Morgunblaðið - 17.12.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.12.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1993 Verkin tala Bókmenntir Sigurjón Björnsson Sveinn Skorri Höskuldsson Benedikt á Auðnum. íslenskur endurreisnarmaður Mál og menning, Reykjavík, 1993, 607 bls. Þegar maður fær bók sem þessa í hendur rifjast upp hvernig ævi- saga á að vera og hvenær tilefni er til að skrifa ævisögu. Maður er orðinn svo vanur flóði ævisagna sem snarað er saman á innan við ári af vanefnum og án þess að mikil ástæða virðist vera til, að hætt er við að önnur markmið gleymist. Á þessu eru að vísu markverðar undantekningar. Hér kemur bókin sem h'efur verið ald- arfjórðung í smíðum og fjallar um óvenjulega merka ævi. Benedikt Jónsson bóndi á Auðn- um í Laxárdal í Suður-Þingeyjar- sýslu er þó líklega ekki nafn sem vekur mikinn hljómgrunn nú nema þá á heimaslóðum. Hann var fá- tækur bóndi, fór varla út fyrir heimasveit sína, hafði engrar skólagöngu notið. Hann tróð sér hvergi fram, fór ekki einu sinni í framboð eða gegndi neinni tignar- stöðu. Og hann andaðist háaldrað- ur norður á Húsavík árið 1939 — fyrir fimmtíu og íjórum árum. Engu að síður var þessi maður eiginlega heilt menntasetur af sjálfum sér og hafði ótrúlega mik- il áhrif. Hugsjón hans var fegurra og betra mannlíf, meiri jöfnuður, réttlæti og samvinna í stað sam- keppni. Til þess að þroskast til skilnings á þessu mannhyggju- sjónarmiði þurfti fólk að menntast við lestur góðra bóka sem hvettu til hugsunar. Að þessu marki vann Benedikt alla tíð. Hann var hug- myndasmiðurinn á bak við stofnun Kaupfélags Þingeyinga og um leið samvinnuhreyfingarinnar. í kaup- félagsmálinu var hann aðal drif- fjöður og óþreytandi starfsmaður. Með kaupfélagsstofnun sá hann ekki aðeins sérstaka gerð verslun- arhátta. Það var samvinnuhugsjón í framkvæmd sem lífsstefna. Snemma á ævi studdi Benedikt að því að koma upp lestrarfélagi. Sjálfur valdi hann að mestu bækur sem keyptar voru erlendis. Menn brutust í gegnum skáldsögur og fræðirit á Norðurlandamálum, jafnvel á ensku og þýsku, og marg- ir urðu ótrúlega sleipir í erlendum tungumálum. Smám saman varð úr þessu sýslubókasafn sem Bene- dikt stýrði af mikilli alúð til ævi- loka. Safn þetta hefur þótt ein- stakt í sinni röð og bókavörðurinn einstakur sem uppalandi. Sveinn Skorri Höskuldsson hef- ur hér ritað eftirminnilega bók. Eða í rauninni er kannski réttara að segja að þeir Benedikt hafi rit- að hana saman. Benedikt ritaði fjölda greina og geysilegan fjölda bréfa sem hafa varðveist. Þau bréf voru engin venjuleg sendibréf, heldur á stundum langar ritgerðir um hugðarefni hans; stjórnmál, verslunarmál, menntunarmál, bókamál, heimspeki, náttúrufræði og tónlist, en þar var hann einnig meira en meðalmaður. Bókin er yfirfull af tilvitnunum í greinar og bréf Benedikts og má því til sanns vegar færa að þeir hafi rit- að bókina saman. Þess má svo geta að vegna þessara mörgu til- vitnana, sumra hverra langra og Benedikt Jónsson á Auðnum allra með smáletri, er bókin mun lengri en hinar 600 blaðsíður hennar segja til um. Niðurstaðan af þessari aldar- fjórðungs samvinnu er með af- brigðum vandað rit. Á bak við það liggur feiknamikil heimildarvinna, sem spannar vítt svið og hefur síður