Morgunblaðið - 25.02.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.02.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1993 Nanna Bisp Biichert Hönnun______________ Eiríkur Þorláksson íslenskir myndlistamenn, bú- settir erlendis, eru líklega fleiri en flesta grunar. Margir eru vel þekktir hér og sýna list sína reglu- lega á íslandi (t.d. Sigurður Guð- mundsson, Jóhann Eyfells, Tryggvi Olafsson, Karólína Lár- usdóttir og Hreinn Friðfinnsson), en aðrir eru sjaldséðari, en ekki síður velkomnir gestir þegar þeir koma. Nanna Bisp Buchert ljós- myndari er í síðarnefnda hópnum, en um þessar mundir stendur yflr sýning á ljósmyndum hennar í Gallerí Úmbru við Amtmannsstíg; sýningin hefur hlotið titilinn „Annarskonar fjölskyldumyndir". Nanna Bisp Búchert er uppalin á íslandi, en hélt eftir stúdents- próf til Kaupmannahafnar til náms og festi þar rætur. Fyrir um tuttugu árum tóku ljósmyndir hennar að birtast í dönskum blöð- um og tímaritum, og hún hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir listræn vinnubrögð; verk hennar hafa verið valin á ýmsar stórar sýningar á norrænni list, t.d. „Scandinavia Today“, sem var haldin í Bandaríkjunum 1982, og „Tender is the North“, sem var haldin í London í fyrra. Þessi frami kemur ekki á óvart. í ljósmyndum Nönnu á sýningunni í Gallerí Úmbru endurspeglast mikil vandvirkni í vinnslu mynd- anna, nákvæmni í myndbyggingu, lýsingu og vali á filmum og papp- ír, til að útkoman henti hveiju viðfangsefni sem allra best. Þessi vinna leggur grunninn að þeim gæðum, sem birtast í myndunum. Oftar en ekki bera verk þeirra sem búa erlendis með sér annan andblæ en er ríkjandi í listinni hér heima, og verða þannig til að kynna landmönnum fleiri svið myndlistarinnar en ella væru í boði. Það er vel. í myndröðinni „Annarskonar fjölskyldumyndir“ tekst Nanna á við verkefni sem margir myndlistarmenn hika við, vegna þess hversu hlaðið tilfinn- ingum það er; slík viðfangsefni er auðvelt að missa yfir í ofhlaðna væmni, ef óvarlega er farið. Myndröðin byggir á sendibréfum og gömlum fjölskyldumyndum, en grunninn er að fínna í sambandi dóttur við móður, í tvöfaldri merk- ingu. Hér skiptir sagan máli. Nanna ólst upp hjá móð- urömmu sinni í Reykjavík, en móðir hennar bjó í Kaupmanna- höfn. Móðir Nönnu skrifaði móður sinni fjölda sendibréfa á árunum 1932-46, en þau komust í eigu Guðrún Einarsdóttir Myndlist Eiríkur Þorláksson í austursal Kjarvalsstaða stendur nú yfir fyrsta boðsýning íslensks listamanns þar á þessu ári, en hér er um að ræða verk ungrar listakonu, Guðrúnar Ein- arsdóttur. Guðrún lauk námi frá málunar- deild Myndlista- og handíðaskóla íslands 1988, en var síðan viðbót- arár i fjöltæknideild, þannig að aðeins fjögur ár eru liðin frá því hún lauk listnámi. Þrátt fyrir það mun þetta vera áttunda einkasýn- ing hennar, auk þess sem hún hefur átt verk á sjö samsýningum síðustu þijú ár, þannig að þessi unga listakona hefur haldið sig vel að verki. Öll verkin nítján á þessari sýn- ingu eru unnin með hvítum lit, og benda til þeirra takmarkana sem Guðrún hefur sett sér; í fyrri sýningum hefur hún ýmist unnið eingöngu með hvítt eða svart, og þannig voru öli verkin á einkasýn- ingu hennar í Gallerí einn einn 1990 unnin með svörtum lit. Það mætti ætla að svo mörg stór, hvít málverk í einum sal kynnu