Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 274. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						34

MORGUNBLAÐID MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1993

Nýi sáttmáli 1918

Alþingi íslendinga var slitið í gær

(rétt væri: í dag), en búizt er við

því, að það komi saman aftur í sept-

embermánuði til þess að ræða frum-

varpið. Og þegar Alþingi hefur sam-

þykkt það, verður það borið undir

þjóðaratkvæði."

Annað fékkst ekki birt opinber-

lega um samningana, fyrr en

danska nefndin væri komin heim.

Undirtektirnar

— Byggt á grunninum frá 1908

Þegar blöðin höfðu birt frumvarp

nefndanna, varð uppi fótur og fit í

Reykjavík, svo að naumast var ann-

að rætt manna á meðal. Árangurinn

af nefndarstarfmu blasti við hvers

manns augum, og var gerð hins

i nýja sáttmála af flestum Islending-

um ágæta vel tekið.

Lögrétta, blað forsætisráðherra,

mælir 31. júlí hiklaust með frum-

varpinu óbreyttu, telur efni þess svo

margrætt, að ekki þurfi á því mikl-

ar skýringar. Segir blaðið, að at-

hugasemdirnar beri með sér, að

byggt sé á grundvellinum frá 1908,

en stigið í verulegum atriðum fram

úr því, sem þá var í boði, og þann-

ig sé Island nú berlega viðurkennt

frjálst og fullvalda ríki. Eru síðan

upp talin þau atriði, sem helzt beri

af uppkastinu 1908. „í frumvarpinu

er bent til nánari samvinnu milli

Norðurlanda en verið hefur, eða

hugsanlegs Norðurlandasambands,

í og er líklegt, að sú hugsun eigi sér

mikla framtíð." Þá segir Lögrétta,

að frumvarpinu verði ekki breytt,

þjóðin eigi að segja til um það við

atkvæðagreiðslu, hvort hún vilji

taka því, eins og það er, eða hafna

því. Sé enginn vafi á, að hér á landi

verði það samþykkt með yfirgnæf-

andi atkvæðafjölda.

Fullkomið jafnrétti

Tíminn, blað atvinnumálaráð-

herra, mælir 3. ágúst jafneindregið

með samningunum og ræðir það,

hvað framundan sé, ef þjóðin tekur

þennan kost: „Fyrir nýárið munu

öll íslenzk skip draga að hún ís-

lenzkan siglingafána, hvar sem þau

eru stödd í heiminum... Þá er

tryggð hin farsælasta andleg og

verkleg sambúð íslands og sam-

vinna við hinar nánustu frændþjóð-

ir, sem bundnar eru landinu ótal

sameiginlegum böndum sögu og

frændsemi, þær þjóðir heimsins,

sem einna lengst eru komnar áleið-

is um frjálst stjórnarfar, almenna

menntun og eru líklegastar til að

standa einna bezt að vígi allra Norð-

urálfuþjóða, um það er styrjöldinni

lýkur. Og grundvöllur þeirrar sam-

* búðar og samvinnu er fullkomið

jafnrétti og jafnar skyldur á allra

herðar lagðar hlutfallslega..."

Frón, blað fjármálaráðherra,

styður samninginn einnig ákveðið,

enda þótt það viðurkenni, að það

hefði kosið 6. og 7. greinar öðru-

visi. Fullveldisviðurkenningin sé al-

veg skýr og ótvíræð og agnúar

þessara greina henni óviðkomandi.

Allra skýrasta fullveldismarkið sé á

18. gr. (uppsagnarákvæðin), enda

sé sú grein mikilsverðasta atriði

samningsins. Um þegnajafnrétti 6.

greinar segir Frón, að það sé í raun

og veru aðeins framlenging á því

ástandi, sem verið hefur, og auk

þess séu íslendingar einráðir að

hafa um það takmörk í löggjöf sinni,

hvaða skilyrði þeir setji fyrir at-

vinnurekstri og kosningarétti,

o.s.frv., enda mundu þau skilyrði

auðvitað eins binda danska ríkis-

borgara.

