Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JUNI 1993
Sfoi^tiiiÞIafrife
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Bjöm Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan-
lands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Þekkingiii er
markaðsvara
I
CJamdráttur í þorskafla og
Ö lækkandi^ verð fiskafurða
|hefur minnt íslendinga óþyrmi-
lega á það hversu sveiflukennt
efnahagslíf þeirra er. Við höfum
um áratuga skeið verið háð einni
auðlind, fiskimiðunum, um af-
komu okkar. Nú skreppur af-
raksturinn af þessari auðlind
saman og áhrifm á efriahag þjóð-
íarinnar eru gífurleg.
Kreppur hafa áður dunið yfir,
; en viðbrögð stjórnvalda og at-
vinnulífs hafa löngum miðað að
• því að halda út þar til afli ykist
að nýju eða verð hækkaði á er-
lendum mörkuðum. Hagvöxtur
var sóttur með sífellt meiri sókn
í fiskimiðin. Nú sjáum við hins
'vegar fram á að hún verður ekki
aukin. Fiskistofnarnir þola ekki
að sótt sé í þá í jafnmiklum
mæli og gert hefur verið. Við
gætum þurft að sætta okkur við
að afrakstur af fiskimiðunum
minnki, að minnsta kosti á næstu
árum.
Við slíkar kringumstæður
hljóta menn hins vegar að beina
sjónum að þeirri auðlind, sem lík-
legust er til að skila okkur hags-
bótum til langs tíma, en það er
þekkingin, sem býr í þjóðinni,
mannauðurinn sjálfur. íslending-
ar hafa stórbætt menntun þjóð-
arinnar á undanförnum áratug-
um. Rannsóknir og þróunarstarf
hafa skilað mikilsverðum árangri
¦ í atvinnulífinu, ekki sízt í því að
auka verðmæti þeirra vara, sem
unnar eru úr hráefnurn okkar. Á
sumum sviðum standa íslending-
,ar öðrum þjóðum framar, sér-
staklega á sviði sjávarútvegs.
I Hér hefur safnazt saman gífur-
•:Ieg sérþekking á rekstri, veiði-
og vinnslutækni og markaðssetn-
ingu sjávarafurða. íslenzkur
sjávarútvegur er einn sá tækni-
væddasti í heimi, og — þrátt fyr-
ir of stóran flota og of mörg
vinnsluhús — betur rekinn en
sjávarútvegur í mörgum sam-
keppnislöndum okkar og hefur
komizt að mestu leyti af án ríkis-
styrkja.
Yfirburðaþekking íslendinga á
sjávarútvegi er sú markaðsvara,
sem getur hækkað mest í verði
og skilað okkur mestum tekjum
á næstu árum, sé rétt haldið á
spilunum, auk nýtingar orkunn-
ar. A undanförnum árum hafa
erlendir aðilar í auknum mæli
leitað til íslendinga og óskað
samstarfs á sviði sjávarútvegs.
Umleitanir af þessu tagi hafa
meðal annars komið fra Chile,
Þýzkalandi, Indlandi, Mexíkó og
arabaríkjunum. Fiskimið sumra
þessara ríkja, til dæmis Chile,
Mexíkó og Indlands, eru að miklu
leyti ókönnuð og ónýtt og þar
eru gífurlegir vaxtarmöguleikar
fyrir sjávarútveg. Við uppbygg-
ingu sjávarútvegs í þessum ríkj-
um þarf markaðsþekkingu, verk-
kunnáttu og góð tæki. Þetta allt
geta íslendingar lagt til. Miklir
möguleikar eru jafnframt í því
fólgnir að fara með íslenzk sírip
til veiða á fjarlægum miðum, sem
þjónar því hlutverki um leið að
minnka fiskiskipaflotann sem
veiðir á íslandsmiðum.
Forsenda þess að þetta sé
hægt, er að hægt sé að fara með
íslenzk skip á veiðar á fjarlægum
slóðum tímabundið, á meðan
reynsla er að komast á veiðarn-
ar. Tvíhöfðanefndin svokallaða
lagði til í skýrslu sinni að lögum
yrði breytt þannig að fara mætti
með skip til veiða erlendis t>g
skrá þau að nýju hérlendis án
þess að þau misstu veiðileyfi.
Jafnframt þurfa þeir, sem hyggja
á samstarf við útlendinga, að
eiga aðgang að lánsfé, en það
er oft af skornum skammti.
Ákveðin hugarfarsbreyting hjá
bönkum og sjóðum er nauðsynleg
í þessu tilliti.
