Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1993
Hjónaminning
Una Pétursdóttir og
Ingþór Sigurbjörnsson
Una
Fædd 16. febrúar 1896
Dáin 23. maí 1993
Ingþór
Fæddur 5. júni 1909
Dáinn 27. april 1992
Einn þeirra manna sem stóðu á
liðnum árum framarlega í forystu-
sveit íslenskra góðtemplara var
Ingþór   Sigurbjörnsson,    málara-
„ meistari. Kunnastur var hann í
Reglunni fyrir þá kærleiksþjónustu,
sem hann innti af hendi við fata-
söfnun til pólsku þjóðarinnar, þegar
neyðin þar var stærst og hjálpar-
þörfm allra brýnust.
Þetta starf hefði Ingþór aldrei
getað framkvæmt á þann veg sem
raun varð á ef hann hefði ekki
haft þann bakstuðning, sem hann
ávallt gat reitt sig á og notið þeirr-
ar samstöðu og þess skilnings, sem
kærleikshjarta góðrar og göfugrar
konu býr yfir í svo ríkum mæli.
Slík kona var Una Pétursdóttir,
eiginkona Ingþórs Sigurbjörnsson-
ar. Það var með hennar hjálp fyrst
og fremst sem Ingþóri auðnaðist
-», að koma svo miklu góðu og bless-
unarríku til leiðar.
Una fæddist 16. febrúar 1896
að Sauðanesi á Ásum í A-Húna-
vatnssýslu. Hún var einkabarn for-
eldra sinna Péturs Guðjónssonar
og Sigurlaugar Jósefínu Jósefsdótt-
ur, en tvo hálfbræður átti hún, sinn
frá hvoru foreldri.
Hún ólst upp hjá foreldrum sín-
um. Þau voru í húsmennsku að
Torfalæk í sömu sveit um tveggja
ára skeið. Þaðan fluttu þau til
»"* Skagastrandar en bjuggu þar um
skamma hríð. Eftir það lá leið
þeirra til Skagafjarðar. Þar bjuggu
þau (nokkur ár í Vatnskoti í Hegra-
nesi. Árið 1902 fluttu þau svo til
Sauðárkróks. Þar gekk Una I
barna- og unglingaskóla. Fyrri
maður Unu var Benedikt Sveins-
son. Þau bjuggu í Reykjavík. Þau
eignuðust þrjár dætur, sem allar
eru á lífi. Elst er Hilda Ingibjörg,
búsett í Reykjavík, Olga býr I Nor-
egi og yngst er Unnur Ragna, sem
býr í Reykjavík. Benedikt lést af
slysförum 4. júlí árið 1927.
Næstu árin barðist Una ein
áfram með dætrum sínum. En hinn
10. nóvember árið 1935 giftist hún
—**    Ingþóri   Sigurbjörnssyni   málara-
SJALFVIRKI
OFNHITASTILLIRINN
i
Kjörhitií
verju herbergi.
= HÉÐINN =
VERSLUN
SELJAVEGI2 SÍMI 91-624260
meistara. Þau eignuðust einn son,
Sigurbjörn, sem var mikill tón-
listarmaður. Hann lést árið 1986.
Una var mjög virk í starfí með
manni sínum í Góðtemplararegl-
unni. Þmi voru félagar í Framtíð-
inni nr. 173 í Reykjavík. Stórstúku-
stig tók Una 24. júní 1950 og há-
stúkustig 10. júní 1966.
Eins og áður er á minnst, var
Una hin styrka stoð eiginmanns
síns í hinu mikla starfi hans við
Póllandssöfnunina, sem allt var
unnið undir merkjum Góðtemplara-
reglunnar. Þau voru bæði einhuga
í því hjónin, að það ljós kærleikans
sem frá starfinu stafaði, skyldi falla
Reglunni en ekki þeim sjálfum í
skaut. í þeim anda var hin fagra
og blessunarríka fórnarþjónusta
þeirra af hendi innt.
