Morgunblaðið - 03.06.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.06.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1993 Ágreimngsmál Mývetninga eftir Kristján Þórhallsson Tvö ágreiningsmál Mývetninga hafa komist í hámæli utansveitar að undanförnu. Skólamálið Annað þessara mála er skóla- málið. Sveitarstjórn hefur nú sem kunnugt er endanlega afgreitt það mál í samræmi við tillögur fræðsluskrifstofu umdæmisins, þ.e. að Grunnskóli Skútustaða- skólahverfis verði í nýju skólahúsi í Reykjahlíð, en skólasel á Skútu- stöðum fyrir 1.-3. bekk næstu 3 ár. Að sjálfsögðu ber að hlíta lög- legum samþykktum meirihluta bæði skólanefndar og sveitar-' stjórnar í þessu máli, þó ekki séu allir fyllilega sáttir við þau mála- lok. Vitanlega getur óbreytt skóla- stefna aldrei gilt hér í Mývatns- sveit um aldur og ævi. Nú er senn lokið við að byggja vandað og mjög fullkomið skólahús í Reykja- hlíð sem verður væntanlega tilbúið fyrir næsta skólaár. Hægt er að kenna öllum nemendum í Mý- vatnssveit í þessu húsi, og er sjálf- sagt að nýta það til fulls eftir því sem ástæður leyfa. Þegar bygging hússins hófst voru nemendur hér í sveitinni yfir 100 en nú 80. Þetta kallar auðvitað á gjörbrejTta skólastefnu. Enda líka talið hag- kvæmast að kennsla fari fram á einum stað. Menn verða að átta sig á þessum staðreyndum þegar verið er að fullmóta framtíðar skólastefnu í Mývatnssveit. Kripalujóga Orka sem endist Byrjendanámskeið hefst 7. júní. Kennt mánud. og miðvikud. frá kl. 16.30-18.00. Kennari Áslaug Höskuldsdóttir. Skeifunni 19,2. hæð, s. 679181 (kl. 17-19). Kísiliðjan Það vekur furðu að að hluta eru sömu andstöðumenn við breytta skólastefnu hér í sveitinni og vilja jafnframt Kísiliðjuna burtu. Hver er ástæðan? Hún virðist vera orðin augljós. Fólksfjölgunin í norðurhluta sveit- arinnar vegna Kísiliðjunnar var þeim slíkur þyrnir í augum því þá mundu valdahlutföllin í sveitinni breytast þeim í óhag. Þess vegna þótti bráðnauðsynlegt að stöðva starfsemi hennar með öllum ráðum og fækka fólkinu áður en skóla- húsið í Reykjahlíð yrði fullbyggt. Þessir menn hafa reynt að telja fólki trú um, að Kísiliðjan hafi stórskaðað lífríki Mývatns. Þrátt fyrir umfangsmiklar og fjárfrekar rannsóknir í mörg ár hefur ekkert sannast um tjón af hennar völdum. Hins vegar er hægt að sanna að með dælingu úr Ytriflóa hefur raunar tekist að bjarga tilveru hans sem er vissulega veruleg náttúruvernd. Um fugl og fisk Andstæðingar Kísiliðjunnar halda því aftur á móti fram að dælingin úr hluta Ytriflóa hafi stórskaðað lífríki Mývatns. Hvar hafa þeir sannanir fyrir því? Þeir segja að silungsveiðin hafi minnk- að, fuglunum fækkað og hrópa sífellt úlfur, úlfur. Aldrei er talað um skaðsemi minksins í Mývatnssveit síðari ár. Þó er vitað að hann eyddi næstum öllu varpi í Slútnesi, helsta varp- svæði í Mývatni, og víðar hvarf andavarpið að miklu eða öllu leyti. brother merkivélar txother 2000 5 leturgerðir, 9 minni ofl. brother 8000 10 leturgerðir, 6 stærðir, Þ og Ð, strikamerki ofl. Kristján Þórhallsson „Það vekur furðu að að hluta eru sömu and- stöðumenn við breytta skólastefnu hér í sveit- inni og vilja jafnframt Kísiliðjuna burtu.“ En fyrir dugnað Inga Yngvasonar, minkaveiðimanns, hefur tekist að halda minknum niðri hin síðari ár. En ekki má slaka á eftirliti og minkaveiðum ef ekki á allt að fara í sama horfið. Enginn vafi er á því að minknum tókst þegar verst lét að fæla fuglinn burtu og höggva stór skörð í stofninn á Mýv&tni. Því miður bendir margt til að hann sé farinn að ná sér upp á nv. Arið 1991 var mikið af fugli, 3M Eyrnatappar ekki síst unga, á vatninu enda veður þá hagstætt og lífríkið í miklum blóma. Sumarið 1992 virt- ist varpið víða ætla að verða með besta móti. En veðurofsar um miðjan júní og Jónsmessuhret urðu til þess að fuglinn afrækti hreiðrin svo að örfáir ungar komust út á vatnið. Auðvitað var þetta mikið áfall fyrir stofninn. Undanfarna daga hefur sést mikið af fugli hér við Ytriflóa, og meira að