Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						4" B
¦¦•>
MORGUNBLADIÐ SUNNUDAGUR 19: SEPTEMBER 1993
samband daglega um talstöð og
telex. Farartækin upp á jökulinn
voru Twin Otter flugvél frá Bretum
eða Herkulesvél bandaríska hers-
ins, en bandarískir vísindamenn
voru að bora annan kjarna í um
30 km fjarlægð á jöklinum. Banda-
ríkjamennirnir eru um ári á eftir
evrópsku bormönnunum. Segir
Árný Erla að ágæt samvinna hafi
verið við þá og að mikill styrkur
sé við úrvinnsluna í að hafa tvo svo
nærliggjandi kjarna.
Ýmsar mælingar voru gerðar á
ískjarnanum uppi á jöklinum. Áður
en byrjað var að bora voru grafín
aa
'ifiBpfc

K
:^
'¦¦'*Í0h>  ¦¦#
•v.

^#
^
IH
út göng um 7 metrum undir yfir-
borðinu. Þar fékkst vinnuaðstaða
með kjarnann í 20 stiga gaddi. Þar
fóru m.a. fram rafleiðnimælingar
og skoðun á ískrystöllum og ýmsar
efnagreiningar voru gerðar. Kjarn-
inn var sagaður í 55 sm búta og
enn frekar niður eftir ákveðnum
reglum. Áður var búið að ákveða
hvaða bút hver rannsóknastofa í
löndunum fengi. Allur var kjarninn
svo sendur til Danmerkur, þar sem
hann er geymdur og úthlutað það-
an. íslendingar hafa fengið sýni frá
mismunandi stöðum úr þessum
kjarna.
„Þyngd vatns er mjög háð hita-
stigi á þeim tíma er úrkoman féll,"
úrskýrir Árný. „Sumarúrkoman er
mun þyngri en vetrarúrkoman og
eftir því sem kaldara er í veðri er
þyngd úrkomu minni. Með því að
mæla þyngd íssins er því hægt að
segja til um hitastigið á þeim tíma
er úrkoman féll og hreinlega rekja
sig eftir árssveiflunum niður
ískjarnann. Ef ársúrkoman er sem
svarar 25 sm af ís eða meiri gefur
þessi     aldursákvörðunaraðferð
ámóta nákvæmar niðurstöður og
talning árhringja í trjám. Þessa
talningu á árssveiflum er hægt að
nota til að aldursgreina ís sem er
yngri en 10 þúsund ára, en eftir
það fara árssveiflur að dofna og
hverfa loks, svo að nota verður
aðrar aðferðir til að aldursgreina
ísinn. Ummerki eftir stór eldgos á
jörðinni sjást vel í ísnum og má
styðjast við þekkt eldgos til að ald-
ursgreina kjarna."
Ógnvekjandi hítasveiflur
Á undan þessari borun höfðu
verið mæld ískjarnasýni frá jöklin-
um í Grænlandi sem endurspegluðu
hitafar undanfarinna 120 þúsund
ára. Út frá þeim höfðu menn séð
að hlýskeið, sem nú stendur yfir
og hófst fyrir 10.000 árum, hefur
verið nokkuð stöðugt, þrátt fyrir
smávægilegar hitasveiflur. Og að
á jökulskeiðinu á undan voru veður-
sveiflur miklar. ísöldin sem byrjar
fyrir um 2 milljónum ára skiptist
í jökulskeið og hlýskeið og eru
jökulskeiðin alltaf lengri eða um
100 þúsund ár meðan hlýskeiðin
vara 10-20 þúsund ár. Samsvörun
er í öllum ískjörnum sem boraðir
hafa verið í jöklinum og það slær
á efasemdir um að túlka megi
breytingu á samsætugildi sem
breytingu á veðurfari."
„Beint samband er milli mælinga
okkar og hitastigsins. Við vissum
að hitastigið hafði sveiflast gífur-
lega, einkum á síðari hluta síðasta
jökulskeiðs, en upplýsingar voru
lélegar um hlýskeiðið þar á undan.
