Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 274. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						26

MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1993

Pétur Pétursson áfrýjar til Hæstaréttar

Málið snýst um

mannréttíndi og

tjáningarfrelsi

PÉTUR Pétursson læknir á Akureyri ætlar að áfrýja til Hæstaréttar

tveimur málum sem í voru kveðnir upp dómar í Héraðsdómi Norður-

lands eystra nýlega, svokölluðum steramálum, en það höfðaði hópur

vaxtarræktarmanna vegna ummæla sem Pétur viðhafði um notkun

hormónalyfja í þessari iþróttagrein. Pétur segir þetta mál alls ekki

lengur snúast um steramálið heldur um mannréttindi og tjáningarfrelsi.

í Héraðsdómi Norðurlands eystra

var Pétur sýknaður af fjárkröfum

sem vaxtarræktarmenn höfðu gert

á hendur honum, en ummæli hans

„Mér skilst það, að þeir sem að

stunda vaxtarrækt, það heyri til

undantekninga að þeir karlmenn séu

ekki á sprautum," voru dæmd

ómerk, en þessi orð lét hann falla í

útvarpsþætti. Ákvörðun refsingar

var frestað og og hún látin niður

falla að 2 árum liðnum geri Pétur

sig ekki sekan um nýtt brot á skil-

orðstímanum. í meiðyrðamáli Ólafs

Sigurgeirssonar lögmanns vaxtar-

ræktarmannanna gegn Pétri voru

ýmis ummæli læknisins dæmd

ómerk.

„Ég ætla að áfrýja báðum málun-

um, í fyrra málinu er verið að

ómerkja ummæli sem bæði land-

læknir og siðanefnd töldu að hefðu

við rök að styðjast, ég er sakfelldur

fyrír framsetninguna þó refsingu sé

frestað, án þess að dómarinn hrekji

að ég segi satt. Þessi framsetning

var að mínu mati nauðsynleg til að

eftir málinu yrði tekið," sagði Pétur.

Hann telur að verið sé að setja of

þröngar skorður þeim sem starfa

síns vegna hafa áhuga á að breyta

þjóðfélaginu.

Eins gott að halda kjafti

Pétur segist hafa vænst þess að

sú leiðsögn sem íslenskir dómstólar

fengu erlendis frá í hliðstæðu máli

myndu breyta forneskjulegum

dómavenjum hérlendis, en hér heyrði

til undantekninga ef ummæli í meið-

yrðamálum væru ekki dæmd ómerk.

„Það er nauðsynlegt að knýja þetta

Birna Helgadóttir.

Tónlistarskólinn

Heldur burt-

farartónleika

BIRNA Helgadóttir píanó-

leikari heldur tónleika á sal

Tónlistarskólans á Akureyri

í kvöld, miðvikudagskvöldið

1. desember, og hefjast þeir

kl. 20.30.

Tónleikarnir eru liður í 8.

stigs prófi sem Birna er að ljúka,

en hún brautskráist frá skólan-

um nú í desember. Hún hóf nám

hjá Þyri Eydal, en kennarar

hennar undanfarið hafa verið

þau Helga Bryndís Magnúsdótt-

ir og Kristinn Örn Kristinsson.

Á efnisskrá tónleikanna eru

verk eftir Bach, Beethoven,

Chopin, Pierné og Prokofieff.

mál áfram, þarna er verið að vega

að tjáningarfrelsi mínu, mér fyndist

afar freistandi að ræða um áfengis-

og tóbaksmál og margt annað í þjóð-

lífinu sem okkur læknum ber að

skipta okkur af. Alls staðar eru

hagsmunaaðilar og ef alltaf á að

hlífa þeim er eins gott að halda

kjafti. Þar fyrir utan er greinilegt

að menn mega ekki krydda, beita

stílbrögðum eða ræðutæknilegum

blæbrigðum málsins sem eftjrminni-

leg eru, þá eiga menn á hættu að

gegn þeim verði höfðað mál," sagði

Pétur. „Með þessum dómum er verið

að hindra mig í að nota þær aðferð-

ir sem ég veit að bera árangur."

