Morgunblaðið - 04.02.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.02.1993, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1993 32 Guðjón Magnússon frá Kjörvogi — Minning Fæddur 28. júní 1908 Dáinn 25. janúar 1993 Sú fregn barst í heimahaga Guð- jóns þriðjudagsmorguninn 26. jan- úar sl. að hann hefði látist daginn áður. Fregnin kom engum á óvart, því að Guðjón var orðinn aldraður maður, og heilsan orðin tæp. Það eru þó þessi vistaskipti, sem ævin- lega snerta þá sem til þekkja og hugurinn reikar til baka. Og það er einmitt við þessi tíma- mót, sem mig langar að festa nokk- ur fátækleg orð á blað, og minnast Guðjóns frá Kjörvogi. Við Guðjón vorum ekki jafnaldr- ar. Þannig að þegar ég man Guðjón fyrst var hann orðinn fullorðinn maður, en síðar áttum við eftir að vera samstarfsmenn um langt ára- bil. Það er ástæðan fyrir því, að ég geri tilraun til að minnast hans nokkrum orðum. Um Norðurfjörð, þar sem ég ólst upp, mátti segja, að lægi þjóðbraut sveitarinnar. Það var aðalkaupstað- arleið fólksins í sveitinni. Þegar bömin í Norðurfirði fylgdust með mannaferðum, voru menn nokkuð metnir eftir því hversu vel ríðandi þeir voru. Á þessum árum átti Guð- jón skjóttan hest, mjög lipurt reið- hross. Guðjón reið ævinlega greitt, og þess vegna fyldumst við vel með ferðum hans. Þetta eru fyrstu minn- ingar mínar um Guðjón. Hann sagði samt síðar, að hann hefði ekki sakn- að hestanna sem farartækja. Þegar bifreiðar komu til sögunnar hefði orðið sú bylting í ferðamáta fólks, sem ekki stæðist neinn samjöfnuð- ur. Guðjón var fæddur á Kjörvogi 28. júní 1908, sonur hjónanna Guð- rúnar Jónsdóttur frá Stóru-Ávík og Magnúsar Guðmundssonar frá Finnbogastöðum. Foreldrar Guð- jóns bjuggu nær allan sinn búskap á Kjörvogi. Guðjón var einn fímm systkina. Tvær systur hans, Guðrún og Guðfínna, féllu frá í blóma lífs- ins, og einn bróðir, Magnús, drukknaði fulltíða maður. Eftir lifír nú yngsti bróðirinn, Guðmundur. Það lætur að líkum, að það, að þijú systkini falla frá á þennan hátt, hefír skilið eftir sorg á Kjörvogs- heimilinu. Guðjón ólst upp í foreldarhúsum við sömu aðstæður og títt var um böm og unglinga á þeim árum. Ungur að árum fór hann til iðnnáms á Akureyri, og lauk þaðan prófí í húsasmíði árið 1930. Það má segja, að með því hafí Guðjón valið sér ævistarf, þó hann legði gjörva hönd á margt fleira um dagana. Árin eftir að Guðjón kom heim frá námi voru að ýmsu leyti uppgangstímar í Árneshreppi. Næstu áratugina var hann yfírsmiður við fjöldamargar byggingar, sem byggðar voru hér í byggðarlaginu, auk þess að taka að sér byggingu nokkurra húsa utan sveitar. Sem yfírsmiður var Guðjón góður verkstjóri, laginn að segja mönnum fyrir verkum og hann gekk sjálfur rösklega til vinnu, og hafði lag til að láta menn fylgja sér. Jafnframt mikilli vinnu utan heimilis stundaði Guðjón búskap á Kjörvogi í féhigi við Guðmund bróð- ur sinn, senf sá þó að mestu um búreksturinn. Þegar dró úr þeirri smíðavinnu sem til féll í byggðar- laginu tók hann að