Morgunblaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 59
Minning MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1993 59 * Jónmundur Eiríks- son frá Ljótshólum Fæddur 9. janúar 1914 Dáinn 15. nóvember 1993 Á tveim fyrstu tugum aldarinnar fæddust og ólust upp töluvert mörg börn hér í Svínavatnshreppi. Meiri- hluti þeirra bjó hér áfram og vann hér mestallt sitt ævistarf. Hér er mikið graslendi, aðallega mýrar, erf- itt til ræktunar áður en véltækni nútímans kom til. En það var laust fyrir og eftir miðja öldina sem hún kom. En þá var einmitt þetta fólk á besta aldri, tilbúið að takast á við verkefni sem fyrir hendi voru, og lét heldur ekki sitt eftir liggja. En nú er þetta góða fólk á hraðri leið yfir hin miklu landamæri sem bíður okk- ar allra. Þannig hafa átta manns úr þessari sveit horfið okkur á rúmu ári. Síðastur í röðinni er sá sem hér er kvaddur, Jónmundur Eiríksson. Hann var sonur hjónanna Ingiríðar Jónsdóttur frá Ljótshólum og Eiríks Grímssonar frá Syðri-Reykjum í Biskupstungum. Þau bjuggu í Ljóts- hólum. Jón faðir Ingiríðar var Skag- firðingur, en móðir hennar Guðrún Eysteinsdóttir var af vel þekktum húnvetnskum ættum. Elsta barn þeirra hjóna var drengur, sem hét Jónmundur, en hann fórst af slysför- um og varð af mikill harmur. Næst- ur í röðinni var Jónmundur en Grím- ur var yngstur. Hann lést 22. maí á þessu ári. Heimili þeirra Ingiríðar og Eiríks var rómað fyrir margra hluta sakir. Þar var snyrtimennska í fyrirrúmi, bæði úti og inni, svo að af bar. Þar var einhugur sem náði jafnt til allra, hvort sem þeir voru vandabundnir eða ekki og þar var gestum gott að koma. Þar var góður jarðvegur til þroska þeim sem þar ólust upp. Konan mín, Guðrún Jakobsdóttir, ólst þar upp frá átta ára aldri. Hafði hún þá misst fósturmóður sína sam var systir Ingiríðar. Þar var henni tekið sem dóttur og systur æ síðan og var svo einnig frá hennar hendi, þar átti hún foreldra og bræður. En oft kemur skuggi af skýi, skúr eftir heita stund. Haustið 1932 lést Eirík- ur faðir þeirra bræðra á besta aldri. Þá var Jónmundur 18 ára en Grímur 16. Það var mikið áfall fyrir fjöl- skylduna, bæði tilfinningalega og efnahagslega. En „Þó að fjúki fönn í spor og fölni rós á vanga, alltaf kemur aftur vor, eftir vetur langa“. Svo fór einnig hér. Með samheldni og dugnaði komst allt vel af og þeir Ljótshólabræður tóku fullan þátt í því mikla umbótastarfi hér í dalnum sem getið er um hér að framan. Hinn 31. mars 1940 gekk Jón- mundur að eiga eftirlifandi konu sína, Þorbjörgu Þorsteinsdóttur frá Geithömrum, ágæta konu, sem hefur reynst honum mjög vel um langan ERFIDRYKKJUR aldur. Hún var myndarleg húsmóðir, eins og hún átti kyn til því að móð- ir hennar var til fyrirmyndar á því sviði. Hún var Halldóra Björnsdóttir, systir Guðmundar Bjömssonar land- læknis frá Marðamúpi. Þegar þeir bræður voru báðir orðnir fjölskyldu- menn varð þröngt um þá báða í Ljótshólum. Fékk Jónmundur þá hluta af Auðkúlu sem þá hafði verið lögð af sem prestssetur. Fluttist hann þá þangað 1952 með fjölskyldu sína og byggði þar nýbýli. Fengu þau hluta af gamla húsinu til íbúðar meðan á uppbyggingu stóð. Það var að sjálfsögðu mikið átak, þó að nokk- ur styrkur fengist þá til þeirra hluta. Þau byggðu yfir fólk, fénað og fóð- ur, allt úr steini, og ræktuðu stórt tún. Þetta tókst með þrautseigju og dugnaði þeirra hjóna, enda voru þau bæði komin frá góðum heimilum. Þau hjónin héldu uppi þeim gamla sveitasið, þegar að Auðkúlu kom, að bjóða öllum kirkjugestum til kaffidrykkju að messu lokinni, og var þá alltaf spjallað saman í léttum dúr, enda þau hjón bæði gestrisin í eðli sínu. Jónmundur var að eðlisfari mikið prúðmenni en gat verið glett- inn og gamansamur ef því var að skipta. Hann var opinskár og hrein- skiptinn, glaður í viðmóti og laus við alla undirferli. Hann hafði gaman af góðum bókum og var einstakt snyrtimenni. Jónmundur tók þátt í félagsstörfum í sveit sinni, sat til dæmis í hreppsnefnd og sóknar- nefnd. Eftir að Jónmundur fluttist að Auðkúlu, skipti aðeins lítil á löndum okkar og var því mikill samgangur hrossa og sauðfjár. Stundum veldur slíkt ósamlyndi milli bæja, en það koma aldrei til þess hjá okkur, ekki vottur. Við ræddum alltaf saman af hreinskilni og velviid og það er undir- staða undir gott samkomulag. Milli heimila okkar var alltaf vinátta, enda tengsl á milli heimilanna eins og áður segir, auk þess er Þorbjörg frænka mín. Þeim hjónum famaðist vel búskapurinn á Auðkúlu. Þegar aldur færðist yfir þau, létu þau búið í hendur Eiríki eldri syni