Morgunbladid/Magnús J. Mikaelsson

Þökulagt í nóvemberlok

ÍBÚAR á norðanverðu landinu geta varla kvartað undan veðrinu síðustu vikurnar, en í nýliðnum nóvember-

mánuði hefur oft verið álíka hlýtt ef ekki hlýrra en var á hinu hráslagalega sumri. Starfsmenn Híseyjar-

hrepps, Þorgeir Jónsson og Bjarni Thorarensen, voru í gær að ljúka við að leggja þökur við Miðbraut, en við

slík störf er líklega sjaldnast unnið á þessum árstíma. Götur í eynni voru hellulagðar fyrr í haust og þöku-

lagningin er liður í frágangi þess verkefnis.

Fjármunum ÚA ekki stefnt í hættu þó hallarekstur sé á þýsku utgerðinni

Ákvæði í kaupsamningi heimila

félagsslit við rýrnun eigin fjár

FREISTA á þess á fundi forráðamanna Útgerðarfélags Akureyringa

með forsvarsmönnum Treuhandanstalt, þýsku einkavæðingarnefnd-

inni, í næstu viku að fá samning um kaup meirihluta ÚA í þýska fyrir-

tækinu Mecklenburger Hochseefischerei, MHF, endurskoðaðan. Aætl-

anir um reksturinn hafa ekki staðist og er mikill hallarekstur á félag-

inu. Akvæði eru í kaupsamningi þess efnis að lækki eigið fé MHF niður

í 920 milljónir króna skuli félaginu slitið komi fram krafa þar um frá

einhverjum hluthafanna.

Forráðame'nn ÚA telja að misskiln-

ings gæti um rekstur MHF í Þýska-

landi og tengsl afkomu þess við af-

komu UA. Þó svo að tap verði á

rekstri þýska fyrirtækisms snerti það

á engan hátt afkomu ÚA, þar sem

samkvæmt úrskurði endurskoðenda

félagsins verði ekki um samstæðu-

uppgjör að ræða. Þetta kom fram á

bjaðamannafundi sem forráðamenn

ÚA efndu til síðdegis í gær.

Útgerðarfélag Akureyringa á 60%

í þýska félaginu á móti þýskum aðil-

um og í hluthafasamkomulagi eru

ákvæði sem heimila ÚA eða öðrum

hluthöfum að slíta félaginu til að

koma í veg fyrir að kaupverð hluta-

bréfa í MHF tapist. Bókfært eigið

fé MHF var 1. apríl síðstliðinn 29,9

milljónir marka eða um 1.250 millj-

ónir íslenskra króna og er talið að

bókfært verð fjármuna félagsins sé

nálægt markaðsverði þeirra. Ákvæði

eru í kaupsamningi um að ef eigið

fé MHF lækki niður í 22 milljónir

marka, 920 milljónir íslenskra króna,

skuli félaginu slitið komi fram krafa

um það frá einhverjum hluthafa.

Engin áform um að slíta

félaginu

Forráðamenn ÚA vilja ekki stað-

festa að tap þýska fyrirtækisins eft-

ir fyrstu 7 mánuðina sé 7 milljónir

marka, eða 300 milljónir, og segja

að endanleg niðurstaða á rekstri

þess ráðist að miklu leyti á því á

hvaða verði afurðabirgðir muni selj-

ast, en þær séu miklar. Fram kom

á fundinum að kaupverð hlutabréfa

í þýska félaginu var um 420 milljón-

ir króna og að ólíklegt væri með til-

liti til ákvæða um slit félagsins að

ÚA muni bera beint fjárhagslegt tjón

af kaupum hlutabréfanna, en á þess-

ari stundu séu engin áform uppi um

að hætta rekstri þýska fyrirtækis-

ins. Vilji sé til þess að reka félagið

áfram og á fundi með einkavæð-

ingarnefndinni í Þýskalandi næst-

komandi mánudag eigi að freista

þess að ná fram endurskoðun á

kaupsamningi í ljósi breyttra að-

stæðna og á þann hátt að koma

rekstrinum í betra horf.