Við leiðarlokin vil ég í nafni Stór-
stúku íslands flytja Unu Péturs-
dóttur hjartans þakkir fyrir kær-
leiksþjónustu hennar, sem hún
vann með manni sínum í þágu og
undir merkjum Góðtemplararegl-
unnar á íslandi. Ástvinum hennar
öllum sendir Reglan einlægar sam-
úðarkveðjur og í trú, von og kær-
leika biðjum við þeim öllum bless-
unar Guðs.
Björn Jónsson
stórtemplar.
Þeim fer ört fækkandi, sem
fæddir eru fyrir síðustu aldamót.
Það fólk hefur lifað langan vinnu-
dag og upplifað ótrúlega miklar
breytingar í íslensku þjóðlífí. Mið-
aldra fólk, svo ekki sé talað um
þá, sem yngri eru, getur vart gert
sér í hugarlund nema af lestri sög-
unnar hversu þröngan kost aldamó-
takynslóðin bjó við I æsku og allt
fram á fimmta áratug þessarar
aldar. Ef við lítum fimmtíu ár aftur
í tímann má segja að meginhluti
þeirrar uppbyggingar, sem við
búum nú við, hafi átt sér stað á
sl. fimmtíu árum.
Una Pétursdóttir, sem í dag er
kvödd hinstu kveðju á nítugasta
og áttunda aldursári, var ein af
þeim, sem upplifði þessar miklu
breytingar. Una var ekki bara hlut-
laus áhorfandi þess sem gerðist í
kringum hana, hún var virkur þátt-
takandi í öllu því sem horfði til
framfara og betra mannlífs. Una
var engin meðalkona, hún var virt
af öllum, sem hana þekktu, allir
fundu að þar fór góð kona, sem
lagði alúð við það sem horfði til
betri vegar í mannlegu samfélagi.
Þann garð ræktaði hún af kost-
gæfni og einlægni á löngum lífs-
ferli.
Ég kynntist Unu og manni henn-
ar Ingþóri Sigurbjörnssyni, málara-
meistara, sem andaðist fyrir rúmu
ári síðan, þegar foreldrar mínir
brugðu búi og fluttu að Selfossi
1948. Faðir minn réðst þá til af-
greiðslustarfa í verslun, sem Ingþór
rak á Selfossi. Mér þykir ekki ólík-
legt, að það hafl verið nokkur kvlði
í föður mínum, þegar hann hóf
afgreiðslustörf í verslun Ingþórs,
alls óvanur slíkum störfum, en
hann hafði fram að þvl einungis
stundað búskap og fískvinnslu á
vetrum eins og þá tíðkaðist. En
Ingþór og Una tóku föður mínum
vel og þó umhverfið og vinnan
væri gjörólík því sem hann átti að
venjast kunni hann fljótt vel við
sig hjá þessum sómahjónum. Mikil
vinátta og sterk tryggðabönd sköp-
uðust milli foreldra minna og hjón-
anna Unu og Ingþórs, sem hélst
til dauðadags, en nú hafa þau öll
kvatt þennan heim.
Á þeim árum, sem Una og Ing-
þór áttu heima á Selfossi, voru þau
mjög virk í félagsstörfum og létu
gott af sér leiða hvar sem þau komu
því við. Þau unnu ómetanlegt starf
í þágu góðtemplarareglunnar, sér-
staklega meðal unglinga. í því sam-
bandi minnist ég þess frá árum
mlnum á Selfossi, að Una æfði og
setti á svið leiksýningu meðal ungl-
inga, sem vakti svo mikla athygli,
að hún var beðin að koma með
sýninguna til Reykjavlkur og var
hún sýnd þar.
Una og Ingþór áttu einn son,
Sigurbjörn, kallaður Bjössi, en Una
átti þrjár dætur frá fyrra hjóna-
bandi. Við Bjössi, sem var aðeins
yngri en ég, urðum fljótt góðir vin-
ir eftir að ég flutti að Selfossi.
Minnist ég margra góðra stunda
með Bjössa og var ég oft tíður
gestur á heimili hans. Hann var
góður og vel menntaður tónlistar-
maður. Margar ferðir fórum við
saman á sveitaböll, þar sem hann
var fenginn til að spila fyrir dansi.
Hann lést fyrir nokkrum árum
langt um aldur fram, en hann hafði
átt við langvarandi vanheilsu að
strlða.
Nú þegar ég kveð sómakonuna
Unu Pétursdóttur færi ég henni
þakkir fyrir langan og traustan
vinskap við foreldra mína, sem
jafnan minntust hennar og Ingþórs
með virðingu og þökk fyrir langa
og trausta samfylgd, sem aldrei
bar skugga á. Ég minnist Unu sem
virðulegrar og góðrar konu, sem
hafði bætandi áhrif á umhverfi sitt
og ég er þakklátur fyrir að hafa
fengið að njóta. Ég sendi eftirlif-
andi dætrum Unu og fjölskyldum
þeirra einlægar samúðarkveðjur.
Magnús L. Sveinsson.
í dag þegar ég kveð mlna elsku-
legu móður leitar hugurinn aftur I
tlmann. Frá því að ég var barn
kveið ég mikið fyrir brottfarardegi
hennar héðan af jörðinni því að ég
hafði misst föður minn fjögurra ára
gömul og sett allt mitt traust og
væntumþykju á móður mína. En
nú er ég þakklát guði fyrir að hafa
leyst hana undan vanllðan og elli
og tekið hana til sín í sitt ríki.
Móðir mín fæddist I Sauðanesi I
Ásum á A-Húnavatnssýslu 16.
febrúar 1896. Móðir hennar var
Jósefína Sigurlaug Jópsepsdóttir
gullsmiðs á Akureyri. Slðar var
hann bóndi í Hamarsgerði í Skaga-
firði og víðar. Hann var sonur
Gríms prests á Munkaþverá og
Barði I Fljótum, Grímssonar Giss-
urarsonar frá Skjaldarvík við Eyja-
fjörð. Faðir hennar var Pétur Guð-
jónsson, Einarssonar bónda í Kár-
dalstungu í Vatnsdal, Einarssonar
I Háhamri I Eyjafirði og konu hans
Guðríðar Jónsdóttur. Mamma var
eina barn foreldra sinna. Að Torfa-
læk fluttust þau með litlu stúlkuna
sfna á fyrsta ári og voru þar I hús-
mennsku I tvö ár. Síðan flytjast
þau til Skagastrandar, en viðkoman
var ekki löng þar. Árið 1902 flytj-
i ast þau í Skagafjörðinn, sem móðir
mln hafði ávallt mikið dálæti á.
Þau fluttust þar að Vatnskoti í
Hegransi til yndislegra hjóna Guð-
rúnar Arngrímsdóttur og Guðjóns
Gunnlaugssonar sem mamma leit
á sem sfna aðra foreldra. Þeirra
börn, Skúli og Þorbjörg Guðríður,
urðu leiksystkin mömmu. Mömmu
þðtti afar vænt um börnin I Vatn-
skoti og hún gladdist mjög þegar
ég lét elskulega dóttur mína heita
í höfuðið á fóstursystur hennar,
Gauju.
Móðuramma mfn var alin upp
hjá Unu systur Bólu-Hjálmars og
manni hennar Árna Árnasyni á
Akureyri. Árið 1908 fluttist fjöl-
skyldan frá Vatnskoti til Sauðár-
króks, þar sem móðir mfn gekk f
barnaskóla og sfðan unglingaskóla.