sér verkstjóm í vegagerð byggðarlagsins, og var það frá árinu 1959 til ársins 1971, er hann fluttist burt úr byggðarlag- inu. Auk þessa, sem hér hefír verið talið var Guðjón kvaddur til fjöl- þættra félagsmálastarfa fyrir byggðarlagið. Meðal annars var hann um árabil í sóknamefnd og einnig kirkjuorganisti nokkur ár. Árið 1946 var Guðjón fyrst kos- inn í hreppsnefnd Ámeshrepps, og var það nær óslitið til ársins 1971. Frá þeim vettvangi er hann okkur yngri mönnum e.t.v. minnisstæð- astur. Árið 1956 tók Guðjón við starfí oddvita Ámeshrepps og var það til ársins 1971. Á þessum vett- vangi lágu leiðir okkar Guðjóns saman. Þegar hann tók við þessu starfí var Ámeshreppur töluvert fjölmennt byggðarlag, og nokkuð umfangsmikið, að takast þetta á hendur sem aukastarf. Ég vissi, að hann var kvíðinn yfír, að hann væri ekki fær um að rækja starfið af hendi sem vert væri. Hann taldi sig ekki hafa þá menntun, sem þyrfti til að Ijúka þessu á viðunandi hátt. En hann var metnaðarfullur og lagði metnað sinn í að gera þetta vel, og það tókst honum. Sjöundi áratugurinn var bændum í Ámes- hreppi þungur í skauti, hafís lá hér við land suma vetuma og gras- spretta brást nær alveg sum árin. Það kom í hlut Guðjóns sem odd- vita að hafa forgöngu um fóðurút- vegun og einnig að leita eftir opin- berum stuðningi við bændur, sem áttu í verulegum erfiðleikum á þess- um ámm. Þetta fórst honum vel, enda maðurinn einarður og átti létt með að koma erindum sínum á framfæri. Hann lagði einnig mikla áherslu á að húseignum sveitarfé- lagsins, svo sem skóla og félags- heimili, væri vel við haldið og lagði þar ævinlega hönd að sjálfur. Guð- jón var hreinskiptinn maður og sagði hispurslaust skoðun sína á hveiju máli. Þannig að þeir sem þurftu að leita til hans fóm ekki í grafgötur með erindislok. Guðjón leysti samt hvers manns vanda eft- ir því sem efni stóðu til og hann hafði tök á og var í eðli sínu bón- þægur maður, þannig að í trúnaðar- störfum sínum var hann almennt vinsæll. Guðjón stóð ekki einn í lífsbarátt- unni. I einkalífí var hann hamingju- samur. Eftirlifandi kona hans er Guðmunda Þorbjörg Jónsdóttir. Guðmunda er dóttir hjónanna Sól- veigar Benjamínsdóttur og Jóns Guðmundssonar, sem lengst af bjuggu á Seljanesi hér í sveit og vom jafnan kennd við þann bæ. Guðjón og Guðmunda gengu í hjónaband 29. desember 1934. Þau settu saman heimili í Ámeshreppi. Fyrstu árin bjuggu þau í félagi við foreldra Guðjóns og Guðmund bróð- ur hans. Um 1960 tóku þau þar við búi og bjuggu ein á jörðinni til ársins 1971. Þeim hjónum fæddust tólf böm, sem öll em á lífi, og hinn mannvæn- legasti hópur. Það lætur að líkum, að hjónin hafi mátt taka til hendi við að sjá þessum stóra hópi far- borða. Guðjón var oft langdvölum að heiman vegna vinnu sinnar, og hlaut þá forsjá heimilisins að hvíla meira á húsfreyjunni en ella. Hún Guðmunda tók þá ein á sig skyldur heimilisins og fórst vel úr hendi. Vafalaust hafa þau einnig notið sambýlisins við Guðmund, bróður Guðjóns. Það var gestkvæmt