Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 267. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NOVEMBER 1993
Nýi rækjutog'arinn
HINN nýi rækjutogari sem verið er að smíða í Noregi mun bera nafnið Pétur Jónsson og hægt
verður að vinna flestar fisktegundir um borð en Pétur Stefánsson útgerðarmaður segir að skipið
verði eingöngu á rækjuveiðum fyrsta kastið.
Rækjutogarinn Pétur Jónsson seldur til Hjaltlands
Nýtt skip keypt í
staðínn frá Noregi
Lánveitingar lífeyrissjóða á árinu 1992
Fleiri útlán og
hærri fjárhæðir
Að meðaitali voru lán til sjóðfélaga í
fyrra rúmlega 900 þúsund krónur
LÁNVEITINGAR til sjóðfélaga í 65 lífeyrissjóðum voru rúmlega
1.000 fleiri á seinasta ári samanborið við árið 1991 og nam fjölg-
unin 26,9%. Heildarfjárhæð veittra lána hækkaði einnig á sein-
asta ári eða um 32,6% að raungildi frá árinu á undan. Eru þetta
niðtirstöður lánakönnunar sem Samband almennra lífeyrissjóða
lét gera og birtar eru í starfsskýrslu SAL.
RÆKJUTOGARINN Pétur Jónsson hefur verið seldur til Hjalt-
lands og verður skipið afhent hinum nýju eigendum 22. desem-
ber nk. Pétur Stefánsson útgerðarmaður hefur í staðinn fest
kaup á nýjum rækju- og frystitogara í Noregi. Smíði þess skips
er hafin og verður það væntanlega afhent 15. júlí á næsta ári.
Pétur Stefánson vill ekki gefa
upp söluverð Péturs Jónssonar en
segir það mjög viðunandi. Rækju-
togarinn hafði verið á sölulista frá
því í júní í sumar þár til tilboð
barst frá Hjaltlandi nú í vetrar-
byrjun. Kvóti þess nemur 1.829
þíg.-tonnum og verður hann flutt-
ur yfir á nýja skipið er það kem-
ur. Pétur Stefánsson segir að hann
reikni með að hiða nýja skip muni
bera sama nafn og hið gamla.
Hann vill ekki gefa upp kaupverð
þess.
Um 150 manns fá vinnu
Það er skipasmíðastöðin Aukra
Industrier sem smíðar nýja togar-
ann fyrir Pétur Stefánsson og
þykja kaup þess mikil tíðindi í
Romsdal. í blaðinu Romsdals Bud-
stikke eru kaupin forsíðufrétt und-
ir fyrirsögninni „Jólagjöfin til
verkamanna Aukra" en mikið at-
vinnuleysi hefur verið á þessum
slóðum og áætlað að smíði skips-
ins muni veita 150 manns vinnu.
Nýi rækjutogarinn verður 59
metrar á lengd og hægt verður
að vinna flestar fisktegundir um
borð. Pétur Stefánson segir að
hann muni einbeita sér að því að
hafa skipið eingöngu á rækjuveið-
um fyrsta kastið.
Fram kom í könnuninni að á
árinu 1991 voru veitt 3.842 sjóðfé-
lagalán, samtalsað fjárhæð 3.195
milljónir króna. Á árinu 1992 voru
hins vegar veitt 4.876 lán að fjár-
hæð 4.394 millj. króna. Var fjölg-
un veittra lána 26,9% en hins veg-
ar fækkaði lánum um 3,9% á milli
áranna 1990 og 1991.
Að meðaltali var fjárhæð láns
til einstakra sjóðfélaga 832 þús-
und krónur á árinu 1991 en á
seinasta ári var meðallán 901 þús-
und krónur, sem er 4,4% hækkun
að raungildi.
Tæplega helmingur útlána til
sjóðfélaga eða um 46% var hjá
tveimur stærstu lífeyrissjóðum
landsins, Lífeyrissjóði verslunar-
manna og Lífeyrissjóði starfs-
manna ríkisins.
