Morgunblaðið - 03.06.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.06.1993, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGljR.3. JÚNÍ 1993. 44 Minning Gréta Sigurborg Guðjónsdóttír Fædd 4. ágúst 1910 Dáin 22. mai 1993 Hún er farin, hún amma Gréta, farin til ástvina sem henni þótti vænt um. Hún er farin í annan heim þar sem ríkir eilífur friður. Amma var sannfærð um að þegar við yfirgæfum þessa jarðvist yrði tekið á móti okkur af látnum ástvin- um. Hún kveið ekki dauðanum en lifði að því er virtist sátt við hin óumflýjanlegu endalok. Þetta lífs- viðhorf hafði mikil áhrif á okkur bamabörnin. Amma Gréta var yndislegur per- sónuleiki, skemmtileg blanda af dreymnum húmorista og alvarlegri raunsæismanneskju. Hún hafði þetta skemmtilega yfirbragð alda- mótakynslóðarinnar, en var þó svo nútímaleg í hugsun og öllu fasi. Hún var falleg og alltaf fallega klædd. Það var svo skrítið með hana ömmu að okkur fannst hún aldrei verða gömul. Hún gat gert mikið grín að sjálfri sér og tók sig aldrei of hátíðlega. Mest allra hló hún sjálf þegar henni var strítt á „„fussinu", eins og við krakkamir kölluðum það ef hún vandaði um við okkur. Amma var sannur vinur okkar krakkanna, vin- ur og andlegur félagi. Með ólíkind- um var hversu vel hún fylgdist með lífshlaupi okkar allra. Tengslin inn- an stórfjölskyldunnar héldust því betur fyrir hennar tilstilli. Hún sam- einaði okkur öll á sinn ljúfa hátt. Amma var einstaklega fordóma- laus og hafði ríka réttlætiskennd. Alltaf varði hún þá sem minna máttu sin í þjóðfélaginu og minnti okkur krakkana á rétt verðmæta- mat. Að hennar mati voru veraldleg gæði og metorð ekki réttur mæli- kvarði á hamingju heldur heiðar- leiki, mannkærleikur, umburðar- lyndi og nægjusemi. Að þessu búum við öll bamabömin og fínnum það líklega best núna þegar hún er far- in hve jafnréttishugsjón hennar hefur haft mikil áhrif á lífsviðhorf okkar. Guð hefur kallað ömmu til sín. Gott er að trúa því að nú líði henni vel hjá fólkinu sínu sem henni og okkur þótti svo vænt um. Nú er hún hjá foreldrum sínum, afa Ólafí og okkar yndislega föður, Matthíasi Haraldssyni, sem var henni sem annar sonur. Pabbi og amma vora miklir mátar. Hann gat alltaf látið henni líða vel og komið henni til að hlæja. Við þurfum ekki að kvíða því að skilja við þennan heim þegar þar að kemur því þá taka þau á móti okkur. Amma Gréta hafði mikinn styrk af tra sinni á Guð og eilíft líf. Það er okkar styrkur nú. Við þökkum elsku hjartans ömmu fyrir allt. Asa, Brynja, Valgerður og Tinna. Hún amma Gréta er látin. Með nokkram orðum langar mig að minnast hennar og þakka fyrir þær stundir sem við áttum saman. Mínar fyrstu minningar um ömmu era frá því að ég fékk að vera hjá henni í klukkubúðinni á Skólavörðustígnum. Mér fannst hún mjög merkileg kona og það besta var að hún var amma mín. Hún var reyndar ekkert voða upp- tekin af mér sem lítilli stelpu, held- ur naut ég hennar mest þegar ég var orðin eldri og við gátum „stúd- erað“ saman lífið og tilverana og fólkið sem í henni hrærist. Hún amma mín var mjög ættfróð og spurði margra spurninga til að vita hver tilheyrði hveijum. Svo mikill var áhuginn, að hún vissi allt um ættir kærasta vinkvenna minna. Stundum þurfti að hringja í viðkomandi til að fá nánari upplýs- ingar, því að ég vissi sjaldnast meir en skímamafnið. Þegar ég lagði af stað til náms- dvalar