Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						€1
18


-h
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1993
Flutningur nautgripa til
Mýrdals er ekki hættulaus
eftir Sigurð
Sigurðarson
í Morgunblaðinu 28. janúar og
aftur 10. mars eru fréttir um að
synjað hafí verið ósk tveggja ungra
manna í Mýrdal um að flytja aust-
ur þangað nautgripi af holdastofni
(Galloway) frá Gunnarsholti á
Rangárvöllum. Af viðtali Sigurðar
Jónssonar blaðamanns á Selfossi
við mennina mætti halda að ófag-
lega hafi verið staðið að málinu og
ranglæti beitt, mönnum sé bannað
að ástæðulausu það sem öðrum
hafi verið leyft. Þetta er alls ekki
þannig. Það má fyrirgefa ungum
atorkumönnum þótt þeir uni því
illa að fá ekki það sem hugur þeirra
girnist, en kapp er alltaf best með
forsjá. Sjálfsagt hefur þeim ekki
skilist nægilega vel að smithætta
fylgir því að flytja nautgripi til
Mýrdals frá sýktu svæði. Nú skal
reynt að útskýra hvers vegna leyf-
ið fékkst ekki.
1., Hæpið er samkvæmt gildandi
reglum að leyfa flutning frá sýktu
svæði til ósýkts svæðis á dýrum
sem taka garnaveiki. Ákvæði um
varnir gegn garnaveiki er m.a. að
fínna ( lögum nr. 23/1956 og
12/1967 og í reglugerð nr.
135/1952.
2. Slíkur flutningur til Mýrdals
er alls ekki hættulaus vegna þess
að garnaveiki sem sýkir sauðfé og
nautgripi er mjög lúmsk. Hún hef-
ur verið að færast í aukana í
Rangárvallasýslu utanverðri á liðn-
um árum. Hún hefur fundist á
Rangárvöllum en aldrei í Mýrdal.
Fé í Mýrdal er alveg óvarið gegn
þessari veiki en allt fé er bólusett
í Rangárvallasýslu og það getur
dulið veikina þar. Nautgripir og
bólusett fé á sýktum svæðum getur
gengið með þessa veiki langa ævi
án þess að sýna nokkur sjúkdóms-
einkenni. Hér má geta þess að um
fleiri smitsjúkdóma getur verið að
ræða en garnaveiki.
3. Ef garnaveiki kemur upp á
nýju svæði útheimtir það yfirleitt
að bólusetning verður að hefjast
strax og halda áfram úr því, enda
magnast tjónið fljótt ef það er ekki
gert. Þrátt fyrir bólusetningu verð-
ur sjúkdómsins vart áfram þótt tjón
sé lítið oftast nær. Kýrnar eru eft-
ir sem áður óvarðar. Þær eru ekki
bólusettar við þessari veiki hérlend-
is. Bólusetning kostar sitt og spillir
því miður nokkuð kjötgæðum.
4. Ef garnaveiki kemur upp er
enginn leikur að losna við hana
aftur. Hún verður oftast upp frá
því eins og falinn eldur á viðkom-
andi svæði. Það er því nokkuð á
sig leggjandi til að losna við að fá
garnaveiki. Ríkar ástæður þarf til
flutninga á gripum, ef minnsta
hætta er fyrir hendi.
5. Nautgripir í Mýrdal kunna
að vera viðkvæmir fyrir smitsjúk-
„Bændur í Mýrdal hafa
verið ákveðnir í því að
verja svæði sitt fyrir
smitsjúkdómum og ekki
viljað að tekin væri
óþörf áhætta í þessum
sökum."
dómum vegna einangrunarinnar.
Um langt skeið hafa ekki verið
fluttir nautgripir til Mýrdals vegna
þess að svæðið hefur verið talið
laust við flesta smitsjúkdóma sem
annars staðar herja. Ein undan-
tekning er frá þessu sem ég þekki.
Það var búferlaflutningur með
nautgripi sem leyfður var að vel
yfirveguðu máli frá bæ undir Aust-
ur-Eyjafjöllum (svæði sem garna-
veiki hefur aldrei fundist á) til eins
bæjar í Mýrdal. Á þeim eyfellska
bæ hefur verið ágætt heilsufar í
kúm og meira eftirlit með nautgrip-
um en á ýmsum öðrum kúabúum
vegna flutninga á nautkálfum það-
an á sæðingarstöð annað kastið.
Um áratugi höfðu ekki verið keypt-
ir þangað aðrir gripir en tvær kýr
eða kvígur úr Mýrdal, þegar bónd-
inn hóf búskap þar.
6. Ekki fæst full trygging gegn
garnaveiki þótt blóðpróf sé nei-
kvætt sem kallað er, þ.e, að engin
mótefni fínnist gegn garnaveiki.
