Morgunblaðið - 19.12.1993, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.12.1993, Blaðsíða 56
Verið tímonlep með jótapóstinn PÓSTUROGSÍMI miKGUNHLAÐIII, KRINGLAN 1 103 REYKJA VÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040/ AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson Gráhegri við TJömina GRÁHEGRAR heimsækja landið á hverjum vetri og koma frá nágrannalöndunum austan hafs. Þetta eru stórir fuglar með langan háls og fætur og breiða vængi. Þessi ungi hegri hefur haldið sig í Vatnsmýri nærri Norræna húsinu í heilan mánuð, en það hefur aldrei gerst áður að gráhegri hafí sest að við Reykjavíkurtjörn. Lokaumræða um fjárlagafrumvarpið Lýðveldishátíð kostar 70 millj. RÍKISSTJÓRNIN fyrirhugar að minnast 50 ára afmælis lýð- veldisins með hátíð á Þingvöllum 17. júní á næsta ári. Er gert ráð fyrir 70 milljóna króna framlagi til þessarar hátíðar í breyt- ingartillögum meirihluta fjárlaganefndar við þriðju umræðu um fjárlagafrumvarpið. Sú umræða var á dagskrá á Alþingi í gær, laugardag, en í gærdag lá ekki ljóst fyrir hvort tækist að ljúka þingstörfum fyrir jól í gærkvöldi, meðal annars vegna tækni- legra atriða við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins. Fyrir lá í gær að útgjaldaliður fjárlaga yrði um 114 milljarðar króna en tekjur yrðu tæplega 104,2 milljarðar. Nokkrar breytingar urðu á útgjaldalið fjárlagafrumvarpsins milli annarrar og þriðju umræðu. Meðal annars hefur dómsmálaráð- herra fallið frá áformum um að sameina sýslumannsembætti og héraðsdómaraembætti. Vegna þessa hækka útgjöld ráðuneytisins um tæpar 80 milljón- ir en á móti er m.a. gert ráð fyrir að framlag til byggingar Hæsta- réttarhúss á næsta ári verði lækkað um 20 milljónir. Einnig er ráðgert að lækka rekstrarútgjöld nokkurra sýslumanns- og lögreglustjóraemb- ætta og annarra stofnana ráðuneyt- isins. Tekjur hækka Tekjuáætlun fjárlaga hefur hækkað um 675 milljónir króna frá því fjárlagafrumvarpið var lagt fram f október. Talið er að breyttar þjóðhagshorfur geti skilað ríkissjóði um 300 milljónum króna og bætt innheimta á sköttum fyrirtækja og fleira geti skilað rúmum 560 millj- ónum í tekjuauka. Á móti kemur að áætlaðar skatttekjur lækka um tæpar 200 milljónir, meðal annars vegna þess að fallið hefur verið frá því að leggja virðisaukaskatt á far- gjöld og ferðaþjónustu aðra en gist- ingu. Fjármálaráðherra sagði í gær, að hætt hefði verið við þá skattheimtu, m.a. vegna gagnrýni þingmanna um að vsk. á fargjöld lenti einkum á íbúum dreifbýlis. Enginn skortur á heitu vatni NÓG hefur verið af heitu vatni á veitusvæði Hitaveitu Reykja- víkur það sem af er vetri og ekki ástæða til að óttast vatns- skort, þrátt fyrir kuldakast, að sögn Gunnars Kristinssonar hitaveitusljóra. Mesta álag til þessa var 9. desember síðastlið- inn eða um 540 MW. „Þetta gengur mjög vel,“ sagði Gunnar. „Við höfum nóg af vatni og höfum ekki þurft að grípa til kyndi- stöðvanna." Sagði hann að Nesjavell- ir hafi gert sitt gagn en veitan þaðan var stækkuð um 50 MW í sumar og styrkir það stöðuna enn frekar. Gömlu holurnar Vatnsborð í gömlu holunum í Reykjavík og í Mosfellssveit