Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1993 ■ .1 t ■*-7 T -■ - r — ■— T ■T"' Silung’sveiði er víða byijuð þótt allur þorri veiðivatna leyfi ekki veiði fyrr en í maí eða jafn- vel í júní, allt eftir landshlutum og árferði. Helst eru það sjóbirt- ingsstöðvarnar sem opnaðar hafa verið, en einstaka vatnasil- ungsstöð er einnig opin. Sj óbirtingurinn Sjóbirtingsveiðin hefur oft byij- að betur en nú. Illa hefur gengið miðað við oft áður í Varmá í Olf- usi. Reytingsveiði hefur verið í helstu veiðistöðunum, Geirlandsá og Vatnamótum. Á þeim slóðum hafa menn talið sig verða vara við talsvert af fiski á stundum, en þarna hafa verið mikil hvassviðri svo dögum skiptir og hafa afla- brögð því orðið minni en ella. Veiði- maður einn sem var í þriðja „holli" í Vatnamótum sem lauk veiðum í byijun páskahátíðar sagði að þeir féiagarnir hefðu aðeins fengið einn góðan dag tii veiða, aðra daga hefði vart verið stætt úti við. Þeir fengu 6 sjóbirtinga, allt að 5 pund- um. Voru þá komnir 30 fiskar á land, allt að 11 pundum. Síðan hefur ekki fregnast af stórskotum, en fiskur verið að reytast á land þegar aðstæður hafa leyft ein- hveija ástundun. Svipaða sögu er að segja frá Geirlandsá. Reytingur hér, reytingur þar Reytingsveiði hefur verið í Baug- staðaósi við Stokkseyri, en veiðí hófst þar 1. apríl. Veitt er á tvær stangir á neðsta svæðinu, en í júní hefst veiði á fjórar stangir til við- bótar ofar í ánni. Guðmundur Sig- urðsson á Selfossi sagði í samtali við Morgunblaðið að veiðin nú væri sjóbleikja og staðbundinn urr- iði, 2 til 3 punda fiskar, og hefði Morgunblaðið/G Sjóbirtingar GÓÐ sjóbirtingsveiði úr Geir- landsá á dögunum. verið reytingur. „Þeir sem eru dug- legir hafa eitthvað upp úr krafsinu, en veiðin glæðist jafnan strax í júní, en þetta svæði gefur nokkuð árvisst svona 1.000 til 1.200 sil- unga, bleikjur og sjóbirting, og 20 til 30 laxa,“ sagði Guðmundur. Af öðrum verstöðvum má nefna, að veiðimenn hafa verið að næla sér í nokkra væna urriða í Meðal- fellsvatni og ekki hefur farið hjá því að einstaka hoplax hafi runnið sitt skeið á enda. Þá fréttist af veiðimanni sem var að skoða sig um við neðanverða Stóru-Laxá. Sá fann bleikjutorfu og veiddi úr henni 4 fiska, 2 til 4 punda. Dorgveiðimenn hafa nokkuð nýtt sér góðvirðiskafla og víða leitað fánga. Ekki er spuming að vötn á Arnarvatnsheiði hafa gefið besta aflann og fengu menn upp í 7 punda físka þar um páskana. Ein- stakir veiðimenn náðu allt að 30 til 40 fískum, mörgum af góðri stærð. Á sunnudag verður dorg- veiðikeppni á Úlfsvatni á heiðinni og sagði Gunnar Sigvaldason, einn skipuleggjenda uppákomunnar að von væri á góðu, veðurspáin væri góð og mikill hugur í dorgurum. Skófarið kom upp um piltana ÞRIR piltar voru handteknir grunaðir um innbrotstilraun í Esjuskála á Kjalarnesi í fyrri- nótt. Þjófavarnarkerfi söluskálans fór í gang við innbrotstilraunina og var lögreglu gert viðvart. Ummerki báru með sér að þjófarnir hefðu orðið frá að hverfa en skófar fannst á staðnum, auk þess sem dyrabún- aður bar merki um að reynt hefði verið að þvinga hann upp með skrúfj'árni. Skömmu síðar stöðvuðu lög- reglumenn Saab-bíl sem í vom þrír piltar. Einn var í skóm sem pössuðu við farið sem fannst á innbrots- staðnum, og í bílnum fundust verk- færi sem talið var að beitt hefði verið við að þvinga upp dyr sölu- skálans. Piltamir gistu fanga- geymslur en tveir þeirra hafa áður orðið uppvísir að þjófnaði. ♦ » ♦--- Hiólreiðamenn Ráðherra geti sett reglur um hjálmanot ALLSHERJARNEFND Alþingis leggur til, að einni grein verði bætt við umferðarlög, sem kveði á um heimild ráðherra til að setja reglur um notkun hlífðar- hjálma við hjólreiðar. í nefndaráliti segir, að land- læknir, yfirlæknir slysavarðstof- unnar í Reykjavík og heilaskurð- læknir hafi komið á fund nefndar- innar og mælt með því að nefndin flytti breytingartillögu við frum- varp um breytingar á umferðarlög- um um skyldu barna til að nota hlífðarhjálma á reiðhjólum. í álit- inu kemur fram, að Umferðarráð telji ekki tímabært að lögfesta slíka skyldu, lagasetningin hefði ekki gildi fyrr en notkun hlifðarhjálma hefði náð ákveðnu marki, 20-25%. í álitinu kemur fram, að skiptar skoðanir komu fram í allsheijar- nefnd um hvort rétt væri að lög- festa notkun hlífðarhjálma við hjól- reiðar, við hvaða aldur ætti að miða notkunina og um gerð hjál- manna. Niðurstaða meirihluta nefndarmanna varð sú, að leggja til að ráðherra hefði heimild til að setja reglur um notkun hjálmanna. „Er litið svo á að með þessu sé ekki lögfest heimild til þess að skylda hjólreiðamenn til að nota hlífðarhjálma,“ segir í nefndarálit- inu. WJtfpai 88 Éna m Mgkn í verslun okkar í Skeifunni 11 Sölusýning á öllum nýju 1993 árgerðunum af fjallahjólum og hefðbundnum hjólum, fyrir fullorðna og böm, tvíhjól og þrthjól. • Nýir litin • Nýp vélbúnaðup • Ný hönnun Nýjap gepðip • Nýip dempapagafflap • Nýip gípap Verslunin verður opin: Laugardaginn kl. 10.00 til kl. 16.00 Sunnudag kl. 13.00 til kl. 17.00 Reiðhjólaverslunini. ORNINNP' K" VISA &■■■■ SÉRVERSLUNí 68 ÁR raðgreiðslur PÓSTSENDUM UM LAND ALLT SKEIFUNNl V V VERSLUN SÍMI 679890 VERKSTÆÐI SÍMI 679891 TREK ■ JAZZ ■ SPECIALIZED ■ GT ■ WINTHER ■ PEUGEOT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.