Dæmi um árangursríkt starf
á sviði samstarfs við erlenda
aðila í sjávarútvegi eru kaup
Granda á hlut í Friosur í Chile
og kaup Útgerðarfélags Akur-
eyringa á meirihluta í Mecklen-
burger Hochseefischerei í
Rostock í Þýzkalandi. Þar er þó
þrátt fyrir allt um hlutfallslega
litlar fjárfestingar að ræða, mið-
að við þá gífurlegu möguleika,
sem eru fyrir hendi. Ólafur
Ragnar Grímsson alþingismaður
benti á það í viðtali við Morgun-
blaðið síðastliðinn laugardag að
ef til vill hugsuðu íslendingar of
smátt í þessum efnum. A Ind-
landi væru fjármálamenn tilbúnir
að leggja fé í sjávarútvegsfyrir-
tæki, sem gæti rúmað allan sjáv-
arútveg íslendinga, ef á annað
borð væri sýnt fram á að veiðar
og vinnsla fisktegunda úr Ind-
landshafi væri arðbær starfsemi.
Þótt fara beri ' að öllu með
gát, er óþarfi að hafa asklok
fyrir himin. Athafnamenn í ís-
lenzkum sjávarútvegi vita að
þekkingin, sem þeir búa yfir, er
gulls ígildi. Eftirspurn eftir henni
er vaxandi á svæðum, sem kunna
að verða mestu hagvaxtarsvæði
heíms næstu áratugina. Með því
að flytja út þekkinguna og allt
sem henni fylgir; tæki, skip og
þjálfaðan mannafla, geta íslend-
ingar náð til sín talsverðum skerf
af þeirri verðmætasköpun, sem
mun eiga sér stað í sjávarútvegi
um allan heim. Við ættum ekki
að einblína á náttúruauðlindirnar
í íslenzkri efnahagslögsögu sem
okkar eina lifibrauð. Vaxtar-
broddur íslenzks sjávarútvegs er
ekki aðeins á íslandsmiðum.
Hann er alls staðar þar sem
þekkingar og fagmennsku er
þörf í sjávarútvegi.
Löglegar
uppsagnir
Bankastjórn Lands-
bankans mótmælir
áliti SÍB
BANKASTJORN Lands-
banka íslands mótmælír því
að hafa brotið lög um hóp-
uppsagnir þegar tilkynnt
var um uppsagnir 74 starfs-
manna um mánaðamótin.
Jafnframt mótmælir banka-
stjórnin skýringum Sam-
bands íslenskra banka-
manna á efni laganna.
í bréfi bankastjórnar til Sam-
bands bankamanna í gær kemur
meðal annars fram að afstaða
bankans sé í samræmi við túlkun
Vinnumálaskrifstofu félagsmála-
ráðuneytisins. Því verði ekki fall-
ist á að uppsagnir verði afturkall-
aðar. ítrekuð eru mótmæli vegna
fullyrðingar um að bankinn hafi
brotið gegn lögum. Uppsagnirnar
hafi verið framkvæmdar í sam-
ræmi við lög og kjarasamninga
starfsmanna bankanna.
Náði með naumindum á fæðinj
Rétt slapp til
hja okkur
„FÆÐINGUNA bar nokkuð brátt að, ég var búin að eiga 20 mínút-
um eftir að ég fékk fyrst verk," segir Ingibjörg Haraldsdóttir frá
Patreksfirði, en hún eignaðist dreng í fyrradag eftir að hafa verið
flutt með neyðarbíl slökkviliðsins á fæðingardeild Landspítalans.
Drengurinn fæddist um leið og Ingibjörg var komin á deildina.
Ingibjörg er búsett á Patreks-
firði og kom hún til Reykjavíkur
nýlega til að fæða sitt fjórða barn.
Hún dvaldi hjá mágkonu sinni í
Breiðholti og þegar stundin rann
upp óku þær af stað áleiðis á fæð-
ingardeildina. Þegar þær voru
komnar inn á aðrennslisbraut milli
Miklubrautar og Reykjanesbrautar
leist mágkonunni ekki meir en svo
á blikuna, að hún snaraðist út úr
bifreið sinni og fékk ökumann að-
vífandi bifreiðar til að hringja á
sjúkrabíl.
»   „Þetta rétt slapp til hjá okkur,
drengurinn fæddist um leið og við
komum inn úr dyrunum. Þetta er
fjórða barnið mitt og fæðing allra
hefur borið nokkuð brátt að, en
þessi tók þó skemmstan tíma, ekki
nema um 20 mínútur," sagði Ingi-
björg, en drengurinn var 10 merk-
ur og 47 sentímetrar.
