Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR 1994
39
innbogadóttur:
gsins
kyldan
irferðarmikil í afþreyingariðnaði
síðustu ára. Sú ofbeldisdýrkun er
nír áhyggjuefni víða um lönd, svo
ráðamenn stórþjóða lýsa hver af
öðrum óhug sínum og hvetja til
andófs.
En við getum einnig spurt að því
hvort ekki þurfi að skoða þann
heimafenginn bagga sem hverju
barni og hverjum unglingi ætti að
vera hollur. Um aldir voru fjöl-
skyldulíf og heimili kjölfesta í sið-
ferði og siðfræði allra þjóða. Þar
kenndu fordæmin umferðarreglur
allra mannlegra samskipta. Hrær-
¦ ingar síðustu ára, tæknibylting
nútímans og hömlulaust lífsgæða-
kapp virðast hafa leitt til þess að
þessi kjölfesta fjölskyldunnar hefur
raskast.
Hér er brýnt að hyggja í eigin
barm og skoða þá ræktun tilfinn-
inga og gilda sem hefur með ein-
hverjum hætti mistekist. Okkur má
öllum ljóst vera að heimilið er það
tilfinningalega athvarf sem allir
menn vilja og þurfa að eiga. En
við getum líka spurt okkur hvort
ekki væri æskilegt að skólar okkar
væru betur í stakk búnir til að
miðla því sem heimilin kenndu áður.
Við hljótum að spyrja hvort það
geti verið börnum okkar og barna-
börnum til velferðar ef við vanrækj-
um að tryggja þeim hvort tveggja
í senn, menntun og siðmenntun, ef
við svíkjumst um að veita þeim þá
siðferðilegu þjálfun sem felst í því
að aga dómgreind sína. Engum
getur dulist að við höfum í þjóðfé-
lagsumrótinu þokað uppeldisskyld-
um okkar yfir á skólana. Hversu
sem að okkur kann að þrengja í
efnalegu tilliti getum við aldrei var- ,
ið fyrir samvisku okkar að skera
framlög til þessara uppeldisstofn-
ana svo við nögl að það komi niður
á menntun og um leið framtíð
næstu kynslóða. Þá höfum við
keypt eigin stundarsælu of dýru
verði.
Árið 1994 er að frumkvæði Sam-
einuðu þjóðanna kallað „Ár fjöl-
skyldunnar". Við hugsum fæst
nógu oft og mikið um þá stað-
reynd, að fólk vill í rauninni ekkert
fremur en gott fjölskyldulíf. Það
setja menn, þegar um er spurt,
öðrum lífsgæðum ofar.
Á heimilum okkar er lagður
grunnur að framtíðarheill landsins
barna. Börn heyra allt og skynja
allt, tileinka sér allt. Þess vegna
er gott uppeldi ekki umfram allt
fólgið í boði. og banni, eins þótt
skynsamleg séu, heldur öðru frem-
ur í fyrirmyndum: Að við höfum
fyrir börnum og unglingum það líf
sem við viljum að þau lifi. Það stoð-
ar lítið að búa til óskamynd af hegð-
un og breytni og ætla börnum okk-
ar að falla inn í hana ef athafnir
okkar, hinna fullorðnu, benda í allt
aðra átt. Og það hljótum við að
viðurkenna að umgengnisreglur
okkar í mannlegu félagi hafa
ruglast. Því þurfum við að spyrja
okkur af hreinskilni og hlífðarleysi:
Hver axlar þá ábyrgð að breyta
rangri þróun í rétta?
Hver annast börnin okkar ef við
bregðumst þeim?
Höfum við gefið okkur tíma til
að hlusta og tala við börnin?
Höfum við sýnt skóla þeirra þann
áhuga og þá virðingu sem börn
okkar eiga skilið og veitt honum
og sjálfum okkur um leið það að-
hald sem að gagni má verða?
Höfum við virt þann góða kost
Frú Vigdís Finnbogadóttir
að fjölskyldan getur skemmt sjálfri
sér, ferðast saman um eigið land,
notið svo margra hluta saman?
Eða höfum við gert allt sem við
höfum getað til að flétta þeirri ein-
földu vitneskju inn í tilfinninga- og
vitsmunalíf unglinganna, að sá er
ekki sterkastur sem hefur barefli
eða vanstillta hnefa á lofti, heldur
hinn sem kemur fram við aðra
menn með þeirri virðingu og tillits-
semi sem honum sjálfum verður
dýrmætust?
Hvað viljum við? Stöðugan ótta
við grannann, og varðhunda við
hvert hús?
„Án er'ills gengis nema heiman
hafi" segir í Gísla sögu Súrssonar.
