Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 274. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER' 1993
3ll**gtiiiÞI*frife
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Fullveldi Islands
75ára
Það sem vekur einna mesta
athygli þegar litið er á sam-
bandslagasáttmálann milli Islands
og Danmerkur 1918, aðdraganda
hans og niðurstöður, er greinar-
gerð sem íslenzka sambandslaga-
nefndin ritaði fyrir dönsku nefnd-
armennina og lagði fyrir þá sem
grundvöll að samningum eða eins-
konar forsendur þeirra krafna ís-
lendinga að þeir hlytu fullveldi og
hefðu eigi önnur tengsl við Dan-
mörku en konungssamband. Þar
er sú yfirlýsing að íslenzka þjóðin
hafi ein allra germanskra þjóða
varðveitt hina fornu tungu sem
tíðkaðist um öll Norðurlönd þús-
und árum áður og hún sé svo lítið
breytt „að hver íslenzkur maður
skilur enn í dag og getur hagnýtt
sér til hlítar bókmenntafjársjóði
hinnar fornu menningar vorrar
og annarra Norðurlandaþjóða."'
Það sé með tungunni sem sérstakt
þjóðerni, sérstakir siðir og sérstök
menning hafi varðveitzt, eins og
komizt er að orði í þessum grund-
vallardrögum, og er þá í senn litið
um öxl en þó ekki síður fram á
veginn og stefnt að því marki sem
öllu er æðra; að varðveita þessa
arfleifð, þessa menningu, þessa
tungu og ávaxta arfleifðina eins
og efni standa til í nýjum heimi.
Þessi framtíðarsýn er þeim mun
mikilvægari sem hún- er studd
sterkum þjóðernislegum rökum
sem hafa verið þjóðinni mikilvægt
veganesti án hroka_ eða yfirgangs
með neinum hætti. í þessum mikil-
vægu grundvallarforsendum ís-
lenzku sambandslaganefndarinn-
ar er beinlínis fullyrt að meðvit-
undin um sérstöðu landsins gagn-
vart frændþjóðum hafi ávallt lifað
með þjóðinni vegna tungunnar og
hvernig hún hefur varðveitzt og
borið ávöxt á göngunni miklu frá
landnámi til fullveldis. „Þessi at-
riði, sérstök tunga og sérstök
menning, teljum vér skapa oss
sögulegan og eðlilegan rétt til
fullkomins sjálfstæðis." Síðan er
fjallað um aðra þætti sjálfstæðis-
baráttunnar og sjálfstæðisþarfir
þjóðarinnar eins og komizt er að
orði og bent á að verklegir þættir
hafa „þá jafnframt eðlilega eflt
sjálfstæðisþrá.hennar, og hún er
sannfærð um það, að fullkomið
sjálfstæði er nauðsynlegt skilyrði
þess, að hún hafí náð því verkefni
í verklegum og andlegum efnum
sem hún keppir að."
Þá er lögð áherzla á að ísland
verði fullvalda ríki og sameigin-
legt mál beggja ríkjanna, Dan-
merkur og íslands, sé aðeins kon-
ungur og konungserfðir en öll
önnur mál hvors ríkis um sig séu
sérmál.
Um þetta urðu að sjálfsögðu
margvíslegar deilur og það er
rangt sem ýmsir halda að fullveldi
eða sjálfstæði Islands hafí legið í
loftinu þegar samningaumræður
hófust 1918. Það var langur teym-
ingur eftir að markinu. En ís-
lenzku samninganefndarmennirn-
ir létu engan bilbug á sér finna
og lögðu fram því mikilvægari rök
sem andófið var harðvítugra.
Sambandslagasáttmálinn 1918
náðist undir forystu heimastjórn-
armanna þó að forystumenn
gamla Sjálfstæðisflokksins hefðu
einatt lagt áherslu á ýtrustu kröf-
ur í þessu máli. En Dönum þókn-
aðist ekki að ræða við þá eins og
heimastjórnarmenn sem voru hóf-
samari í kröfum en náðu þeim
mun betri árangri þegar upp var
staðið.
Jón Magnússon forsætisráð-
herra var heimastjórnarmaður og
eins og segir í ritinu: „Klofningur
Sjálfstæðisflokksins gamla 1915,
undanfari og afleiðing", var Jó-
hannes Jóhannesson forseti Sam-
einaðs þings og formaður íslenzku
sambandslaganefndarinnar einnig
fylgjandi Heimastjórnarflokknum
þegar hér var komið sögu. „En
sú staðreynd er einnig athyglis-
verð, og e.t.v. táknræn, þegar lit-
ið er yfir sögu þessa tímabils, að
Island nær fullveldi'sínu í stjórn-
artíð Jóns Magnússonar, gamal-
gróins heimastjórnarmanns og
samherja Hannesar Hafsteins, en
formaður íslenzku sambandslaga-
nefndarinnar er Jóhannes Jóhann-
esson, sem mjög kom við sögu
Uppkastsins, yfirgefur sjálfstæð-
ismenn, hallast að stefnu Hannes-
ar og hafnar að lokum í röðum
heimastjórnarmanna." Það var
undir forystu þessara manna sem
Islendingar fengu fullveldi sitt og
fullt sjálfstæði aldarfjórðungi síð-
ar.