á Kjörvogs- heimilinu, og þar var líka öllum vel tekið og veitingar allar hinar rausn- arlegustu. Störf Guðjóns, svo sem oddvitastörf og verkstjóm í vega- gerð, þar sem öll skrifstofustörf vom unnin inni á heimilinu, gerðu það að verkum, að margir áttu er- indi við Guðjón. Þetta gerði líka miklar kröfur til heimilisins. Allir sem komu þáðu veitingar og fengu líklega ekki að fara nema hafa áður þegið góðgerðir. Hreppsnefndarfundir fyrstu ár Guðjóns í oddvitastarfí vom oft býsna langir, árvisst varð að sitja fulla tvo daga á vori hveiju við nið- uijöfnun útsvara. Fyrst varð að fínna þarfír sveitarfélagsins og leggja síðan á eftir efnum og ástæð- um, eins og það var kallað. Oddvit- inn lagði alltaf gott til þeirra mála, þannig, að hreppsnefndin var sátt við niðurstöðuna. Um það leyti sem Guðjón tók við oddvitastörfum, fór ég fyrst að vera gestur á Kjörvogi. Þá vom sum bömin orðin fullorðin, og önnur sem óðast að vaxa úr grasi. Á heimilinu ríkti mikil glað- værð. Þar sem Guðjón var var hann hrókur alls fagnaðar, bömin glað- vær í besta lagi, húsfreyjan gekk um beina hæg og hlý í viðmóti, en þegar önnum létti settist hún hjá fólkinu og tók þátt í glaðværð þess. Ég ásamt fleiri ungmennum, átti því láni að fagna að vera í jólaboði á Kjörvogi. Þar var ekki kynslóða- bilið, þar tóku ungir sem aldnir þátt í söng og dansi og annarri gleði, sem um hönd var höfð. Þar lét Guðjón sinn hlut ekki eftir liggja, og Guðmunda settist við orgelið og lék fyrir söng og dansi, og allir hrifust með. Heimilisbragur var þannig á Kjörvogi, að þar var gam- an að vera gestur. Og árin líða, bömin vaxa úr grasi eitt af öðm, og hér gerðist það sama, og í öðrum sveitum landsins, að börnin leituðu sér staðfestu fjarri heimabyggð. Öll em þau nú orðin fjölskyldufólk, þannig að afkom- endahópurinn er orðinn býsna íjöl- mennur. Þegar leið á sjöunda ára- tuginn var ljóst, að Guðjón og Guð- munda mundu innan fárra ára verða orðin tvö á Kjörvogi, og heilsa Guðmundu tæp um þær mundir. Þessi atburðarás varð til þess, að þau tóku þá ákvörðun að fara frá Kjörvogi og flytjast til Reykja- víkur. Þetta voru Guðjóni þung spor. Hér hafði hann að vissu leyti verið kóngur í litlu ríki, en það lífs- munstur, sem beið hans var óráðið. Þegar til Reykjavíkur kom réð hann sig í smíðavinnu hjá Pósti og síma. Þar mun hann hafa unað hag sínum vel, og vann þar meðan kraftar entust. En eftir stóð Kjörvogsheimilið í eyði, og í byggðarlaginu var skarð fyrir skildi. Guðjóni var þannig farið, að hann var frekar lágvaxinn maður, nokk- uð þéttur á velli og samsvaraði sér vel. Honum lá hátt rómur, og var það kynfylgja. Hann var fljóthuga nokkuð. Lenti hann í orðasennu við menn, var hann ekki langrækinn og manna sáttfúsastur, ef í odda skarst. Guðjón var manna skemmti- legastur þar sem gleðskapur var, hafði gaman af söng og var söng- maður góður. Hann naut þess að lyfta glasi, í góðra vina hópi, en ávallt var það í hófí. Hann var einn- ig alvörumaður og tók á málum af fullri einurð, ef