Morgunblaðið - 19.09.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.09.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1993 Poul Otto Bern- burg - Minning Fæddur 8. október 1913 Dáinn 11. september 1993 Hinn 11. september sl. lést hér í Reykjavík Poul Otto Bernburg hljómlistarmaður og hljóðfæra- kaupmaður. Mér er ljúft að rita nokkur minningarorð um kæran vin og samstarfsmann. Faðir hans hét Poul Otto Bern- burg og var því Polli, eins og hann var kallaður, alnafni föður síns. Móðir hans hét Anna Biering, dótt- ir Bierings kaupmanns sem verslaði hér á Laugaveginum. Bemburg eldri kom hingað til lands frá Danmörku í byrjun aldar- innar og varð brátt vel kunnur hér í bæ fyrir sinn fagra fíðluleik. Get- ið er fyrst um konsert sem hann hélt hér árið 1904. Börn Önnu og Bernburg voru sjö að tölu, þ.e. Pétur (látinn), starfsm. rafveitunnar, Júlíus, bifreiðaeftir- litsm. ríkisins, Luice (látin), Poul Otto, hljómlistarmaður, Hendrik, gleriðnaðarmaður, og Kristín, húsfrú. Það má geta nærri að ekki var auðvelt að ala önn fyrir þessum stóra barnahóp, sem sleit barns- skónum í Þingholtunum. En sam- heldni, virðing og ást munu hafa sigrað flestar þrengingar og erfíð- leika, ef að steðjuðu og hópurinn komst á legg. Fiðluleikur Bernburgs var rómaður í bænum. Sama var hvort um gleði- eða sorgarathafnir var að ræða, fiðlan hans Bernburgs þurfti að hljóma þar. Þannig varð hann helsti fíðlarinn í bænum á þessu tímabili eða allt framundir þarið 1910. Eftir það koma fleiri hljóðfæraleikarar í bæinn. Þórarinn Guðmundsson fíðluleikari er þá að- eins 14 ára og er í þann mund að halda til Hafnar og læra þar fíðlu- leik. Bernburg hefur haft mikil áhrif á hann því að hann segir frá hrifn- ingu sinni á fiðluleik Bemburgs í æviminningum sínum. T.d. hve meðfæddan og fallegan fíðlutón hann hafí haft og einnig að vafa- laust hefði hann getað orðið snill- ingur, hefðu aðstæður og tækifæri verið honum hliðholl. Bernburg hafði löngum hljóm- sveitir starfandi, eða þegar tilefni gáfust. Synina æfði hann þá til að vera með slagverkið. Fyrstu Pétur og síðar Polla. Polli var því ekki hár í loftinu þegar hann var farinn að spila á konsertum með pabba sínum í Bárunni, Góðtemplarahús- inu eða Hótel íslandi. Árin liðu og þar kom að Polli var því eftirsóttur í hljómsveitir með innlendum og erlendum hljóðfæraleikuram, því að þeir urðu æ fleiri sem ráðnir voru til hljóðfæraleiks hér í Reykjavík. Þannig lék hann á Hótel Skjald- breið og „White Star“ Restorante með útlendingum. Það var svo ekki fyrr en um 1935 sem hann byijaði að leika með alíslenskri hljómsveit. Það var hljómsveit Aage Lorange, fyrst í Iðnó og síðar Oddfellowhúsinu. Á þessum áram varð vakning mikil meðal íslenskra hljóðfæraleik- ara, en félagið okkar FÍH var þá aðeins þriggja ára og varla félag nema aðeins að nafninu til. Það var svo fyrir elju formannsins okkar, Bjarna Böðvarssonar, sem hjólin fora að snúast og við fengum al- vöra áhuga fyrir félaginu okkar. Það varð síðar til þess að Polli tók að sér áríðandi störf fyrir félagið. Hann var settur sem fjármálaritari FÍH og starfaði ötullega að fjáröfl- un fyrir félagið i mörg ár. Einnig annaðist hann innkaupasamband félagsins sem var mjög vinsæll og þarflegur þáttur. Polli hafði undir- stöðu í verslunarmennsku frá því að hann var innanbúðarmaður í matvöruversiun Guðmundar Gunn- laugssonar við Barónsstíg. Hann var einkarlega lipur og glaður við þau störf. Honum var svo eðlilegt að þjóna náunganum, hver svo sem hann var. Síðar á ævinni, þegar hann hætti að spila, snéri hann sér algjörlega að verslun með