við- búið að tréð standist ekki hitasveiflurnar og lendi á haugunum eins og þau sem höggvin eru niður. Það er hægt að kaupa tré í potti en úrvalið er ekki nærri eins mikið og af þeim sem höggvin eru niður. Ef fólk vill nota tré úr garðinum sín- um þarf að huga að því að vori. „Tréð er þá sett í pott og því stærra sem það er þeim mun stærri pott þarf. Þegar plantan er komin í pott þarf að gæta að hún þorni ekki og leyfa henni að vetra sig í ró og næði en hafa hana þar sem auðvelt er að nálg- ast hana í frosti og snjó,“ segir Garð- ar Árnason garðyrkjuráðunautur hjá Búnaðarfélaginu. Tréð er tekið inn á Þorláksmessu og er ákjósanlegast að það sé sem styst inni. Þegar setja á plöntuna út aftur í byijun janúar er mjög hæpið að setja tréð beint út í frostið og ef viðkomandi hefur yfir að ráða frost- Effólkvill nota tré úr garöinum sín- um þarf aö huga að því aö vori. lausum gróðurskála gæti það haft það af þangað til því yrði plantað út að vori. Vökva þarf af og til. Hafi fólk frostlaust húsnæði s.s. bílskúr geng- ur það líka svo fremi plantan fái birtu. Það geng- ur ekki að hafa tréð áfram við stofuhita því hann er of mikill miðað við birtu. Að sögn Kristins Skæringssonar hjá Land- græðslusjóði eru tré í pottum dýrari og yfirleitt frá sjötíu sentimetrar og upp í að vera einn og hálfur metri. Semsagt þetta getur lukkast en líka auðveldlega mistekist. ■ grg Jólahlaðborð að austurlenskum hætti ASÍSKU veitingastaðirnir hafa jólahlaðborð eða tilboð í desem- ber. Ekki er lagt mat á gæði, né heldur er um verðkönnun að ræða. ASÍA: í hádeginu er 7 rétta hlað- borð, breytilegt frá degi til dags t.d. nautakjöt í karrí, sembafískur og djúpsteiktar rækjur. Á kvöldin era 18 réttir, m.a tælenskur karríréttur með nautakjöti, súrsætt lambakjöt, núðluréttir, grísakjöt í sambalsósu og pekingönd. Boðið er uppá áfengan og óáfengan fordrykk og hóp- um veittur afsláttur.I há- degi: 790 kr. Á kvöldin: 1.490 kr. SJANGHÆ: Þar era jólat- ilboð s.s súpa og 3 réttir, t.d. kjúkling með hnetum og lambakjöt í karrí, og súpu og 5 rétti, m.a. nauta- kjöt með lauk og físk í Yu-Shiang-sósu. 4 réttir: 990 kr. 6 réttir 1.590 kr. KÍNAHÚSIÐ: í jólatilboði Kínahúss- ins er súpa og 3 réttir, alla virka daga, og alltaf jólatilboð sem er súpa og 5 réttir og eftirréttir. Nefna má svínakjöt í súrsætri sósu, kjúkling í karrí og nautakjöt með bambus og sveppum. Súpa og fiskréttur: 495 kr. 4 réttir: 595 kr. 6 réttir: 1.225
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.