Eitt helzta ágreiningsefni milli
íslendinga og Dana í sambands-
laganefndinni var svokallaður
þegnréttur. Danir óskuðu eftir því
að þegnar hvors ríkis um sig
skyldu hafa jafnrétti í hinu land-
inu við þegna þess og hvorir um
sig, án tillits til heimilisfangs,
hafa rétt til fiskveiða \ landhelgi
ríkjanna. Á þetta áttu íslendingar
erfitt með að fallast og samnin-
gaumleitanir gengu stirðlega
næstu daga enda bar þá mikið á
milli eins og gerðabækur nefnd-
anna bera með sér. En þá voru
lagðar fram skýringar og uppköst
að sambandslögum af beggja
hálfu, en um tíma óttuðust nefnd-
armenn að tilraunir til samninga
yrðu árangurslausar.
í fyrrnefndu riti um Sjálfstæð-
isflokkinn gamla er haft eftir Lár-
usi Jóhannessyni hæstaréttar-
dómara, syni Jóhannesar Jóhann-
essonar, að það hafi oftar en einu
sinni komið fyrir þegar allt var
komið í strand „að fundi var frest-
að eða slitið (fundirnir voru haldn-
ir í alþingishúsinu) og bauð þá
faðir minn, sem bjó í næsta húsi
(Þórshamri) dönsku nefndar-
mönnunum að drekka með sér
kaffi. Hvort það var tilviljun eða
ekki, skal ég láta ósagt,* en þá
vildi venjulega svo til, að vinur
hans, Jón Magnússon, forsætis-
ráðherra, rakst inn, jafnvel bak-
dyramegin, og tók þátt í kaffi-
drykkjunni. Ég skal ekkert segja
um það, hvaða áhrif þetta hefur
haft á gang mála í sambandslaga-
nefndinni, en mikið af vinnunni
fór fram bak við tjöldin."
Og um þegnréttinn segir svo í
fyrrnefndu riti að jafnaðarmenn í
Danmörku höfðu verið afskipta-
litlir um sjálfstæði íslands og
skilningur þeirra takmarkaður,
enda gerðu þeir ráð fyrir þvi að
íslendingar ættu auðvelt með að
sætta sig við sameiginlegan þegn-
rétt. ,jEn það lá auðvitað víðs-
fj'arri íslendingum, svo miklu fá-
mennari þjóð, að fallast á slíka
lausn. Borbjerg, fulltrúi danskra
jafnaðarmanna, varð þess fljótt
vísari er hann kom til íslands að
taka þátt í störfum sambands-
laganefndarinnar 1918, því hann
kallaði fulltrúa verkamanna á al-
þingi, Jörund Brynjólfsson, á sinn
fund og bjóst við að hann mundi
fallast á sameiginlegan þegnrétt,
en Jörundur aftók það með öllu,
svo að ekki fór á milli mála."
Sá eini þingmaður sem greiddi
atkvæði gegn Sambandslagasátt-
málanum, Benedikt Sveinsson,
lagðist einkum og sér í lagi gegn
gagnkvæmum þegnrétti Dana og
Islendinga eins og fyrir var mælt
í sáttmálanum. (II. kafli, 6. grein.)
Er það ekki sízt til íhugunar nú
þegar talað er um að við Islend-
ingar ættum að sækja um aðild
að Evrópubandalaginu.^ En þessi
gagnkvæmi þegnréttur Islendinga
og Dana hefur aldrei komið að
sök vegna þess að Danir hafa aldr-
ei sótt á íslenzk mið og veiðar
Færeyinga hafa verið samkomu-
lagsatriði milli þeirra og okkar.
Þessi gagnkvæmi þegnréttur var
íslendingum aldrei skeinuhætt
atriði í sáttmálanum en þó væri
það fremur íhugunarefni nú á tím-
um þegar fjarlægðin er minni en
áður og einangrun landsins er
með öllu rofin. Því er ekki víst
að íslenzku nefndarmennirnir
hefðu samþykkt gagnkvæman
þegnrétt ef þeir hefðu þurft að
horfast í augu við aðstæður sem
nú blasa við hér sem annars staðar.