Áþreifanlegt dæmi um þetta fékkst
Sigurður Sigurðarson
fyrir nokkrum árum þegar bónda
í Árnessýslu var leyft að flytja
nautgripi sína í V-Eyjafjallahrepp
er hann hóf þar búskap. Allur
hópurinn var neikvæður við garna-
veiki í blóðprófi. Sauðfé er bólusett
í hreppnum. Hreppsnefnd mælti
með leyfí. Sauðfjárveikivarnir féll-
ust á að veita leyfi til flutnings
gegn endurteknum blóðprófum.
Við blóðpróf sem tekið var aftur
Ert þú búinn að planta í vor?
Plöntusalan 1 Fossvoi
#f/á okkur fást ódýrar skógarplöntur,
kraftmold í pottana, trjákurl í beðin
og ráð í vanda.
Á laugardaginn:
Magnús Magnússon,
garðyrkjufræðingur, leiðbeinir frá kl. 10-15
Alla daga:
Tré, runnar, sumarblóm verkfæri.
SKÓGRÆKTARFÉLAG REYKJAVÍKUR
Fossvogsblotti 1, fyrirneðan Borgarspitalann, slmi 641770. Beinn slmi sóludeildar 641777
komu fram grunsemdir. Endur-
tekning sýndi það sama en engin
merki um veikina sáust á gripnum.
Þess vegna töldu menn um skeið
að prófið væri ekki rétt. Það end-
aði með því að kúnni var slátrað
og garnaveikisýklar fundust í görn-
um hennar. Þar með varð ljóst að
hún hafði verið smitberi. Gerðar
voru kostnaðarsamar ráðstafanir
til að hindra útbreiðslu, sem við
vonum að muni takast vegna
ágætrar samvinnu við bóndann og
hreppsnefndina. Full vissa er ekki
fengin ennþá þó senn séu liðin sjö
ár frá því að garnaveikin var stað-
fest.
7. Sauðfjársjúkdómanefnd hef-
ur með þessi mál að gera í sam-
ráði við yfirdýralækni. í henni eru
tveir dýralæknar og þrír bændur,
allt sanngjarnir og reyndir menn.
Nefndin hefur ekki viljað leyfa að
tekin væri áhætta nema eindregin
meðmæli heimamanna lægju fyrir
og þeir tækju ábyrgð á því að
varúðarreglum væri fylgt. Þegar
Sauðfjárveikivarnir fallast á flutn-
ing hefur þó alltaf verið áskilið að
það væri með vitund og samþykki
viðkomandi héraðsdýralæknis og
sveitarstjórnar. Það er því rangt
sem haldið var fram í viðtalínu 10.
mars að flutningar úr Gunnarsholti
í aðra landshluta væru „undantekn-
ingarlaust án nokkurra afskipta
nefnda eða heimamanna nema hér
í Mýrdalnum". Það byggist líka á
misskilningi þegar sagt er að ég
hafi gefíð „munnlegt leyfí" fyrir
flutningnum eins og umsækjend-
urnir halda fram í viðtalinu 28.
janúar sl.
8. Bændur í Mýrdal hafa verið
ákveðnir í því að verja svæði sitt
fyrir smitsjúkdómum og ekki viljað
að tekin væri óþörf áhætta í þess-
um sökum. ósanngjarnt er að álasa
mýrdælskum bændum fyrir slíka
varfærni. Ég vona að seinna meir
megi kalla hana lofsverða fyrir-
hyggju. Mennirnir ættu frekar að
kenna mér um að þessari beiðni
var hafnað þar sem ég hef mælt
eindregið gegn því að leyfi væri
veitt af þeim ástæðum sem nefndar
hafa verið. Yfirdýralæknir byggði
á því áliti.
9. Því má svo bæta við að leyfi
sem gefíð yrðí myndi bjóða upp á
framhald. Aðrir teldu sig eiga rétt
á sams konar leyfum í nafni rétt-
lætis og samræmis. Við það opnað-
ist svæðið fyrir áframhaldandi að-
flutningi með tilheyrandi nýrri
áhættu.
í-viðtalinu í Morgunblaðinu 10.
mars er því haldið fram að sam-
bærileg leyfí hafi verið gefín fyrir
garnaveikilaus svæðí eins og Borg-
arfjörð og Dalasýslu. Þetta er alls
ekki rétt eða sambærilegt. í báðum
héruðunum hefur garnaveikin
fundist og þar hefur verið bólusett
um langt árabil. í Dalahólfí nyrðra,
sem einnig hefur verið leyft að
flytja til, hefur þó ekki fundist
garnaveiki ennþá. Stöðugt verður
að sýna mikla gát vegna þess m.a.
* Kælir 150 Itr.
* Án frystihólfs
* Sjálfvirk affrysting
* H:85cm B:58cm D:60cm
Kr. 27.900- 26.900."«
*  Kælir 240 Itr.
*  Án frystihólfs
*  Sjálfvirk affrysting
#.H:120cm B:58cm D:60cm
TIIBOÐ 00 Qftft-
Kr. 34.900- jZ.VUU
RONNING
SUNDABORG15
SÍMI 68 58 68
+
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60