Morgunblaðið - 31.01.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.01.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1993 19 SIGTRYGGUR JÓNSSON SÁLFRÆÐINGUR ■■■■■ VINALÍNAN MÆTIR ÞÖRF Sigtryggfur Jónsson sálfræðingur hefur veitt sjálf- boðaliðum Vinalínunnar handleiðslu allt frá upp- hafi. Hann heldur námskeið fyrir alla sjálfboðaliða og vikulega fundi þar sem rætt er um það sem kemur upp á í símaþjónustunni. - Hvers vegna hringir fólk í Vinalínuna? „Ég held að flestir séu einfaldlega einmana, svo er inn á milli fólk sem líður illa og veit ekki hvað það getur gert, en byijar á þessu.“ - Telur þú að fólk hringi af sömu hvötum í Vinalín- una og í símatíma útvarpsstöðva? „Nei, ég held að þeim sem hringja í Vinalínuna líði verr. Þegar fólki líður illa er það ekki tilbúið til að út- varpa því, nema í undantekningartilvikum. “ - Er símaþjónusta á borð við Vinalínuna úrræði fyrir þá sem finna sig einmana eða líður illa? „Já, það tel ég. Það tekur tíma fyrir svona þjónustu að festa sig í sessi, en þessi valmöguleiki er kominn til að vera. Þetta verður þó aldrei nema fyrsta skref, þeg- ar fólk á í verulegum vanda. Vinalínan getur hjálpað fólki að leita faglegrar aðstoðar. Ég óttast að peningas- kortur standi Vinalínunni helst fyrir þrifum, þetta er sjálfboðastarf og rekið af sjálfboðal- iðasamtökum. Það er mikilvægt að sjálfboðaliðarnir gefist ekki upp við byrj unarörðugleikana. “ -Er algengt að sama fólkið hringi, eða eru sífellt nýir á línunni? „Á tímabili hringdi sama fólkið oft. Annars held ég að þetta gangi í bylgj- um, líkt og gerist í annarri félagslegri þjónustu og þeir þekkja sem vinna við hana.“ Jónsson sái- ~ Hvað se&ir Það okkur um íslenskt fræðingur. þjóðfélag að hér skuli vera þörf á þjón- ustu af þessu tagi? „Ég held ekki að það segi neitt um íslenskt þjóðfélag eitt og sér, heldur miklu fremur um þá þróun sem al- menn er á Vesturlöndum. Hér er firring, fólk fjarlæg- ist. Persónuleg einangrun vex og hraðinn er orðinn svo mikill að við höfum ekki tíma hvert fyrir annað." - Hvers vegna gefur fólk sér tíma til að svara símum Vinalínunnar? „Mér finnst áberandi í fari þess mjög sterk löngun til þess að hjálpa öðrum.“ ■■■■ HALLGRÍMUR THORSTEINSSON ÚTVARPSMAÐUR EINMANA FÓLK AÐSTANDENDUR Vinalínunnar telja sig merkja tengsl milli tíðni símhringinga til sín og útsendinga símasamtalsþáttarins Kvöldsagna á útvarpsstöðinni Bylgjunni. Hallgrimur Thorsteinsson er einn umsjón- armanna Kvöldsagna. Hann lýsir þættinum þannig að hann sé „á persónulegu nótunum — um málefni einstaklingsins". - Hvaða fólk er það sem hringir í Kvöldsögur? „Oft er þetta einmana fólk, en ekkert ein ákveðin tegund af fólki. Ég held að það séu margir einmana og hver sem býður þjónustu af þessu tagi heyri í þessu fólki. Hvort sem það er opin símalína hjá Rauða krossin- um eða á útvarpsstöð. Eg býst við að það sé rétt sem fræðimenn halda fram, að firringin sé að aukast með eflingu borgarsamfélagsins, einmanaleikinn vaxi.“ - Hefur þú velt fyrir þér hvaða hlutverki Kvöldsögur gegna? „Já, auðvitað hef ég gert það. Það hefur komið fyrir að menn hafi hringt í öngum sínum. Ég man eftir einum sem hringdi og var kominn alveg á ystu nöf. Hann talaði mikið um sjálfs- morð og þetta var síðasta haldreipið í tilverunni — að hringja og hrópa á hjálp. Ég talaði við hann í beinni út- sendingu í einar 15 mínútur og benti á ýmis úrræði. Við erum með lista frá Rauða krossinum yfir stuðningsaðila og vísum illa stöddu fólki eitthvað áfram. Það er ekki skilið eitt eftir með vandann." - Er mikið um að fólk sem á í sálar- kreppu hringi? „Já, sjálfsagt. Það hringir bæði fólk sem á í tímabundnum sálarflækjum og meira veikt fólk, sem við að sjálfsögðu hleypum ekki í útsendingu. Við síum það úr.