Móðir mín var mikil námsmann-
eskja, tók hæsta próf frá unglinga-
skólanum 14 ára gömul. Það var
hennar fyrsta raun að kveðja skól-
ann sinn og geta ekki farið í
Menntaskólann á Akureyri eins og
tveir skólabræður hennar. Hún
sagði: „Barnið mitt, ég grét bara
f hljóði." í desember sama ár missti
hún móður sína. Árið 1914 fluttist
móðir mín til Reykjavíkur og
kynntist þar Benedikt Sveinssyni,
föður mínum, ættuðum úr Skaga-
firði. Faðir hans var Sveinn Sig-
valdason og móðir Ingibjörg Hann-
esdóttir frá Stóra-Dal. Foreldrar
mínir bjuggu í Reykjavík og eign-
uðust þrjár dætur, Huldu Ingi-
björgu, f. 6. september. 1916, Elfnu
Olgu, f. 16. nóvember 1918, og
Unni Rögnu, f. 7. október 1922.
Hulda giftist Ragnari Lovdahl 29.
maf 1935 og eignuðust þau flmm
börn. Elín Olga giftist Bernhard
de Lange 16. nóvember 1941 og
eignuðust þau einn son. Unnur
Ragna giftist Jóni Valgeir Guð-
mundsssyni 23. ágúst 1941 og
eignuðust þau tvö börn.
Móðir mfn missti föður minn af
slysförum 4. júlí 1927. Hún bjó
áfram í Reykjavlk með okkur dætr-
unum og þá tóku við erfiðir tfmar.
Hinn 10. nóvember 1934 giftist
móðir mín Ingþóri Sigurbjörnssyni
málarameistara, yndislega góðum
manni, og eignuðust þau einn son,
Sigurbjörn hljómlistarmann. Hann
var þeirra augasteinn, f. 17. júlf
1934. Þau byrjuðu sinn búskap í
Reykjavík, en fluttust til Selfoss
1942 og bjuggu þar í 13 ár. Þar
ráku þau verslun og sinntu áhuga-
málum sfnum. Þau stofnuðu fyrstu
barnastúku á Selfossi og sungu I
kirkjukór Selfoss í mörg ár.
Mamma setti upp margar skraut-
sýningar fyrir börnin og stúkuna
og bjó til alla búninga á þau.
Mamma varð fyrsti formaður
Kvenfélags Selfoss og var gerð að
heiðursfélaga þess. Mamma var
mjög listræn kona, hún málaði á
postulín og gamlar kistur, teikn-
aði, tálgaði út fugla úr fiskibeinum,
einnig aðstoðaði hún Ingþór við að
skreyta kirkjur. Við dæturnar gát-
um alltafa ráðfært okkur við hana
þvl hún hafði alltaf svör á reiðum
höndum.
Mamma og Ingþór fluttust til
Reykjavíkur 1955. Þau eignuðust
hús f Efstasundi 15 og sfðar á
Kambsvegi 3 þar sem þau bjuggu
til æviloka. Þau hjónin störfuðu
alla tíð með Góðtemplarareglunni
og voru bæði heiðruð æðstu heið-
ursmerkjum reglunnar.
Mamma átti tvo hálfbræður,
Kristján Benediktsson, f. 16. nóv-
ember 1885, dáinn fyrir allmörgum
árum, og Valdimar Pétursson bak-
arameistara, f. 10. águst 1911,
búsettan á Blönduósi.
Mamma hafði mikinn áhuga á
grasalækningum og bjó yfir mikilli
þekkingu á þeim sviðum. Hún
hjálpaði mörgum með þessu áhuga-
máli sínu og safnaði jurtum fram
á síðustu ár. Hún var mikill dýra-
vinur og hjúkraði mörgum dýrum,
þ.á m. særðri lóu.
Mamma missti einkason sinn 6.
júlí 1986. Hún tók það mjög nærri
sér. Eiginmann sinn, Ingþór, missti
hún 27. apríl 1992. Þann sama dag
þrufti hún að yfirgefa heimili sitt
vegna sjúkleika. Hún fluttist inn á
Borgarspítalann og þaðan á Hjúkr-
unarheimilið Skjól. Ég vil þakka
fyrir alla hjálp sem hún fékk á
báðum stöðum.
