Morgunblaðið - 05.02.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.02.1993, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1993 t Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, ELÍN GÍSLADÓTTIR, Neðstaleiti 18, Reykjavík, lést í Landspítalanum 2. febrúar. Höskuldur Jónsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, MAGNÚS B. FINNBOGASON, v •** Grjótagötu 12, fcá : m Reykjavik, lést 2. febrúar. Fyrir hönd vandamanna, Laufey Jakobsdóttir. t Eiginkona mín og móðir, HALLVEIG ÁRNADÓTTIR, Hafnargötu 9, Vogum, verður jarðsungin frá Kálfatjarnarkirkju laguardaginn 6. febrúar kl. 14.00. Magnús Ágústsson, Árni Klemens Magnússon. t Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LILJU JÓNASDÓTTUR, Þórunnarstræti 134, Akureyri, sem andaðist 28. janúar sl., verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag, föstudaginn 5. febrúar kl. 13.30. Lilja M. Karlesdóttir, Aðalgeir Finnsson, Ævar Karlesson, Bjarney Valgeirsdóttir, Karl Jóhann Karlesson, Elfsabet Svavarsdóttir, Tryggvi Karlesson, Bergþóra Bergkvistsdóttir, Jónas Vignir Karlesson, Sigrún B. Hannesdóttir, Hreinn Karlesson, Frímann Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og sonur, GÍSLI S. GEIRSSON, Heiðvangi 74, Hafnarfirði, sem lést í Landspítalanum 28. janúar, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í dag, föstudaginn 5. febrúar, kl. 15.00. Kristín Þ. Edvardsdóttir, Eðvarð Þ. Gislason, Berglind S. Gisladóttir, Geir S. Gíslason, Geir Sigurjónsson, Bergsveina Gisladóttir. t Faðir okkar og fósturfaðir, ÞÓRARINN JÓNSSON kennari frá Kjaransstöðum, sem lést í Borgarspítalanum 1. febrúar sl., veröur jarðsunginn þriðjudaginn 9. febrúar kl. 13.30 frá Fossvogskirkju. Þórný Þórarinsdóttir, , Jóhanna Þórarinsdóttir, Þórgunnur Þórarinsdóttir, Þórmundur Þórarinsson, Sigþrúður Jóhannesdóttir. t Jarðarför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, VIKARS ÁRNASONAP. fyrrverandi sjómanns, Sólvaltagötu 28, Keflavík, fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 6. febrúar kl. 11.00. Árni Vikarsson, Hrefna Sigurðardóttir, Sigurjón Vikarsson, Guðrún Karlsdóttir, Hólmbert Friðjónsson, Dagmar Maríusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Guðjón Magnússon frá Kjörvogi - Minning Fæddur 28. juní 1908 Dáinn 25. janúar 1993 Deyr fé, deyja frændr, deyr sjálfr it sama; en orðstírr deyr aldregi hveim er sér góðan getr. Þetta erindi úr Hávamálum kemur mér í huga, þegar ég lít til baka og minnist langra og ánægjulegra kynna og vináttu við tengdaföður minn, Guðjón frá Kjörvogi. Þegar ég fyrst var kynnt fyrir honum sá ég, að þarna var maður gæddur hlýj- um persónuleika og miklum lífs- krafti. Það var jafnan tilhlökkunarefni, þegar von var á honum í heimsókn. Meðan hann bjó á Kjörvogi þurfti hann að sinna ýmsum málum í Reykjavík fyrir sveitarfélagið, en hann var þá oddviti Árneshrepps. Og ennþá meiri var tilhlökkunin, þegar tengdamóðir mín var væntan- leg með honum. Þá var gjarnan far- ið í leikhús og annað sér til gamans gert. Mér er í fersku minni, þegar ég kom fyrst í heimsókn að Kjörvogi, hvað það var tekið einstaklega vel á