“ - Er meira hringt úr borginni en þéttbýlinu? „Mér virðist fólk hringja af öllu hlustunarsvæði stöðv- arinnar, borgin sker sig ekkert úr með meiri hringingar." Hallgrímur Thorsteinsson útvarpsmaður. MIÐALDRA KARL FARVEGUR FÓLKS Forvitnin rak hann á kynningarfund um Vinalínuna. Hann langaði að vita um hvað svona starfsemi sner- ist, hverjir notuðu þjónustu af þessu tagi og hvemig tekið væri á móti þeim sem hringdu. Að loknu undir- búningsnámskeiði ákvað hann að verja einu ári sem sjálfboðaliði í Vinalínunni, nú er árið á enda. - Fékkstu forvitni þinni svalað? „Já, ég held ég verði að segja það. Þetta byijaði með ítarlegu námskeiði sem var allmikils virði fyrir alla sem það sóttu." - Hvert álítur þú vera hlutverk svona þjónustu? „Ég tel að þetta sé farvegur sem virkilega einmana fólk getur leitað í; fólk sem er eitt vegna sjúkdóma, atvinnulegrar eða félagslegrar einangrunar, hefur misst ástvini eða annað. Mér finnst þurfa að kynna þetta bet- ur og held að fjöldi fólks viti ekki að þessi farvegur er til.“ - Fannst þér fólk feimið við að hringja? „Já, það var áberandi. Fólk er beinlínis hrætt, veit ekki á hveiju það á von og finnst það jafnvel vera að Ijóstra einhveiju upp um sjálft sig. Samt ríkir algjör nafnleynd, við spyijum í mesta lagi um aldur, samtalið er fullkomið trúnaðarmál. Fólk guggnar jafnvel um leið og búið er að heilsast. Ef fólk hefur kjark til að halda sambandinu áfram getur náðst ágætis samtal.“ - Leitar fólk eftir því að fá að tala aftur við sömu sjálfboðaliðana? „Já, það er þó nokkuð mikið um það. Maður getur sagt að það sé svolítið innanhússböl hjá Vinalínunni að sami einstaklingur er ekki á vakt nema þriðju hveija viku. Fyrir þá sem hringja er varla hægt að halda stöð- ugu sambandi við símavin á Vinalínunni. Það er ef til vill ekki heldur æskilegt.“ - Myndaðir þú þér skoðun á því hverjir það eru sem hringja? „Dálítið stórt hlutfall þeirra sem hringdu voru andlega veiklaðir einstaklingar. Ég átti von á fleira andlega heilu fólki sem átti í tímabundnum félagslegum vandræðum. Þetta kom mér mest á óvart." - Telur þú vera gagn að Vinalínurini? „Ég tel að margir hafí fengið mjög góðar viðtökur og vel hafi verið greitt úr fýrir mörgum. Málið er að leiða þann sem maður talar við að þeirri lausn sem hann vill sjálfur finna. Staðreyndin er sú að þeir sem hafa sæmilega andlega heilsu hafa í stórum dráttum hug- myndir um hvemig þeir geta leyst sín mál. Þá vantar bara svolítinn stuðning." ■■UNG VILDIHJÁLPA ÖÐRUM Hún var fórnarlamb sifjaspella og leitaði fyrir nokkr- um árum til Stígamóta eftir hjálp. Hana langaði að hjálpa öðrum, eins og henni sjálfri hafði verið hjálp- að, og gerðist sjálfboðaliði í símaþjónustu Vinalín- unnar. - Hefur starfið mætt væntingum þínum? „Að sumu leyti, það koma sjaldan upp stór vanda- máí. Þegar þau koma vísum við fólkinu til þeirra aðila sem eru sérhæfðir til að fást við vandamál af því tagi. Símaþjónustan felst mest í því að spjalla við fólk. Það hringir til að spjalla við einhvem og til að létta á hjarta sínu. Fólki finnst