að bera tilbreytingarleysið með sér, en svo er alls ekki; lista- konan skapar fjölbreyttan heim hreyfingar, mynsturs og hrynj- anda með ýmsum áhöldum (m.a. tenntum sköfum, sléttum spöðum o.fl.), sem er sérstakur fyrir hvert verk fyrir sig. Efnið er þykkt (akryl, pasto og .gel) og er vel fallið til þeirrar úrvinnslu, sem Guðrún hefur tamið sér. Árangur- inn verður sterk og blæbrigðarík myndgerð, sem verkar einkar vel á áhorfandann, þegar komið er inn í sýningarsalinn. Tilraunir af þessu tagi með liti og form í óhlutbundnu myndmáli er í sjálfu sér ekki nýtt fyrirbæri, og hafa, verið hluti rannsókna listamanna á þessu sviði alla öld- ina. Þannig gerði Kasimir Malevich 1918 röð málverka sem hann kallaði „hvítt á hvítt“ í súpr- ematískum formtilraunum sínum, og aðrir listamenn hafa kannað samspil forma og lita á viðlíka Guðrún Einarsdóttir: Málverk (1992). hátt síðar, t.d. innan svonefndrar Op-listar á sjöunda áratugnum; fleiri tengingar mætti nefna. En efnistök Guðrúnar og vinnu- brögð eru um margt sérstök. Það er efnið fremur en liturinn sem hún er að vinna úr; það er mótun þess og yfirborðsgildi sem gefa verkunum þann kraft og þá fjöl- breytni mynsturs og hreyfingar, sem geislar af þeim. Hvítt (hið hreina, bjarta) hentar einfaldlega betur en einstakir litir í þessu skyni. í myndunum má finna regluleg mynstur (hringi, lárétt og Ióðrétt markaða fleti, bylgjur yfir þveran flötinn o.s.frv.) sem og óregluleg, en í öllum verkunum er til staðar viss hrynjandi, sem heldur þeim saman. Hver áhorfandi mun áreið- anlega finna hér eitthvað við sitt hæfi. Það er hvíld, hógværð og jafnvel draumsýn í þessum mynd- um, sem þannig ná að skapa visst mótvægi við hinn eirðarlausa, sundurlausa og napra heim, sem sýningargestir hafa horfið frá um stund. Þrátt fyrir að þessi verk Guð- rúnar séu þannig ánægjuleg upp- lifun hveijum þeim sem kynnist þeim, fer ekki hjá því að sú hugs- un læðist að áhorfandanum að möguleikar þessa myndheims séu í raun þröngir, og verði fljótt tæmdir. Slíkar ályktanir eru eðli- legar, en virðast þó óþarfar enn sem kotnið er; hér er á ferðinni ung listakona sem er við upphaf síns ferils, og því verður athyglis- vert að fylgjast með á hvern hátt hún mun halda áfram að þroskast í lífsstarfi sínu. Sýning Guðrúnar Einarsdóttur í austursal Kjarvalsstaða stendur til sunnudagsins 7. mars. Nanna Bisp Biichert: Hún. Nönnu eftir af amma hennar dó. Bréfin eru þannig vottur um inni- legt samband dóttur og móður, og við lestur þeirra hefur Nanna enn síðar öðlast dýrmætt tæki- færi til að kynnast eigin móður, sem dó þegar listakonan var á barnsaldri. Ljósmyndirnar á sýningunni byggja ekki á efni bréfanna, held- ur þeim tengslum sem þau vekja við horfna daga fjölskyldusam- kvæma, æsku og áhyggjuleysi. Sendibréfin sjálf verða að táknum, sem og kuðungar, borðar, blúndur og gamlar ljósmyndir, sem settar eru í nýtt samhengi minninganna. í þessum verkum getur hver og einn lesið eigin fjölskyldusögu að nokkrum hluta, og þannig bera Nanna Bisp Biichert: í garðinum. þau með sér ljóðrænan blæ minn- inganna eða „nostalgíunnar" fyrir sýningargesti jafnt sem listakon- una sjálfa. Ekki er ástæða til að tíunda einstakar myndir öðrum fremur, þar sem þær eru afar jafnar að gæðum, og bera allar glöggan vott um þau vönduðu vinnubrögð, sem lýst