Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1993 Fríðhelgi rofin eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur Erfiðustu úrlausnarefni einstakl- inga og samfélaga tengjast iðulega spurningum um siðferði. Það vefst yfirleitt ekki fyrir okkur að setja fjarlægu fólki og þjóðum mjög skýr siðferðileg mörk og viðmiðanir en þegar kemur að okkur sjálfum vill þetta verða teygjanlegt og afstætt. Við eigum svo auðvelt með að finna okkur sitthvað til málsbóta. Mál Evalds Miksons stendur núna þversum í íslensku þjóðinni — sem vonlegt er. Aldraður íslenskur ríkisborgari, sem hefur lagt samfé- lagi okkar gott eitt til í tæpa hálfa öld, er sakaður um alvarlega stríðs- glæpi. Friðhelgi okkar, sem þekkj- um seinni heimsstyrjöldina, og hel- förina gegn gyðingum aðeins af afspum eða sögubókum hefur verið rofin. Við erum allt í einu í miðri hringiðu atburða sem gerðust fyrir 50 árum og erum krafin um sið- ferðilega afstöðu. Þegjandi samþykki Fyrstu viðbrögð flestra eru að leiða málið hjá sér og láta tælast tímabundið af þeirri óskhyggju sem vill að ekkert af þessu hefði nokkru sinni gerst. Þegar það gengur ekki, vonumst við að til þess bær yfir- völd taki á málinu með viðunandi hætti og allt falli í ljúfa löð. Þegar það gerist heldur ekki er engrar undankomu auðið — þá verða al- menningur og stjómmálamenn í landinu að taka afstöðu til málsins. Stríðsglæpir og glæpir gegn mannkyni mega aldrei fymast né verða mál einstakra þjóðríkja vegna þess að ólíkt flestum öðrum glæpum em þeir framdir að fyrirskipan og í skjóli þeirra sem völdin hafa í til- teknu samfélagi. Þó að völdin séu gjaman tryggð með vopnum þá em þau oft sótt til venjulegs fólks og glæpimir viðgangast því aðeins að til komi þegjandi samþykki fjöl- margra einstaklinga. Af þessum ástæðum getum við ekki hrist af okkur kæmr á hendur Evald Mik- son á þeirri forsendu að þetta sé gamalt mál sem rangt sé að utanað- komandi aðilar róti í. En málið er alls ekki einfalt og það snýr eikki bara að einstaklingn- um Evald Mikson. Það snýr líka að Simon Wiesental-stofnuninni og til- gangi hennar með nasistaveiðum sínum og það snýr að siðferðisvit- und íslendinga og íslenskra stjóm- valda. Nasistaveiðar Markmið og störf Simon Wies- enthal-stofnunarinnar vom mjög mikilvæg á ámnum eftir stríð. Stofnunin leitaði uppi alræmda stríðsglæpamenn, fékk þá dregna fyrir lög og rétt og dæmda fyrir misgjörðir sínar gagnvart mann- kyninu. Þannig átti hún drýgstan þátt í því að koma þeirri vitneskju til heimsbyggðarinnar að seinni heimsstyijöldin var í raun hræðileg helför og óafmáanlegur blettur á sögu Vesturlanda. Engu að síður er ástæða til að ætla að í dag hafi þessi stofnun ratað á villigötur í starfsemi sinni, og ímynd hennar hafi beðið nokk- um hnekki. Það er ekki með neinum rétti hægt að krefjast þess af stofn- uninni að hún láti alla stríðsglæpi til sín taka, en þegar hún eltir aldr- aða menn á heimsenda til að rann- skaka meinta stríðsglæpi þeirra fyrir hálfri öld en fríar sig því að taka afstöðu til stríðsglæpa ísra- elskra stjómvalda, hættir hún að vera trúverðug. í ljós kemur að sið- ferðismat hennar er afstætt, þ.e.a.s. það sem máli skiptir er ekki glæpur- inn sjálfur heldur hver framdi hann og gagnvart hverjum. Markmiðin snúast í höndum hennar. Hún auð- veldar fólki að snúa blinda auganu að stríðsglæpum. Simon Wiesenthal-stofnunin virðist í dag öðru fremur þjóna því pólitíska markmiði að styrkja áróð- ursstöðu Israelsmanna í deilunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Hún auð- veldar herveldinu ísrael að skil- greina sig sem fórnarlamb sem á kröfu á samúð umheimsins, en ekki sem árásaraðila sem fer með báli og brandi á hendur öðrum þjóðum á svæðinu. Hlutur stjórnvalda íslendingum er lítið um það gefið að aðrir séu að vasast í þeirra mál- um. Við viljum hafa frítt