Ingibjörg verður á fæðingar-
heimilinu fram að helgi og sagði
luín að þau mæðgin væru stálsleg-
in. Þau ætla að vera nokkra daga
í borginn áður en haldið verður
heim á Patreksfjörð.
II
Járnblendið
STARFSMÖNNUM Járnblendifélagsins he'fur tekist að lækka fram-
leiðslukostnaðinn um 20%.
Skipulagsbreytingar t
Starfs
uppsöí
SÚ ákvörðun framkvæmdasrjórnar í
Sveini Kjartanssyni forstöðumanni upr
son, fyrrum forstöðumann, í nýtt starf
gagnrýnd í ályktun fundar starfsmai
8.1. Framkvæmdastjórnin hefur sent :
málsins og segir í henni að nauðsynle
fólki heimilisins upp störfum til að grt
við nýja skipulagsskrá. Pétur Sveinbjai
srjórnar, segist ekki sjá ástæðu til þt
stakra starfsmanna að svo komnu má
son vegna málsins í gær.
Fundur   starfsmannafélags   Sól-
heima   harmar   að   framkvæmda-
567 milljóna tap af járnblendiverksmiðjunni í fyrra
Hagnaður á fyrstu
5 mánuðum ársins
HAGNAÐUR varð af rekstri íslenska járnblendifélagsins hf. á
Grundartanga fyrstu fimm mánuði þessa árs og er það í fyrsta
sinn sem afkoman er jákvæð frá árinu 1990. Hins vegar var 567
milljóna króna tap á rekstrinum á síðasta ári. Þetta kom fram í
ræðu Stefáns Olafssonar stjórnarformanns á aðalfundi félagsins
sem haldinn var í Reykjavík í gær.
Fram kom hjá Stefáni að hluti
neyðaráætlunar til bjargar járn-
blendiverksmiðjunni hefur þegar
komið til framkvæmda og haft í för
með sér nærri 20% lækkun fram-
leiðslukostnaðar. Einnig kom fram
hjá honum að eigendur félagsins
hafi nú nálgast mjög samkomulag
um aukningu hlutafjár í fyrirtækinu
og væri þess vænst að aðilarnir
allir tækju fullan þátt í endurfjár-
mögnun þess. Enn á eftir að fjár-
magna uppsafnaðan vanda liðinna
tapára en leitað hefur verið til
banka um framlengingu lána og
frestun á endurgreiðslu þeirra.
í fréttatilkynningu frá íslenska
járnblendifélaginu segir að á fund-
inum hafi komið fram að ýmis teikn
væru á lofti um að verðlag á ein-
stökum mörkuðum muni skána eft-
ir því sem á árið líður. Þá kom það
fram að fyrirtækið fær á næstu
dögum vottun fyrir gæðastjórnun-
arkefi sitt samkvæmt hinum alþjóð-
lega staðli ISO 9001.
Eftirsóknarverðar aðstæður
Stefán Ólafsson vakti á fund-
inum athygli á því að á Grundart-
anga væru aðstæður á margan veg
hagstæðar fyrir frekari þróun iðju-
rekstrar, sem verið gætu eftirsókn-
arverðar fyrir aðila, sem Ieggja vilja
út í nýja fjárfestingu. Sérstaklega
vakti hann athygli á gagnkvæmum
ávinningi járnblendifélagsins og
nýrra aðila, sem væri fólgin í sam-
eiginlegri nýtingu þeirrar aðstöðu,
sem þegar er á staðnum. Þá minnti
Stefán á að jarðgöng undir Hval-
fjörð myndu enn styrkja þessa stöðu
svæðisins.
Stjórn félagsins var að mestu
endurkjörin á aðalfundinum í gær.
í henni eiga sæti dr. Stefán Ólafs-
son prófessor, formaður, Sturla
Böðvarsson alþingismaður, Jón
Sveinsson lögfræðingur og Tryggvi
Sigurbjarnarson verkfræðingur,
sem fulltrúar íslenska ríkisins, Mar-
ius Grönningsæter og Arnfínn
Holás, sem kom inn í stjórnina í
stað Isak JLauvás, fulltrúar Elkem
a/s, og Ko Kurimoto, fulltrúi Sumi-
tomo Corporation.
st
<
f(.
fr
m
F
le
þi
ui
Ji
m
st
fc
st
ni
st
V(
fr
fí
fí
hi
hi
m
s>
st
hi
S.
1!
n;
i
st
vi
Si
á
m
rí
hi
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60