var orð- ið mjög lágt en hækkaði mikið í sum- ar. Sagði Gunnar að talsvert hafi verið farið að draga niður í holunum enda var hart gengið að þeim. Þær náðu sér þó fljótlega á strik og er ástand þeirra nú mjög gott. Bergvík VE strandaði í Vaðlavík í vitlausu veðri BERGVÍK VE 505, 137 tonna bátur með 5 mönnum, sem gerð- ur er út frá Fáskrúðsfirði, strandaði laust fyrir kl. 11 í gærmorgun í Vaðlavík, norðan Reyðarfjarðar. Vitlaust veður var á þessum slóðum í gærmorg- un. Tveir bátar komu fljótlega á strandstað, grænlenska loðnu- skipið Ammasat og Guðrún Þor- kelsdóttir. Þegar blaðið fór í prentun hafði tekist að koma línu úr grænlenska togaranum yfir í Bergvíkina en illa gekk að koma vír á milli. Björgunar- sveitir voru á leið frá Eskifirði og Neskaupstað. Þyrla Land- helgisgæslunnar lagði af stað austur á þriðja tímanum í gær. Skipið strandaði um 150 metra frá landi og samkvæmt upplýsing- um Hálfdáns Henryssonar hjá Slysavarnafélagi íslands átti að reyna að ná skipveijum úr Berg- víkinni í land. Veður og færð settu þó strik í reikninginn og töfðu fyrir aðgerðum. Liggur þvert á víkina Sveinbjöm Jóhannsson, skip- stjóri á Guðrúnu Þorkelsdóttur, var í sambandi við skipveija Bergvík- urinnar og fylgdist með aðgerðum. Hann sagði að Bergvíkin lægi uppi í fjörunni þvert fyrir víkina, sneri með bakborðshliðina upp í vindinn og veltist sitt á hvað. „Það brýtur mikið yfir hann, það er svo agalegt rok hérna, mikill sjór, sem hefur aukist síðan við komum,“ sagði Sveinbjörn. Batunnn BERGVÍKIN er 137 rúmlesta stálbátur smíðaður í Noregi 1960 og yfirbyggður 1986. Seyðisfjörður jf >7 .-------. / Barðsneshorn Neskaupstaður/ ~ Sondvík Eskifjörðurjl ,/ ~) Gerpir 'f Víkujvl' heiðj - • '^T^Vaðlavtk 1VE 505 strandaði í Vaðlavík Skrúður 10km Tollalækkun vegna GATT meiri en ráð var fyrir gert TOLLAR á sjávarafurðum munu lækka um 30% hjá ýmsum mikilvæg- um viðskiptaþjóðum Islands, s.s. Bandaríkjunum og Japan, þegar GATT-samningurinn tekur gildi 1995, segir Þorsteinn Ingólfsson, ráðu- neytisstjóri í utanríkisráðuneytinu. Hann segir að það sé meiri lækkun en talið var að næðist fram. Þorsteinn segir að auk þessara tollalækk- ana hafi verulegar tollalækkanir verið samþykktar á ýmsum öðrum útflutningsvörum íslendinga, s.s. tækjabúnaði fyrir sjávarútveg. Enn á eftir að reikna nákvæmlega hvaða áhrif þessar lækkanir hafa fyrir út- og innflutning hérlendis og segir Þorsteinn að það muni skýrast betur á næstunni. Þó sé staðfest með samkomulaginu að sérákvæði í gildandi samningi um viðskipti með landbúnaðarvörur muni falla niður, og feli samkomulagið í sér að ekki verður lengur heimilt að beita sér- reglum í GATT-samningunum. Ein- göngu verði heimilt að beita tollum en ekki öðrum viðskiptahindrunum, s.s. magntakmörkunum, í viðskipt- um með landbúnaðarvörur. Tollar eigi síðan að lækka í áföngum á sex ára tímabili. Einnig verði spunavörur teknar inn í nýja samninginn og þær felldar undir alþjóðaviðskiptastofn- unina (Multilateral Trade Organiz- ation) sem stofnuð verður sam- kvæmt hinum nýja samningi eftir 10 ára aðlögunartíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.