til Hollands í ágúst á síðasta ári þótti henni verst ef ég skyldi bindast einhveijum útlendingi. Ekki vegna þess að hún væri hrædd um að ég myndi festast þar, því að hún var viss um að mér tækist að draga hann hingað heim með ákveðninni sem ég hefði erft frá henni, heldur vegna þess að þá gæti hún ekki rakið ættir hans. Oft og iðulega hringdi hún í mig til að koma með uppástungur um hvað viturlegast væri fyrir mig að gera í framtíðinni. í einni af þeim símhringingum vildi hún allt í einu óð og uppvæg fara að senda mig upp í háskóla. Þegar ég fór að benda henni á að enn væri nokkur tími í stúdentsprófíð sagði hún: „Nei, ég á ekki við það, ég meinti að þú gætir farið þangað og skoðað þig um, hvort það væri ekki einhver sem þér litist á, helst úr Iögfræði eða læknadeild." Ég hafði lúmskt gaman af þess- um heilabrotum hennar, og þótti óneitanlega vænt um alla þá um- hyggju sem hún bar fyrir mér. Hún vildi tryggja mér öragga framtíð. Svona fylgdist hún með okkur öllum 18 bamabömunum, bar hag okkar allra fyrir bijósti og var stolt af okkur öllum. Við voram líka stolt af henni. Hún var sú sem fyrst fékk að vita öll leyndarmál og átti trún- að okkar allra. Oft þegar maður frétti svo seinna af fjölgun í íjöl- skyldunni heyrðist hún segja: „Ég er búin að vita þetta Iengi.“ Hún kunni að þegja yfír því sem ekki átti að tala um. Hún amma mín reiddist aldrei eða móðgaðist. Hún gat orðið þreytt og sagði oft: „Jæja, farðu nú að drífa þig heim.“ En alltaf sagði hún það á þann hátt að maður fór að hlæja og annaðhvort fór að tygja sig af stáð eða sagði henni að hún réði því nú bara ekkert hvenær gestir færa. Hún var hrein og bein, mild, skemmtileg og svo litríkur persónu- leiki að fá orð í minningargrein duga skammt. Hún amma mín var merkileg kona og minningamar um hana era mér dýrmætar. Vertu sæl, mér svífur yfir sífellt blessuð minning þín. Vertu sæl, ég veit þú lifir, veit þú hugsar enn til mín. Guð geymi ömmu okkar sem gaf okkur svo mikið. Fyrir hönd okkar systkina, Gréta Sigpirborg Guðjónsdóttir. Yndisleg kona er horfín sjónum okkar í bili. Okkur fannst hún hlyti að vera eilíf, svo stór og órjúfanleg- ur hluti var hún af tilvera okkar allra. Einhvem veginn er það svo ótrúlegt að hún sé farin frá okkur, þó að mikil veikindi á undanfömum tólf áram gerðu það að verkum, að í undirmeðvitundinni áttum við von á því, að þessi stund myndi renna upp fyrr heldur en síðar. Gréta Sigurborg, tengdamóðir mín, var um margra hluta sakir stórmerkileg kona, sem hélt reisn sinni, andlegri heilsu og mikilleik fram á síðasta dag. Ást og um- hyggju bama sinna, tengdabama, bamabama og maka þeirra, átti hún í þeim ríkasta mæli, sem verða kann. Það var fagurt að fylgjast með umhyggju og ást barna hennar við sjúkrabeðið, vikuna sem hún lá nú á Borgarspítala Reykjavíkur hinsta sinni. Á Borgarspítalanum og eins á Landspítalanum, hjartadeildum, átti hún alltaf vísan stað, ef um skyndileg áföll var að ræða. Hún var svo lánsöm að eiga þess kost að búa sínu „búi“ eins og hún sagði sjálf, fram til síðasta dags nánast. Reyndar með góðri og dyggri aðstoð hjúkranarfræðings í heimahjúkran og skal henni það mjög vel þakkað. Gréta var „„sjálfs sín herra“ og fylgdist vel með öllu sínu fólki í stóra og smáu. Hún bar mikla ást til fjölskyldu sinnar og gætti þess að vera í stöðugu sambandi við alla. Var þá ekki gerður greinarmunur á börnum, tengdabörnum, barna- börnum eða tengdabamabömum. Alltaf gaman að fjalla um menn og málefni, góðar bækur, ljós, krossgátur eða hannyrðir. Ekki var sjaldan skipst á upp- skriftum ýmist símleiðis eða í ná- vígi. Gaman og gagnlegt var að fylgjast með því hversu vel hún náði til allra. I þessu var auðvitað fólgin smá stjórnsemi, sem okkur þótti dálítið notaleg. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast henni á öðram, ólíkum vett- vangi en í faðmi fjölskyldunnar. Við unnum saman í tuttugu og fímm ár. Hún tengdamóðir mín var „fín“ verslunardama af guðs náð. Hafði gerst verslunardama ung að áram í Ámundabúð á Hverfísgöt- unni, einni af virtustu verslunum Reykjavíkur í þá daga. Hún starf- aði síðar hjá frú Önnu Friðriksson í tískuversluninni Nínon í Banka- stræti og þar eignaðist hún góða vinkonu, frú Ástu Eiríksdóttur, ekkju Svavars Guðnasonar listmál- ara. Hafa þær haldið góðu vináttu- sambandi ætíð síðan. Einnig starf- aði Gréta um tíma í Hattaverslun Ingibjargar Bjarna í Bankastræti. Þaðan „rændi" ég henni eiginlega og fékk hana til starfa í úraverslun minni, sem fyrst var til húsa í Vest- urveri við Aðalstræti, síðan á Vest- urgötu og eftir það á Skólavörðu- stíg. Þetta var framraun mín á sviði verslunarreksturs. Góðan „hauk“ átti ég í homi þar sem Gréta var. Hún var fljót að setja sig inn í allt, sem laut að þeirri starfsgrein sem úraviðgerðir og verslun með úr og klukkur var. Eg tel að við höfum á margan hátt verið lík. Hún var að minnsta kosti með báða fætur á jörðinni, raunsæ og hafði ákveðnar skoðanir. Hag verslunarinnar bar hún fyrir bijósti, sem hún væri hennar eigin. Ég veit að ég tala fyrir munn nágranna okkar á Skóla- vörðustígnum, að þar var hún hvers manns hugljúfi og átti vináttu þeirra, sem þar stunduðu verslun- ar-, veitinga- og iðnrekstur. Það vora ófáir sem gengu við hjá henni, settust í stólinn þar og ræddu um daginn og veginn. Mig granar meira að segja að nokkrir hafi verið smá- skotnir í henni. Það era ekki nema nokkrar vikur síðan hún sat við gluggann okkar á Skólavörðustígn- um og horfði á lífið fyrir utan og undi sér við að horfa á gömlu kunn- ingjana á fleygiferð í hringiðu hins daglega lífs. Ég þakka fyrir þann tíma sem við áttum saman. Við vissum ná- kvæmlega hvar við höfðum hvort annað. Það bar aldrei nokkum skugga á okkar samvera og sam- vinnu. Mikið þakklæti kemur upp í hugann, þegar hugsað er til síðustu daga hennar á sjúkrabeði. Þar naut hún svo frábærrar umönnunar og mannlegrar hlýju að eigi verður á betra kosið. Læknar og starfsfólk hjarta- og öldranardeilda Borgar- spítalans, þar sem hún dvaldi á síð- asta ári, svo og læknar og hjúkrun- arfólk hjarta- og lyíjadeilda Land- spítalans, eiga þakkir skildar fyrir umönnunina, skilninginn og hlýj- una, sem Gréta mín naut og við ekki síður. Hinsta stundin var friðsæl og fögur. Hún umvafði okkur öll og við hana. Hún gerði okkur stundina léttbæra, þessi „stóra" kona. Þakk- læti er mér í huga fyrir að hafa fengið að vera í nálægð á þeirri stundu. Við eigum eftir að sakna Grétu mikið. Það var engin sú stund til í stórfjölskyldunni að hún væri ekki með í veisluhöldum og öllum mannfagnuði á hátíðarstundum. Ættmóðirin sjálf í hásæti, hvort heldur var skírnarveisla, brúðkaup- sveisla, afmæli eða áfanga fagnað á menntabraut. Það var henni hjart- ans mál að fjölskylda hennar öðlað- ist góða menntun. Því fylgdi hún gjarnan eftir á sinn hátt, því unga fólkið tók mikið mark á hennar orðum og ráðleggingum. Flestir í fjölskyldunni höfðu símasamband daglega eða litu inn, sem gefur hugmynd um hversu náin tengslin vora. Ógleymanlegt verður okkur ferðalag sem hófst á Stokkseyri, síðan lá leiðin um Þrastarskóg með viðkomu hjá góðum vinum. Þaðan um Þingvallasveit og fagrar sveitir Borgarfjarðar. Þetta var um versl- unarmannahelgi fyrir tæpum tveimur árum í sól og sumri. Hlýjar móttökur fengum við hjá góðri frænku í Borgamesi. Þá lék Gréta á als oddi. Besta vinkona Grétu, Lilja Sig- urðardóttir, hugsaði vel og elsku- lega um hana. Þær höfðu daglegt símasamband og gættu vel hvor annarrar. Lærdómsríkt er að fylgj- ast með slíkri tryggð og væntum- þykju. Hennar söknuður er líka sár. Margs er að minnast og fyrir margt er að þakka. Gréta var góð og guðhrædd kona. Ég veit að góð- ur guð leiðir hana á æðri vegum. Tengdamóður mína kveð ég með hennar orðum; „Guð geymi þig.“ Helgi. Er nóttin lægir stormsins þunga þyt og þreyttir hvílast eftir dagsins strit, er eins og lífið breyti allt um blæ og borgin fái annan svip og lit. ' Svo Ijúfri stund má enginn grýta á glæ, er guðafriður vefst um lönd og sæ og gott á sá, sem gat við lífið sætzt, og gleymt, að hann er einn í stórum bæ. (D.S.) Borgin fær svo sannarlega annan svip, þegar ekki er lengur hægt að koma í heimsókn á Reynimelinn og enginn svarar í síma 15796. Elsku Gréta, en þú ræktaðir garðinn þinn svo vel að það vora margir sem vöndu komur sínar á Reynimelinn. Bömin þín, tengda- bömin, vinir og svo öll ömmubömin og langömmubömin og það er stór og fallegur hópur. Samband þitt við unga fólkið var alveg einstakt. Þú vart ekki bara amma þeirra, þú áttir þau sem vini, trúnaðarvini. Fallegt og skemmtilegt samband. Allir vora til í að fara á flakk með ömmu, fara í heimsókn, eða á kaffi- hús, kíkja í búðir. Kolaportið heim- sóttum við og drakkum þar kaffí. Þú varst meira að segja að ráðgera að fara á nýtt kaffíhús, Kaffí Par- ís. Svo stundimar sem þú áttir ein vora sem betur fer ekki eins marg- ar og hjá mörgum sem era orðnir einir. En þú kunnir líka að vera ein. Þá var bæði hugur og hönd síupp- tekin. Þá lést þú fara vel um þig í góðum stól, hlustaðir á fjölmiðlana og sinntir handavinnu. Ég gæti trú- að að þú slægir met í afköstum í handavinnu. Við höfum öll meira eða minna notið góðs af handavinn- unni þinni. Peysur, hosur, treflar, útsaumaðar veggmyndir, stólar, hekluð rúmteppi, lopateppi til að slá um sig, til að hlýja sér, púðar í sófann, sérvéttuhringir og diskadúkar þegar lagt var á borð á hátíðarstundum. Sjölin og peysurn- ar sem við höfum gefíð vinum í útlöndum, allt er þetta handavinnan þín. Þú sérð þú verður áfram með okkur, bæði í anda og verki og það er góð tilfínning. Ég veit ég tala ekki bara fyrir mig, heldur marga aðra. Það er mikil list hvernig þú raðaðir saman litum. Síminn var þér góður félagi og hafðir þú hann ávallt í nálægð. Þú hafðir gaman af að lesa góðar bækur. Góð bók og nammi voru bestu gjafimar sem þú fékkst. Krossgátur voru líka í uppáhaldi hjá þér, þú lagðir líka oft kapal og hafðir gaman af að spila á spil. Við spiluðum stundum vist á sunnudögum, þegar þið mamma komuð og borðuðuð með okkur. Þið. mamma höfðuð svo margt að ræða um, t.d. Mýramenn, því að þangað áttuð þið báðar