Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						26    B
MORGUNBLAÐIÐ
SAMSAFNIÐ
SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1993
-f
I MEISTARAKOKKARNIR...
ERU ÖSIC4R OG INGVAR
Kryddað lambalæri
i Meistarakokkarnir Óskar og
Ingvar eru mikið fyrir að
krydda tilveruna þessa dag-
ana og gildir það líka um
lambalærið sem er á matseðl-
inum í dag.
Lambalæri íkryddhjúpi
fyrir 5
1 stk. lambalæri
-i-
salt og nýmulinn pipar
Kryddsósa til penslunar
4 msk. hunang
2 msk. dijon sinnep
1 tsk. rósmarin
Krydd ísoðsósu
1 I vatn
1 stk. gulrót
1 stk. laukur
1 stk. lárviðarlauf
5 stk. piparkorn
Hunangið hitað örlítið og
sinnepinu og rósmarin hrært
saman við. Lærið er kryddað
með salti og piparnum, sett á
grind í 200°C heitum ofni.
Lækka hitann í ofninum strax
í 100°C. Steikingartíminn er
einn og hálfur til tveir tímar.
Tvisvar á steikingartímanum
ót er lærið penslað með krydd-
sósunni. Undir grindina með
lærinu er látin ofnskúffa með 1
I af vatni ásamt kryddinu í sós-
una, gulrótin og laukurinn gróft
skorið. Að steikingu iokinni er
soðið í skúffunni bakað upp og
bætt með rjóma og smakkað
til með kjötkrafti.
Tveir góðirfiskréttir
Uppskriftir Meistarakokk-
anna sem féllu niður sl.
sunnudag birtast hér með.
Ýsa ímöndluhjúp með
jógúrtsósu fyrir 4
800 g ýsa (flök í 100 g bitum)
1.000 g heilhveiti
2 stk. egg + smá mjólk
50 g sesamfræ
100 g möndluflögur
100 g smjörlíki til steikingar
Fiskinum er velt upp úr heil-
hveitinu, dýft í eggjablönduna og
velt upp úr sesamfræunum og
möndlunum. Saltað eftir smekk.
Jógúrtsósa
1 dós hreint jógúrt
50 g sýrðar agúrkur
1 tsk. hvítlauksrif, lítið
1 msk. saett sinnep
ögn af aromat-kryddi
Gúrkurnar og hvítlaukurinn
söxuð. Öllu hrært saman og
smakkað til með aromat.
Gellur með steiktu
grænmeti
800 g gellur
100 g hveiti
2 msk. estragon
saltog pipar
1 stk. blaálaukur
1 stk. paprika (rauð)
Estragon og hveiti blandað
saman, gellunum velt upp úr
blöndunni og steiktar upp úr
smjörlíki, kryddað með salti og
pipar. Gellurnar teknar af pönn-
unni og settar á fat. Smátt skornu
grænmetinu bætt á pönnuna og
steikt í smá stund. Grænmetið
sett yfir gellurnar.
Meðlæti: Hrísgrjón og soya-
sósa. Mjög gott er að kreista sítr-
ónu yfir gellurnar þegar þær eru
bornar fram.
ÚR MYNDASAFNINU
ÓLAFUR K. MAGNÚSSON
Listamannaskálinn
við Alþingishúsið
NÚ er liðinn um aldarfjórðungur
frá því að Listamannaskálinn
í Kirkjustræti var rifinn. Enn minn-
ast margir með söknuði þessarar
byggingar. Ófáir lögðu
leið sína í skálann sem
stóð vestan við Alþing-
ishúsið til að gleðja aug-
un og lífga andann. Og
Morgunblaðsmenn létu
sig ekki vanta. Vigfús
Sigurgeirsson ljósmynd-
ari var á staðnum þegar
skálinn var opnaður vorið
1944. Og næstu 24 árin leit Ólafur
K. Magriusson þarna inn öðru hverju.
Það var Sveinn Björnsson ríkis-
stjóri og síðar forseti lýðveldisins
íslands sem opnaði fyrstu myndasýn-
inguna í sýningarskála Félags ís-
lenskra  myndlistamanna  í  Kirkju-
stræti 12. Ríkisstjórinn lét í ljós þá
von að þetta sýningahald mætti eiga
sinn þátt í því að hrinda í fram-
kvæmd hugsjóninni um myndlista-
safn í Reykjavík, „sem
ekki má draga of lengi,
ef við eigum að verð-
skulda að teljast menn-
ingarþjóð".
Það varð bið eftir
myndlistarsafni og boð-
legum sýningarsölum.
Næstu áratugi var Lista-
mannaskálinn aðalsýn-
ingarhúsnæðið í Reykjavík. Með tíð
og tíma tók skálinn að láta á sjá
enda hafði ekki verið ætlunin að
hann stæði marga áratugi. Árið 1968
var sýningaraðstaða fengin að Kjarv-
alsstóðum á Miklatúni og var Lista-
mann.askálinn þá loks rifinn.
Jóhannes Kjarval hélt einkasýningu í Listamannaskálanum 1968.