Ekkert gerist af sjálfu sér. Það er
ofurbjartsýni að ætla að börn drekki
í sig með móðurmjólkinni arfleifð
sína og tungu, og þann innri sið-
ferðisstyrk sem hjálpar þjóðum
jafnt sem einstaklingum að bera
höfuðið hátt.
Þótt mestu varði framlag okkar
sjálfra sem einstaklinga og fjöl-
skyldna þurfum við líka öfluga sam-
stöðu í uppeldismálum. Og þar
verður stærsti félagsskapur okkar,
sjálft samfélagið, einnig að bæta
fyrir sínar vanrækslusyndir meðal
annars með því að standa betur við
bakið á foreldrum í viðleitni þeirra
og áhyggjum — til dæmis í því að
koma á samfelldum skóladegi,
vinna gegn því að börn séu á hrak-
hölum, leggja þeim lið sem erfiðast
eiga.
Ég gat þess í upphafi að við
værum nú stödd mitt á milli þjóð-
minningardaga, fyrsta desember
þegar minnst var 75 ára fullveldis
og 17. júní þegar lýðveldið er hálfr-
ar aldar. Þjóðminningardagar geta
vel orðið leiðigjarnir, ef við gerum
þá að vana einum saman. En við
getum líka átt okkur þá virku for-
vitni um fortíð okkar og minningar
sem gera þá að kærkominni hátíð.
Við lærðum það sem börn, að í
ævintýrum er ekkert verra en að
missa minnið, það eru verstu álög-
in; sá sem fyrir verður er ekki leng-
ur hann sjálfur og ef til vill gerir
hann eitthvað sem aldrei skyldi.
Viska ævintýrsins sagði okkur líka,
að það var svo sigurinn mesti að
endurheimta minnið — verða maður
sjálfur aftur.
Sagt er að ekki skuli menn og
þjóðir einatt horfa um öxl. En við
getum með góðri samyisku lagt
rækt við hið þakkláta minni, sem
segir okkur að leið þjóðarinnar var
löng og gangan einatt ströng og
lýsir virðingu við þá sem ruddu
brautir, minni sem sækir styrk í
það líf sem lifað var og veit að
ekkert sem er nokkurs virði fæst
án fyrirhafnar og baráttu. Það
minni gerir okkur kleift að þakka
einstaklingum og heilum stéttum
það, sem vel hefur verið gert, elju-
semi þeirra sem hefur gert okkur
mögulegt að komast af í þessu
landi. Þá mun okkur takast að
sækja styrk í þann dugnað og út-
áðherra
t
^styrk
ar, sem skapa hina nýju sögu. Nei,
það eru allir. Bóndinn, sem stendur
við orfið og ræktar jörð sína, hann
á hlutdeild í þeirri sögu, daglauna-
maðurinn, sem veltir steinum úr
götunni, hann á hlutdeild í þessari
sögu, sjómaðurinn, sem situr við
árarkeipinn, hann á þar hlutdeild."
Síðan þessi orð voru töluð hefur
margt breyst. Orfið er ekki lengur
mikilvægasta tæki bóndans, stór-
virkar vélar velta steinum og stór-
grýti úr vegi og sjómaðurinn situr
ekki lengur undir árum, heldur í
fremúr glæsilegum vélarsal frysti-
skipa. En hitt stendur óbreytt, að
„allir, sem inna lífsstarf sitt af hendi
með alúð og samviskusemi, auka
vegsæld hins íslenska ríkis".
Það var mikil gleði á íslandi þeg-
ar það fékk loks íslenskan ráðherra
og ekki þarf að efast um, að það
mannsval tókst vel. Eftirfarandi er
lýsing úr blaði, frá þessum tíma,
um embættistöku Hannesar Haf-
steins: „Þegar sól var gengin í há-
degisstað, fékk Magnús Stephensen
honum stjórnartaumana í hendur.
Var síðan drukkin hestaskál í
kampavíni. Er nú vonandi, að
Hannes sitji eigi verr stjórnarfolann
en Pegasus. En ríða verður hann
folanum til landvarnarskeiðs, ef
hann vill fá hrós fyrir taumhaldið."
Ekki sat Hannes á friðarstóli
fremur en þeir 23 menn, sem síðan
hafa skipað sæti hans í Stjórnarráð-
inu. En óhætt er nú að fullyrða,
að þjóðskáldið góða var réttur mað-
ur á réttum stað og tíma og gaf
stjórnskörungurinn skáldinu hvergi
eftir. Vorhugsun Hannesar Haf-
stein og framkvæmdavilji hans,
óbilandi trúin á landið færði þjóð
fyrsta íslenska ráðherrans nýja von
og vind í seglin.
Hálfrar aldar afmæli Iýðveldisins
er í senn til þess fallið að vekja
okkur stolt og efla okkur bjartsýni.