því var að skipta. Nokkrum sinnum vitjuðu þau þjón heimahaganna eftir að þau fluttust burtu. Þau komu hér síðast- liðið sumar í tengslum við aldaraf- mæli Guðmundar Þ. Guðmundsson- ar fyrrum skólastjóra og frænda Guðjóns. Ættmenni Guðmundar efndu þá til móts hér af því tilefni. Þá leyndi sér ekki, að sjúkdómur- inn, sem varð Guðjóni að aldurtila, hafði náð yfírhöndinni, honum var brugðið. Við sem sáum Guðjón þá reiknuðum ekki með að hann ætti afturkvæmt í Ámeshrepp. Vafa- laust hefír hann hugsað það sama og talið þetta sína „pílagrímsferð". Sú varð reyndin á. Ámeshreppsbúar minnast Guð- jóns, sem forsvarsmanns byggðar- lagsins um árabil. Að leiðarlokum eru honum hér með fluttar góðar kveðjur' heiman úr Ámeshreppi. Guðmunda á nú um sárt að binda, þegar hún kveður eiginmann sinn eftir nær sextíu ára sambúð. Við hjónin og bömin okkar sendum þér, Guðmunda, og bömum þínum innilegar samúðarkveðjur. Gunnsteinn Gíslason, Norðurfirði. Finnbogastaðir í Ámeshreppi í Strandasýslu var eitt sinn ein merk- asta útgerðarstöð á norðanverðum Vestfjörðum. Finnbogastaðamenn sóttu sjóinn fast, enda taldir góðir sjómenn. Má þar nefna bræðurna + Ástkær móðir mín, FANNEY ÓFEIGSDÓTTIR, Hellisgötu 1, Hafnarfirði, er lést 21. janúar sl., verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 5. febrúar kl. 13.30. --— Ingibjörg Ósk Bjarnadóttir. + Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LIUU JÓNASDÓTTUR, Þórunnarstræti 134, Akureyri, sem andaðist 28. janúar sl., verður gerð frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 5. febrúar kl. 13.30. Lilja M. Karlsdóttir, Ævar Karlsson, Karl Jóhann Karlsson, Tryggvi Karlsson, Jónas Vignir Karlsson, Hreinn Karlsson, Aðalgeir Finnsson, Bjarney Valgeirsdóttir, Elísabet Svavarsdóttir, Bergþóra Bergkvistsdóttir, Sigrún B. Hannesdóttir, Frfmann Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og sonur, GÍSLI S. GEIRSSON, Heiðvangi 74, Hafnarfirði, sem lést í Landspítalanum 28. janúar, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í dag, föstudaginn 5. febrúar, kl. 15.00. Kristin Þ. Edvardsdóttir, Eðvarð Þ. Gíslason, Berglind S. Gísladóttir, GeirS. Gíslason, Geir Sigurjónsson, Bergsveina Gísladóttir. Finnboga, Guðmund og Magnús. Magnús var faðir Guðjóns sem hér er send kveða að leiðarlokum. Magnús Guðmundsson festi kaup á jörðinni Kjörvogi sem er skammt frá Finnbogastöðum. Þar bjó hann til æviloka ásamt konu sinni, Guð- rúnu Jónsdóttur frá Stóru-Ávík Árneshreppi. ^ Á Kjörvogi voru stundaðir sjó- róðrar, búskapur og smíðar. Guðjón ólst upp við hin fjölbreyttustu störf . j og mótaðist hans lífsviðhorf af dugnaði og hagsýni. Timburvinnsla var á bænum. Heillaðist hugur hans á fljótt af þeirri iðju og ákvað hann því ungur að læra trésmíðar. Hann sótti um og fékk námssamning hjá byggingameistara á Akureyri sem Eggert Melsted hét og lauk því námi 1930. Meistararéttindi öðlað- ist hann þremur árum síðar. Hóf hann þá strax verktakastarfsemi og biðu hans ærin verkefni því ekki voru