Mamma var mikill náttúruunn-
andi, þekkti allar íslenskar jurtir
og var mikil blómakona. Hún
þekkti einnig alla íslensku fluglana.
Hún hafði mikinn áhuga á ætt-
fræði.
Mamma átti einn stjúpson, Svav-
ar Benediktsson hljómlistarmann,
f. 20. maí 1912, d. 3. ágúst 1977.
Hann reyndist stjúpmóður sinni
mjög vel.
Ég kveð mfna elskulegu móður
með þökk og virðingu. Ég kveð
hana með ljóðlínum sem hún fór
alltaf með sfðustu lffdaga sína.
Tíminn líður trúðu mér,
tak þú maður vara á þér,
Heimurinn er sem hálfnað gler,
hugsaðu um hvað á eftir fer.
Ingþór, maður mömmu, var
fæddur að Kambshóli í V-Húna-
vatnssýslu. Foreldrar hans voru
Sigurlaug Nfelsdóttir og Sigurbjörn
Björnsson. Þau bjuggu á Geitlandi
í V-Húnavatnssýslu. Ég er ekki
nógu vel að mér til að geta rakið
ættir hans frekar. Ingþór var af-
skaplega góður maður og reyndist
móður minni mjög vel svo og allri
fjölskyldunni. Hann vildi allt fyrir
alla gera og eitt helsta áhugamál
hans f þessu lffl var að hjálpa börn-
um f Póllandi. Bæði mamma og
Ingþór pökkuðu niður fötum og
ýmsu dóti og sendu bágstöddu fólki
í Póllandi. Þetta starf átti allan hug
Ingþórs síðustu ár hans.
Ingþór átti fjóra bræður, einn
bróðurinn missti hann ungan. Ing-
þór reyndist föður slnum mjög vel
og skrifaði mjög fallega um hann
á dánardegi og orti til hans fallegt
ljóð. Ingþór var mikill hagyrðingur
og eftir hann liggja ófáar stökur
og kvæði. Hann var skemmtilegur
maður á gleðistundum og var alltaf
tilbúinn með vísur handa hverjum
og einum. Hann varð heiðursfélagi
I Kvæðamannafélaginu, svo og I
Félagi Málarameistara. Ég kveð
hjónin á Kambsvegi 3 með bæninni
hans Ingþórs:
Af öllum mætti óska minna,
alvaldi Faðir, krýp ég þér
og bið þú nauðum látir linna
líknandi þeim sem villtur er.
Styð þann veika vermandi höndum
veit honum lausn úr ánauðarböndum.
(Ingþór Sigurbjörnsson)
í trú, von og kærleika.
Unnur Ragna Benediktsdóttir
Elsku mamma og Ingþór.
Mig, son minn og barnabörn
langar til að senda ykkur síðustu
kveðju með þakklæti fyrir allar
yndislegu minningarnar um ykkur
og allt það sem þið hafið verið
okkur alla tíð.
Þio\eigið tvö yndisleg barnabörn
I Noregi, sem þvl miður hafa notið
ykkar allt of lítið vegna þess hve
langt er á milli okkar. Ég gat því
miður ekki verið við jarðarför stjúp-
föðurs míns vegna veikinda, en var
svo lánsöm að geta heimsótt þig,
elsku mamma mfn, f janúar í vetur
og verið hjá þér þessa daga sem
ég stoppaði. Eg var mjög glöð yfír
að hafa getað komið og notið þín
þessa fáu daga sem ég var á ís-
landi.
Ingþór, stjúpi minn, var dásam-
lega góður maður og hefði ekki
getað verið okkur betri þó að hann
hefði verið okkar eigin faðir.
Elsku mamma mfn og Ingþór,
við kveðjum ykkur í guðs friði og
vonum að við hittumst þegar sá
tími kemur.
Olga, Sigurbjörn
og barnabörnin.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60