Frelsi og fullveldi

Fréttir, sem gerast eitt allra

öflugasta stuðningsblað frumvarps-

ins, segja strax hinn 27. júlí í ítar-

legum athugasemdum sem vafalítið

eru eftir Bjarna frá Vogi sjálfan,

um megindeiluefni 6. greinar: „Er

þar með leyst hið gamla deilumál

um jafnrétti þegnanna, þar sem hér

verður samkvæmt þessu algerlega

aðskilinn þegnréttur og tvenns kon-

ar: íslenzkur og danskur fyrir þegna

hvors ríkis um sig. Um sameiginleg-

an fæðingarétt verður eigi lengur

að ræða, og ráða íslendingar því

sjálfir, hver ákvæði þeir setja í lög

sín um skilyrði fyrir því að öðlast

og missa hér ríkisborgararétt. Og

hin gagnkvæmu ríkisborgararétt-

indi eru samningsatriði, er breyta

má eftir árslok 1940." Telur blaðið

það höfuðatriði frumvarpsins, að

Island sé viðurkennt frjálst og full-

valda ríki í konungssambandi við

Danmörku, ráði sjálft að öllu leyti

sínum málum og hafði engan her

þaðan í frá. í lögunum felist ekkert

það ákvæði, er fari í bága við full

og sönn einkenni og réttarstöðu

fullvalda ríkis, og það sé viðurkennt

jafnrétthátt hinu sambandsríkinu,

Danmörku, í öllum greinum.

Landið, blað Björns Kristjánsson-

ar og fyrrverandi stuðningsblað

stjórnarinnar, segir kost og löst á

samningnum og telur einsætt að

samþykkja hann, enda muni vart

til annars koma. Auðvitað sé ekki

á honum handbragð íslendinga

einna, svo sem 6. greinin beri með

sér, enda sé þess ekki að vænta,

þegar tveir eigi hlut að máli, að

komizt verði hjá tilslökunum af

beggja hálfu.

Innanlandsmálin orðið

útundan

Morgunblaðið fagnar samningn-

um í ritstjórnargrein hinn 28. júlí.

- i IJnheil „,c,l ,1,1 __,„._,, Mi„i.„rl„„„ allcrcJe

"ii b_|;,nc„Jc „o„i„r i Kobenbnvti - bar „| oR.

c™ .t .ik,c Sanm-rjta ,___„, l_o__»_™J_|

.1 v.rcbtjc ,lc e_,c i.or_,„,, ,,„mmr SriujuS

.miJl.n„l fa« „r Uodtn frii ror », lakna

hvJken rorm J=l ntealle ðn.ke al oive Jenne ain'

llepneaenlnlion.

Tll !j 10 oj 17.

Der er opnnnel f„l,| K„i_.i„j „,„ (.,_,„.,„„

ia„„„t,mM„i„íc„ Jeli al el  rnoJ,. ,«,„_ >_.,„

bv„ Oi>_inve cr al fremme .Santviiken „,cllet„ 1„„-

Jcnc. Ilblri.be lim.rlelhe.l I Jerc. I-vci......„er

o« vaaje over. „I Jer Ikke vcJlaBe. F_rer__ll.

nmger. aom k„„Jc vrere lil SkaJc for Jcl ntulcl

l-,,J. _ Jel, «f ,, VolJ,_ll_„_.„ III Ar„Oi__c af

l'or.L°_c'°"'"JC U'"",1',t'1" °m •'nrl.nii__n.e_.

Tll j W.

I.laml. _,kl.wi„„  „r .leJ.ev.renJe  N'e.Jralilel

for„J_,iicr I l>._rc™___o_|_. m.J J„,„e For

bm.J.lc,,. Kamkler. al J„, „„ af J, lo Sl.ler

kar, fnrblive nenlral. aelv om d,n anJ,n in.lviklea I

Til _ 20.