Það er athyglisvert að sjá
hvernig arfleifð okkar, tunga og
menning, hafa ávallt verið undir-
staða og bakhjarl í sjálfstæðisbar-
áttu þjóðarinnar og það kom ekki
sízt fram í baráttunni um físk-
veiðilögsöguna. Þessi mikilvægu
rök vógu þyngst í þorskastríðum
og þegar handritin komu heim.
Jón Sigurðsson fullyrti að
tungan væri grundvöllur sjálf-
stæðiskrafna okkar og talaði um
rétt tungunnar. Okkur er hollt að
minnast þess í dag þegar að henni
er vegið og erlend áhrif flæða
yfir landið, ekki sízt í ljósvökunum
sem virðast telja íslenzka tungu
og menningu þola ótakmörkuð
áhrif erlendrar síbylju. Sjálfstæð-
isbarátta okkar nú og næstu ára-
tugi verður áreiðanlega ekki sízt
fólgin í því að finna leið til áð
drepa þessum áhrifum á dreif og
breyta yfirþyrmandi flæði í hóf-
legan skammt af þolanlegu áreiti.
Ef við rötum meðalhófið í þessum
efnum og berum gæfu til þess að
velja sjálf úr eins og við höfum
ávallt gert þegar erlend menning
hefur auðgað íslenzka arfleifð og
ef við stöndum vörð um þegnrétt-
inn, ekki sízt gagnvart ásókn
Evrópubandalagsríkja í fiskveiði-
réttindi hér við land, þá má ætla
að við berum gæfu til þess að
ávaxta fullveldið eins og efni
standa til og af okkur er ætlazt.
Við stöndum ekki einungis í þakk-
arskuld við þá sem leiddu þjóðina
úr einveldi til alfrelsis, heldur eig-
um við skyldum að gegna við
óvenjulega arfleifð okkar og þá
framtíð sem vitjar okkar, nú og
ávallt, þrátt fyrir erfiðleika, afla-
brest, efnahagslegan samdrátt og
menningarlega kreppu i yfirborðs-
legum og aðgangshörðum heimi
meðalmennsku og markaðslög-
mála sem gera lítinn greinarmun
á viðskiptum og verðmætum.
Nýi sáttmáli
Kaflar úr bók Gísla Jónssonar um ful
„Stærsta fyrirsögn ársins NÝI
SÁTTMÁLI, meiri frétt en styrj-
aldarlok, Kötlugos og drepsóttin
mikla, er yfir þvera forsíðu á
aukablaði Morgunblaðsins laug-
ardaginn 27. júlí [1918], en þá
fyrst gátu íslenzku blöðin birt
frumvarp nefndanna, endajgerðu
þau það nær 811, Fréttir, Isafold
og Morgunblaðið einnig danska
textann," segir Gísli Jónsson
menntaskólakennari í bók sinni,
„1918, FuIIveldi íslands 50 ára 1.
desember 1968," sem Almenna
bókafélagið gaf út það ár.
Með sambandslögunum 1918 var
ísland viðurkennt frjálst og fullvalda
ríki „í sambandi um einn og sama
konung og um samning þann sem
felst í þessum sambandslögum".
Danmörk fór áfram með utanríkis-
mál íslands í umboði þess, hafði á
hendi gæzlu fiskveiðilandhelgi okkar,
ríkisborgararéttur var aðskilinn en
gagnkvæmur og Hæstiréttur Dana
hafði á hendi æðsta dómsvald í ís-
lenzkum málum unz Hæstiréttur ís-
lands var stofnaður. í sambandslög-
unum var og kveðið á um það að
þing hvorrar þjóðar gat krafizt end-
urskoðunar sambandslaganna eftir
árslok 1940, en væri nýr samningur
ekki gerður innan þriggja ára frá
því krafa kom fram, gátu þingin fellt
hann úr gildi. Sambandslögin voru
samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu
19. október 1918 með 12.411 at-
kvæðum en 999 voru á móti. Kosn-
ingaþátttaka var aðeins 43,8%, en
„spanska veikin", „frostaveturinn
mikli" og Kötlugos, sem hófst sjö
dögum fyrir kjördag, hafa trúlega
haft sitt að segja í þeim efnum.
Matthías Johannessen, ritstjóri,
segir í eftirmála með ritgerð um sjálf-
stæðisbaráttuna fram til 1918, sem
birt var í Lesbók Morgunblaðsins
1970 en kom síðar út á bók:
„Þegar ég samdi ritgerðina um
sjálfstæðisbaráttuna fram til 1918,
hafði ég ekki þessi skjöl undir hönd-
um [trúnaðarskjöl sambandslaga-
nefndarinnar]. Þykir mér því rétt að
geta helztu atriða þeirra nú, til við-
bótar því, sem segir í ritgerðinni.
Ættu þessi atriði að varpa nokkru
ljósi á þá miklu vinnu og það óvenju-
lega þrek, sem krafizt var af þeim
mönnum, sem sátu í Sambandslaga-
nefndinni 1918 og náðu svo undra-
verðum árangi, sem raun ber vitni.
