Morgunblaðið - 10.11.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.11.1993, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C/D 256. tbl. 81.árg. Hart sótt að forset- anum á Ítalíuþingi Rómaborg. Reuter. HART var sótt að Oscar Luigi Scalfaro, forseta Ítalíu, á þingi iandsins í gær en Carlo Azeglio Ciampi forsætisráð- herra lýsti yfir fullum stuðn- ingi við forsetann. Fyrrver- andi yfirmaður ítölsku leyni- þjónustunnar, SISDE, hafði staðfest að gögn, sem sýna að Scalfaro þáði miklar íjárhæðir úr sjóðum leyniþjónustunnar, væru ófölsuð. Ciampi hélt ræðu á ítalska þinginu og fordæmdi „tilraunir til að koma æðsta embættis- manni lýðveldisins á kné“. Þing- menn stjórnarandstöðunnar hæddust að ræðunni og þing- menn eins flokksins komu með platsprengju á þingfund í full- trúadeildinni. Að sögn þeirra átti sprengjan að tákna tengsl leyniþjónustunnar við fjölda sprengjutilræða á Ítalíu á liðnum áratug. Umberto Bossi, leiðtogi Norð- ursambandsins, sakaði Ciampi um að reyna að breiða yfír mis- ferli forsetans og hótaði því að þingmenn flokksins, sem eru 80, gengju af þingi ef ekki yrði boð- að til nýrra kosninga. Þáði hann 4,2 milljónir á mánuði? Mikið uppnám varð á fjár- málamörkuðum Ítalíu í siðustu viku þegar skýrt var frá því að Scalfaro hefði þegið jafnvirði 4,2 milljóna króna á mánuði úr sjóð- um leyniþjónustunnar þegar hann var innanríkisráðherra á síðasta áratug. Skýrt var frá því í gær að Alessandro Voci, yfirmaður leyniþjónustunnar á árunum 1991-92, hefði sagt við yfir- heyrslur að gögn, se'm aðrir fyrr- verandi leyniþjónustumenn höfðu lagt fram, væru ófölsuð. Gögnin þykja sanna að stjóm- málamenn, þeirra á meðal Scalf- aro, hefðu þegið fé úr sjóðum leyniþjónustunnar. Reuter Spilltur forseti? OSCAR Luigi Scalfaro, for- seti Ítalíu, er sakaður um aðild að spillingarmáli. STOFNAÐ 1913 MIÐVIKUDAGUR10. NOVEMBER1993 Prentsmiðja Morgoinblaðsins Barentshaf Fá Fær- eyingar aukinn kvóta? Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. FÆREYINGAR gera sér vonir um að ná samningum um meiri þorsk- kvóta í Barentshafi og Eystrasalti í þeim viðræðum, sem fyrir dyrum standa við Noreg, Rússland og Eystrasaltsríkin þrjú. Rúmur þriðjungur alls útflutningsverð- mætis Færeyinga er nú fyrir fisk, sem að mestu leyti er kominn úr Barentshafi. Kjartan Hoydal, sjávarútvegsráð- herra Færeyja, segir, að svo vel horfí nú fyrir þorskstofninum, eink- um í Barentshafí, að Færeyingar ættu að geta gert sér vonir um meiri kvóta. Byija viðræðurnar um framlengingu rammasamninganna fyrir næsta ár í Kaupmannahöfn þar sem rætt verður við fulltrúa Eystra- saltsríkjanna 17.-19. þ.m. en 29. nóv. til 3. des. verður rætt við Rússa í Þórshöfn um þorskkvóta jafnt í Eystrasalti sem Barentshafi. Viðræðurnar við Norðmenn verða í Björgvin 9.-10. desember og þar verður rætt um kvóta í Barentshafi og Norðursjó. Gegn þorskveiðum í Barentshafí leyfa Færeyingar norsk- um línuveiðurum að veiða innan sinnar landhelgi. ♦ ♦ «--- ísrael og Jórdanía Vináttu- samningiir boðaður Brussel. Reuter. YASSER Arafat, leiðtogi Frelsis- samtaka Palestínumanna (PLO), sagði í gær að ísraelar og Jórd- anir hygðust undirrita vináttu- samning á næstu dögum. Hann sakaði jafnframt Sýrlendinga um óbeina aðstoð við róttæka Palest- ínumenn sem eru andvígir friðar- samkomulagi Israela og PLO. Arafat vildi ekki tjá sig frekar um vináttusamning ísraela og Jórd- ana. Fyrstu fijálsu þingkosningarn- ar í Jórdaníu í 37 ár fóru fram á mánudag og úrslitin eru