en svo alltaf verið auðunnin. Tafasöm hlýtur leitin á tíðum að hafa verið. Höfundur virðist ekki hafa kastað höndum að neinu heldur viðhaft ítrustu nákvæmni, jafnvel svo að stundum finnst manni að minna hefði mátt gagn gera. Fyrstu 100 bls. bókarinnar er hin eiginlega ævisaga Benedikts. Þar segir frá uppruna hans og bernskuárum á miklu menningar- heimili á Þverá í Laxárdal. Ár reynslu og þroska er kafli um unglingsárin og þar til hjúskapur og búskapur hefst. Allmikið er þar sagt frá hinni mikilhæfu heitkonu og síðar eiginkonu, Guðnýju Hall- dórsdóttur. Þá er búskaparsaga á Auðnum rakin og sagt frá fjöl- skyldu og heimilisháttum. Að lok- um koma efri ár og ævikvöld á Húsavík. Benedikt á Auðnum var aldrei Söngsveitin Fílharmónía Söngsveitin Fílharmónía Tónlist Jón Ásgeirsson Söngsveitin Fílharmonía hélt aðventutónleika í Kristskirkju um helgina og fór undirritaður á þriðju tónleikana, sl. miðvikudags- kvöld. Með kómum sungu Ingi- björg Marteinsdóttir og Sigurður Skagfjörð, ásamt strengjasveit en stjórnandi var Ulrik Olason. Fyrstu viðfangsefnin voru radd- setningar Róberts A. Ottóssonar á þremur miðaldasálmalögum, I þennan Herrans sal, Kom þú, kom vor Immanúel og Nú kemur heimsins hjálparráð, sem eru orðin kirkjuklassík og búa yfir sérkenni- legri trúardýpt. Þessum þætti tón- leikanna lauk með meistararadd- setningu Pretoríusar á miðalda- sálminum Það aldin út er sprung- ið. Þessi fallegu lög voru öll vel sungin, en helst til með of látlaus- um blæ, sem auðvitað er val stjórnandans og skilningur. Tveir höfundar skiptu með sér íjórum næstu viðfangsefnunum, nefnilega Stravinskí og Bruckner. Lögin eftir Stravinskí, Pater nost- er og Ave María, eru samin sam- kvæmt þeirri tónleshefð, sem ein- kennir sönglestur Biblíutexta í rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni. Einn lestónn gengur í gegnum lagið, þar sem tónfrávik koma helst fyrir í upphafi en aðallega þó í niðurlagi tónhendinga. Les- tónninn hefði mátt vera hraðari og án hrynfestu en tónfrávikin aftur á móti hægari og meira sungin. Locus iste og Ave María eftir Bruckner voru viðamestu kórtónsmíðar tónleikanna og best sungnar, enda reyndu þær mest á raddgæði og tónstöðu kórfélaga. Pie Jesu, eftir Andrew Lloyd Webber, er ekki stórbrotin tón- smíð og reynir ákaflega lítið á flytjendur, sem voru Ingibjörg Marteinsdóttir og Sigurður Skag- ijörð við undirleik strengjasext- etts. Það sem eftir lifði tónleikanna voru tekin fyrir klassísk jólalög í ýmis konar útfærslum, sem sumar hverjar voru ekki sem bestar. Sjá himins opnast hlið var sungið af einsöngvurum, kór og tónleika- gestum og sama átti við um næst síðasta lag tónleikanna, Frá ljós- anna hásal. Kórinn er vel æfður, sem kom einna best fram í lögum Bruckners en hann flutti einnig ágætlega vel tvö lög eftir Mozart, í dag er glatt og Ave verum. Ingibjörg Marteinsdóttir söng Vögguljóð Maríu eftir Reger og Ave Maríuna eftir Bach-Gounod, við undirleik strengjasveitar. Ingi- björg söng bæði lögin mjög vei en þvi miður var útfærslan fyrir strengjasveitina hörmulega illa gerð og því ekki sanngjarnt að dæma flutning strengjanna af þeim sökum. Það er vandasamt að umrita orgel og píanóútfærslu fyrir strengi og þarf í slíkum til- fellum, að endursemja