spil í sam- félagi þjóðanna og leika eftir þeim skráðu og óskráðu reglum sem henta okkur best hveiju sinni. Það hljóta þó allir að sjá að þátttaka á þeim forsendum er okkur ekki sam- boðin og það er fráleitt að móðgast þegar aðgerðir eða aðgerðaleysi ís- lenskra stjómvalda eru gagnrýndar á alþjóða vettvangi. Við eigum miklu frekar að fagna þeim vitnis- burði um að fleira skiptir máli en stærð og völd þjóðríkja. íslensk stjómvöld komast ekki hjá því að taka á máli Evalds Mik- sons. Þau geta m.a. gert það með því að skipa nefnd dómara og sagn- fræðinga sem tæki á efnisþáttum málsins, aflaði sér gagna og upplýs- inga og legði á þær sjálfstætt mat. í slíkri málsmeðferð fælist alls eng- in yfírlýsing um sekt Miksons, en það er eins gott að gera sér ljóst Ingibjörg Sólrún Gísladóttir „Þegar allt kemur til alls snýst mál Evalds Miksons kannski ekki um sekt hans eða sak- leysi heldur um það hvort við Islendingar gerum sömu siðferð- iskröfur til okkar sjálfra og annarra. Hvort ákveðin siðf erð- ismörk eða viðmiðanir eru algild eða afstæð?“ að úr því sem komið er kemst hvorki hann né fjölskylda hans frá þessu máli. Það er sorgleg staðreynd að þau verða að lifa með því. Slík rannsóknarnefnd ætti þó ekki einvörðungu að kanna ákær- umar á hendur Mikson heldur líka þá vitneskju sem íslensk stjórnvöld höfðu um mál hans allt fá því hann kom til landsins í nóvember 1946 og þar til hann fékk ríkisborgara- rétt í ágúst 1955. Sjálfra okkar vegna er mikilvægt að upplýsa hvaða vitneskju íslensk stjórnvöld höfðu á þessum tíma um forsögu Miksons í Eistlandi, yfirheyrslur yfír honum í Svíþjóð á árinu 1946 og brottvísun hans úr landi í kjölfar þeirra. Siðferðiskröfur íslendinga' í mínum huga skiptir þetta veru- legu máli vegna þess að það gæti hjálpað okkur íslendingum til að átta okkur á eigin sögu og samfé- lagi. Hvers vegna vísuðu stjómvöd gyðingum, börnum jafnt sem full- orðnum, úr landi og í opinn dauð- ann á árunum 1936 og 1937 en lögðu hart að sér við að leysa úr haldi erlendis og flytja hingað til lands íslenska nasista sem voru ákærðir og dæmdir fyrir mjög al- varlega glæpi? Á hvaða forsendu veittu íslendingar samstarfsmanni Þjóðveija í Eistlandi dvalarleyfí, eftir að honum hafði verið vísað úr landi í Svíþjóð? Hvers vegna höfum við ekki tekið á móti nema rétt um einum tug flóttamanna (auk 20 ein- staklinga sem hafa almennt at- vinnu- og dvalarleyfí) frá fyrmm ríkjum Júgóslavíu meðan Svíar hafa tekið á móti a.m.k. 40 þúsund, Ungveijar 50 þúsund og Þjóðveijar 275 þúsund? Þurfa flóttamenn að vera liðtækir í íþróttum eða búa yfír einhverri þekkingu sen nýtist íslensku samfélagi umbúðalaust til að öðlast hér hæli? Hvaða hug- myndir höfum við um ábyrgð okkar og stöðu í samfélagi þjóðanna og framlag okkar til baráttunnar fyrir mannúð og friði í heiminum öllum? Þegar allt kemur til alls snýst mál Evalds Miksons kannski ekki um sekt hans eða sakleysi heldur um það hvort við íslendingar gerum sömu siðferðiskröfur til okkar sjálfra og annarra. Hvort ákveðin siðferðismörk eða viðmiðanir eru algild eða afstæð? Höfundur er þingkona Kvennalistans. Sveit Kristjönu íslandsmeistari í fyrstu parasveitakeppninni Brids Arnór Ragnarsson Sveit Kristjönu Steingrímsdótt- ur varð íslandsmeistari í para- sveitakeppni 1993 en 23 sveitir spiluðu um þennan titil um helg- ina. í sveitinni spiluðu ásamt Kristjönu Soffía Guðmundsdóttir, Sigurður B. Þorsteinsson og Jón Ingi Björnsson. Sveit Kristjönu hlaut 151 stig í 7 umferðum sem er u.þ.b. 21,5 stig að meðaltali í leik sem verður að teljast nokkuð sannfærandi í 16 spila leikjum. Lokastaða efstu sveita: Kristjana Steingrímsdóttir 151 Suðurlandsvídeó 143 Keiluhöllin 128 Stefanía Skarphéðinsd. 