jafnvel auðveldara að tala um viðkvæm mál við einhvem sem það þekkir ekki, en við nákominn ættingja eða kunningja." - Ætlar þú að halda áfram sem sjálfboðaliði? „Mig langar til þess. Ef ég hætti þá verður það ekki vegna þess að mér líki ekki starfið, heldur vegna anna á öðrum sviðum." - Hvernig farið þið að þegar vaktir ykkar rekast á við sumarfrí og annað? „Við skiptumst á vöktum á sumrin og eins þegar próf eru í skólum. Það era talsvert margir háskólanemar í hópi sjálfboðaliðanna." - Hafa samtöl á Vinalínunni haldið fyrir þér vöku? „Nei, enda hef ég aldrei lent í mjög erfíðum málum. Við lærðum hjá Sigtryggi sálfræðingi að taka málin sem koma ekki inn á okkur. Það merkir samt ekki að við sitjum við símann eins og vélmenni. Oft koma upp gleði- leg mál, engir erfiðleikar, heldur vill fólk bara tala við einhvern á léttum nótum.“ - Á þetta fólk ekki kunningja eða vini? „Ég hef spurt að því og það virðist vera svo, en oft eru kunningjamir ekki heima, eða það vill bara tala við okkur!“ - Verður þú vör við að þeir sem hringja í ykkur hringi einnig í símaþætti útvarpsstöðva? „Nei, ég held að það sé ekki sama fólkið, en það má vel vera. Mér finnst skrýtið að geta talað um vandamál sín í beinni útvarpssendingu." KYRR FORM Myndlist Bragi Ásgeirsson í sýningahomi Sævars Karls kynnir þessar vikumar Hólmfríð- ur Sigurðardóttir nokkur rýmis- verk sem hún gerði á síðasta ári. Hólmfríður lauk námi úr MHÍ árið 1988 og hefur stundað nám við listakademíuna í Flórenz frá 1989 hjá prófessor D. Fumasi. Hún hefur áður tekið þátt í tveim samsýningum, hinni fyrri í Hafn- argalleríi 1988, en hin seinni bar nafnið Rex og fór fram í Flórens, en hvers eðlis hún var veit ég ekki. Þetta er þannig framraun Hólmfríðar hvað einkasýningu snertir, að hún velur að fylgja henni úr hlaði með stuttri umsögn og hugleiðingu. Umsögnin hljóðar þannig: „Hvað segja orð? Hvað segja verk? Getur eitt form talað um annað? Tilfinning og hönd búa verkin undir eftirlit hugar. List er leit, leit að sjálfum sér, dýpra sjálfi, innri kyrrð: persónuleg birt- ing, kyrr form.“ Ekki veit ég hvort þessi almennu sannindi séu samsetning myndlistarkonunnar eða hugleiðing kennarans, en þau ættu að vera ýmsum er skoða sýninguna nokkur leiðsögn um stefnumörk og markmið gerand- ans. Hugleiðing ber með sér að myndverkin séu gerð í samhljómi heimspékilegra þanka um sköpunarverkið og getnaðinn. „Hið einfalda, þijú frumform. Tvennt, sem getur af sér hið þriðja. Eitt í öðru, annað í því. Ég, þú líkamir. Heimur forma, sköpun, sól. Kross, lárétt, lóðrétt. Kona, Karl, í hvort öðru. Hringur í hring, Barn.“ Sýningin er þannig hugmynda- fræðilegs eðlis og hin formrænu tákn sem Hólmfríður gengur útfrá era alkunn, bæði úr fortíð- inni og nútímalist. Þessi sýning virkar einnig ein- hvem veginn svo fullorðin og þroskuð, því að maður hefur séð svo margar hliðstæður í þessum vekram, enda eru formræn átök við sjálfan efniviðin vart merkjan- leg. Slík list er þannig meir í ætt við hönnun en skapandi tilfinning- ar ásamt staðfestingu á því sem aðrir hafa gert, — eins konar endurómur á alþjóðlegum staðli listarinnar, þar sem uppruninn hefur minnna vægi og sjálfið er þurrkað út, en heimspekilegar þankar látnir lyfta undir verkin. Þannig séð virkar þetta allt eitthvað svo tilbúið og ópersónu- legt, og ég er mun meira fyrir það, er hönnun verður að riskmik- illi skapandi list, en er list verður að almennri hönnun. George Bemhard Shaw sagði eitt sinn: „Æskan er dásamleg, synd að splæsa henni á unga fólk- ið!