Morgunblaðið - 07.02.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.02.1993, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1993 I sviösljósinu/ Hjalti Rögnvaldsson leikari er kominn til starfa í íslensku leikhúsi en hefur Qarri því sæst við umhverfi þess Einfarinn á diskótekinu ÞAÐ VAKTI athygli fyrir nokkrum árum þegar Hjalti Rögnvaldsson leikari lýsti skoðunum sfnum á íslensku þjóðlífi í tímaritsviðtali. Meðal þess sem hann gagnrýndi harðast var það, hvernig búið væri að íslenskum listamönnum og menningarlífi. Með það var hann farinn. Fyrst til Svíþjóðar, en síðustu ár hefur hann búið í Stafangri í Nor- egi og starfað við leikhúsið þar. Og nú er hann á förum þaðan til Ósló- arborgar. „Það er allt klárt. Ég geymi búslóðina í skemmu í Stafangri, leigi þar undir hana pláss," segir hann. Nú hefur Hjalti hins vegar dvalist um skeið hér á landi. Hann lék Dunganon í samnefndri sýningu Leikfélags Reykjavíkur í haust, og nú er hann að leika í sýningu Pé-leikhópsins á Hús- verðinum eftir Harold Pinter ííslensku óperunni. Við fundum Hjalta að máli þar sem hann var að búa sig undir aðra sýningu verksins, þá sem verið skyldi hafa sl. mánudag en þorrinn sló af með hriðarbyl. eftir Hallgrím H. Helgason Tú, jú, fólk er ennþá að stoppa mig á götu út af þessu viðtali, einum sjö árum síð- ar,“ segir Hjalti. „Sumum fannst þetta full- gróft. En maður hefur leyfi til að bregðast við umhverf- inu. Það er alltaf verið að tala við mig. En það er kannski allt í lagi. Ég er farinn að keppa við Hemma Gunn.“ - Hemmi Gunn: Er það þannig sem íslenskt þjóðlíf horfir við þér við heimkom- una núna? „Já, samfélagið er orðið einn rosalegur skemmti- staður. Yfírbyggt diskótek. Ég hef að vísu ekki séð þessa skemmtiþætti í sjón- varpinu um hríð, en mér heyrist þetta muni vera svona feiknarleg stemmn- ing,“ — og Hjalti grettir sig. „Trúðslæti, án þess að vita að almennilegur trúður er djúpur. Það er allt í lagi að tileinka sér léttlyndi, en ég verð meiri og meiri einfari í öllum þessum látum. Ófé- lagslyndari." - „Hjalti er kominn heim,“ heyrir maður samt og les þessa dagana, til að mynda í tengslum við Pint- er-sýninguna. Hvað segirðu við því? „Já, ég var að lesa þetta í leikskránni okkar. En ég er ekkert kominn heim. Ég á ekki heima héma. Ég á bara heima þar sem mér líð- ur vel. Að vísu hlýt ég að játa að mér líður vel hér í Gamla bíói. Hér er gott að vinna. Hér er svo góður andi. Þetta er dásamlegasta leikhús- bygging sem hér hef komið inn í. Hvað er þetta sem heppnast svona vel við byggingu eins húss? Ég gæti líka hugsað mér að leika Pinter í nokkur ár, ekkert annað. Það er voða gaman að vinna við þennan höfund. Það gerir þessi af- höggni stíll; hann er alltaf að taka af manni aðra hönd- ina. Þess vegna er erfítt að ná línu í persónusköpunina. Þetta er eins og að fara í berjamó og tína eintóm ber, þurfa svo að fara heim og breyta þeim í melónu. Hnoða einhveiju saman úr smá- kögglum. það felst í því skól- un sem er mjög holl. Það er hollt að fleygja sinni eigin rökhugsun. „Betrayal (Svik) Pinters var annars sýnt í Stafangri. Það mislukkaðist." - Hvers vegna? „Þar kom til þessi norska árátta að leika útskýringuna líka. Að sætta sig ekki við hálfsagðan hlut. að er nefnilega gaman að leika innhverfan mann. Sem aldrei kemur með nema brot af sjálfum sér eða sögu sinni. Því andrúmsloftið hér í þessu samfélagi er svo há- vært, það er eitt öskur. Og þá er sönn hvfld í því að fara í svona innhverfa kar- aktera." - Nú hefurðu verið að leika tvo býsna ólíka menn frá því þú komst heim þetta sinnið, nánast sem gestur. Annars vegar er lífskúnstn- erinn og ólíkindatólið Dung- anon, hins vegar Aston Pint- ers, þessi duli maður eins og þú segir, sem auk þess gengur kannski ekki heill til skógar. Heldurðu að þessi menn hafí haft áhrif á það, hveiju þú veitir athygli í þjóðlífínu hér nú? „Það er fyrst og fremst spennandi að