Gert er ráð fyrir að hagnaður af

rekstri Útgerðarfélags Akureyringa

verði á bilinu 50 til 60 milljónir króna

á þessu ári og hefur tap MHF engin

áhrif á afkomu þess.

Staða rektors Háskólans laus til umsóknar

Haraldur Bessason sæk-

ir um endurráðningn

HARALDUR Bessason núverandi rektor Háskólans á Akureyri

ætlar að sækja um endurráðningu í embætti háskólarektors.

Staða háskólarektors við Há-

skólann á Akureyri hefur verið

auglýst laus til umsóknar, en sam-

kvæmt lögum um skólann skal

auglýsa embættið á fimm ára

fresti. Sá rektor sem situr í emb-

ætti getur sóst eftir endurráðn-

ingu að nýju til fimm ára.

„Ég ætla að sækja um endur-

ráðningu, ég hef ekki enn sent inn

umsókn mína, en geri það í tæka

Evrópsk myndlistasamkeppni ungs

fólks á vegum JC-Akureyri

Vetrarmyndir eða

jólahald frá Islandi

JUNIOR Chamber-Akureyri hefur boðist að taka þátt í evrópskri

myndlistasamkeppni ungs fólks undir 25 ára aldri og er öllum

heimil þátttaka. Myndefnið á að tengjast jólahaldi eða vetri á fs-

landi.

verða myndir sem berast sýndar

á markaði JC að Furuvöllum 13.

tíð áður en umsóknarfrestur renn-

ur út," sagði Haraldur, en frestur

til að sækja um stöðuna rennur

út 10. janúar næstkomandi.

Haraldur var forstöðumaður

Háskólans á Akureyri fyrsta

starfsár hans, síðan settur rektor

til eins árs, þá var hann skipaður

í stöðuna til fimm ára og rennur

sá starfstími út í lok maí á næsta

ári.

Myndirnar sem berast í keppn-

ina verða sendar til Englands þar

sem haldnar verða sýningar á

verkunum. Sýningargestir verða

hvattir til að senda kort með vinar-

kveðju til uppáhaldslistamáhns

síns. Valin verður besta mynd

keppninnar og viðurkenning send

til þess er hana gerði.

Þetta er evrópskt verkefni sem

JC í Englandi stendur fyrir með

þátttöku allra Evrópulanda.

Megintilgangur þess er að kynna

löndin, jólahald og siði og þykir

JC-félögum á Akureyri mikilvægt

að Islendingar taki þátt í þessu

verkefni.

Senda á myndirnar til Junior

Camber — Kristínar Þórisdóttur,

Lundargötu 12 á Akureyri. Skila-

frestur er til 10. desember næst-

komandi og verða myndirnar að

vera vel merktar, nafn, kyn, ald-

ur, heimilisfang og tungumál á

bakhlið myndanna. Takist vel til

? ? ?

Zykk-Zakk

á Pollinum

HLJÓMSVEITIN Zykk-Zakk

heldur tónleikar á Pollinum í

kvöld, miðvikudagskvöldið 1.

desember og hefjast þeir kl. 22.

Hljómsveitin er um það bil árs

gömul, en hana skipa þrír lands-

þekktir tónlistarmenn, þeir Krist-

ján Edelstein gítarleikari, Sigfús

Óttarsson trommuleikari og Pálmi

Gunnarsson bassaleikari. A efnis-

skrá þeirra eru einkum frumsamin.

instrumental lög, en þeir félagar

fara um víðan völl í stefnum og

stílum.

(Fréttatilkynning.)

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60