hljóð- færi. Hann stofnaði nú „Hljóðfæra- verslun Pouls Bernburgs“ í félagi við Pál H. Pálsson. Áttu þeir nú langt og gott samstarf, fyrst með verslun á Vitastíg og síðar verslun við Rauðarárstíg, þar til Polli dró sig í hlé. Verslunin nýtur enn hins landsþekkta nafns „Hljóðfæraversl- un Pouls Bernburgs“ og er hún rekin af öðrum eigendum í dag. Mesta lán Polla á lífsleiðinni var þegar hann eignaðist sína góðu konu árið 1938. Hún heitir Ingunn Karlsdóttir, fædd norður í Húna- vatnssýslu og er úr sjö systkina hópi, dóttir hjónanna Karls Frið- rikssonar vegaverkstjóra og konu hans Guðrúnar Sigurðardóttur. Polli og Inga eignuðust tvo syni, þá Gunnar, sem giftur er íris Bragadóttur, og Kristján, sem bú- settur er í Belgíu, en kona hans er Thérése De Cauwer. Barnabörnin eru orðin sex að tölu og eitt langafa- barn. Inga hefur verið manni sínum regluleg heilladís. Þeirra hamingju- sól hefur skinið skært allt frá því Polli kom með hana Ingu sína út frá séra Árna í Garðastræti nýgift- ur. Ég átti því láni að fagna að vera með þeim ungu hjónunum í íbúð norður á Siglufírði fyrsta sum- arið þeirra saman, Inga í síld og við að spila. En það hlaut að koma einhvern tíma að kveldi og nú er sólin sest að sinni. „En vita máttu maður að sólin rís að nýju,“ því að það er lögmálið. Kæra Inga, við Jóhanna vottum fjölskyldunni innilegustu samúð okkar og biðjum ykkur Guðs bless- unar. Þorvaldur Steingrímsson. Þegar daginn fer að lengja og haustið fer að skarta sínum fögra litum, kveðjum við elskulegan „frænda" okkar, hann Polla. Poul Otto Bernburg var fæddur í Reykjavík 8. október 1913, sonur hjónanna Önnu og Pouls Bern- burgs. Polli, eins og hann var kallaður af vinum sínum, kvæntist móður- systur okkar Ingunni Karlsdóttur 1938. Eignuðust þau tvo syni, Gunnar Bernburg, kvæntan Irisi Bragadóttur og eiga þau eina dótt- ur, Gunnar var áður kvæntur Berg- ljótu Bergsdóttur og áttu þau tvo syni; og Kristján Bernburg, kvænt- ur Thérése De Cauwer, eiga þau þijár ungar dætur og búa í Belgíu. í minningu okkar alla tíð frá frumbernsku á Polli sinn fasta sess. Hann var aðal „sprelligosinn" í fjöl- skyldunni, vissi alltaf hvernig hann átti að fá litlar hnátur til að hlæja. Við höfðum það alltaf á tilfinning- unni að hann liti á okkur sem jafn- ingja. Polli frændi lék í hljómsveit þeg- ar við voram litlar, það þótti ekkert slor að eiga frænda í hljómsveit. í mörg ár rak Polli Hljóðfæra- verslun Pouls Bemburgs, fyrst á Vitastíg og síðan á Rauðarárstíg. Alltaf var okkur tekið opnum örm- um þar og fengum við fyrsta flokks leiðbeiningar og þjónustu. Við munum eftir bolludögunum fyrir u.þ.b. 30 árum, þegar við höfð- um samið við Ingu frænku að fá að rassskella Polla með vendi. Eld- snemma (fannst okkur) skunduðum við úr Mávahlíðinni upp í Stigahlíð. Inga frænka opnaði, við læddumst inn í svefnherbergið, lömdum ofaná sængina bolla bolla og töldum höggin til að hafa á hreinu hve margar bollur við fengjum hjá Ingu frænku á eftir. Polli hoppaði í rúm- inu og skrækti við mikinn fögnuð okkar. Það var ekki fyrr en mörgum áram síðar, að við fréttum að hinn árrisuli Polli hefði skriðið upp í rúm aftur, aðeins til að vera laminn af okkur. Við munum eftir öllum fallegu bílunum R-855, sem Polli átti, þeir voru alltaf skínandi hreinir og vel pússaðir. Jólahúsið sem Polli bjó til og tekið er upp á hveijum jólum við mikla athöfn, og þá var alltaf hugsað til Polla með hlýjum hug. Polli frændi var mjög heilsu- hraustur. Þremur árum fyrir and- látið leitaði hann læknis vegna slappleika, fékk upp frá því að vita að hann var með krabbamein. Þeg- ar við heimsóttum hann eftir það, hittum við fyrir gamla góða Polla sem var sáttur við sitt og tilbúinn að taka örlögum sínum. Inga frænka og fjölskylda hjúkraði Polla síðustu mánuðina með dyggri að- stoð Heimahlynningar Krabba- meinsfélags Islands. Þetta era örfá minningarbrot af mörgum um elsku Polla okkar, sem okkur þótti svo undurvænt um. Við eigum eftir að sakna Polla frænda sárt, enda þótt við vitum að hann er í góðum höndum og heldur áfram að „sprella", því að sál okkar teyg- ir sig inn á svið sem hvorki er bund- ið tíma né rúmi og í þessari mynd tilverunnar er fæðing okkar dauði og dauði fæðing. Elsku Inga frænka, Kiddi, Gunn- ar og fjölskyldur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Katrín ög Kristín. Mánudaginn 20. september verð- ur til moldar borin elskuleg vinkona mín, Guðný H. Jónsdóttir, ætíð köll- uð Gígja. Gígja fæddist í Reykjavík, dóttir hjónanna Jóns B. Helgasonar kaupmanns og konu hans Ólafar B. Guðjónsdóttur. Hún var einkabarn foreldra sinna og augasteinn. í Vesturbænum ólst hún upp, en fiuttist á unglingsaldri í Hlíðarnar í Reykjavík. Gígja átti fimm hálfsystkini, þijá bræður og tvær systur, sem öll lifa hana. Mikið samband hafði hún ætíð við systur sína, Pjólu, sem reyndist henni kær systir og stoð og stytta einkum síðustu árin. Gígja giftist aldrei, en eignaðist þtjú mannvænleg börn, Jón Bjarna, Ástríði og Björgvin Þór. Bjó hún með börnin sín alla tíð hjá foreldram sínum, þar til þau létust. Síðan stofnaði hún heimili sitt í Unufelli 13 hér í bæ. Leiðir okkar lágu saman þegar við vorum 15 ára gamlar og geng- um saman í Verslunarskóla Islands. Hefur sú vinátta staðið óslitið síðan. Gígja vann ætíð utan heimilis meðan heilsa entist og alltaf við skrifstofustörf, lengst af hjá Aðal- verktökum og Branabótafélagi ís- lands. Gígja gekk ekki alltaf hinn gullna Á lífsleiðinni hittir maður menn sem hafá þau áhrif á mann að maður verður að þakka þeim sam- fylgdina þegar þeir fara yfír móð- una miklu inn í eilíft líf. Polli var einn af þessum mönn- um, hann lifði gífurlegar breytingar í þjóðlífínu og hafði frá svo mörgu skemmtilegu að segja úr menning- ar- og skemmtanalifinu, þegar gamla Sjálfstæðishúsið við Austur- völl var þungamiðja alls samkomu- halds, enda var hann einn af þeim gleiðgjöfum sem þar störfuðu, ásamt Haraldi Á. Sigurðssyni, Al- freð Andréssyni og fleiri úrvals skemmtikröftum og leikurum, og þar fór enginn venjulegur hópur. I dag væri þetta kallað landsliðið í skemmtanabransanum. Ég sóttist eftir að heyra sögur frá þessum tíma og Polli lét ekki sitt eftir liggja að segja mér frá revíunum og spaugilegu atvikunum. Allir sem starfað hafa í tónlist eða í skemmtanaiðnaðinum þekktu Poul Otto Bernburg, enda var hann aðalmaðurinn í hljóðfæraverslun sinni meðan hann starfaði þar, og var enginn svikinn af að eiga við- skipti við Polla, enda vildi hann allt fyrir alla gera og var lipurðin og þjónustulundin svo mikil að leitun var á öðru eins. Þegar maður lítur til baka og kveður þennan öðling og rifjar upp í huganum allar þær gleðistundir sem hann veitti manni, væri hægt að skrifa um það heila bók. Afmæl- in, jólaböllin og þá lífsgleði, húmor og manngæsku sem hann miðlaði meðalveg og háði sína baráttu í líf- inu, en góð greind og skap hjálpuðu henni oft þó á brattann væri að sækja. Hún hafði létta' lund, var lífsglöð og félagslynd og margar fijóar hugmyndir komu frá henni. Fyrir u.þ.b. 15 áram greindist hún með krabbamein og var um tíma haldið að það hefði læknast að fullu. En aftur syrti að og fyrir fimm áram gekkst hún undir mikla aðgerð, sem gerði hana að öryrkja það sem eftir var ævinnar. Ætíð hélt Gígjá samt sínu góða skapi og lífsmóði. Hún einbeitti sér að því að ala upp yngri soninn, Björgvin Þór, sem nú er 14 ára gamall. Gígja var í raun mjög sérstakur persónuleiki, þótt fæstir þekktu hana gjörla. Hún var ákaflega bamgóð og mátti ekkert aumt sjá eða vita, vildi ætíð rétta hjálparhönd, ef hún hafði tök á. Hún elskaði dýr og hafði ætíð gæludýr á heimiii sínu, sér til ánægju, einkum eftir að hún varð óvinnufær. Hún las mikið og var fróð um allt milli himins og jarðar. Einnig hlustaði hún mikið á tónlist og var vel að sér í þeim efnum. Ekki sjaldan sendi hún mér lög bæði börnum og fullorðnum verður seint hægt að þakka. Ég votta öllum aðstandendum Pouls Ottos Bemburgs samúða mína og ég veit að þessi góði dreng- ur fær hlýjar viðtökur þar sem hann er núna. Magnús Ólafsson. Það var í ársbyijun árið 1969, eða fyrir tæpum tuttugu og fímm árum, að við Poul O. Bernburg hófum samstarf um rekstur Hjóð- færaverslunar Pauls Bernburgs. Þegar frá upphafí tókst með okkur mjög góð og ánægjuleg samvinna, bæði við verslunarreksturinn og svo í fjölmörgum verslunarferðum okk- ar á eriendar kaupstefnur. í upp- hafí beindust þessar ferðir til Aust- ur-Þýskalands og þá til stórborgar- innar Leipzig, en íslensk stjórnvöld beindu þá sem mestum viðskiptum íslendinga til austantjaldslandanna. Þegar vestrið opnaðist lá leiðin til hins frjálsa heims og þá á mikla heimssýningu í Frankfurt. Þar stofnuðum við til viðskiptasam- banda við ýmsa aðila í mörgum löndum sem efldust og treystust þegar árin liðu. Auk þessa heimsótt- um við ýmis fyrirtæki, þó aðallega í Englandi. Og svo barst okkur boð um að heimsækja Japan, sem var ógleymanlegt ævintýri. Þá var það ósjaldan að við feng- um heimsóknir erlendra viðskipta- aðila og voru Japanir þar fjölmenn- astir. Við tókum strax upp þann sið að bjóða þessum vinum okkar heim til okkar í íslenska lamba- kjöts- og fískrétti. Slík heimboð telja útlendingar sérstakan vináttu- vott og meta mikil gæði íslenskrar matreiðslu. Mér er minnisstætt hversu þessir útlendu vinir okkar nutu þess strax að koma á hið fallega og snyrtilega heimili frú Ingu og Pouls. Og þá var snilldarmatreiðsla frú Ingu slík, að vinir okkar vitnuðu til þess lengi á eftir. Á þessari stundu, þegar góður vinur og starfsfélagi er skyndilega hrifinn burt og leiðir skilja, kýs ég að kalla frám allar björtustu minn- ingar frá okkar löngu samveru- stundum. Ég vil þakka honum sér- staka lipurð og ánægjulega sam- vinnu á þessum langa tíma. Eigin- konu hans, frú Ingu, sendi ég og fjölskylda mín okkar innilegustu samúðarkveðjur. Við sjáum öll á bak góðum vini, sem var umfram allt drengur góður. Páll H. Pálsson. á öldum ljósvakans til að gleðja mig og oft kvaddi hún mig með þessum orðum: „Guð geymi þig, Abba mín.“ Hún vildi svo sannar- lega sýna mér þakklæti sitt fyrir það éitt að eiga mig að. Gígja var trúuð og trúði staðfast- lega á annað líf. Börnin og barnabörnin voru henni eitt og allt og stóð hún sem klettur þeim til aðstoðar og hjálp- ar, þar til yfir lauk. Minningu um góða vinkonu mun ég geyma í hjarta mínu. Hvíli í friði, elsku Gígja mín. Bömum hennar, barnabörnum og systkinum votta ég mína dýpstu samúð: + Elskulegur brófiir okkar og mágur, HARALDUR HINRIKSSOIM, Sæviðarsundi 33, Reykjavík, lést af slysförum 11. september 1993. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð. Ásta H. Hampton, Hjörfrfð og Carmon Pritchett, Guðný Hinriksdóttir, Lúðvik Andreasson. Guðný K. Jóns- dóttir - Minning Hrafnhildur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.