Lán 14% af ráðstöfunarfé
Hlutfall lífeyrissjóðslána af ráð-
stöfunarfé sjóðanna hefur snar-
minnkað á seínustu árum. Árið
1984 lánuðu sjóðirnir um 62% af
ráðstöfunarfé sínu beint til sjóðfé-
laga en áætlað er að hlutfall þetta
hafi numið um 14% á síðasta ári.
Kaupmannasamtökin hafna nýjum hugmyndum um debetkort
Kemur til greina að ræða
tíu kr. fastagjald frekar
KAUPMANNASAMTÖKIN hafna að öllu leyti þeim hugmyndum um
debetkort sem framkvæmdanefnd um debetkort ákvað á fundi sínum
á föstudag, segir Bjarni Finnsson, formaður samtakanna. Bjarni segir
að miðað við þær upplýsingar sem komu fram í Morgunblaðinu á laug-
ardag séu hugmyndirnar algerlega óaðgengilegar þótt í þeim felist
lækkun frá seinasta tilboði bankastofnana og kortafyrirtækja, er hafi
m.a. hljóðað upp á að lægstu þjónustugjöld yrðu 0,375%. Hugmyndir
um að tekið verði upp tíu kr. fastagjald fyrir opinbera innheimtuað-
ila segir Bjarni hins vegar áhugaverðar og jafnvel til umræðu, en
óskujanlegt sé hví einkaðilar sitji ekki við sama borð og ríkið.
Bjarni segir að sölu- og þjónustu- prósentu af verði seldrar vöru sem
aðilar líti enn á debetkort sem skatt- ekki hefur verið áður til staðar með
heimtu bankastofnana, enda feli ávísunum. Hann segir þó athyglis-
kortin í sér að greiða þurfi til þeirra     vert að eftir viðræður deiluaðila hafi
útgáfuaðilar debetkorta Iækkað töl-
ur um verð um allt að helming frá
upphaflegum hugmyndum, en enn
sé ekki nóg gert. „Til þess að hefja
viðræður verða þeir að nálgast jörð-
ina miklu meira en þeir hafa gert
núna. Við höfum mikinn styrk og
samstaða okkar er ekkert að bila,"
segir Bjarni. Hann segir einnig at-
hyglisvert að kröfur á hendur kort-
höfum hafi breyst verulega. „Þeir
ætla að lækka færslugjaldið í það
sama og ávísunarblað kostar og sem
hluti af markaðssetningu ætla þeir
að hafa kortið ókeypis til að byrja
með," segir Bjarni og kveðst telja
þessa þróun ánægjulega.
Að sögn Bjarna mun samstarfs-
nefnd um debetkort verða kölluð
saman á miðvikudag og hugmyndum
útgáfuaðila debetkorta formlega
svarað, en í nefndinni sitja m.a. full-
trúar Kaupmannasamtakannna, Fé-
lag íslenskra stórkaupmanna, olíufé-
lögin, Samband veitinga- og gisti-
húsa, ÁTVR, Bílgreinasambandið,
flestir stærstu matvörumarkaðir
hérlendis og fleiri aðilar.
Orðaforð-
innauk-
innmeð
Fimbul-
fambi
FIMBULFAMB er nýtt ís-
lenskt orðaspil sem Vaka-
Helgafell gefur út fyrir jólin.
Spilið byggist á útsjónarsemi
og ímyndunarafli þátttak-
enda sem eiga að búa til
sannfærandi skýringar á
sjaldgæfum íslenskum orð-
um sem þeir hafa ekki hug-
mynd um hvað þýða. Sá sigr-
ar sem tekst best að blekkja
mótspilara sinn.
Að baki spilinu liggur gífur-
leg vinna fjölmargra aðfla síð-
astliðin tvö og hálft ár, segir í
frétt frá útgáfunni. Við söfnun
orðanna 2.000 í Fimbulfamb
var þess gætt að spilið yrði
skemmtilegt en einnig að með
spilinu yki fólk orðaforða sinn
og skilning á íslenskri tungu.