Gengið var út frá því að þetta fyrra
hlýskeið hefði haft stöðugt veður-
far eins og núverandi hlýskeið, en
að það væri á jökulskeiðum sem
veðráttan yrði svona óstöðug. Nú
sjáum við aftur á móti að fyrir
aðeins 10 þúsund árum er eins og
fjandinn verði laus og úr því sést
ekki svona stöðugt veðurfar niður
í gegnum allan kjarnann, svo langt
sem hann nær. Hitastigið fellur
niður í helkulda og getur svo sveifl-
ast upp fyrir það sem nú er á 10-15
árum eða jafnvel innan við 10
árum. Þessar sveiflur á síðasta hlý-
skeiði eru ógnvekjandi. Þetta getur
gerst svo snöggt. Meðalárshitinn
getur fallið allt að 14 gráður. Þeg-
ar okkar hlýskeið byrjaði gerðist
það á um 40 árum, á innan við
mannsaldri."
Við þessi tíðindi fellur manni
allur ketill í eld. Þetta gæti sem
sagt gerst á ævi þeirra sem nú búa
á Islandi. Og þegar við búum á
mörkum hins byggilega heims, eins
og stundum er sagt, má ekki miklu
muna. Vart yrði búandi hér ef árs-
hitinn félli þó ekki væri nema um
1-2 gráður. Árný Erla segir okkur
til obbolítillar huggunar að sveifl-
urnar séu sneggri upp á við en
kólnunin hægari. Þetta megi
merkja á síðasta jökulskeiði, þótt
ekki sé búið að skoða hraða sveif-
lanna á síðasta hlýskeiði til hlítar.
Golfstraumurinn til Portúgal
Stóru sveiflurnar sjást á báðum
heimskautunum, en breytingarnar
verða sneggri og meiri hér norður
frá. Þess vegna vilja menn meina
Arný Erla segir ógleymanlegt að dvelja í jökulauðninni. Borstaður-
inn var í 3.230 metra hæð, þar sem er um 16 stiga frost á daginn og
30 á nóttunni
Búðirnar á hátindi Grænlandsjökuls. Sofið var í tjöldum í 5-6 stiga frosti, en kúluhús notuð sem verk-
stæði, eldhús og yfir ísborinn.
að orsakanna sé að leita á norður-
hveli. Líta þá gjarnan til Golf-
straumsins. Þegar svo kalt er á
okkar slóðum þá fáum við ekki
þennan heita hafstraum hingað.
Þá hefur Golfstraumurinn sveigt
af leið, suður undir Portúgal. En
hvað setur þetta af stað? Það segir
Árný Erla að valdi miklum heila-
brotum og ýmsar kenningar á lofti.
Meðal annars að breytilegt seltu-
magn í sjónum geti valdið breyting-
um á hafstraumum. „Á köldum
tíma sjáum við í ísnum mikið ryk,
svo að þá hefur verið kalt og vinda-
samt í senn. Þessi tímabil eru mjög
óregluleg, kuldatíminn endist mjög
mislengi. En með þessum nýja
ískjarna vonast menn til þess að
fá skilning á þessum sveiflum. Þær
virðast ekki koma með reglulegu
millibili og þær vara mislengi,"
segir hún.
Ákveðið skeið getur varað í
u.þ.b. 1.000 ár en stundum aðeins
í 70 ár. Sveiflurnar virðast koma
eins og hendi sé veifað og á einum
stað á síðasta hlýskeiði sjást merki
í ísnum um að veðurfar hafi breyst
á innan við 10 árum frá því að
vera hlýrra en nú er niður í 10
gráðum lægri ársmeðalhita. Svo fór
hitastigið jafn snöggt upp aftur.
Þetta jafngildir örstuttri ísöld, sem
kemur en fer jafn skyndilega. Og
það fer ekki hjá því að maður spyrji
sjálfan sig: Getur þetta gerst á
okkar dögum? Hver yrðu áhrifin?
