Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1993næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 04.08.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.08.1993, Blaðsíða 1
 r\ <r JMtojpudHiifcÍto 1993 MIÐVIKUDAGUR 4. AGUST BLAÐ C adidas Siglósport Siglufirði selur Adidas SUND / EVROPUMEISTARAMOTIÐ I ENGLANDI Islandsmet hjá Bryndísi BRYNDIS Ólafsdóttir, sund- kona úr Ægi, setti íslandsmet í fyrstu grein sinni á Evrópu- meistaramótinu sem hófst í Sheffield í Englandi í gær. Hún synti 100 metra skriðsund á 58,55 sekúndum og bætti eigið met frá því á Möltu í vor um 0,16 sekúndur. Arnar Freyr, bróðir hennar, var langt f rá sinu besta í 200 metra skrið- sundi. Bryndís synti í 2. riðli í 100 metra skriðsundinu og sigraði nokkuð örugglega — var 0,45 sek- úndum á undan næstu stúlku. Hún hafnaði í 21. sæti af 32 keppendum, en átta efstu komust í úrslitasundið sem fram fór síðdegis. Þar sigraði Franziska van Almsick frá Þýska- landi á nýju Evrópumeti, 54,57 sek- úndum. „Ég er mjög ánægð með sundið og það er þungu fargi af mér létt FRJALSIÞROTTIR Fer ekki sem túristi - segir EinarVil- hjálmsson, spjót- kastari Einar Vilhjálmsson, spjótkastari, er enn slæmur í olnboga og segist fyrst og fremst vera að keppa við tímann, en hann hefur ekki náð sér á strik í keppni í sumar. Keppt verður í spjótkasti á heimsmeistara- mótinu í Stuttgart í Þýskalandi um aðra helgi og sagðist Einar vera inni þar til annað kæmi í ljós, „en ég hef ekki áhuga á að fara í túristaferð til Stuttgart." Einar er skráður til leiks í bikar- keppni FRÍ um helgina, en meiðslin geta komið í veg fyrir þátttöku. „Framhaldið er stórt spurningar- merki. Það er þrúgandi á sálina að geta ekki klárað dæmið, en læknar verða að dæma um hvort ég get verið með.“ að hafa náð að setja íslandsmet í fyrstu grein. Þessi árangur sýnir að ég er í mjög góðu formi og von- andi falla fleiri íslandsmet hér í Sheffield,“ sagði Bryndís sem kepp- ir í 200 metra skriðsundi í dag. Arnar Freyr Ólafsson, bróðir Bryndísar, var síðastur í 200 metra skriðsundi. Hann synti á 2:06.61 mín. en íslandsmet hans er 1:51.90 mín. Hrafnhildur Guðmundsdóttir, þjálfari og fararstjóri barna sinna, sagði að Arnar Freyr hefði ætlað að hætta við þátttöku í sundinu, sem er aukagrein hjá honum, en ekki getað það vegna þess að hann gerði það ekki með nægum fýrir- vara. „Hann synti því í gegn en ekki af neinum krafti," sagði Hrafn- hildur. Arnar Freyr keppir í 400 metra fjórsundi í dag. Nánar um EM / C8 Góð byrjun á EM BRYNDÍS Ólafsdóttir bætti íslandsmet sitt í 100 metra skriðsundi á Evrópu meistaramótinu í Sheffield í gær. Hún hafnaði í 21. sæti af'32 keppendum. KARFA Valsmenn þjálfara- lausir Pétur hætti við að þjálfa liðið Pétur Guðmundsson, körfuknatt- leiksmaðurinn hávaxni, skrif- aði nýlega undir þjálfarasamning við Val og ætlaði einnig að leika með liðinu í vetur. Hann tilkynnti síðan körfuknattleiksdeild félagsins fyrir helgina að hann gæti ekki þjálfað liðið af persónulegum ástæðum. Guðmundur Sigurgeirsson, for- maður körfuknattleiksdeildar Vals, sagði þessa ákvörðun Péturs koma sér mjög illa fyrir liðið núna þegar æfingar væru að fara af stað fyrir komandi keppnistímabii sem hefst í byijun október, eða eftir tvo mán- uði. „Við vorum búnir að ganga frá samningi við Pétur. Þetta setur okk- ur í erfiða stöðu og er frekar sárt. Við verðum að byija á því að finna þjálfara svo hægt verði að hefja æfingar," sagði Guðmundur. Vals- menn hafa þegar misst tvo leikmenn -frá síðasta tímabili; Magnús Matthí- asson og Símon Ólafsson. KNATTSPYRNA Lentini slasaður eftir bílslys Óvíst hvenær hann geti leikið knattspyrnu á ný ÍTALSKI landsliðsmaðurinn Gianluigi Lentini, leikmaður AC Milan, slasaðist alvarlega á höfði í gærmorgun í bflslysi. Læknar voru bjartsýnir á að hann gæti haldið áfram að leika knattspyrnu, en vildu ekki segja til um hvenær af því gæti orðið. Lentini er dýrasti leikmaður knattspyrnusögunnar, fór frá Tórínó til AC Milan í fyn-a fyrir litlar 16 milljónir dollara, eða rúman 1,1 milljarð króna. Slysið í gær varð með þeim hætti að bifreið Lentinis fór út af vegi nálægt bænum Villafr- anca d’Asti. Bíllinn endaði ofan í skurði þar sem kviknaði í hon- um. Vörubflstjóri fann Lentini við veginn og kom honum á spít- ala. Lentini var á leið heim til sín eftir æfingamót sem haldið var í Genúa og lauk á mánudags- kvöldið. Læknar telja að hann hafi ekki orðið fyrir heilaskaða eins og jafnvel var óttast í fyrstu. Hann komst til meðvitundar í gær, en læknar segja að ómögu- legt sé að segja til um hvenær hann verði búinn að ná sér, en voru engu að síður bjartsýnir um að hann gæti leikið knattspyrnu á ný. ítalski landsliðsþjálfarinn Arr- igo Sacchi sá Lentini fyrir sér sem lykilmann í ítalska liðinu í úrslitum HM { Bandaríkjunum á næsta ári, en verður hugsanlega að afskrifa Lentini. Hann spilaði 31 leik með Milan liðinu á síð- asta tímabili og gerði sjö mörk. Lentini er annar ítalski lands- liðsmaðurinn sem slasast í bíl- slysi á þessu ári. Gianluca Pagl- iuca markvörður Sampdoria braut viðbein í umferðarslysi í maí, og missti þar með af síð- ustu leikjum liðsins í vor. Búist er við að hann verði tilbúinn þegar tímabilið hefst í lok ágúst Gianlulg) Lentiní. Reuter KNATTSPYRIMA: VIÐTAL VIÐ ÁSGEIR SIGURVINSSOIM ÞJALFARA FRAM / C4

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið C - Íþróttir (04.08.1993)
https://timarit.is/issue/125721

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið C - Íþróttir (04.08.1993)

Aðgerðir: