Morgunblaðið - 16.10.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.10.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1993 37 Sigríður Jóns- dóttir - Minning Hinn áttunda október síðastliðinn lést vinkona mín Sigríður Jónsdóttir eftir langvarandi veikindi. Ljúfsárar minningar komu upp í huga minn um þessa glæsilegu æskuvinkonu mína. Við Sigga kynntumst fyrst þegar við vorum átta ára gamlar í Landa- kotsskóla og urðum strax bestu vin- konur. Hún bjó þá inn við Rafstöð en ég í Hlíðunum. Löng vegalengd var á milli heimilanna. En forsjónin hagaði því þannig að tveimur árum síðar fluttist ég ásamt fjölskyldu minni inn í Vogahverfí. Nú gátum við hist hvenær sem tími gafst til. Rafstöðin með sínu fagra umhverfi varð okkar leikvöllur. Þar lékum við okkur í boltaleikjum á fögrum sum- arkvöldum og skíðuðum í Ártúns- brekkunni á vetuma. Heima hjá Siggu naut ég gestrisni foreldra hennar sem voru mér einstaklega hlý og yndisleg. Við Sigga fórum saman í sunnu- dagaskóla KFUK og síðar sem ung- lingar sóttum við fund hjá KSS. Með þeim félagsskap fórum við ófáar ferðir saman í Vatnaskóg, Vindáshlíð og Kaldársel. Ég minnist gamlárs- kvölds nokkurs fyrir allmörgum árum. Þá var gengið á Helgafell eft- ir samverustund í Kaldárseli. Var það stórkostleg upplifun að líta yfir Reykjavíkurborg kl. 12 á miðnætti, hafin yfir allan skarkala en njóta samt stórkostlegrar ljósadýrðar. Ánægjustundirnar sem við Sigga áttum saman gegnum tíðina voru vissulega margar. Með árunum hitt- umst við sjaldnar en misstum þó aldr- ei sjónar hvor á annarri. Áður en Sigga lærði til organista starfaði hún sem ljósmóðir og svo skemmtilega vildi til að frumburður minn var fyrsta barnið sem Sigga tók á móti sem fulllærð ljósmóðir. Betri handleiðslu við þá frumraun gat ég ekki fengið. Fregnin um að vinkona mín væri haldin ólæknandi sjúkdómi varð mér mikið áfall. Við hittumst nokkrum sinnum á þessu ári á meðan Sigga gat enn verið heima og áttum saman ómetanlegar stundir þar sem rifjaðar voru upp gamlar minningar og fyllt upp í götin. Með þessum fátæklegu orðum vil ég minnast vinkonu minnar og þakka henni samfylgdina í gegnum tíðina. Eiginmanni og sonum, tengdadætr- um, móður og systkinum sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Björg Kristjánsdóttir. Hinn 8. okt. sl. lést vinkona okk- ar, Sigríður Jónsdóttir, organisti, á Grensásdeild Borgarspítalans, eftir langvarandi sjúkdómslegu af völdum heilablóðfalls. Af þeim sökum hefði lát hennar ef til vill ekki átt að koma okkur á óvart. Samt sem áður snert- ir fráfall góðs vinar ávallt viðkvæ- man streng í hjörtum okkar. Það er þó huggun harmi gegn, að við vitum, að hún hefur nú fengið lausn frá jarðneskum þjáningum og hvílir nú við brjóst síns himneska föður, sem hún átti svo einlæga trú á. Við kynntumst Sigríði Jónsdóttur fyrst fyrir um það bil 35 árum, þeg- ar hún gekk til liðs við okkur í Kristi- legum skólasamtökum. Þar var fyrir bróðir hennar, Ásgeir Markús, og nokkrum árum seinna kom yngri systir þeirra, Guðrún, einnig í KSS. Þau systkinin komu frá einlæglega trúuðu heimili, þar sem foreldrar þeirra Gunnþórunn og Jón Ásgeirs- son, veittu þeim ástúðlegt, kristilegt uppeldi, sem þau nutil góðs af upp frá því og var þeim gott veganesti í lífsbaráttunni. Á þessari stundu koma fram í hugann allar yndislegu samveru- stundirnar, sem við áttum í KSS. Við minnumst allra fundanna, skóla- mótanna í Vatnaskógi og Vindáshlíð og starfs í æskulýðskórum. Alls stað- ar var Sigríður sjálfsagður þátttak- andi og gekk að starfinu af fúsleik, til þess að sem flestir fengju að heyra fagnaðarboðskapinn um Jesúm Krist. En síðast og ekki síst minn- umst við allra gamlárskvöldanna, þegar okkur var öllum boðið heim til þeirra og nutum við einstakrar gestrisni foreldra þeirra. Þar ríkti fölskvalaus gleði, farið var í leiki og mikið sungið. Þá tók Jón faðir þeirra fram fiðluna sína og spilaði fyrir okkur við undirleik Sigríðar. Þetta eru okkur öllum ógleymanlegar stundir. Nú að leiðarlokum í þessu lífi, vilj- um við gömlu félagarnir þakka Sig- ríði Jónsdóttur fyrir allt sem hún var okkur, fyrir allt hennar óeigingjama starf, sem hún innti af hendi fyrir KSS á þeim ámm sem við störfuðum þar. Við biðjum góðan Guð að blessa minningu hennar. Þá biðjum við Drottin að blessa ástvini hennar, eiginmann, móður, böm og tengdabörn og veita þeim sinn styrk í þeirra mikla söknuði og sorg. Fyrir hönd gömlu félaganna í KSS, Hilmar E. Guðjónsson. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast Siggu lítilsháttar síðustu tíu ár ævi hennar. Fyrir þau kynni er ég þakklátur Guði. Væntanlega munu aðrir fjalla um störf hennar að tón- listarmálum. Þar nutu sín hæfileik- arnir til að starfa með fólki og byggja það upp. Þeir hæfileikar reyndust einnig dýrmætir á þeim vettvangi sem ég stafaði mest með Siggu - í sam- starfi KFUK og KFUM. Hún lagði alltaf áherslu á nærgætni og hlýju sem kom sér vel í viðkvæmum mál- um. Ég minnist þess að einu sinni var ég tillitslaus við hana á fundi og mér Ieið ekki vel fyrr en ég hafði fullvissað mig um að hún erfði það ekki við mig. Það var óbærileg til- hugsun að hafa sært hana eða gert á hlut hennar. I minningunni er Sigga björt og fögur, heið og sviphrein. Hún gat verið föst fyrir en var sanngjörn og laus við sýndarmennsku. Þrátt fyrir margþætt störf sín að tónlistar- og félagsmálum skilur Sigga mest eftir sig sem eiginkona og móðir. Hún átti góðan og traust- an eiginmann sem stóð við hlið konu sinnar í allri þjáningu hennar. Dreng- irnir þeirra þrír bera vitni um gott heimili og farsælt uppeldi - allir ein- staklega vel gerðir, duglegir og ábyrgir. Kæru vinir, Pétur, Sigurður, Gunnar Þór og Hannes. Missir ykkar er mikill og söknuðurinn nístandi. En þið vitið að böl og dauði eiga ekki síðasta orðið. Ekkert getur gert okkur viðskila við kærleika Guðs. Upprisa Krists gefur okkur von eilífs lífs. í þeirri von lifði og dó Sigga. Þess vegna hvílir hún nú óhult í faðmi Guðs, þar sem hvorki er til þjáning né dauði heldur er Guð allt í öllu. Megi sú vissa styrkja ykkur í sorg ykkar. „Guði séu þakkir sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesú Krist.“ (I. Kor. 15:57) Ólafur Jóhannsson. Glæsileg, hæfileikarík og ljúf í viðmóti eru þau orð sem okkur dett- ur í hug, er við minnumst bróðurdótt- ur okkar, Sigríðar Jónsdóttur, sem lést 8. október síðastliðinn, eftir erf- ið veikindi aðeins 47 ára gömul. Hún var fædd í Reykjavík 8. febr- úar 1946, dóttir hjónanna Jóns Ás- geirssonar, stöðvarstjóra við Elliða- árstöðina, sem lést 1978 og Gunnþór- unnar Markúsdóttur, sem lifir dóttur sína. Hún var önnur í systkinaröð- inni, eldri er Ásgeir Markús og yngri Guðrún, bæði búsett í Reykjavík. Sigríður ólst upp á yndislegu heim- ili í fögru umhverfí við Elliðaárnar. Snemma komu tónlistarhæfileikar hennar í ljós, sem hún ræktaði vel enda fékk hún hvatningu til að stunda tónlistarnám. Hún lærði líka ljósmóðurstörf og vann við þau um árabil. Árið 1968 giftist hún Pétri Sig- urðssyni skipstjóra. Þau eignuðust þijá syni sem eru: Sigurður, fæddur 1969, líffræðinemi, kvæntur Ingi- björgu Valgeirsdóttur; Gunnar Þór, fæddur 1971, lögfræðinemi, kvæntur Eddu Björk Skúladóttur; og Hannes, fæddur 1974, nemi. Fjölskyldan bjó um tíma á Suður- eyri. Þar var Sigríður organisti í kirkjunni. Eftir að þau fluttu aftur til Reykjavíkur varð hún aðstoðar- organisti í Laugameskirkju í tvö ár, seinna eitt ár í Breiðholtskirkju og síðan f Grafarvogssókn frá stofnun hennar. Tími Sigríðar er nú liðinn. Enginn flýr örlög sín, síst af öllu dauðann. Stundum finnst manni hann birtast okkur af miskunnarleysi og svo er vissulega nú þegar við kveðjum frænku okkar, svo unga og hæfi- leikaríka konu, sem lífið virtist blasa við. Við og fjölskyldur okkar sendum Pétri, sonum, tengdadætrum, Gunn- þórunni, Ásgeiri Markúsi, Guðrúnu og fjölskyldum, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sá sem eftir lifir deyr þeim deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson) Guðs blessun fylgi Sigríði í hinstu ferð. Steinunn Ásgeirsdóttir, Einar Ásgeirsson og fjölskyldur. Kveðja frá KFUK í Reykjavík I dag stöndum við félagskonur í KFUK í þeim erfiðu sporum að kveðja Sigríði Jónsdóttur, félagssyst- ur okkar og fyrrum formann KFUK. Á undangengnum vikum höfum við þegar séð á bak þremur félagssystr- um okkar og Sigríður yngst þeirra fyllir nú þann hóp. Við nemum staðar — komið er að kveðjustundu. Hugleiðingar um lífið og tilveruna gera óhjákvæmilega vart við sig, vangaveltur sem snerta eðli og tilgang lífsins, hinstu rök til- verunnar og þá ráðgátu sem dauðinn er. Kristur og frelsunarverk hans verður okkur hugleiknara. Vald dauðans hefur verið borið ofurliði. Sigurinn er Krists og fyrir hann höf- um við höndlað lífið, lífið með honum um' eilífð alla. Sigga greindist fyrir tveimur árum með þann alvarlega sjúkdóm, sem að iokum lagði hana að velli. í veik- indum sínum var hún sem og fjöl- skylda hennar borin á bænarörmum, þar sem Guð var beðinn að líta til þeirra í náð sinni, veita þeim hjálp og gefa þeim styrk trúarinnar. Við fylgdumst náið með Siggu og skynj- uðum glöggt þá erfiðu baráttu sem hún háði. Hún fól sig Guði og í hon- um átti hún athvarf sitt. Sigga var barn að aldri þegar hún fór að sækja fundi hjá KFUK og KFUM enda voru foreldrar hennar meðlimir í þeim félögum. Framan af tók hún þátt í ýmsum þáttum starfsins en hin síðari ár var hún undirleikari á fundum okkar og sam- komum. Spiiaði hún síðastliðin ár nær undantekningarlaust á öllum AD-fundum í KFUK. Tónlistin skip- aði stóran sess í lífi hennar. Hún starfaði sem organisti úti á landi, er fjölskyldan bjó þar og á síðari árum einnig í Reykjavík. Sigga var í stjórn KFUK árin 1986-1992, lengstum sem ritari. Starfsárið 1991-1992 var hún for- maður félagsins, en varð að hætta þeim störfum sökum þeirra alvarlegu veikinda, sem gerðu vart við sig. Þegar horft er um öxl og litið til baka verður mynd Siggu björt og skýr. Öli störf sín í KFUK vann hún af stakri samviskusemi og vand- virkni. Þessir þættir ásamt einlægni, heiðarleika og rósemi voru einkenn- andi fyrir hana. Hún var glæsileg kona og einstaklega vel gerð. Sigga var ekki margmál um eigin hagi en þó duldist engum sem kynnt- ist henni, að eiginmaður hennar Pét- ur Sigurðsson stóð henni við hlið og studdi hana einlæglega. Hann lagði sitt af mörkum til starfsins og í hon- um eignaðist KFUK góðan stuðn- ingsmann, sem við metum mikils og þökkum fyrir. Við sendum Pétri, son- um þeirra, Sigurði, Gunnari Þór og eiginkonum þeirra, Hannesi, aldraðri móður og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur. Við biðjum Guð að umvefja þau með kærleika sínum, hugga þau og vera þeim nálægur í sorg þeirra. Við þökkum Guði fyrir Siggu og öll störf hennar í þágu KFUK. Við kveðjum hana með orðum þeim sem hún gaf okkur félagssystrum sínum er hún lét af formennsku í KFUK árið 1992. „Fyrir því látum vér ekki hugfall- ast. Jafnvel þótt vor ytri maður hrörni, þá endurnýjast dag frá degi vor innri maður. Þrenging vor er skammvinn og léttbær og aflar oss eilífrar dýrðar sem stórum yfirgnæf- ir allt.“ (2. Kor. 4:16-17.) Sljórn KFUK í Reykjavík. + Ástkær eiginkona mín, GUÐRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR, Neðstaleiti 2, lést í Borgarspítalanum aðfaranótt 15. október. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurður Jónsson. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, ÓLAFfU INGIBJARGAR ÞORGILSDÓTTUR frá Þórshamri í Sandgerði, Eskihlíð 12b, Reykjavík. Oddný Jónasdóttir, Þorgils Jónasson, Vilborg Bjarnadóttir, barnabörn, barnabarnabörn og systur. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, dóttur, tengdadóttur og systur, ÞÓRDÍSAR S. FRIÐRIKSDÓTTUR sjúkraliða, Álfheimum 9. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki krabbameinsdeildar 11E og Heimaað- stoðar Landspítalans, fyrir frábæra umönnun og hlýhug. Einnig til starfsfólks og félaganna á Morgunblaðinu. Guð blessi ykkur öll. Karel Kristjánsson og börn, foreldrar, tengdaforeldrar og systkini. + Móðurbróðir okkar, STEINGRÍMUR JÓHANNESSON, Svínavatni, Austur-Húnavatnssýslu, andaðist aðfaranótt 15. október f sjúkrahúsinu á Blönduósi. Ingibjörg Gunnarsdóttir, Ingibjörg Pétursdóttir, Guðmundur Pétursson, Jóhannes Pétursson, Anna Guðnadóttir, Jóhanna Guðnadóttir. + Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, EDITH AGNES SCHMIDT, er lést f Landspítalanum þann 8. október, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mánudaginn 18. október kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda, Jónas B. Erlendsson. + Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhiig vegna and.'áts bróður okkar, SIGURÐAR J. SIGURÐSSONAR frá Skammbeinsstööum. Guð blessi ykkur. Systkini hins látna. + Faðir okkar, bróðir, tengdafaðir, afi og langafi, HAUKUR PÉTUR GÍSLASON, Ö. Kristine Lundvegen 9, Malmö, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 18. október kl. 13.30. Anna Kristín Hauksdóttir, Gísli Hjálmar Hauksson, Halldór Sveinn Hauksson, Birna Guðbjörg Hauksdóttir, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabarn og systkini hins látna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.