Morgunblaðið - 16.11.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.11.1993, Blaðsíða 1
 BLAÐ ALLRA LANDSMANNA ptorðunMaftÍfc B 1993 ÞRIDJUDAGUR 16. NOVEMBER BLAD adidas Landslið íslands í handknattleik leikur í Adidas HANDBOLTI Ostojic komaftur til UBK Serbneski handboltarisinn Milad- in Ostojic, sem stakk af til út- landa í síðustu viku án þess að láta Breiðabliksmenn vita, kom aftur til íslands fyrir síðustu helgi og lék með Breiðabliki gegn Fylki í 2. deild sl. sunnudag og gerði þá 8 mörk og var markahæstur. Eins og skýrt var frá í blaðinu sl. miðvikudag kom það Biikum í opna skjöldu er þeir fréttu að Ostojic væri farinn úr landi, en hann átti að leika með liðinu í 2. deild á þriðjudags- kvöld. Það kom þeim jafn mikið á óvart er hann mætti aftur á æfigu á föstudag. Sighvatur Blöndai, varaformaður handknattleiksdeildar Breiðabliks, sagði að Ostojic hefði beðist afsök- unar á þessu brotthvarfi sínu. Hann gaf þá skýringu að hann hefði farið til Serbíu vegna þess að bróðir hans hefði orðið fyrir skotárás í Bosníu. Bróðirinn hafði hins vegar sloppið betur en á horfðist. KORFUBOLTI Persónulegt met Rhodes JOHN Rhodes hjá Haukum setti persónu- legt met í frá- köstum í leiknum gegn Skagamönn- um í úrvals- deildinni á laugardaginn þegar hann hirti 30 frá- köst í vörn og sókn. „Þetta er persónulegt met hjá mér og hefur verið markmiðið frá því ég kom til Islands. Gamla metið var 29 fráköst og nú er bara að setja markið hátt á ný: 31 frákast," sagði John eftir leikinn. Strax í leikhléi leit út fyrir að metið yrði slegið því þá hafði John hirt 19 fráköst en aðrir leikmenn beggja liða samtals níu. ■ Leikirnir / B4 KNATTSPYRNA Gaman, en hissa“ Guðmundur E. Stephensen, Vík- ingi, er í landsliði íslands í borðtennis, sem mætir Færeyingum í Laugardalshöll á mánudaginn kemur, en liðið var valið í gær- kvöldi. Guðmundur er yngsti A- landsliðsmaður íslands i íþróttum, en hann er 11 ára gamail. Engu að síður var hann stigahæstur ís- lenskra borðtennismanna á sfðustu leiktíð og hefur haldið uppteknum hætti í vetur, er efstur með 33 punkta að þremur mótum loknum. „Það er gaman að vera valinn, en ég var hissa og átti eiginlega ekki von á þessu,“ sagði Guðmund- ur í gærkvöldi. Hann sagðist hafa æft borðtennis frá sex eða sjö ára aldri og verið átta eða níu ára þeg- ar hann lék fyrst með landsliði 14 ára og yngri, en fyrr á árinu var hann í landsliði 18 ára og yngri. Aðrir í landsliðinu eru Ingólfur Ingólfsson, sem er 16 ára og næst stigahæstur í vetur með 23 punkta, Kristján Jónasson, Kristján Viðar Haraldsson og Aðalbjörg Björg- vinsdóttir. m Biðstaða hjá Antony Karli og Kristjáni Forráðamenn norska liðsins Bodö/Glimt, sem komu til landsins um helg- ina og ræddu við forráðamenn Fram og Vals og landsliðsmennina Krist- jáns Jónssonar og Anthony Karl Gregory, fóru án þess að samningar næð- ust um félagaskipti leikmannana. Mál beggja er í biðstöðu og það kemur í ljós á næstu dögum, hvort þeir fara til Bodö. „Það á eftir að binda ýmsa enda, en það ber lítið á miili,“ sagði Kristján Jónsson við Morgunblaðið í gær, en sænska félagið Örgryte í Gautaborg hefur einnig sýnt honum áhuga. „Ég er miklu spenntari að fara til Bodö, enda er félagið stærra. Þá skemmir það ekki, að Bodö tekur þátt í Evrópukeppninni næsta keppnistímabil," sagði Kristján. BORÐTENNIS / ISLENSKA LANDSLIÐIÐ Ur KAíÞór Ormarr Orlygsson með knöttinn í KA-búningn- um. Hann leikur með Þór næsta sumar. Ormarr meðÞór ORMARR Örlygsson, knattspyrnumaður úr KA á Akureyri, hefur ákveðið að ganga til liðs við nágrannana f Þór fyrir næsta keppnis- ttmabil. Hann lýsti þvf yfir að hann væri hættur eftir nýliðið tíma- bil, en snérist hugur er Sigurður Lárusson, þjálfari Þórs, falaðist eftir honum og skrifaði undir félagaskipti í Þór f gærkvöldi. ,rmarr, sem verður 31 árs síðar í mánuðinum, sagði við Morg- unblaðið í gærkvöldi að það væfi talsvert mikið mál að skipta milli Akureyrarfélaganna, „en Sigga tókst að sannfæra mig um að þetta væri ekki rétti tíminn til að hætta. Og fyrst ég fer af stað aftur, þá heillaði 1. deildin," sagði Ormarr aðspurður um það hvers vegna hann hefði skipt, en ekki hald- ið áfram með KA. „Svanasöngurinn verður þarna,“ bætti hann vjð, og sagðist ekki hugsa lengra en til eins árs, ekki að sinni a.m.k. Sigurður Lárusson var hæst- ánægður eftir að gengið hafði verið frá félagaskiptum Ormarrs í gær- kvöldi. „Það er mjög gptt að fá besta vængmann á íslandi. Ég hef lýst því yfir áður að Ormarr sé það, og stend við það. Þetta er mikill styrkur fyrir Þórsliðið, en fyrst og fremst er það ánægjulegt fýrir knattspyrnuáhuga- menn á Akureyri að svo góður leik- maður skuli ekki hætta.“ Ormarr hóf ferilinn hjá KA, lék síðan með Fram í nokkur ár og varð íslandsmeistari tvisvar og bikar- meistari jafnoft með félaginu. Eftir að hann snéri norður á ný varð hann Islandsmeistari með KA 1989. KNATTSPYRNA: EYJOLFUR SKORAÐI1101. LEIKNUM MEÐ VFB STUTTGART / B3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.