móti mér. Það var slegið upp veislu og nánustu ættmennum boðið svo að þau gætu boðið mig velkomna í hópinn. Kjörvogsheimilið var stórt, systk- inin mörg og mikill gestagangur, það er óhætt að segja að öllum var sýnd jafnmikil gestrisni. Eftir að þau hjón fluttust til Reykjavíkur var heimili þeirra lengst af að Langholtsvegi 128, þar var sannkölluð fjölskyldumiðstöð. Ekki get á látið hjá líða að minn- ast á hvað Guðjón hafði ákveðnar skoðanir á málefnum, jafnt innlend- um sem erlendum, og hann var svo fylginn sér í rökræðu, að þó maður væri á öndverðri skoðun við hann í byijun, tókst honum oft að sannfæra mann um hið gagnstæða. Guðjón átti gott safn bóka og vitn- aði oft í það sem hann hafði lesið, enda mjög minnugur alla tíð. Ég er þakklát fyrir kynni mín af tengdaföður mínum, þau eru mér dýnnæt. Ég bið um styrk tengdamóður minni til handa, hún hefur misst mikið eftir sextíu ára samfylgd. Laufey. Með Guðjóni frá Kjörvogi er geng- inn eftirminnilegur maður, höfðingi og athafnamaður sem við hæfí er að minnast nokkrum orðum. Kjör- vogur stendur yzt við Reykjarfjörð á Ströndum rétt hjá Gjögri en innst í fírðinum er Djúpuvík sem flestir kannast við. Guðjón fæddist á Kjör- vogi 28. júní 1908, sonur Magnúsar Guðmundssonar útvegsbónda þar, frá Finnbogastöðum, og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur. Systkini hans voru fjögur; Magnús og Guðfínna, sem dóu ung, Guðrún, móðir þess er þetta ritar og Guðmundur bóndi á Kjörvogi, síðar iðnaðarmaður í Reykjavík, sem nú er einn á lífi þeirra systkina. 18 ára gamall fór Guðjón til Akur- eyrar að nema trésmíði hjá Eggert St. Melstað, byggingameistara og slökkviliðsstjóra, sem kvæntur var Guðrúnu frænku hans frá Finnboga- stöðum. Náminu lauk hann 1930 og fluttist þá aftur heim að Kjörvogi og hófst þegar handa við að standa fyrir byggingaframkvæmdum smáum og stórum. Sé ég frænda fyrir mér 22ja ára gamlan, fullan af eldmóði og áhuga á að taka til hendi í heimasveit sinni. Og verkin létu ekki á sér standa. Strax árið eftir byggði hann læknisbústað í Árnesi og þar á eftir barnaskóla á Finnbogastöðum og síðan rak hver framkvæmdin aðra. Ekki kann ég frá því öllu að greina en á næstu árum og áratugum var hann kvadd- ur til flestra stærri byggingafram- kvæmda á Ströndum og víðar. Hann byggði skóla, félagsheimili, verzlun- arhús, frystihús á Drangsnesi og Skagaströnd, bryggju á Gjögri, var verkstjóri við vegagerð og að sjálf- sögðu vann hann mikið fyrir síldar- verksmiðjurnar tvær í Árneshreppn- um þ.e. á Djúpuvík og Eyri við Ing- ólfsfjörð þar seni hann byggði mjöl- húsið mikla á einum mánuði eins og síðar mun að vikið. Það má fara nærri um hvílíkur máttarstólpi, at- orkumaður sem Guðjón, hefur verið fyrir fámenna byggð við nyrsta haf og vitaskuld var honum falin marg- vísleg forysta. í hreppsnefnd Ámes- hrepps sat hann m.a. í áratugi og var oddviti hreppsins frá 1956- 1971. Guðjón kvæntist árið 1934 Guð- mundu Þorbjörgu, dóttur Jóns frá Eyri í Ingólfsfírði, síðar bónda á Seljanesi og konu hans Sólveigar Stefaníu Benjamínsdóttur. Eignuð- ust þau Guðjón og Guðmunda tólf böm sem öll eru á lífi og