sínum og fluttust til Reykjavíkur. Þar fékk Jónmundur starf hjá Fasteignamati ríkisins árið 1967. Þau hjón eignuðust þrjú mann- vænleg börn sem eru: Eiríkur, f. 1940, nú bifreiðastjóri í Reykjavík, giftur Birnu Jónsdóttur; Þorsteinn, f. 1944, trésmiður í Reykjavík, gift- ur Rögnu Jóhannsdóttur; Halldóra, f. 1944, var gift Ásbirni Jóhannes- syni, en hann er látinn. Þau byggðu annað nýbýli á Auðkúlu og bjuggu þar, en Halldóra býr þar enn. Við hjónin sendum Þorbjörgu og allri fjölskyldunni hlýjar samúð- arkveðjur og þökkum langa og góða samfylgd í gegnum árin. Þórður Þorsteinsson. t Ástkær eiginmaður minn, ÞÓRARINN PÁLSSON, Þrúðvangi 26, Hellu, Rangárvallasýslu, verður jarðsunginn frá Oddakirkju laugardaginn 18. desember kl. 14.00. Fyrir hönd barna minna og tengdabarna Ingibjörg Soffía Einarsdóttir, Hellu. t Útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGURBORGAR BJÖRNSDÓTTUR, Skúlagötu 64, Reykjavik, áður til heimilis á Fjólugötu 11, Vestmannaeyjum, sem lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans 9. desember, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 17. desember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Samtök gegn astma og ofnæmi. Verð frá kr. 850- P E R L A N sími 620200 Ólafur Runólfsson, Petra Ólafsdóttir, Jóhannes Kristinsson, Ester Ólafsdóttir, Einar Bjarnason, Birgir Ólafsson, Anna Lind Borgþórsdóttir og barnabörn. Erfidrykkjur (ilívsiicg kalli- hlaðborð Megir síilirogmjög góð þjónusla. Ujjplýsingar ísíma22322 . flugleidir laÁmni l Anmt nthti + Ástkær eiginkoha rhín, móðir okkaf, téhgdáfhóðíri áfhlfia laHgafflífiáj hLíf aLfoldína schiöth LÁIíUSÖÖftÍRi Bölstaðarhlíö 62, Reykjavík, sem lést þann 8. desember sl. í Borg- arspítalanum, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 17. desember kl. 15.00. Þorleifur Jónsson, Baldur Þorleifsson, Sigrún Bjarnadóttir, Örn Þorleifsson, Isabella Þorleifsson, Ásbjörn Þorleifsson, Helga Aðalsteinsdóttir, Lovisa Þorleifsdóttir, Ólafur Egilsson, Björk Þorleifsdóttir, Jón Guðnason, Brynja Þorleifsdóttir, Lárus Þorleifsson, Helgi Þorleifsson, Brigitte Michon, barnabörn og barnabarnabörn. + Fóstra mín og systir okkar, GUÐLAUG SIGURÐARDÓTTIR kennari frá Útnyrðingsstöðum, sem lést 4. desember, verður jarðsungin frá Vallaneskirkju laugar- . daginn 18. desember kl. 14.00. Þeir, sem vilja minnast hennar, eru beðnir að láta sjúkrahúsið á Egilsstöðum njóta þess. Jón Þóroddur Jónsson, Sigríður Sigurðardóttir, Þorsteinn Sigurðsson. + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR, Bakkavegi 25, Hnífsdal, verður jarðsungin frá Hnífsdalskapellu laugardaginn 18. desem- ber kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á að láta Fjórðungs- sjúkrahúsið á ísafirði njóta þess. Ágúst Guðmundsson, R. Margrét Ágústsdóttir, Ástþór Ágústsson, Józefa Nieduzak, Trausti M. Ágústsson, Þóra Baldursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR JAKOBSSONAR frá Þórshöfn. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Húsavíkur og Hvamms, heimilis aldraðra, Húsavík. Þórhalla Sigurðardóttir, Bjarni Aðalgeirsson, Erna Sigurðardóttir, Haraldur Jóhannesson, Vigdís Sigurðardóttir, Sigtryggur Þorláksson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar og tengdaföður, ÓLAFSÁGÚSTSSONAR frá Jörfa, Borgarfirði-eystra. Börn, tengdabörn og fjölskyldur þeirra. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts systur minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR ÞORGEIRSDÓTTUR, Sigtúni 41. Guðrún Þorgeirsdóttir, Þorgeir Baldursson, Ragna Gunnarsdóttir, Eyþór Baldursson, Gyða Ólafsdóttir, Hildur Baldursdóttir, Bjarni Finnsson, Hilmar Baldursson, Vigdfs Hauksdóttir, Sólveig Baldursdóttir, Gunnar Hrafnsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum öllum þeim, sem við andlát og útför föður okkar og tengdaföður, HJARTAR HJÁLMARSSONAR fyrrverandi skólastjóra, vottuðu honum virðingu og okkur og fjölskyldum okkar samúð. Sérstakar þakkir eru færðar Flateyringum, hreppsnefnd Flateyr- arhrepps og starfsfólki Barmahlíðar, dvalarheimilis aldraðra á Reykhólum. Emil Ragnar Hjartarson, Anna Jóhannsdóttir, Grétar Snær Hjartarson, Sigrún Sigurðardóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGILEIFAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Þjótanda, Hraunbæ 103. Sérstakar þakkir til Kórs eldri borgara. Einar Ólafsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Sesselja Ólafsdóttir, Gunnar Ólafsson, Sólveig Gyða Guðmundsdóttir, Árni Sveinsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.