túlkuð þannig að Hussein konungur hafí fengið umboð þjóðarinnar til samn- inga við ísraela. Flokkur heittrúaðra múslima, íslamska fylkingin, sem leggst gegn samningum við Israela, fékk aðeins 16 þingsæti af 80, en hafði 22. Arafat sagði að Hafez al-Assad, forseti Sýrlands, væri hvorki með né á móti friðarsamkomulaginu. „En á sama tíma gefur hann andstæðing- um þess og hreyfingum öfgamanna lausan tauminn," sagði hann á fundi með utanríkismálanefnd belgíska þingsins. Reuter Hvölum bjargað á Nýja Sjálandi SJÁLFBOÐALIÐAR björguðu í gær 45 grindhvölum frá ofþornun eftir að þeir höfðu synt upp í fjöru á Nýja Sjálandi. Þegar sjálfboðaliðamir höfðu lokið björgunarstarfínu bámst þeim fréttir um að 110 grindhvalir til viðbótar væru ósjálfbjarga í fjöru í aðeins 20 km ijarlægð. Á mánudag höfðu 90 grindhvalir synt á land á sömu slóðum og 45 þeirra drápust í gær þar sem ekki tókst að bjarga þeim. Ekki er vitað hvernig á þessu stendur en nýsjálenskir sjávarlíffræðingar sögðu að hópur háhyminga hefði verið á þessum slóðum og kynni að hafa hrætt grindhvalina. Talið er að þegar hvalir syndi á land gefí þeir frá sér neyðarmerki sem laði aðra hvali að þannig að þeir syndi líka í strand. Á myndinni reyna sjálfboðaliðarnir að halda lífinu í hvölum með því að hella yfír þá vatni. Mannskæð árás á Reuter Stoltenberg í Sarajevo THORVALD Stoltenberg, milligöngumaður Sameinuðu þjóðanna (t.v.), var í Sarajevo í gær og ræddi við forsætisráðherra Bosníu, Haris Silaidzic (t.h.), eftir að forseti og varaforseti landsins höfðu hafnað viðræðum við hann. þjóðanna, var í Sarajevo þegar árás- in var gerð. Hann kom þangað til að hefja að nýju viðræður við ráða- menn í Bosníu en þær hafa legið niðri frá því múslimar höfnuðu frið- aráætlun Sameinuðu þjóðanna. Alija Izetbegovic, forseti Bosníu, kom sér hjá því að mæta á fund með Stolten- berg og varaforsetinn, Ejup Ganic, neitaði að ræða við hann vegna óánægju með að Serbar skyldu hafa rænt tveimur embættismönnum inn- anríkisráðuneytisins í Bosníu þegar þeir voru á ferð undir vernd Samein- uðu þjóðanna. Stoltenberg ræddi þess í stað við Haris Silajdzic forsæt- isráðherra, sem sagði það tilgangs- laust að hefja friðarviðræður að nýju nema sáttasemjararnir hættu að setja Bosníumönnum úrslitakosti til að fá þá til að fallast á landvinn- inga Serba. skóla Sar^jevo. Reuter. SJÖ manns, þeirra á meðal þrjú börn og kennari þeirra, lágu í valnum í sprengjuárás sem gerð var á barnaskóla og torg í Sarajevo í gær. Þetta er mann- skæðasta árás á borgina frá því í lok september, þegar múslimar höfnuðu friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna. Um 40 manns, aðallega lítil börn, en einnig nokkrir foreldrar, særðust alvarlega í árásinni á skólann. Á meðal þeirra sem særðust var barn sem missti báða fæturna. Sprengja sprakk í glugga kennslustofu þegar kennsla var að hefjast og önnur sprakk við inngang- inn, þar sem nemendur biðu í röðum eftir því að verða hleypt inn. Skömmu síðar sprakk þriðja sprengjan á torgi sem er kílómetra frá skólanum. Þar sat fólk og naut veðurblíðunnar en aðrir voru í biðröð hjá brauðsala. Þrír biðu þar bana. Frönsk stofnun, sem Danielle Mitterrand, forsetafrú í Frakklandi, veitir forstöðu, stofnaði barnaskól- ann. Serbar hafa setið um borgina í 19 mánuði en dregið hafði úr sprengjuárásunum síðustu vikurnar. Friðarviðræðum hafnað Norðmaðurinti Thorvald Stolten- berg, milligöngumaður Sameinuðu í Sarajevo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.