undirspilið, ef vel á að vera. Sigurður Skagfjörð söng ein- söng með kórnum í Ave Maríu Sigvalda Kaldalóns. Eitthvað vantaði í stuðninginn hjá Sigurði, því hann söng illa undir tóni þeg- ar reyndi á tónhæðina. Tónleikun- um lauk með því að einsöngvarar, kór og strengjasveit fluttu með mikilli reisn Nóttin helga eftir Adams í raddsetningu Guðmundar heitins Gilssonar orgelleikara, sem var ágætt niðurlag á mörgu leyti prýðilegum jólatónleikum. Sveinn Skorri Höskuldsson mikill bóndi þó að hann fram- fleytti fjölskyldu sinni. Áhugi hans snerist um félagsmál og menning- armál. í samræmi við það er mest- ur hluti bókarinnar helgaður því efni. Það skiptist í fjóra kafla auk lokaorða. Fyrst er fremur stuttur kafli, Opinber störf og ýmis félög. Benedikt var Iengi hreppstjóri, sat í hreppsnefnd og sýslunefnd og gegndi meira að segja sýslu- mannsstarfi í forföllum af og til. Hann var raunar lengi önnur hönd sýslumannsins sem ritari hans. Rúmlega 100 bls. eru helgaðar stjórnmálaafskiptum og pólitísk- um hugmyndum. Engum blandast hugur um að Benedikt var mjög róttækur maður. Hann er tvímæla- laust einn af allra fyrstu „sósíalist- um“ á íslandi. Eru bréf hans sem sýna hvernig viðhorf hans þróast við sífellda hugsun og lestur stór- merkileg. Langlengsti kaflinn, rúmar 200 bls., er um kaupfélag og sam- vinnumál. Það er að vonum því að þeim málum var helgaður lung- inn af starfsævi Benedikts og þau áttu hug hans allan. Ekki er þetta beinlínis saga Kaupfélags S-Þin- geyinga. Sú saga hefur þegar ver- ið skrifuð. Hér hvílir áherslan að sjálfsögðu á aðild og framlagi Benedikts sem svo sannarlega var mikið. Víða verður þó að koma við í þessari löngu sögu. Baráttan var á tíðum hörð og mönnum gat hitn- að í hamsi. Þar var Benedikt eng- inn eftirbátur og gat látið stór orð falla í hita leiksins. Alla tíð var hann hinn eldheiti hugmyndafræð- ingur. Hann stjórnaði málgagni kaupfélagsins, Ofeigi, í næstum fjörutíu ár. Þar reit hann mikið sjálfur og reifaði samvinnuhug- sjónina og stóð í ritdeilum. Nafnið Ofeigur á riti þessu segir sína sögu, því að segja má að kaupfé- lagshugmyndin hafi sprottið upp af starfsemi leynifélagsins Ófeigur í Skörðum og félagar, sem Bene- dikt var lífíð og sálin í. Þá er kafli um bækur og mennt- ir og ber þar hæst baráttu Bene- dikts fyrir stofnun bókasafnsins. Loks er mjög athyglisverður kafli er nefnist tónar og myndir. Bene- dikt var einkar tónelskur og músíkalskur maður og hafa raunar ýmsir afkomendur hans notið þeirrar erfðafylgju. Að vísu var músíkgáfa varla minni Guðnýjar megin. Benedikt lék á flautu, fiðlu og orgel, skrifaði nótur, samdi lög og safnaði þjóðlögum. Á þessu sviði var hann einnig að lang- mestu leyti sjálfmenntaður. Hann var einn af ötulustu safnendum og heimildarmönnum sr. Bjarna Þorsteinssonar um íslensk þjóðlög. Drátthagur var Benedikt og eru myndir af nokkrum teikningum hans í þessari bók. Ótalið er þó það sem flestir dáðust að en það var hin listfagra rithönd hans. Myndir af blaðsíðum úr handritum sýna það ótvírætt. Bók þessari lýkur að sjálfsögðu á miklum og góðum skrám. Ég held að það hljóti að vera orðið ljóst af þessari umsögn að hér engin meðalbók um meðal- mann á ferð. Hún greinir frá miklu lífsævintýri, mikilfenglegri sögu manns, sem