“ En er það ekki einnig synd, er að áram ungt fólk gengur í akkorð við fijómagn æskunnar og hallar sér alfarið að því sem hinir eldri og þroskaðri hafa þeg- ar gert? Fólk kemur þá fullskapað á sýningarvettvang úr hinum ýmsu listaskólum, sem marxistar skóla- kerfisins hamast við að útjafna og staðla. En þetta er lítil sýning og segir vonandi ekki allt um myndlistarkonuna Hólmfríði Sig- urðardóttur, jafnframt er neisti sköpunar finnanlegur í verkinu „Samstæður l-6“, sem eru sex Íítil verk í lóðréttri röð. Svo að farsælast er að fortaka ekkert. Úr islenzkri náttúru í Galleríi 15 við Skólavörðustíg sýnir Hollendingurinn Willem Labej 24 litlar málaðar myndir. Labeij er fæddur í Rotterdam 1943 og nam við listaskóla þar á árunum 1968-9, en var svo við nám í iðnaðarhönnun í Eindhoven á árunum 1970-1972, en söðlaði svo aftur yfir í nám í frjálsri myndlist og nam við Jan van Eyck akademíuna 1972-1975. Hann hefur haldið sýningar í Hollandi og erlendis, og að auki í Stykkishólmi og Siglufirði, og er myndverk eftir hann í eign Siglufjarðarkaupstaðar. Á íslandi hefur Labeij dvalið sl. þijú ár, og hefur unnið mikið að list sinni og þannig era myndimar á sýning- unni einungis hluti þess sem hann hefur afkastað á tímabilinu. Listamaðurinn Ieggur útaf hughrifum frá náttúrunni í mynd- um sínum, og er það í raun auð- séð. Hér koma fram ýmis veðra- brigði og bein áhrif frá formunum landsins án þess að um kortagerð sé að ræða. Hér er um lit- og formrænan leik að ræða í beinum tengslum við hið sýnilega, eða undir áhrif- um þess sem situr í minningunni og brýst fram er gerandinn mund- ar verkfærin. Þetta ferli er auðþekkjanlegt af vinnubrögðunum t.d. getur litaspilið verið opið og bjart eins og t.d. í myndunum 15 og 16, dökkt og mettað eins og eftir rign- ingu í myndunum 19 og 20, eða létt og leikandi eins og í mynd nr. 2. Myndimar eru þannig augljós- lega gerðar undir hughrifum sem náttúran og umhverfíð kallar fram, og þannig vinna yfirleitt flestir jarðtengdir listamenn jafn- vel einnig þeir sem mála hvað óhlutlægast. Utanaðkomandi áhrif geta nefnilega komið greini- lega fram í hreinni strangflatalist og er hér Piet Mondrian skýrasta dæmið. Það er auðséð á myndum Labejs að hér fer skólaður lista- maður er býr yfír dijúgri reynslu í meðhöndlun litbrigða og hefur að auki ríka tilfinningu fyrir form- rænum leik. Myndirnar bera ljóð- rænum kenndum vitni og eru lík- astar smáljóðum er finna dýpt sína og samhljóm í skynrænum, ósjálfráðum viðbrögðum gerand- ans. Willem Labej er á eins konar siglingu á rúmsjó endalauss flæð- is lita og forma, og er þannig á sinn hátt svo sem segir í kynn- ingu e.t.v. ekki svo lítið skyldur Hollendingnum fljúgandi. Kvikmyndasýning í Norræna húsinu DANSKA kvikmyndm „Johannes’ hemmelighed,, verður sýnd í dag, sunnudaginn 31. janúar í Norræna húsinu. Myndin segir frá Jóhannesi sem er 9 ára gamall. Foreldrar hans eru nýskilin og um tíma lifir hann og hrærist í eigin ævintýraheimi. En hann á líka vinkonu sem heitir Jesú og er alltaf í gúmmístígvélum og með bakpoka. Þau tvö bralla ýmis- legt saman og lenda í mörgum skemmtilegum ævintýrum. Þetta er kvikmynd ætluð börnum á öllum aldri og er hún tæplega ein klst. að lengd með dönsku tali. All- ir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.