er óhætt að ségja að barnalán þeirra hafi verið mikið því allt er þetta dugmik- ið haefileikafólk, sem vegnað hefur vel. Á okkar tímum hafa sjálfsagt ekki margir skilað þjóðfélaginu jafn mörgum og jafn góðum þegnum. Ekki er hægt að gera hér nána grein fyrir þessum stóra hópi en í aldurs- röð talið eru bömin þessi: Alda, Magnús, Guðfínna Elísabet, Sólveig Jóna, Guðmundur Hafliði, Guðrún Magnea, Haukur, Fríða, Jörundur Finnbogi, Kristín, Daníel og Þuríður Helga. Barnabörnin eru orðin þrjátíu og bamabamabörnin sex. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hið mikla hlutverk húsmóðurinn- ar á heimili sem þeirra Guðmundu og Guðjóns. Þegar þess er gætt að húsbóndinn var löngum fjarverandi sökum vinnu sinnar má geta nærri hvílíka byrði Guðmunda hefur borið. Hún virtist ekki sterkbyggð en stóð allt af sér, einnig illkynjaðan sjúk- dóm, sem leiddi til þess að þau urðu að flytja til Reykjavíkur árið 1971. Ég hygg að þeim hafi ekki verið ljúft að fara að vestan en það var óhjá- kvæmilegt og stóð Guðjón sem klett- ur við hlið konu sinnar. Samheldni þeirra hjóna var einstök og beinlínis fallegt að sjá til þeirra stundum eins og t.d. þegar þau á gamals aldri leiddust hönd í hönd á gönguferðum um götur Reykjavíkur. Guðmunda lifir nú mann sinn og vil ég trúa því að hetja sem hún standi af sér þetta síðasta áfall með styrk frá barna- hópnum stóra. Ég taldi mig heppinn að fá vinnu hjá Guðjóni frænda vorið 1944 þeg- ar ég var 14 ára. Mig grunaði að vísu ekki þau átök sem því fylgdu og fann ég þó áreiðanlega minnst fyrir því af þeim sem þá unnu undir hans stjóm. Guðjón hafði tekið að sér í einhvers konar ákvæðisvinnu að smíða mjölhús við síldarverk- smiðjuna á Eyri við Ingólfsfjörð, sem átti að taka til starfa í upphafi síldar- vertíðar sem venjulega var í júlíbyij- un. Réttur mánuður var til stefnu var Guðjón tók við verkinu og var þá einungis búið að steypa grunn- plötuna, en sagt var að þetta yrði stærsta hús á landinu að gmnnfleti. Liðið sem Guðjón safnaði að sér í þennan slag var enginn venjulegur vinnuflokkur. Þar var auðvitað Guð- mundur bróðir hans, berserkur til + Eiginkona mín, SESSELJA ÁSGEIRSDÓTTIR, verður jarðsungin frá ísafjarðarkapellu, laugardaginn 6. febrúar kl. 14.00. Fyrir mína bönd og annarra vandamanna, Ólafur Halldórsson. vinnu og jafnvígur á alla smíði, Finn- bogi, föðurbróðir Guðjóns, hákarla- formaður og bátasmiður frá Finn- bogastöðum, Víganesbræður frá næsta bæ við Kjörvog, margra manna makar að stærð og burðum, og annar mannskapur eftir því. Eftir þetta sumar kom ég víða við í vinnu til sjós og lands, en ennþá á ég eftir að sjá önnur eins vinnu- brögð eins og við mjölhúsbygging- una á Ingólfsfírði. í fyrstu taldi ég þessa menn snarvitlausa þegar þeir hlupu við fót um vinnustaðinn og jafnvel eftir sperrunum í 8 metra hæð með þakplötur undir hendinni, eins og ég sá Pál á Víganesi gera til að stytta sér leið, en það bannaði raunar byggingameistarinn um leið og hann sá það. Fljótt sá ég hins vegar að það var skipulag á öllum flýtinum sem byggðist á því að Guð- jón hafði næstum því í smáatriðum ákveðið fyrirfram hveiju