VeJ al beelen.me, .1 !.„,,„ |r«_er , Krall J,„

1.  Dccember J. A,  fo,„„„„ j„. „ d„  ._

«,.el .„„Jvli, TI.I lil. ,, J,„ k.„ bliv, ,„„.„, .,

All_.a_.el.  ooJkenJl  .r J. n_u____ v_|.„,

veJlaget af „ig-Jagen.                    B

m .1, .k„r.l„f„ aljérnarrio, |,|,„J, , Kanpmann..

i,»r„. - ac„, l_„ M ,,,„,,„,. _, £ _¦

• »„„ ,»1111 .,jn,„a„„a o, (__ hat.„,„„rb„,n.".

„ravari ""  " ** *** " "»» h,»' *»"

Um 10. on 17. or.

»,, *„   ít' """' """"""" »»»°»»1 „m ilnfn-

»» o» .kl,,»„  ivcœ„, ,_.„j_p ,„„,.,. ,_„  „

mlll l.»,l„„„, ,|_>_ ,a ,,„„,_, , la1_,iorbei„,

°;_**",'*'" 4, '«• *» •»/. ' <--_-___*_

kcr.iar ar „„„,  lanJi,,,,. ,e„, _.„, orðið H| „„„,

fyrtr l,i„  ,,„,„0. _ !„„„„ „rð.rJOm.ne, J.'r"

_3".i   T í, **"i"i"8'- « "" »'""• "»

akilnimj aambanJilaganna.

Um 10. Br

TOirJalni l,i,„j, „,„ „„,„„„, ,,|„„[vii hw|lr

pv,, aa „,„k,_„„ ,ð„ |,„„„ „,,lbl„j,|

öiriál""         '''""""'¦  f* *° ""'«»' '

Vm 20. nr.

I'ar Km ak.cðiO er a9 |,i,i„ ,,„„, , ,„„, , d<<_

eml.cr þ. ,, ,r búial viO.  ,ð  „,„„, „„,,   rf|  „

Þc_. .0 löajn  Bc,  orOií  „„p.n , ,„.,  „, "

S__id__.^*^n' íii"ad""0-»"'"•'""¦'

Bej.kj._k. 1». Jull 1818.

__-__,

^2_-ý___._É, /s./~<^ /f/g.

_-__o/

Undirskrift  sambandslaganna  1918.

-**_-.*___£, ,

Undirskrift sambandslaganna 1918. Nefndarmenn: C. Hage, Jóh.

Jóhannesson, Erik Arup, Bjarni Jónsson frá Vogi, F.J. Borgbjerg,

J.C. Christensen, Einar Arnórsson, Þorsteinn Jónsson. Ráðuneytis-

menn: Jón Magnússon, Sig. Eggerz, Sigurður Jónsson.

Segir þar, að lengra hafí verið kom-

izt en menn hugðu í fýrstu, því altal-

að hafi verið fyrstu dagana, er við-

ræðurnar stóðu, að slitna mundi upp

úr samningunum. Lýsir blaðið höf-

uðkostum frumvarpsins, en segir

síðan, að þungri byrði verði létt af

þjóðinni, að þessu frumvarpi sam-

þykktu. Sífelld þræta um sam-

bandsmálið hafi staðið öllum fram-

kvæmdum innanlands fyrir þrifum.

Flokkaskiptingin hafi aðallega snú-

izt um utanríkismálin, en innan-

landsmálin, sem í rauninni ættu að

sitja í fyrirrúmi, hafi orðið útundan.

Loks sé einn höfuðkosturinn við

þessa samninga sá, að sátt og sam-

lyndi komist á milli íslendinga og

Dana. Þeir hafi nú rétt hvor öðrum

bróðurhönd, og þar með eigi allar

gamlar væringar að gleymast, en

náin samvinna þessara frændþjóða

að koma í staðinn.