Það voru uppi efasemdir 1944 að
svo fámenn þjóð gæti séð sjálfri sér
borgið, ein og óstudd. Fimmtíu ára
saga er ótvíræður vitnisburður um
þrautseigju og innri styrk þessarar
þjóðar. Við höfum að undanförnu
gengið í gegnum erfiðleika, en erum
að sigrast á þeim. Verðbólga, sem
lengi var þjóðarmeinvaldur, hefur
ekki verið minni í 30 ár — og er
nú minni en gerist í okkar viðskipta-
löndum. í ár og á næsta ári munu
raunskuldir okkar erlendis fara
lækkandi. Við getum verið stolt
yfir því. Það ríkir stöðugleiki og
almennur vinnufriður í landinu.
Forystumenn atvinnulífs og laun-
þegahreyfingar hafa sýnt ríkan
samstarfsvilja og hafa tryggt að
þjóðin fengi tóm til að sigrast á
ytri erfiðleikum. Forystumenn
verkalýðshreyfingarinnar beittu sér
fyrir breytingum til að tryggja að
þeir sem minnst bera úr býtum
standi betur af sér áföllin en ella.
Ómaklega hefur verið hnýtt í þá
fyrir það. Þjóðin hefur sýnt mikla
staðfestu og styrk. Þess vegna mun
hún komast fyrr og betur en við
mátti búast frá þeim mikla vanda,
sem yfír hefur dunið.
Það vakti heimsathygli þegar
íslendingar gengu fram fyrir
skjöldu og urðu fyrstir til að viður-
kenna sjálfstæði Eystrasaltsríkj-
anna. Atburðir, sem síðar urðu í
Sovétríkjunum gömlu, vöktu vonir
um að lýðræðisþróunin yrði undra-
skjót og friðaröld væri hafin í okk-
ar heimshluta. Reynslan hefur þeg-
ar kennt, að ekki er allt sem sýn-
ist, og brugðið getur til beggja vona
Davíð Oddsson
um þróunina í Rússlandi.
Fyrir fáeinum mánuðum greip
forseti Rússlands til örþrifaráða og
sendi skriðdrekasveit að skjóta and-
stæðinga sína út úr þinghúsinu í
Moskvu. Ráðamenn á Vesturlönd-
um töldu að réttlæta mætti þessa
einstæðu aðgerð, ekki vegna fram-
göngu þingsins gagnvart forsetan-
um, heldur vegna þess, að þingið
hafði aldrei fengið neitt lýðræðis-
legt umboð frá þjóðinni.
Nú hafa slíkar þingkosningar
farið fram og alþjóðlegum eftirlits-
mönnum ber saman um, að ekki
þurfi að efast um, að þær endur-
spegli þjóðarviljann. Og því er ekki
að neita, að nokkurn óhug setur
að okkur Vesturlandabúum um þá
braut, sem íbúar þessa mikla kjarn-
orkuveldis gætu hugsanlega valið
sér. Rússar eru bersýnilega í sárum
eftir 75 ára kúgun kommúnismans,
en þeir hafa líka orðið fyrir von-
brigðum með, hve bati hinnar nýju
sjónarsemi feðranna sem til þessa
hefur leyft okkur að taka við nútím-
anum á eigin forsendum. En síst
af öllu megum við gleyma því að
manngildið er öllu æðra.
Á merku afmælisári hljótum við
að þurfa að draga skynsamlega
lærdóma af skyndileika breyting-
anna á okkar tíð og því að tengsl
okkar við umheiminn eru miklu
meiri og virkari en nokkru sinni
fyrr. Okkur er brýnt að minna okk-
ur sjálf á þá ábyrgð sem á hverju
okkar hvílir: að skila til framtíðar-
innar því lífí sem við kjósum að lifa
í þessu landi; þá miklu ábyrgð að
varðveita tungu okkar, myndríka
og kröfuharða, sem er sjálfur kjarn-
inn í sérleika okkar, og minningar
okkar sem hvorki við né umheimur-
inn viljum að gleymist eða verði
settar á safn fyrir fáa forvitna.
Góðir landar mínir. Á þessari
stundu er mér ofarlega í huga að
þakka alla þá velvild og gestrisni
sem mér hefur verið sýnd hvar sem
mig bar að garði á nýliðnu ári. Ég
sendi öllum þeim innilegar samúð-
arkveðjur sem harmur og raunir
hafa sótt heim. Ég bið.þeim allrar
blessunar sem eru að stíga sín
fyrstu skref í tilverunni. Megum
við öll njóta samhygðar, gagn-
kvæms trausts og kjarks sem verði
þjóðinni til velfarnaðar á nýbyrjuðu
ári, afmælisári íslenska lýðveldisins
og á ókomnum tímum.