ætt- ir að rekja. Það er aldrei auðvelt fyrir mig að skrifa, en það er auðvelt að hugsa til baka og minnast sam- skipta okkar. Það hafa farið ljótar sögur af tengdamömmum, en ég hef ekki fundið eina einustu sem passar við þig og okkar samband. Mig langaði að kveðja þig með nokkram orðum og þakka þér sam- fylgdina. Ég hef minnst þess hvem- ig þú hefur haft það síðustu æviár- in. En þar á undan áttir þú auðvit- að mörg ár. Þú fæddist í Reykjavík, ólst upp í Aðalstræti, sönn Reykjavíkurmær. Hittir glæsilegan ungan mann, Ólaf Hafstein Einarsson kennara. Þið genguð í hjónaband og eignuðust fjögur böm, þrjár dætur og einn son. Lengst af bjugguð þið á Ljós- vallagötu 8, í góðu vinfengi við gamla kirkjugarðinn. Þú vannst alltaf úti við verslunarstörf, sam- hliða heimilinu, sem ekki var venju- legt í þá daga. En einkasyninum höfum við deilt með okkur í aldar- flórðung og höfum við gefíð þér þijú barnabörn. Guðjón átti áður soninn Geir. En saman eigum við alnöfnu þína, Grétu Sigurborgu, Stefán og Guðnýju Kristrúnu, sem öll sakna ömmu Grétu núna, en þakklát fyrir að hafa haft þig svona lengi. Ég má til með að minnast á eina mjög sérstaka ferð sem við fóram ásamt Elínu, Deddu elstu dóttur þinni. Það var Amríkuferðin, eins og við kölluðum hana. Lagt var af stað í mikilli hríð á gamlársdag 1982. Áhöld vora um hvort hægt væri að fljúga vegna veðurs. Ferðinni var heitið til Cleve- land, Ohio. Þú áttir að fara í hjarta- aðgerð. Aðgerðin gekk vel, en eftir- köstin vora erfið og bára þig næst- um ofurliði. Það horfði ekki vel fyr- ir okkur fylgdarkonunum. Þá vora góð ráð dýr. Þú hafðir legið í níu sólarhringa í öndunarvél eftir að- gerðina og þrekið var á þrotum. Við Dedda gerðum okkur grein fyr- ir hvert stefndi. Við urðum að taka til okkar ráða. Þama dugðu iækna- vísindin ekki til. Þú varst að gefast upp. Við akváðum að breyta um meðferð. í staðinn fyrir að vera góðar og elskulegar við þig, þá skipulögðum við árás. Fyrst fór Dedda inn til þín og hundskammaði þig fyrir að bregðast skyldum þín- um, eiginmaðurinn lasburða heima og þú búin að gefa allt frá þér. Því næst gekk ég inn og var öskureið og andstyggileg sem aldrei fyrr og gekk út af gjörgæslunni með mikl- um þjósti þetta kvöld. Árangurinn lét ekki á sér standa. Seinna um kvöldið hringdi vakthafandi hjúkr- unarfræðingur og sagði okkur að þú gerðir allt sem þér bæri, hreyfð- ir þig og andaðir vel. Sem sagt, værir vöknuð til lífsins. Öndunarvél- ina yfírgafst þú næsta dag og allt gekk eftir. Þetta era einu hörðu orðin sem okkur fóra í millum. Það er margs að minnast á langri leið. Ánægjuleg ferðalög með ykkur Ólafi um Noreg, Svíþjóð og Dan- mörku, þegar við Guðjón bjuggum í Noregi. Það verður tómlegt næsta að- fangadagskvöld. Mér fannst hátíðin halda innreið sína þegar þið Ólafur komuð rétt fyrir kl. 18.00. Það eru tæp fimm ár síðan Ólafur dó, en þú hélst áfram að koma. Mig langar að nefna það hér, hvað ég er alltaf þakklát tengdaföð- ur mínum, Ólafi, fyrir þá sérstöku hlýju og umhyggju sem hann sýndi mér, þegar pabbi minn dó 1969. Það voru engin orð sögð á þann veg, en ég fann að hann reyndi að bæta mér föðurmissinn. Ég hef haft þessa kveðju á léttum nótum, þannig voru okkar sam- skipti. Síðasta boðið sem við vorum saman í var 50 ára afmæli Matt- híasar tengdasonar þíns 30. apríl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.