Dagsbrún er sammála því, að

tími sé til kominn að snúa sér meira

að innanlandsmálunum, sem séu

ólíkt þarfara viðfangsefni fyrir Al-

þingi en sambandsmálið. Um frum-

varpið sjálft er niðurstaða Dags-

brúnar sú, að með mikilvægustu

ákvæðunum sé millilandanefndin,

sem á að ræða sameiginlega hags-

muni beggja ríkja og vinna að sam-

eiginlegri norrænni löggjöf. Gæti

þetta, ef vel væri á haldið, orðið

vísir að Bandaríkjum Norðurlanda,

en sú hugsjón sé hjartans mál

hundraða þúsunda hugsandi manna

víðsvegar um Norðurlönd.

„Enginn vafi er á því, að það

verður úti í heimi skoðað Dönum

til stórheiðurs, að þeir hafi haft

frjálslyndi og þrek til þess að setja

réttinn hærra en valdið og viður-

kenna okkur, vopnlausa smáþjóð,

sem fullvalda ríki, í miðjum

geiragný heimsstyrjaldarinnar."

Jóni Magnússyni þakkað

Þjóðólfur, nýkominn undan stjórn

Sigurðar Guðmundssonar, mælir

með samningunum, segir þá framar

öllum vonum og hafi betur rætzt

úr Dönum en á horfðist í fyrstu.

Skeggi í Vestmannaeyjum

(fyrsta blað þar, ritstjóri Páll

Bjarnason) telur ólíklegt, að þjóðin

láti nú æsa sig móti svo góðri úr-

lausn málsins, að nokkur hætta

stafi af, enda þótt einhverjir gerð-

ust svo ófyrirleitnir að reyna það

bragð.

Dagur, hið nýstofnaða blað

Framsóknarmanna á Akureyri,

styður samningana fast og er

ófeimið að þakka forsætisráðherra

hlutdeild hans í samningagerðinni.

Telur blaðið óhugsandi, að þeir, sem

voru með uppkastinu 1908, snúist

gegn þessu frumvarpi, og einnig

sé ósennilegt, að andstæðingar

frumvarpsins frá 1908 geti ekki

sætt sig við nýja frumvarpið, þar

sem misfellurnar, sem þá þóttu á

vera, séu lagaðar. „En mjög er lík-

legt, að við kærum okkur ekkert

um skilnað, þegar sambandið er

orðið frjálst og réttur okkar viður-

kenndur... Allir, sem unnið hafa

að framgangi þessa máls, eiga heið-

ur skilið, og þá ekki sízt sá maður-

inn, sem öðrum fremur hefur borið

það fram til sigurs, íslenzki for-

sætisráðherrann."

Allt er gott, þá endar vel

Blöð stjórnarandstöðunnar eru

fullskyggn á kosti frumvarpsins og

reyna fæst að gera agnúa þess að

árásarefni á landsstjórnina, enda

einn helzti maður stjórnarandstæð-

inga meðal höfuðsmiða frumvarps-

ins. Olafur Björnsson gerir brátt

Isafold að einu harðskeyttasta bar-

áttublaðinu fyrir samþykkt samn-

inganna.

Eftir samanburð blaðsins á upp-

kastinu 1908 og nýja frumvarpinu

segir svo: „Óskýrt er, og því mjög

um-þráttað meðal fræðimanna,

hvort ísland hefði orðið fullvalda

eftir frumvarpinu 1908. Eftir frum-

varpinu 1918 er fullveldi landsins

glöggt og samband landanna þjóð-

réttarlegt, en eigi ríkisréttarlegt."

íslendingur á Akureyri segir 2.

ágúst, að allt sé gott, þá endirinn

sé góður, Með þessu frumvarpi sé

kröfum vorum fullnægt, alfa og

ómega frumvarpsins sé viðurkenn-

ing fullveldis vors og tilkynning

þess öllum heimi. Vonandi sé, að

málið strandi ekki á sundrungu og

þvergirðingshætti sjálfra vor.

Vísir fjallar mjög rækilega um

frumvarpið grein eftir grein og seg-

ir augljóst, að með því fáum við

allar okkar réttarkröfur uppfylltar.

Frekari kröfur hafi aldrei verið

gerðar í aðalatriðum. Helztu gall-

arnir eru, sem í öðrum blöðum, tald-

ir meðferð utanríkismálanna og

jafnréttisákvæðið. Ekki getur blað-

ið með öllu stillt sig um að hnýta

í landsstjórnina. Islendingar eigi nú

Baráttan fyrir fullveldinu

en einnig um samband landanna.

