Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						•, > p [
•
9.?,
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JUNI 1993
39
Mhming
Grímur Eiríksson
íLjótshólum
Við lát þessa nafna míns og ná-
frænda rifjast upp hlýjar minningar
frá langri samleið, sem hófst er við
vorum smástrákar. Faðir Gríms, Ei-
ríkur Grímsson, frá Syðri-Reykjum
í Biskupstungum, og móðir mín Katr-
ín voru alsystkin, en þau ólust upp
í stórum systkinahópi, sem síðar
dreifðist viða. Fjögur fluttust til
Norðurlands, eða þær Ágústína á
Haukagili og Herdís í Vatnshlíð, auk
þeirra Eiríks og Katrínar. Er af þessu
ljós saga hvernig þessi grein Bol-
holtsættarinnar fluttist norður yfir
Kjöl, en Grímur afi okkar Gríms í
Ljótshólum var fjórði liður frá þeim
Bolholtshjónum Eiríki Jónssyni og
Kristínu Þorsteinsdóttur, sem bjuggu
í Bolholti á Rangárvöllum á árunum
1760 til 1783.
Móðir Gríms í Ljótshólum var Ing-
iríður Jónsdóttir, frá Ljótshólum, en
móðir hennar var Guðrún Eysteins-
dóttir, systir Björns er eitt sinn bjó
á Réttarhóli í Forsæludalskvíslum.
Með ýmsu móti bar Grímur Eiríks-
son svipmót feðra sinna er blandað-
ist þannig í persónuleika hans að
geðfellt var. Hann hafði glaða fram-
komu og kunni vel að halda á spaugs-
yrðum um menn og málefni, án þess
að sárindum ylli. Hann kunni mjög
skil á málefnum samfélagsins, en
krafðist, þar um, lítillar forustu þótt
nokkuð væri þar til kvaddur. Var
m.a. í skattanefnd Svínavatnshrepps
Sigurjón Sigtryggs-
son - Minning
Um páskana í vor frétti ég að
Sigurjón Sigtryggsson fræðimaður
og rithöfundur á Siglufirði væri
kominn á sjúkrahúsið á Akureyri.
Mánuði seinna barst mér til útlanda
fregnin um andlát hans.
Liðið er hátt í hálfa öld síðan við
Sigurjón hittumst fyrst, á matsölu á
Siglufirði. Fljótlega þróaðist með
okkur kunningsskapur og síðan vin-
átta sem varð því traustari sem
lengra leið. Síðustu árin stóð ég svo
í þakkarskuld við þennan gáfaða og
stórfróða mann fyrir ráð og leiðbein-
ingar sem hann gaf mér þegar ég
byrjaði sjálfur að fást við grúsk.
Síðastliðna hálfa öld hafa orðið
aldahvörf hér á landi í mörgum efn-
um, ekki síst menntunarmöguleikum
ungs fólks. Það er freistandi að velta
fyrir sér hver hefði orðið ævibraut
Sigurjóns Sigtryggssonar ef hann
hefði í æsku átt kost á að feta þá
beinu og breiðu braut til æðstu
mennta sem nú má heita opin hverj-
um unglingi, í stað þess að flytjast
milli þrettán heimila fyrstu fimmtán
æviárin og hefja síðan hina eiginlegu
lífsbaráttu í þrengingunum og at-
vinnuleysi heimskreppunnar miklu.
Lærdómur er raunar ekki einhlít-
ur til að vinna merkileg afrek, til
dæmis að rita merkar bækur. Til
þess þarf fyrst og fremst merkilega
menn, sem hafa metnað, greind og
eljusemi til að skila góðu verki. Þetta
hefur þó ýmsum greindum og gegn-
um mönnum tekist í hjáverkum frá
erfiðisvinnu og þrátt fyrir kröpp
æskukjör. Einn þeirra var Sigurjón
Sigtryggsson.
Prentaðar bækur Sigurjóns eru í
sex bindum, Sjóferðaminningar Sig-
urpáls     Steinþórssonar,     Frá
Hvannadölum til Úlfsdala í þrem
bindum og Hreiðarsstaðakotsætt í
tveim. Greinar hans í Súlum, Sögu
og Siglfírðingabók, Skagfirskum
æviskrám og víðar nema eflaust
vænu bindi. Otalið er þá stærsta og
merkasta verk hans, sem ekki var
að fullu lokið þegar hann lést, en
það eru æviskrár Siglfirðinga og
Ólafsfirðinga allt aftur til 1835. Það
verk var þó svo langt komið, að
horfur eru á að það verði gefið út
innan skamms og mun þá væntan-
lega fylla nokkur bindi.
Hér verður ekki rakið lífshlaup
Sigurjóns í einstökum atriðum. Það
var gert í ágætri minningargrein
Þorsteins Jónssonar ættfræðings,
sem birtist á útfarardaginn, og
ástæðulaust er að endurtaka. Til-
gangurinn með þessum orðum er
einungis að votta minningu góðs
vinar og ágæts fræðimanns skyld-
uga virðingu og ástvinum hans sam-
úð.
Benedikt Sigurðsson.
um árabil. Grímur var bóndi í Ljóts-
hólum á árunum 1946 til 1970, er
hann hætti búskapnum vegna heilsu-
brests. Dvaldi hann þó, allmörg ár,
hér nyrðra, eftir búskaparlokin, og
var þá á tímabili gjaldkeri og reikn-
ingshaldari Húnavallaskóla. Eftir að
hann flutti til Reykjavíkur gerðist
hann vaktmaður í stjórnarráðshúsinu
meðan heilsan leyfði. Samviskusemi
hans og drengskapur í störfum var
óbrigðul og á gleðistundum var hann
heill og léttur. Hann var söngvinn
og spilaði nokkuð á orgel, eins og
faðir hans hafði gert, meðan hans
naut við. Heimilið í Ljótshólum ein-
kenndist af snyrtimennsku og hlý-
leika er orsakaði vellíðan þeirra er
þar komu eða dvöldu.