EG HEITI
ERPUR SNÆR HANSEN
NAFNIÐ Erpur er þekkt
bæði úr Landnámabók og
Hamðismálum eddukvæða.
Bærinn Erpsstaðir í Dala-
sýslu er kenndur við Erp
Meldúnsson landnámsmann,
en hann mun hafa verið af
írsku bergi brotinn. Nafnið
var ekki notað að ráði fyrr
en á síðari árum og í þjóð-
skrá 1989 eru fimm karlar
sem bera nafnið, þar af einn
að síðara nafni.
Erpur Snær Hansen líffræð-
ingur er elstur þeirra sem
nú bera nafnið, fæddur 1966.
Hann segir að foreldrar sínir
hafi verið hrifnir af sjaldgæfum
nöfnum og fundið nafnið í forn-
bókmenntunum. I fjölskyldu
Erps eru fleiri sjaldgæf nöfn svo
sem Börkur, Broddi Reyr, Em-
bla, Ýmir og Röskva.
Erpur Snær segir algengt að
viðmælendur hvái þegar hann
kynnir sig en kostur þess að
heita sjaldgæfu nafni sé að fólk
muni það vel. Erpur á ekki börn
en segir að ef til þess kæmi
vildi hann gefa börnum sínum
kjarnmikil íslensk nöfn. Erpur
Snær var skírður Hansen að
eftirnafni, en hann er Hauks-
son. Hann segir ættarnafnið
koma sér vel í samskiptum við
útlendinga, þótt það sé óneitan-
lega á skjön við þau gömlu ís-
Erpur Snær Hansen líffræð-
ingur.
lensku.
„Ég var í útvarpsviðtali og
kynntur sem Erpur Snær Han-
sen. Það var kona úti á landi
sem átti óskírðan dreng og hún
hreifst svo af nafninu að hún
nefndi hann Erp Snæ. Svo
skemmtilega vill til að hann er
líka Hauksson svo þarna eign-
aðist ég óvart alnafna!"
HVERNIG...
ERU NALARSTUNGULÆKNINGAR?
Kínversk læknisfræði
FYRSTU heimildir um notkun
nála til lækninga eru frá því
um 2700 fyrir Krist. Það voru
Kínverjar sem þróuðu þessa
aðferð og hef ur hún verið notuð
þar í landi allt fram á þennan
dag. Á síðari árum hafa sumir
vestrænir læknar kynnt sér
nálarstungufræðin og beita nál-
um og prjónum af mikilli list
til að lina þjáningar og lækna
sjúka.
Kínverska nálarstunguaðferðin
byggist upphaflega á þeirri
kenningu að hverju líffæri tengist
ákveðið svæði á líkamanum og sé
það einskonar orkustöð eða snerti-
punktur við hið tiltekna líffæri.
Óll svæðin eru nákvæmlega kort-
lögð og fer lækhihgin þannig fram
að hárfínum nálum er stungið í
einn eða fleiri af þessum blettum,
allt eftir því hvað hrjáir sjúkling-
inn. Nálarnar, sem ýmist eru úr
gulli, silfri eða stáli, eru ýmist látn-
ar vera kyrrar eða þeim snúið og
stundum er veikum rafstraumi
hleypt á nálarnar.
Rannsóknir benda til þess að
nálamar örvi taugar og við það
losni deyfandi efni, endorfín, sem
linar þjáningar og veldur vellíðan.
Þannig er fengin skýring á vellíðan
sem oft leiðir af nálarstungum og
það má til sanns vegar færa að
góð slökun og hvfld er heilsubæt-
Nálarstungulækningar
VESTRÆNIR læknar hafa sumir hverjir fært sér í nyt kínverskar
nálarstungulækningar. Þótt sjúklingarnir líkist á stundum helst
nálapúða þykir læknisaðferðin ekki kvalafull heldur miklu fremur
kvalastillandi.
andi. Læknar á Vesturlöndum
hafa viðurkennt nálarstunguað-
ferðina að þessu leyti og 1979
hlaut aðferðin náð fyrir vökulum
augum Alþjóða heilbrigðismála-
stofnunarinnar sem lækningarað-
ferð.
Hin forna læknislist Kínverja
segir hins vegar að við nálarstung-
una slakni á tauginni sem stungið
er í og þá losni um eiturefni sem
upp hafí safnast. Kenning Kín-
verja um að hvert líffæri eigi
ákveðinn blett á yfirborði líkamans
er forvitnileg. Sumir sjúklingar
telja sig kenna til á stöðum fjarri
hinu sjúka líffæri og oftar en ekki
passar staðsetningin við kortlagn-
ingu Kínverjanna fyrir langa
löngu.
4
1
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8
B 9
B 9
B 10
B 10
B 11
B 11
B 12
B 12
B 13
B 13
B 14
B 14
B 15
B 15
B 16
B 16
B 17
B 17
B 18
B 18
B 19
B 19
B 20
B 20
B 21
B 21
B 22
B 22
B 23
B 23
B 24
B 24
B 25
B 25
B 26
B 26
B 27
B 27
B 28
B 28