Skýrsla hans var í aðalatriðum á

þá leið, að hann hefði átt tal við

forsætisráðherra Zahle um fánann.

Hefði hann tekið því fálega og

talið svo hafa verið álitið, að með

því fyrirkomulagi, sem nú væri,

hefði fánamálinu verið ráðið varan-

lega (varig) til lykta. En er ráð-

jjierra, mótmælti að svo hefði verið

frá íslands hálfu, hefði hann ekki

móti því borið, en að svo hefði

verið af Dönum álitið.

En aðallega kvaðst ráðherra

hafa snúið sér til konungs um er-

indi þetta og tjáð honum, að íslend-

ingar mundu með lítt skiptum sam-

hug stefna að því marki, að sam-

bandið yrði konungssamband eitt

og getið við hann áskorunar þeirr-

ar, er flokksstjórnin hefði sent

honum, og þótt það væri ekki kom-

ið frá meirihlutaflokki, þá mundu

Iflokkar þingsins samhuga um þessi

efni og almenn hrifning um sigl-

ingafánann. Hefði konungur tekið

máli hans vel og látið í ljós, að

breyttar mundu verða orðnar skoð-

anir að heimsstyrjöldinni lokinni

um ýmislegt, er að stjórnarháttum

lyti, og heitið því að taka fánamál-

ið til yfirvegunar, en talið þó ekki

mundu hægt að koma því í fram-

kvæmd, meðan það ástand væri

sem nú er."

Forysta Jóns Magnússonar og

heimastjórnarmanna er hafin.

Margir höfðu kastað fjöreggi þjóð-

arinnar á milli sín í langvarandi

og oft æði þreytandi valdabaráttu,

aðrir reynt að gæta þess eins og

kostur var. Nú hefur Jón Magnús-

son fjöreggið í sinni hendi. Og með

því að allir lögðust á eitt undir

forystu þessa vitra og varkára

stjórnmálamanns, tókst íslenzku

þjóðinni loks - að unga því út, svo

að notuð séu orð Björns Jónssonar

við annað tækifæri. Jón Magnús-

son hafði í ríkum mæli þá hæfí-

leika sem Lao Tze telur mesta

prýði á miklum leiðtoga: Góður

foringi kemur sínu fram með

hægð. Mætti jafnvel segja að Jón

Magnússon hafí verið hugsun þess-

ara orða holdi klædd. Hann starf-

aði eins og dómari: hlustaði í hverju

máli á rök beggja aðila - og kvað

síðan upp sinn dóm. Og þegar

hann hafði gert upp hug sinn, var

hann flestum fastari fyrir. Hann

var, eins og samþingsmaður hans,

Jörundur Brynjólfsson, kveður að

orði, er hann lítur yfír farinn veg,

Samningamenn ásamt riturum sínum

SITJANDI, talið frá vinstri: Jens C. Christensen, Einar Arnórsson, Jóhannes Jóhannesson, Þorsteinn

M. Jónsson, Bjarni Jónsson frá Vogi, Christopher Hage, Erik Arup, Frederik J. Borgbjerg. Standandi,

talið frá vinstri: Þorsteinn Þorsteinsson, Gísli fsleifsson, Svend Funder, Magnús Jónsson.

„ákaflega vel gefinn maður og

einkar gætinn og slyngur samn-

ingamaður. Sennilega kom það

aldrei eins berlega í ljós og í samn-

ingunum við Dani  1918.  Hann

hafði undirbúið samningaviðræður

bæði heima og erlendis og sagt

konungi, er hann sigldi til Kaup-

mannahafnar, að ekki þýddi að

bjóða íslendingum upp á annað en

fullt sjálfstæði. Þetta var aðalhug-

sjónamál sjálfstæðismanna og

raunar heimastjórnarmanna einn-

ig, þótt menn greindi á um leiðir

að markinu."

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60