ljúka skyldi dag hvern allan byggingartímann. Er á leið leiddi þetta til þess að vinnudagurinn Iengdist og var þá oft unnið fram á nótt. Þar sem ég fékk ekki að vinna meira en 12 tíma á dag var mér falið að vekja liðið á morgnana. Byggingameistarann vakti ég að fyrirmælum hans með því að setja vaskafat með ísköidu vatni við rúmstokkinn og ýta svo við honum. Stakk hann þá hausnum ofan í fatið, hristi sig og var kominn í ganga. Víganesbræður áttu rommkút og setti ég fyrir þá hálffull- an fant af óblönduðu rommi sem þeir drukku í einum teig og var þá ekkert að vanbúnaði að hefja dag- inn. Þessa byggingarsögu gæti ég rakið nánar og geri e.t.v. síðar en skemmst er frá því að segja, að þegar allt fylltist skyndilega af síld í upphafi eins mesta síldarsumars sem komið hefur, stóð ekki á mjöl- húsinu á Ingólfsfírði. Tveimur árum síðar byggði Guð- jón hús fyrir foreldra mína á Akur- eyri. Er það tvær íbúðarhæðir og kjallari. Einhveija menn hafði Guð- jón með sér að vestan og man ég a.m.k. eftir Finnboga hákarlafor- manni og Páli á Víganesi. Hófst bygging hússins um vorið og um haustið fluttum við inn. Hefur mér stundum orðið á að bera þann tíma, sem nú tekur að byggja hús með allri tækninni, saman við vinnubrögð og vinnuhraða frænda míns, sem kastaði þó aldrei höndunum til verka. En ekki er nema hálf sagan sögð af Guðjóni á Kjörvogi þótt lýst sé framkvæmdum hans og dugnaði. Maðurinn sjálfur var slíkur að eftir honum var tekið hvar sem hann fór. Hann var fríður og karlmannlegur, beinvaxinn, bar sig vel og yfír honum höfðingsbragur. I vinnu var hann alltaf snyrtilegur og þar fýrir utan prúðmannlega klæddur og virðuleg- ur. Svo einarður sem hann var í framgöngu allri var hann það einnig í skoðunum; flutti mál sitt djarflega og gaman að ræða við hann um hvaðeina því þekkingu og áhuga hafði hann á öllum mögulegum málum. í Reykjavík blandaði Guðjón léttilega geði við háa sem lága og var ekki^ á honum mikill útkjálka- bragur. Á níræðisaldri fór hann með konu sinni vítt og breitt um bæinn á góðviðrisdögum og settist stundum inn á Hótel Borg að fá sér kaffí, og koníak af dýrustu gerð ef ég þekki hann rétt. Slíkir menn eru heims- borgarar hvort sem þeir búa á Ströndum eða í stórborg. Eftir að Guðjón fluttist til Reykja- víkur vann hann við smíðar og fleira hjá Pósti og síma fram á 78. aldurs- ár. Er hann var 75 ára, mætti ég honum eitt sinn á götu, hnarreistum með hatt og spurði hvort hann væri hættur að vinna. „Já, frændi," svar- aði hann, „nú er ég alveg hættur, vinn bara dagvinnu." Eftir að Guðjón hætti að vinna, í þeim skilningi sem við hinir leggjum í það að hætta, var hann heilsugóður þar til hann veiktist fyrir tveimur árum. Bar hann sig þó vel og sl. sumar fór hann ásamt fríðu _og fjölmennu frændliði norður að Árnesi þar sem m.a. var vígt orgel sem hann og kona hans gáfu kirkjunni sem þau báru fyrir bijósti. Guðjón lézt á Borgarspítalanum 25. janúar sl. Ég minnist Guðjóns frænda míns frá Kjörvogi með hlýhug og virðingu og votta Guðmundu og aðstandend- um hans öllum einlæga samúð. Magnús Oskarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.