leika þessa tvo menn sökum þess hvað þeir eru ólíkir. Það hefði verið minna áhugavert að leika svipaðar persónur hvora á eftir annarri. Ég skoða sífellt fólk í kringum mig. Ég get t.d. einhvern tíma, ef til vill eftir 10 ár, sagt frá því hveija ég hafði í huga varðandi túlkunina á Dunganon, það voru nokkrir menn, ennþá lífs. Auðvitað tek ég alltaf inn umhverfíð. Aðalatriðið er hins vegar að fara inn í heim persónunnar og taka henni eins og hún er. Muna t.a.m. að Aston er ekki fæddur í Hveragerði eins og ég sjálf- ur. Það er sama hversu skrýtinn heimur persónunn- ar er, það er ekki mitt verk að gagnrýna hann. Um Ieið og ég fer að slá utan um persónuna einhverri skyn- semisgirðingu — ja, þá er ég ekki fyrr kominn af æf- ingunni og út á götu en ég sé mann sem veldur því að þessi girðing tekur að hrynja. Eg er löngu hættur að segja: Svona gerir enginn maður, svona er enginn. Þetta er bara spumingin um það, hvort hægt sé að gera úr persónunni gott leikhús. Enda er ég farinn að efast um að skáldskapur sé til — bara mismunandi vel skráð- ar heimildir.“ Hjalti heldur áfram að búa sig undir sýninguna: „Það er mikil vítamín- sprauta að vinna með Andr- ési Sigurvinssyni. Ég ber djúpa virðingu fyrir honum. Ég vildi bara óska að menn gætu fengið svona drauma eins og hann og framkvæmt án þess að þurfa að veðsetja nærbolinn af sér.“ - Þér varð einmitt tíðrætt um aðbúnað listamanna á íslandi í viðtalinu forðum. Hvað fínnst þér um hann nú? „Ég fínn hræðilega fyrir þenslunni í leikarastéttinni. Að það er minna næði til að vinna hlutina. Það er meira span á fólki. Það er ekki lengur hægt að voga sér að hugsa um að lifa á föstu starfí eingöngu. Til að mynda er þannig greitt fyrir leik í útvarpi, að ég hef heyrt að það sé borin von fyrir ungar leikkonur með böm að fást við það, því launin geri ekki nema hrökkva fyr- ir bamapössuninni. Ég man hvernig það var síðustu árin sem ég bjó héma. Þá vann ég allan sólarhringinn, en endaði á því að þurfa að hringja í Félagsmálastofnun til að biðja um styrk. Til matarkaupa. Eg'er að reyna að koma mér upp trú á annað líf. Og þegar þar að kemur hyggst ég starfa sem matvinnungur." - Og núna þegar þú stíg- ur upp í flugvél á leið til Islands, hugsarðu þá: Þarna er þetta tiltekna ástand, ég ætla bara að fara þangað og vinna mína vinnu og hirða kaupið en ekki að sam- lagast því að öðru leyti? „Já. Ég vil ekki taka þátt í þessum látum. Það getur ekkert dregið mig hingað nema gott verkefni. Gallinn er bara sá að eitt verkefni nægir ekki til framfærslu. Ég var sjálfur í mörgum ágætum aukastörfum með- fram leiklistinni hér áður. En menn þyrftu að geta leyft sér þann munað að hafa ráð á að vera í einu verki í senn. Hið sorglega í þessu máli er nefnilega það, að ef þú rænir listamann einbeitingunni, þá ertu að taka frá honum verðmæt- asta vopnið hans.“ - En listrænt, hver er þá samanburðurinn á norsku leikhúsi og íslensku? „Það er ekki hægt að segja að við stöndum illa í leikhúsinu miðað við Noreg, þótt svo illa sé búið að lista- fólkinu hér. Þar var til dæm- is verið að frumsýna í fyrra verk sem var mikið blásið upp sem það nýjasta nýja, en þetta sama verk var sýnt hér á landi fyrir fímm árum. Mér fínnst ísland vera meira leikhúsland en Noregur. Þótt undarlegt sé, ef við lít- um á það að þeir eru til dæmis með Svíana við hlið- ina á sér.“ - Hvemig var þetta í Stafangri? „Stafangur er 100 þús- und manna bær. Þetta er kristilegt Klondike. Þetta er TORK Mölnlycke í Tissue m. MIKIÐ URVAL AFTORK OG EDET HANDÞURRKUM, SALERNISPAPPÍR, SÁPU, IÐNAÐARPAPPÍR OG ÖÐRUM PAPPÍR FYRIR ALLAR TEGUNDIR FYRIRTÆKJA. HAFIÐ SAMBAND VIÐ SÖLUMENN ÍSLENZKA VERZLUNARFÉLAGIÐ HF LOFTALAND SKÚTUVOGI 12c - P.O. BOX 8016 104 REYKJAVÍK - SÍMI 687550 30% AFSLÁTTUR of úrum og klukkum út næstu viku Hermann Jónsson úrsmiöur Veltusundi 3b (v/Hallærisplan), sími 13014.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.