Samningaviðræðurnar hófust sízt af
öllu með þeim hætti, að unnt væri
að gera ráð fyrir því, að þær leiddu
til sjálfstæðis íslands. Sú varð þó
raunin. Ástæða er til að taka undir
lokaorðin í Skírnisgrein Einars Arn-
órssonar. Hann segir: „Og er það
trúa mín, að ef þingið hér eftir fer
ekki verr með fullveldismál landsins
en þingið 1918, þá muni vel fara."
Hér fara á eftir nokkrir kaflar úr
bók Gísla Jónssonar, 1918, m. a. um
aðdraganda sambandslagasamnings-
ins og undirtektir við hann.
Nýi sáttmáli
„Nefndirnar komu svo saman til
10. fundar á venjulegum tíma á mið-
vikudag. Höfðu þá Danir fallizt á
breytingartillögur þær, er Einar Arn-
órsson lýsti daginn áður, hina þriðju
þó þannig, að eftir árslok 1940
mætti krefjast endurskoðunar
o.s.frv. Féllust íslenzku nefndar-
mennirnir á það. Sömuleiðis hafði
undirnefndin gengið frá nýju upp-
kasti að athugasemdum. Var sjálft
frumvarpið lagt fram prentað á
dönsku. Segir Einar Arnórsson, að
fullt samkomulag hafi nú verið um
V
m
h;
se
ui
1>
ei
ir
ui
ts
K
8?
á
Ui
iz
ir
Þ'
fl
s1
ni
k:
B
si
g'
sl
Sambandslaganefndin í garði Alþingii
Jóhannesson, J. Chr. Christensen, Eina
Baráttan fyri
HÉR fer á eftir stuttur kafli úr
bók Matthíasar Johannessen um
sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar
fram til ársins 1918, en bókin
heitir Klofningur Sjálfstæðis-
flokksins gamla 1915, undanfari
og afleiðing:
Löng og merkileg saga er að
renna skeið sitt á enda. Margt hefur
gerzt og sumt misjafnt frá því þess-
ir menn hittust fyrst með ólíkt vega-
nesti en eina þrá, að ísland yrði
fullvalda ríki. Skúli Thoroddsen og
Björn Kristjánsson höfðu á sínum
tíma verið í hópi einörðustu stuðn-
ingsmanna dr. Valtýs Guðmunds-
sonar gegn landshöfðingjavaldinu
og Heimastjórnarflokknum, hinir
landvarna- og sjálfstæðismenn. Nú
snúa þeir enn einu sinni bökum sam-
an og sigla ásamt gömlum andstæð-
ingum, sjálfstæðisfleyinu hraðbyri
inn í nýja og vonandi bjarta fram-
tíð, með íslenzkan siglingafána við
hún, en hann hafði ávallt verið eitt
helzta hugsjónamál þeirra. Að vísu
tókst þeim aldrei að ná þeim áföng-
um, sem Hannesi Hafstein og Jóni
Magnússyni lánaðist, því að Dðnum
þóknaðist ekki að hlusta á svo há-
væra og kröfuharða andstæðinga.
En aldrei verður því neitað, ef hafa
skal það er sannara reynist, að með
aðhaldi sínu og hugsjónum áttu
þeir örlagaríkan þátt í þróun mála.
Sanngjarnt má því teljast að þeim
skyldi auðnast að eiga aðild að þeirri
stjórn, sem að lokum sigldi sjálf-
stæðisskútunni í höfn. En eins og
af þessu yfirliti má sjá, hrikti oft í
flokknum og munaði litlu að innvið-
irnir brystu. Og enn urðu átök í
flokknum. I bréfi frá. Jóhannesi
bæjarfógeta til dr. Valtýs segir svo
22. ágúst 1917: „Nú eru þeir atburð-
ir að gjörast á þinginu að Bj. Kristj-
ánsson er að fara úr ráðherrastöðu
og í Landsbankann aftur, en Sig.
Eggerz kemur í stað hans. Bj. Kr.
er búinn að missa allt traust í sínum
flokki."
Þannig hafa örlögin oft leikið
Sjálfstæðisflokkinn grátt. Hann hef-
ur verið sterkur og sameinaður í
andófi, en veikur og sundraður í
meðbyr. Það dregur að vísu nokkuð
úr þeim ljóma, sem á hannhlýtur
að falla í augum hvers góðs íslend-
ings, auk þess sem sjálfstæðismenn
voru ekki alltaf vandir að meðulum,
t.a.m. hlýtur það að stinga í augu
að sjá í fundagerðarbókum flokksins
svo fánýtt ráðabrugg eins og það,
að reyna að fá felld niður eftirlaun
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60