Guð blessi ísland og íslendinga.
skipunar virðist koma seint og þeir
eru undrandi á mörgum ömurlegum
fylgikvillum þessara miklu þjóð-
skipulagsbreytinga. Kosningar í
vanþroska lýðræði geta við slíkar
kringumstæður leitt til óhugnan-
legrar niðurstöðu.
Vissulega má þó ekki draga í
fljótræði of víðtækar ályktanir af
síðustu atburðum austur þar. Enn
er ástæða til að binda vonir við að
lýðræðisöfl haldi velli og að ný ógn
taki ekki við af þeirri sem áður
stafaði frá Kremlarmúrum.
Hitt er ljóst, að óvissan verður
áfram mikil og nauðsynlegt er að
vestræn ríki haldi vöku sinni og
styrk.
Við íslendingar erum friðsöm og
vopnlaus þjóð, en við höfum þó
óhikað lagt okkar fram til sameigin-
legra varna vestrænna lýðræðis-
ríkja. Þar verður engin breyting á.
Góðir íslendingar.
Þrátt fyrir að við séum ekki kom-
in alla leið út úr efnahagssamdrætt-
inum höfum við fulla ástæðu til
bjartsýni. Tekist hefur að tryggja
stöðu okkar í öllum þáttum efna-
hagslífsins og engin ástæða er til
að ætla að það muni raskast.
Við heilsum því glöð nýju ári. Á
því ári kemur lýðveldið íslenska,
sem „fimmtugur ferðalangur" svo
notað sé orðalag skáldsins. Árin
50 hafa verið þjóðinni misgóð en
þrátt fyrir stundar mótbyr ellegar
mistök okkar sjálfra, er för þessa
„fimmtuga ferðalangs" óslitin sig-
urganga. Þegar árangur íslendinga
er borinn við sama tímaskeið hjá
öðrum þjóðum, fer ekki á milli
mála, að þeir mega vel við una.
Eg óska löndum mínum nær og
fjær alls hins besta á framtíðarvegi
og geri orð skáldsins að mínum og
segi:
„Kveð ég svo lýð og bið að bíði hvert böl
og tár,
heilagur andi á legi og landi lækni sár!
Eining í vanda, unaður hár
í elskunnar bandi! Gleðilegt ár!"
17 fengu
fálkaorðu
FORSETI íslands sæmdi á
nýársdag, samkvæmt tillögu
orðunefndar, eftirtalda Ys-
lendinga heiðursmerkjum
hinnar íslensku fálkaorðu:
Björn Björnsson prófessor,
Reykjavík. Riddarakross fyrir
félagsstörf. Bogi Melsted yfir-
læknir, Svíþjóð. Riddarakross
fyrir störf að heilbrigðismál-
um. Sr. Bragi Friðriksson pró-
fastur, Garðabæ. Riddarakross
fyrir störf að æskulýðs- og
kirkjumálum. Halldór Hansen
læknir, Reykjavík. Riddara-
kross fyrir störf í þágu tónlist-
ar á Islandi. Haraldur J. Ham-
ar ritstjóri, Garðabæ. Riddara-
kross fyrir landkynningarstörf.
Jakobína Guðmundsdóttir,
fyrrverandi skólastjóri Hús-
mæðraskóla     Reykjavíkur,
Reykjavík. Riddarakross fyrir
húsmæðrafræðslu. Jón Böð-
varsson ritstjóri, Reykjavík.
Riddarakross fyrir ritstjóra- og
fræðslustörf. Jón ísberg sýslu-
maður, Blönduósi. Riddara-
kross fyrir störf í opinbera
þágu. Jón Sigurgeirsson bóndi,
Árteigi, Köldukinn. Riddara-
kross fyrir rafstöðvasmíði.
Jónas Ingimundarson píanó-
leikari, Reykjavík. Riddara-
kross fyrir störf að tónlistar-
málum. Magnús Gústafsson
forstjóri,     Bandaríkjunum.
Riddarakross fyrir störf að
útflutnings- og markaðsmál-
um. Pálmi Eyjólfsson sýslu-
skrifari, Hvolsvelli. Riddara-
kross fyrir störf í opinbera
þágu. Pálmi Gíslason, fyrrver-
andi formaður Ungmennafé-
lags íslands, Reykjavík. Ridd-
arakross fyrir störf í þágu
ungmennafélaga.     Ragnar
Júlíusson     forstöðumaður,
Reykjavík. Riddarakross fyrir
stðrf að æskulýðs- og skóla-
málum. Sigríður Thoroddsen
húsmóðir, Reykjavík. Riddara-
kross fyrir störf að félags- og
líknarmálum. Sólveig Eyjólfs-
dóttir, Hafnarfirði. Riddara-
kross fyrir störf að félagsmál-
um. Sveinn Guðmundsson,
fyrrverandi deildarstjóri, Sauð-
árkróki. Riddarakross fyrir
ræktun íslenska hestsins.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76