ekki þurfti að sækja gæfu sína og mikilleik langleiðis að, en bjó hvoru tveggja stað af sjálfum sér í hinni norðlensku sveit. Þetta rit er fagur minnis- varði og um leið vottur vandaðrar fræðimennsku og mikils trúnaðar við verðugt viðfangsefni. Ljúf og fínleg* erótík Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Benoite Groult: Saltbragð hör- undsins. Guðrún Finnbogadótt- ir þýddi. Útg. Forlagið 1993. Þetta er saga um ástarævintýri sem stóð á þriðja áratug, þeirra George og Gauvain sem þekkjast frá barnæsku. Hún hafnar honum sem eiginmanni en getur þó ekki án hans verið. Bæði ganga í hjóna- band og eignast börn. George er menntakona, Gauvain er sjómaður og vinnur erfiðisvinnu alla tíð. Hún er fáguð heimskona sem er eftir- sótt til kennslu eða fyrirlestra- halds. Þau eiga ekkert sameigin- legt og vita það. Nema þennan kærleika, þessa ást, girnd, losta, jafnvel vináttu. Og hvað getur fólk þá beðið um meira. Þau hittast vítt og breitt um heiminn öll þessi ár-þó stundum líði langt á milli, svo skiptir árum. Hann og menningarleysi hans fer í taugarnar á henni, þau geta ekki talað saman á sama plani. Samt hleypur hún til í hv§rt skipti sem þau eiga færi á að hittast, fer yfir hálfan heiminn til að vera með honum í nokkra daga. Girnd? Ja, það er auðvitað nærtækt að ein- falda sambandið og tala um það í þeim dúr. En samband þeirra er miklu flóknara en svo að það eigi skilið slíka afgreiðslu. Því hvað sem líður hugsunum George á því að í raun finnst henni fyrir neðan sína virðingu að hafa þessi samskipti við Gauvain ber hún virðingu fyrir honum, þó hún hafi ekki áhuga á lífinu sem hann lifir þegar hún er fjarri, hlýtur hún . ósjálfrátt að sogast inn í heim hans og sama gildir um hann og hennar líf. Og þrátt fyrir að þau þurfa aldrei að deila hvunndagslíf- inu er þó kannski niðurstaðan sú að þau þekktu hvort annað betur en löglegir ævifélagar þeirra eða sambúðarmenn og gáfu hvort öðru meira en nokkrum. í athyglisverðum formála segir höfundur: „Það er með nokkrum ugg sem ég slæst í hóp þeirra rit- höfunda sem reynt hafa að ná tökum á þeim unaðssemdum sem sagðar eru holdlegar en sem ná svo oft huga manns á sitt vald. og kemst að því eins og svo marg- ir þeirra og líka þeir sem hafa gefist upp sem eflaust eru enn fleiri að orðin munu ekki koma mér til hjálpar við að lýsa ástar- sambandi, þessu algleymi sem lætur öll landmæri í lífinu hverfa og okkur uppgötva líkama sem okkur óraði ekki fyrir að væri til. Ég veit að ég mun gera mig að athlægi, að mínar fágætustu til- finningar munu sökkva í hvers- dagsleikann og að hvert einasta orð, hvort sem það er nöturlegt, klúrt, litlaust, afkáralegt eða hreint og beint ógeðslegt, mun nota hvert tækifæri til að svíkja mig.“ Það hvarflaði aldrei að mér að að hlæja við lestur frásagnar Benoite og þaðan af síður hneyksl- ast. Eins og kynlífslýsingar geta verið óskaplega þreytandi og inni- haldslausar eru fínlegar erótískar lýsingar hreinasta list. Og þá list hefur höfundur á valdi sínu. Mér fannst þýðing Guðrúnar Finnbogadóttur vera ákaflega vel gerð og hlýtur að hafa útheimt töluverða yfirlegu. Óvandaðri þýð- . andi hefði ugglaust getað freistast til að grípa til billegra bragða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.