Árið 1947 gekk Grímur að eiga
Ástríði Sigurjónsdóttur frá Rútsstöð-
um í Svínadal og var því skammt
að sækja brúðina, aðeins yfír Svína-
dalsána að fara, sem ekki gat talist
farartálmi. Ásta, eins og hún er jafn-
an nefnd, hefir reynst manni sínum
frábær förunautur, og síðustu árin
þurfti nafni minn mjög á ástríki og
umhyggju konu sinnar að halda, er
heilsa hans þvarr.
Börn þeirra Ástu og Gríms eru
þau Eiríkur og Anna, bæði vel gefín
og hið glæsilegasta fólk. Bera þau
bæði mjög merki uppruna síns.
Nú þegar nafni minn frá Ljótshól-
um er allur er mér efst í huga hvað
það var gott að eiga hann að frænda
og vini. Hváð það var gott að blanda
við hann geði og ég sakna þess að
hafa ekki getað notið þess sem skyldi
eftir að langvegir aðskildu okkur.
Ég er þakklátur fyrir allar stundirnar
sem ég dvaldi á heimili þeirra hjóna
og ég og kona mín biðjum Astu,
börnunum, barnabörnum og vensla-
mönnum blessunar.
Grimur Gíslason frá Saurbæ.
Ávarp frá landsfundi um
óháð ísland, 22. maí 1993
Samningurinn um Evrópskt efna-
hagssvæði hefur nú verið Iögfestur
án þess að leitað hafi verið eftir áliti
þjóðarinnar á þessu afdrifaríka máli.
Við afgreiðslu málsins var horft
framhjá gildum álitsgerðum sér-
fræðinga um að samningurinn gangi
gegn íslensku stjórnarskránni og
undirskriftum nær 35 þúsund kjós-
enda undir kröfuna um þjóðarat-
kvæði.
Þótt samningurinn sé enn ekki
genginn í gildi er þegar komið í ljós
að ákvæði hans binda hendur Al-
þingis. Samstaða um óháð ísland
hafði ítrekað uppi varnaðarorð um
þetta efni, en nú fyrst eru augu
margra að opnast fyrir alvöru máls-
ins. Ennfremur hefur komið í ljós
að fullyrðingar talsmanna samnings-
ins um fjárhagslegan ávinning af
honum stándast engan veginn.
Það kerfi sem innleika á með EES
er andlýðræðislegt, leiðir til langtum
minni áhrifa kjörinna fulltrúa, auk-
ins valds embættismanna og minni
möguleika almennings til áhrifa.
Þetta kerfi mun jafnframt verða
afar kostnaðarsamt.
Enn hafa ekki verið lögfest frum-
vörp sem að sögn stjórnvalda áttu
að koma í stað undanþáguakvæða,
m.a. um kaup á landi, auðlindir í
jörðu og virkjunarrétt fallvatna.
Komið hefur í ljós að ekki er eins
auðvelt og haldið var fram að setja
Tómstundaskólinn
kynnir
grillnámskeið sumarið '93
Lærðu réftu hondtökin
víð grillið
• Grilluppskriftir fylgja
• Leiðbeint um val q hráefni
• UmhirðQ grilltækjQ
• Grillað á Thermos-grilli
•
Tími: 10. og 14.júníkl. 19.30
Leiðbeinandi: Egill Hólm
Skráning stendur yfir
TOM5TUNDA
SKOLIHH
Grensásvegi 16a
Sími 67 72 22
slík ákvæði í_ lög, nema þá skerða
verulega rétt íslendinga sjálfra. Yfir-
ráð þjóðarinnar yfir auðlindum til
lands og sjávar eru því í hættu.
Með samþykkt samningsins hafa
þau öfl orðið ofan á sem vilja feta
slóðina inn í Evrópubandalagið. Hins
vegar vex nú andstaða almennings
í öðrum EFTA-ríkjum gegn inn-
göngu í Evrópubandalagið og gæti
það orðið til að snúa þessari þróun
við.
Samstaða hefur mikilvægu hlut-
verki að gegna. Samtökin munu
upplýsa um skaðleg áhrif EES-
samningsins og leita lags til að koma
f veg fyrir að hann festist í sessi.
Ákvæði samningsins eru þannig að
möguleikar einstakra þjóðríkja til
að hafa áhrif á framvindu mála eru
afar takmarkaðir. Evrópubandalagið
ræður ferðinni um mótun og út-
færslu nýrrar löggjafar á samnings-
sviðinu og nær daglega bætast við
nýjar samþykktir sem EFTA-ríkin
eru nauðbeygð til að fallast á.
Samstaða mun áfram vinna gegn
öllum tilraunum til aðinnlima ísland
í Evrópubandalagið. í því efni eiga
samtöirin samleið með öflugum
fjöldahreyfingum á öðrum Norður-
löndum. Samstaða um óháð ísland
heitir á íslendinga að halda vöku
sinni til varnar sjálfstæði þjóðarinn-
ar og endurheimta það sem tapast
hefur.
Weetab/x $
Mpm
Alpen morgunmatur er hollur og orkuríkur matur fyrir þá sem
skila löngu dagsverki. Trefjarnar fyrir meltinguna og
vítamínin bæta heilsuna.
ALPEN ER KRÖFTUGT OG GOTT MORGUNKORN.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60