Við víkjum talinu að hinum um-
ræddu gróðurhúsaáhrifum og Árný
Erla segir að í náttúrulegum að-
stæðum sé um að ræða miklu stærri
hitasveiflur en talað er um þar.
Svokölluð gróðurhúsaáhrif, eins og
þeim er spáð, eru ekkert í saman-
burði við það sem sjá má í ískjarn-
anum. „Við erum ekki búin að ráða
þá gátu hvernig þetta gerist. En
af einhverjum áí tæðum lifum við
núna á mjög stöðugum tíma hvað
veðurfar snertir," segir hún.
Er þá nokkuð til ráða? Við kom-
um okkur saman um að hvort sem
maður trúir á það að mengun muni
valda gróðurhúsaáhrifum á jörðinni
eða sé jafnvel farin að gera það,
þá sé að minnsta kosti skynsamlegt
að breyta engu af mannavöldum.
Ekkert vit sé í að rugga bátnum á
meðan ekki er búið að ráða gátuna
hvað setur þessar gífuriegu hita-
sveiflur af stað. „Meðan hlýtt var
á síðasta hlýviðrisskeiði, áður en
snöggkólnaði, var um 2 gráðum
hlýrra en nú er. Og með gróður-
húsaáhrifunum erum við að valda
hlýnun á jörðinni. Ætli sé þá ekki
viturlegra að reyna að halda
ástandinu óbreyttu?"
600    800    1000   1200    1400   1600   1800  A.D.
fsum K SKmm
Bæði löndin verðskulduðu nnfngiftinn
Iikilvæg atvik úr landnámssögunni koma merkilega vel heim
og saman við ársmeðalhitann, eins og Árný Erla Sveinbjörns-
dóttir jarðfræðingur les hann út frá samsætumælingum á grænlensk-
um ískjörnum. Til glöggvunar hefur hún sett þetta upp á meðfylgj-
andi línurit. 1) Hrafna Flóki kemur til íslands 865 á mjög köldu tíma-
bili og eftir kólnandi veðurfar í langan tíma. Enda sneri hann aftur
til Noregs vonsvikinn eftir að vosbúðin hafði svift hann búsmalanum
og kallaði þetta land ísland. 2) Aðeins 10 árum seinna kemur Ingólf-
ur Arnarson, þegar árshitinn hefur hækkað um eina gráðu og veður
fer hlýnandi, enda heppnast landnám hans og hann unir sér hér vel
með sitt fólk. 3) Þegar Eiríkur rauði finnur land sem honum finnst
eiga að bera nafnið Grænland, þá hefur veðurfar þar verið tiltölu-
lega hlýtt í 100 ár. Líklegt er að þar sem víkinginn bar að garði
hafí land í rauninni verið grænt og grösugt, eins og samsætumæling-
arnar úr ískjörnunum benda til. 4) Þegar svo Vestribyggðin við
Godthab á Grænlandi fer í eyði er loftslag þar kaldara en nokkru
sinni frá því Grænland byggðist. Samsætumælingar sýna að langvar-
andi kuldakast er um svipað leyti og mannauðn verður á Grænlandi.
5) Kalda timabilið á íslandi frá 1600 til 1900 var nefnt litla ísöld.
Þá var hafís tíður við Iandið, enda sýna samsætumælingarnar langt
kuldaskeið.
Miðað við hitafar á þeim tíma hlutu bæði löndin verðskulduð nöfn.
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8
B 9
B 9
B 10
B 10
B 11
B 11
B 12
B 12
B 13
B 13
B 14
B 14
B 15
B 15
B 16
B 16
B 17
B 17
B 18
B 18
B 19
B 19
B 20
B 20
B 21
B 21
B 22
B 22
B 23
B 23
B 24
B 24
B 25
B 25
B 26
B 26
B 27
B 27
B 28
B 28