margir iðnlærðir menn á Ströndum í þá daga, enda var Guð- jón fullur af orku og hamhleypa til vinnu. Fyrsta verkefnið sem hann tók að sér var bygging læknabú- staðar í Ámesi, svo kom Barnaskól- inn á Finnbogastöðum, mjög ný- tískulegt hús með öllum lögnum . inni í veggjum (þó rafmagn væri 'i ekki í augsýn). Þar á eftir komu byggingar í kringum Húnaflóann. j MA þar nefna frystihús á Drangs- 4 nesi, kaupfélagshús á Hólmavík, frystihús á Skagaströnd og fleiri hús, stór og smá. Guðjón lagði ekki 4 smíðina á hilluna fyrr en hann var orðinn 78 ára gamall og hafði þá haldið á hamrinum í 60 ár. Mörg af þeim mannvirlq'um sem hann stóð fyrir varð hann að festa á blað því aðstæður til slíkra hluta voru svo til engar. Ung felldu þau hugi saman Guð- jón og Guðmunda Þorbjörg. For- eldrar Guðmundu voru Jón Guð- mundsson frá Seljanesi og Sólveig Stefanía Benjamínsdóttir frá Kross- nesi í Ámeshreppi. Guðjón og Guð- munda áttu eftir að eyða saman ævinni í blíðu og stríðu með reisn og dugnaði svo að eftir var tekið. Fjölskyldan varð stór, en bömin { urðu 12 talsins og eru þau öll á lífi og allt dugnaðar- og myndarfólk. Þau em: Alda, fædd 14. september | 1933, Magnús, fæddur 27. júní 1936, Guðfínna Elísabet, fædd 15. desember 1937, Sólveig Jóna, fædd i 17. júlí 1939, Guðmundur Hafliði, fæddur 22. desember 1940, Guðrún Magnea, fædd 26. september 1942, Haukur, fæddur 20. ágúst 1944, Fríða, fædd 11. mars 1946, Jörand- ur Finnbogi fæddur 12. júní 1948, Kristín fædd 9. júní 1950, Daníel, fæddur 30. júní 1952 og Þuríður Helga, fædd 25. desember 1953. Það var stórt Kjörvogsheimilið í þá daga. Auk bamanna 12 og hjón- anna var í heimili fleira fólk, sem var nátengt, auk margra sem minna máttu sín. Það var því í mörgu að snúast við að skaffa öllu fólkinu lífsviðurværi bæði til fæðis og klæð- Þau hjónín Guðjón og Guðmunda “ höfðu búskap á Kjörvogi, kýr, kind- ur og hesta og var það nauðsyn á bæði til að nýta jörðina og drýgja " það sem til heimilisins þurfti. Áuð- vitað gat húsbóndinn ekki sinnt á búskapnum sem skyldi vegna " smíðaverkefnanna sem á hann hlóð- ust og annarra starfa, svo sem að sitja í hreppsnefnd Árneshrepps, en þar sat hann frá 1954 til 1971, þar af oddviti í 15 ár. Það þarf vart að lýsa því hvað sveitarstjómarmál taka langan tíma og mörg ferðalög . til Reykjavíkur þar sem naflinn er. Kom því oft í hlut húsmóðurinnar að stjóma þessu stóra heimili, bæði úti og inni. Leysti hún það svo vel að eftir var tekið. Nú var það svo með Kjörvogs- heimilið, þó að mikið væri um að vera var hugsað um menninguna. Hún var í hávegum höfð. Mikið um bóklestur og ekki var síður hljóm- listin í heiðri höfð. Það var gott hljóðfæri á heimilinu. Húsbóndinn settist oft við orgelið og var þá tek- ijg ið lagið. Jólaböll vora haldin og margt sér til gamans gert. Enda var lífsgleðin einkennandi fyrir 4 bæjarbraginn og aldrei neitt vol og víl, en slíka tóna vildi húsbóndinn aldrei heyra. Málin voru bara rædd I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.