114 Grethe íversen 114 Erla Siguijónsdóttir 113 Ámína Guðlaugsdóttir 113 JónínaogUna 113 Sigursveitin er blanda yngri og eldri spilara. Kristjana Steingríms- dóttir hefir verið lengi í eldlínunni í bridsinu og hefir oft spilað í landslið- inu. Þetta ár hefír verið henni afar hagstætt. Meðal annars varð hún íslandsmeistari kvenna í tvímenningi fyrr í vetur. Soffía Guðmundsdóttir er frá Akureyri og hefír verið meðal bestu bridsspilara norðan heiða svo lengi sem menn muna. Soffía, sem nú er á 75. aldursári, tekur enn þann dag í dag þátt í öllum bridsmótum sem haldin á Akureyri og gefur hvergi eftir. Hún hefur spilað í kvennalandsliðinu og var síðast Ak- ureyrarmeistari 1987 með sveit Kristjáns Guðjónssonar. Jón Ingi Bjömsson er frá Dalvík en býr hér syðra. Hann og Soffía hafa oft spilað saman með ágætum árangri. Sigurður B. Þorsteinsson er meðal okkar bestu spilara til margra ára. Helgi Jóhannsson, forseti Brids- sambandsins, afhenti verðlaun í mótslok. Hann sagði m.a. að með þessu móti hefði verið lokað hringn- um í flóru íslandsmótanna. Nú væri spilað íslandsmót í öllum mögulegum mótum. Hann lýsti ánægju sinni með þetta mót. Búist hafði verið við 10-12 sveitum en þátttakan hefði verið tvö- föld. Keppnisstjóri og reiknimeistari var Kristján Hauksson. Bridsfélag Kópavogs Staðan í sveitakeppninni eftir níu umferðir: Ragnar Jónsson 165 Sigurður ívarsson 156 Þórður Jörundsson 148 Sævin Bjamason 146 Valdimar Sveinsson 144 Helgi Viborg 140 JAZC 140 Bridsfélag Sauðárkróks Úrslit í þriðju umferð aðalsveita- keppninnar urðu eftirfarandi: Ólöf Hartmannsd. - Ingibjörg Guðjónsd. 21-9 ElísabetKemp-EiðurM.Arason 21-9 BirgirEafnsson-GunnarÞórðarson 15-15 Einar Svavarsson - Bjami Brynjólfsson 23-7 Erla Guðjónsd. - Jón S. Tryggvason ■ 19-11 Staða efstu sveita: Ólöf Hartmannsdóttir 61 Jón S. Tryggvason 58 GunnarÞórðarson 51 Næsta mánudag verður spilað um Hauks- og Erlubikarinn í hjóna- og parakeppni félagsins. Vetrar-mitchell Bridssambandsins í vetrar-mitchell föstudagskvöldið 5. febrúar var spilað um fjögur sæti í tvímenningi Bridshátíðar sem er um næstu helgi (12.-15. febr.). 60 pör mættu til að spila og fylltist húsið þannig að bæta varð við borð- um svo allir gætu spilað. Þau pör sem komust inn í Bridshátíðartvímenn- inginn eru tvö efstu pörin í NS- og AV-riðlum. Úrslit kvöldsins urðu þannig í NS-riðli: Kjartan Ingvarsson/Ari Konráðsson 477 Guðbrandur Sigurbergss./Friðþjófur Einars. 446 Jón Ingi Bjömsson/Hróðmar Sigurbjömsson 407 Jón Stefánsson/Sveinn Sigurgeirsson 406 AV riðill: Guðrún Jóhannesd./Ragnheiður Tómasdóttir 493 MagnúsÓlafsson/PállÞórBergsson 492 Þráinn Sigurðsson/Vilhjálmur Sigurðsson 465 RagnaBriem/ÞórannaPálsdóttir 422 Næsta föstudag verður spilað eins og venjulega í Vetrar-mitchell og byijar spilamennska kl. 19. Skráning er á staðnum. íslandsmót kvenna I sveitakeppni Helgina 27.-28. febr. verða und- anúrslit í íslandsmóti kvenna spiluð í Sigtúni 9. Skráning er hafin á skrif- stofu Bridssambands íslands í s. 91-689360. Keppnisgjald er 10.000 kr. á sveit. Spilað verður í riðlum allir við alla og fer fjöldi sveita í riðli og spilafjöldi eftir þátttöku. Tvær efstu sveitir úr hveijum riðli komast síðan í úrslit sem spiluð verða helg- ina 13.-14. mars. Bridsfélag Hornafjarðar Staðan eftir 8 umferðir af 9: Gunnar Páll Halldórsson 181 Nesjamenn 145 Eskeyhf. 143 HótelHöfn 109 Ragnar Bjömsson 109 Átta efstu sveitimar komust áfram í úrslitakeppni. Næsta sunnudag 14. febrúar verð- ur gert hlé á keppninni vegna Brids- háttðar og spilaður Bridshátíðartví- menningur. Morgunblaðið/Amór íslandsmeistarar í parasveitakeppni 1993. Talið frá vinstri: Sigurð- ur B. Þorsteinsson, Kristjana Steingrímsdóttir, Soffía Guðmunds- dóttir og Jón Ingi Björnsson. Svipmynd frá parasveitakeppninni. Fyrirfram var búist við, 10-12 sveitum en 23 sveitir spiluðu og tvær sveitir boðuðu forföll á síð- ustu stundu vegna veikinda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.