Var víða leitað fanga og fjöl-
margir aðilar hafa aðstoðað við
orðasöfnun. Meðal annars var
leitað orða hjá Islenskri mál-
stöð, Orðabók Háskólans og að
auki í Orðabók Menningarsjóðs,
Orðabók Blöndals og Orðsifja-
bók, íðorðasöfnum og nýju
flugorðasafni svo dæmi séu
nefnd. Þá voru skáldsögur og
fræðirit notadrjúg en í spilinu
eru bæði gömul og ný orð allt
frá því að vera ættuð úr íslensk-
um fornritum til nútímaslang-
urorða í íslenskri tungu en öll
eru þau sjaldgæf.
Spilið á að henta öllum ald-
urshópum.
Islendingar
í þriðja sæti
ÍSLENSKA bridssveitin varð í
þriðja sæti á bridsmóti í Cefalu á
Sikiley. 128 sveitir tóku þátt í
mótinu.
íslenska sveitin var í efstu sætun-
um allt mótið. Aðeins munaði tveim-
ur stigum á henni og sigurvegurun-
um sem var sveit skipuð Pólverjum.
ítalska landsliðið var í öðru sæti.
íslenska sveitin var skipuð Aðalsteini
Jörgensen, Birni Eysteinssyni, Jóni
Baldurssyni og Sverri Ármanssyni.
Önnur íslensk sveit tók þátt í mótinu
og lenti hún í 33 sæti.
Fyrr í vikunni tóku íslensku brids-
sveitirnar þátt í tvímenningsmóti í
Cefalu. Þar urðu Matthías Þorvalds-
son og Jakob Tryggvason í fimmta
sæti í hópi 220 para. Jón Baldursson
og Sverrir Ármannsson, Guðmundur
Sv. Hermannsson og Helgi Jóhanns-
son Ientu einnig í verðlaunasæti.
Löngu uppselt á tónleika Bjarkar
í Pumpuhúsinu í Kaupmannahöfn
KaupmannahSfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
BJÖRK Guðmundsdóttir söngkona kemur fram á tónleikum
í Pumpuhúsinu í Kaupmannahöfn 5. desember. Það leið þó
ekki á löngu frá því tónleikarnir voru auglýstir að uppselt
var á þá. Björk kom fram á tónleikum í Árósum í september
og fékk þá frábæra dóma og viðtökur, svo fjölmargir aðdáend-
ur hennar hér voru ekki seinir að taka við sér þegar desemb-
ertónleikarnir voru auglýstir.
Plata Bjarkar, Debut, hefur
verið vel kynnt í hvers kyns tón-
listarblöðum og sú umfjöllun
hefur skilað sér hér, eins og
annars staðar. En kannski mun-
ar mest um að myndbönd með
henni hafa verið mikið spiluð á
MTV sem er tónlistarsjónvarps-
stöð og vinsæl hér eins og ann-
ars staðar.
Pumpuhúsið er tónleika- og
dansstaður í miðborginni,
skammt frá sirkusbyggingunni
og Ráðhústorginu og býður upp
á vandaða dægurtónlist.
Grein um Björk í Scanorama
í   nóvemberhefti   tímaritsins
Scanorama sem SAS-flugfélagið
dreifír í 145 þúsund eintökum í
flugvélar og á sölustaði sína er
stutt grein um söngkonuna
Björk. Ferill hennar er rakinn
og sagt frá því hvað hún sé að
taka sér fyrir hendur núna, und-
ir fyrirsögninni: Gjöf íslands til
popptónlistar. Um rödd hennar
er vitnað í umsagnir gagnrýn-
enda, sem tala um hve nýstár-
lega og framandlega hún syng-
ur, hve vítt svið hún spannar og
hvað hún líkist engu nema sjálfri
sér. Haft er eftir henni að það
sem hún sakni mest að heiman
sé íslenskt skopskyn, án þess að
það fyrirbæri sé nánar skilgreint.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48