var að framan. Tvö dæmi eru „í garðinum" (nr. 10) og „Hún“ (nr. 15), sem sýna vel þær samsetningar í uppbyggingu myndarinnar, sem Nanna hefur tileinkað sér hér. Segja má að helsti galli sýning- arinnar (sem er smávægilegur í ljósi kostanna) felist í hversu þröngt er um myndirnar, þrátt fyrir að sýningarstaðurinn hæfi þeim vel; en aðstæðurnar auka ef til vill enn á innileika þeirra. Sýningin á ljósmyndum Nönnu Bisp Búchert í Gallerí Úmbru við Amtmannsstíg stendur til mið- vikudagsins 24. febrúar. Leiksýning á kaffihúsi LEYNI-Leikhúsið frumsýnir „Þrusk“ á Café Sólon íslandus, sunnudaginn 28. febrúar. Sýningin samanstendur af tveimur einræðum og atriðum úr leikriti Jóhanns Siguijónssonar, Galdra-Lofti. í fréttatilkynningu segir: „Efnivið- ur í einræðurnar er sóttur úr ólíkustu áttum, en mestan heiðurinn eiga þó Anton Tsjekhov og Shakespeare, auk þess sem sótt er í smiðju Steins Steinars, Sigfúsar Daðasonar, Jóns lærða og Schwartzeneggers.“ Aðstandendur Leyni-Leikhússins eru Jóhanna Jónas, Vilhjálmur Hjálmarsson og Ásdís Þór- hallsdóttir. Jóhanna hefur lokið námi frá School for the Arts, Boston University, Vilhjálmur frá The Mountview Theatre School í London og Ásdís frá Leikhúsi og skóla dramatískrar listar í Moskvu. Einnig segir í fréttatilkynningu að markmið Leyni-Leikhússins sé fyrst og fremst að þróa og vinna að nýsköpun í íslensku leikhúsi og gefa ungum listamönnum tækifæri til þess að móta og framkvæma hugmyndir sínar um lifandi list í leikhúsi. Onnur sýning verður mánudaginn 1. mars, þriðja sýning miðvikudaginn 3. mars. Sýningarn- ar hefjast klukkan 20.30. DÚETT Tónlist_____________ Jón Ásgeirsson Þriðju ljóðatónleikarnir að Gerðubergi í ár voru haldnir sl. mánudag og komu þá fram Unnur A. Wilhelmsdóttir og Kolbeinn Ketilsson, ásamt Jón- asi Ingimundarsyni. Á efnis- skránni voru söngverk eftir Haydn, Wolf, Schumann, Dvor- ák og Alice Mary Smith. Tónieikarnir hófust á tveimur dúettum eftir Haydn, líklega úr einhveijum af óperunum hans, sem munu vera um það bil eða rúmlega 20 að tölu. Bæði Kolbeinn og Unn- ur hafa þegar aflað sér góðrar kunnáttu, sem enn er þó nokkuð meðvituð í allri útfærslu. Kolbeinn söng átta verk eftir Wolf, öl! við ljóð eftir Mörike. Það þarf mikið öryggi og góða kunnáttu til að flytja þessi erfiðu tónverk af ör- yggi og það gerði Kolbeinn og sum þeirra mjög vel, eins og t.d. Der Garter og Storchenbotschaft. Eftir hlé söng Unnur átta lög eftir Schu- mann. Það sama má segja um söng hennar og sagt var um Kolbein, að flutningurinn var grundaður á góðri kunnáttu og því til viðbótar, að Unnur hefur til að bera náttúru- lega vel hljómandi rödd, en hættir þó á stundum til að ofgera henni, þegar hún söng af fullum styrk. Tónleikunum lauk með tveimur dúettum eftir Dvorák og við- kvæmnislegum ástarsöng (líklega amerískum), eftir Alice Mary Smith, sem þau fluttu mjög fallega og af nokkrum innileik. Bæði Unn- ur og Kolbeinn eru efnilegir söngv- arar og hafa aflað sér góðrar menntunar, sem mun trúlega skila sér vel í framtíðinni og nýtast þeim í átökum við margvísleg viðfangs- efni. Jónas Ingimundarson lék með og átti margt frábærlega fallega gert, bæði í Wolf og Schumann en í þessum söngverkum, er jafnræði á milli píanósins og söngraddarinn- ar í túlkun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.