talið er en síðustu ár, miðað við árstíma. Einnig vekja athygli stórir hópar af húsönd sem sumir hafa haldið fram að væri í mikilli útrýmingar- hættu. Enn hrópa andstæðingar Kísil- iðjunnar „allt er dautt" vegna dælingarinnar úr Ytriflóa. í októ- ber 1991 kannaði undirritaður við- horf félaga í Veiðifélagi Mývatns til áframhaldandi starfsemi Kísil- iðjunnar. Samtals 23 félagar eða % félagsmanna lýstu stuðningi við hana. Þann 15. mars 1991 var á fundi í Veiðifélagi Mývatns samþykkt samhljóða tillaga þar sem net skyldu ekki vera höfð í vatninu að degi frá 1. ágúst til 27. septem- ber. Sannað er að fuglinum og ekki síst ungunum er hættara við að fara í netin á daginn heldur en um nætur. Menn höfðu nú hald- ið að slíkt mundi stuðla að frekari náttúruvernd, en hvað skeður? Stjórn Veiðifélags Mývatns fékkst ekki til að framfylgja þessari sam- þykkt þrátt fyrir ítrekuð tilmæli félagsmanna 1991, og ekki heldur sumarið 1992. Það er alvarlegt mál að stjórnin, sem þykist vera málsvari verndunar lífríkis Mý- vatns þegar Kísiliðjan á í hlut, fæst ekki til að fylgja framan- greindri tillögu. Hvað veldur? Bréf „bændanna“ 10. mars sl. birtist bréf ritað af fjórtánmenningum sem segjast allir vera bændur á Mývatnssvæð- inu. Þegar nánar er að kannað hvaða bændur hér er um að ræða, kemur í ljós að aðeins 6 búa við Mývatn og enginn við Ytriflóa. Þeir sem ekki búa á bökkum Mý- vatns hafa enga möguleika til að fylgjast nægilega vel með lífríki þess og fuglastofnum. Engu að síður skrifa þessir fjórtánmenn- ingar undir ósannaðar fullyrðingar og segja í bréfinu, að rannsóknir hafi ekki sýnt „neina aðra mögu- lega skaðvalda fyrir hinni miklu lífríkishnignun á svæðinu en námugröft Kísiliðjunnar" og því verði hún að hætta starfsemi eins fljótt og auðið er, ef takast eigi að bjarga svæðinu. Sveiflur á silungsveiði Mikið hefur verið rætt og ritað um tíðar sveiflur á silungsveiði í Mývatni og minnkandi afla. And- stæðingar Kísiliðjunnar kenna starfsemi hennar um. Ástæða er til að skoða þetta ofurlítið nánar. Stefán Stefánsson í Ytri-Neslönd- um, f. 1854, d. 1929, ritaði mikið um veiði í Mývatni og m.a., að eftir því sem næst yrði komist og eftir sögnum gömlu mannanna, þá hefði hver aldan rekið aðra, að veiðileysisár hafa komið mörg ár í röð og svo aftur nokkur aflaár mismunandi mikil. Hjálmar Helgason, f. 1833, d. 1916, sagði oft margt um veiði- skap og annað frá fyrri tíð. Hann sagði að faðir sinn hefði sagt sér að einar þrjár bröndur hefðu veiðst yfir heilt sumar á Skútustöðum og eitt árið hefði úr öllu Mývatni verið dregin ein branda á dorg. Þá segir Þorgrímur Starri í við- tali við Þjóðviljann 1959 m.a.: „Veiðin hefur alltaf gengið í öld- um, alltaf verið áraskipti að sil- ungsmagninu í vatninu og byggist það vafalaust á tíðarfarinu. Hins vegar er þess ekki að dyljast að hið alvarlega veiðileysi nú stafar af miklu leyti af ofveiði á undan- förnum árum. Ný gerð tækni er komin til sögunnar, nælonnet, vél- bátar og netafjöldinn er úr hófi fram.“ Þessar tilvitnanir í gagnmerka menn sýna og sanna að miklar sveiflur voru í lífríki og veiði í Mývatni löngu fyrir daga Kísiliðj- unnar. Síðustu ár má því um kenna óhagstæðu veðurfari, skefjalausri sókn, engri ræktun og miklu full- komnari tækni, - en Kísiliðjunni ekki. Höfundur er fyrrverandi starfsmaður Kísiliðjunnar og býr að Björk í Mývatnssveit •./tiHn-nnnt'V':,. æsileg sumarvara! Langur laugardagdr framundan - opiö frá kl. 10.00 til 17.00 *5 : ' S. J f. SNIDUC BLAÐA- CRIND ÁAÐEINS KR. 3.700,-. EINNIG MIKIÐ ÚRVAL AF TÁGA- VÖRU. * 1 - ">-■ - > •* ■' 1 i! j 6 CLÖS í PAKKA i|| ÁAÐEINS 395, CHUBB -STÓLARNIR ERU KOMNIR AFTUR! KR. 9.490,- STGR. PÚÐARNIR KR. 1.990,-. lliBiii habitat DECK sólstólar. vandaðir EIKARSTÓLAR í MÖRGUM LITUM. VERÐ KR. 2.950,-. "| • HINIR SÍVINSÆLU CAMP LEIKSTJÓRASTÓLAR V----------------------------------------------------------—------' ákr.2.400,- LAUGAVEGI 13 - SÍMI (91) 625870
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.