Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C 123. tbl. 81. árg. FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sihanouk tekurvið völdum í Kambódíu Phnom Penh. Reuter. NORODOM Sihanouk prins tók við völdum í Kambódíu í gær sem þjóðhöfðingi, for- sætisráðherra og æðsti yfir- maður hersins, samkvæmt samkomulagi tveggja flokka sem báru sigur úr býtum í þingkosningum í vikunni sem leið. Sihanouk var við völd í landinu frá 1941, þá 18 ára, til 1970 og aftur 1975-76. Þjóðarflokkur Kambódíu, næststærsti flokkur- inn eftir kosningamar, sagði að Hun Sen, fráfarandi forsætisráð- herra, yrði aðstoðarforsætisráð- herra ásamt Norodom Ranariddh prins, leiðtoga Einingarflokks Kambódíu, Sem fór með sigur af hólmi í kosningunum. Ranariddh er sonur Sihanouks. Samkvæmt bráðabirgðatölum eftir að 90% atkvæða höfðu verið talin fær Einingarflokkurinn 57 þingsæti og Þjóðarflokkurinn 52. Nýkjörið þing fær það hlutverk að semja nýja stjómarskrá, sam- kvæmt friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna. Talsmaður stjómarinnar sagði að Þjóðarflokkurinn hefði krafíst þess að Rauðu khmeramir ættu ekki aðild að nýju stjóminni. Si- hanouk og Ranariddh hefðu fallist á kröfuna þótt þeir hefðu áður léð máls á því að Rauðu khmeramir fengju einhver ráðherraembætti. Sihanouk stofnaði Einingar- flokkinn en lét af formennsku í honum árið 1991 þegar hinar stríðandi fýlkingar í landinu sam- þykktu að gera hann að hlutlaus- um þjóðhöfðingja. Tankskip alelda eftir árekstur í svartaþoku undan Oostende í Belgíu Brennandi eldsmatur KOLSVARTUR reykjarmökkur stígur upp af breska tankskipinu British Trent eftir árekstur við flutningaskip frá Panama undan Oostende í Belgíu. Björgunarskip dæla sjó án afláts á skipið til þess að reyna að slökkva elda um borð. „Stukkum í logandi hafið“ „SJÓRINN logaði þegar við stukkum fyrir borð. Ég hélt að dagar okkar allra væru taldir, en þegar ég stökk í sjóinn hugsaði ég um það eitt að slá án afláts í hafflötinn og skyndilega komst ég út úr bálinu," sagði Raymond Manlon, annar vélstjóri á breska tankskipinu British Trent sem varð alelda eftir árekstur við vöruflutningaskipið Western Winner í svartaþoku 15 sjómílur undan belgísku borginni Oostende í gær. Sjö sjómenn af breska skipinu biðu bana og tveggja var saknað. Við áreksturinn rifnaði stórt gat miðskips bakborðsmegin á tankskipinu. Fossaði bensín þar út bæði ofan og neðan sjólínu. Gífurleg sprenging varð við áreksturinn og eldhnöttur gaus upp. Varð skipið strax alelda en um borð voru 24.000 tonn^ af bensíni sem flytja átti frá Antwerpen til Ítalíu. Áhöfnin, 3f manns, átti ekki annarra kosta völ en hraða sér frá borði og stökk í sjóinn af brúarvæng. „Við reyndum að setja niður björgunarbáta en þá kviknaði í sjónum þeim megin. Við urðum að fleygja okkur í logandi hafíð,“ sagði Manlon. Nokkrir félaga hans kváðust hafa synt kafsund er þeir flúðu bensín- eldana á haffletinum. Síðdegis tókst að ráða að mestu niðurlögum eldanna í breska skipinu og var það tekið í tog út frá ströndinni. Ráðgert er að draga það til hafnar í dag og dæla upp því sem eftir er af farmi þess. Fimm kílómetra löng bensínbrák var á sjónum en talið var að hún myndi gufa upp á tveimur dögum og sagði umhverfísráð- herra Belgíu að ekki væri lengur nein hætta á mengun. Þrír skipveijanna sem fórust voru Bretar, tveir írar og tveir voru frá Sierra Leone. Sakn- að var Breta og manns frá Sierra Leone. „Mennirnir brunnu lifandi í eldhafinu umhverf- is skipið,“ sagði Charles Demey, yfirlóðs í Oostende. Sex þeirra sem komust lífs af hlutu slæm brunasár, þar á meðal skipstjórinn. * Reuter Harmi slegnir Tyrkir stofna til óeirða ÓEIRÐIR brutust út í Köln í Þýskalandi í gær að lokinni minningar- athöfn um stúlkurnar þijár og konumar tvær sem biðu bana í íkveikjuárás í Solingen sl. laugardag. Nokkur hundmð Tyrkir gengu berserksgang, bmtú rúður og rændu verslanir. Ef grannt er skoðað sést byssa detta úr vasa óþekkts manns í ryskingum við ungan Tyrkja. Að sögn sjónarvotta veifuðu þátttakendur tyrkneska fánanum og hrópuðu Tyrkland, Tyrkland í sífellu. Sjá „Forsetinn segir árásina . . .“ á bls. 24. Meirihluti í öryggisráði SÞ fyrir að senda liðsauka til Bosníu Gæsluliðar fá aukið svig- rúm til að beita vopnum New York, Sarajevo. Reuter. ALLT benti til þess í gærkvöldi að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna (SÞ) samþykki í dag tillögu Frakka, Breta, Spánverja og Rússa um að senda hersveitir til þess að gæta sérstakra vemdarsvæða SÞ í Bosn- iu og leyfa friðargæsluliðum að beita vopnum. Mikill meirihluti var á bak við tillögu af þessu tagi en freista átti þess að ná fullri samstöðu alls ráðsrns. Evrópskir stjómarerindrekar sögðu að bil ólíkra sjónarmiða ríkja í öryggisráðinu hefði verið svo til alveg brúað en Pakistanar hefðu þó enn verið ósáttir við orðalagið. Þeir em í forystu samtaka islamskra ríkja og stuðningur þeirra því talinn mikil- vægur. Tiliagan gerir ráð fyrir því að sendur verði 5.000 hermanna liðs- auki til þess að gæta sex vemdar- svæða múslima í Bosníu, en þar á meðal em höfuðborgin Sarajevo, Gorazde, Srebrenica, Tuzla og Bihac. Einnig miðar tillagan að því að auka svigrúm friðargæsluliða til þess að beita vopnavaldi, þar á meðal loftárásum, í sjálfsvöm, svo sem þegar skotið er á eða ráðist inn á verndarsvæði eða flutningar hjálp- argagna eru hindraðir. Owen lávarður og Thorvald Stolt- enberg, milligöngumenn Evrópu- bandalagsins (EB) og SÞ, sögðu að tveggja stunda viðræður við Radov- an Karadzic leiðtoga Bosníu-Serba í Pale í gær hefðu engan árangur borið. Inúítar fá sjálfstjórn Toronto. The Daily Telegraph. STJÓRN Kanada hefur samið um að veita eskimóum í Nunavut sjálfstjórn. Nunavut er álíka stórt og öll ríki Evrópubandalagsins, um fimmtungur alls landsvæðis í Kanada en samt búa þar aðeins 22.000 manns, þar af 80% esk- imóar. Þeir fá eigið þing sem tekur m.a. ákvarðanir um vinnslu málma og olíu, sem svæðið gæti verið auðugt af.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.