Morgunblaðið - 04.01.1994, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 04.01.1994, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1994 55 helst að hafa ekki sett okkur betur inn í blómaskeið afa sem ungs sjó- manns, skipstjóra og útgerðarmanns. En árin voru mörg og minningin um merkan mann lifir. Nú er afi kominn á fund Þóru ömmu á ný. Hjúkru'narfólki á Hrafnistu, svo og samferðamönnum afa þar kunn- um við bestu þakkir. Blessuð sé minning afa okkar, Steina Júlla. Guðlaug, Þóra, Ragna og Björg Ársælsdætur. Okkur systurnar langar til að kveðja elsku afa okkar með þessu erindi: Er lokast brá og lýkur dagsins önn er ljúft að hvílast þétt við jarðarskaut. Þín hönd er köld og hjartað hætt að slá En hugsunin var djörf og ávallt sönn. Autt er rúm þitt, afi farinn veg eftir sitjum við nú hljóð og dapurleg. (Ingólfur Þórarinsson) Ingunn, Þórunn og Stein- unn Ásgeirsdætur. Steini var mjög áhugasamur um allt sem við kom vélum og tækjum og allri smíði, hann var mjög laginn við allt sem hann tók sér fyrir hendur og gaf sér jafnan góðan tíma til að nostra við hlutina og ekkert lét hann frá sér -fara fyrr en fullkomið var. Athygli vakti hvað hann var nýtinn á alla hluti og fór vel með öll verk- færi og efni sem hann notaði, allt skyldi vera í röð og reglu og aldrei var verk búið fyrr en búið var að ganga frá öllu sem notað var til verksins. Steini var sérstaklega sam- viskusamur og nákvæmur í öllu sem hann gerði, hjálpsamur og tillögu- góður og var gott að hafa hann í návist sinni. Nú er komið að leiðar- lokum, Þorsteinn Júlíusson hefur kvatt þetta jarðlíf, vil ég þakka hon- um samfylgdina, hafi hann þökk fyr- ir allt. Stefán Jónsson. MALASKOLI §26908 Danska, sænska, enska, þýska, franska, spænska, rússneska og íslenska. Innritun daglega frá kl. 13—19. Kennsla hefst 17. janúar. Starfsmenntunarsjóðir ýmissa starfsmannafélaga greiða skólagjöld félagsmanna fullu og Verslunarmannafélag Reykjavíkur veitir sínum mönnum námsstyrk. Kennslan fer fram í Miðstræti 7. HALLDORS 26908 • • Mér er ávallt minnisstætt hvað það fiskaðist vel á Björninn, þegar við bræðurnir keyptum nýja Kelvin- vél í bátinn 1940, sem þótti á þeim tíma töluvert átak. Svo vel tókst til að Björninn sem var á vertíð á Horna- fírði kom heim á Norðfjörð um páska. Svo var haldið til veiða og langaði Þorstein að reyna nýja snurvoð (svo- kallaða Beggavoð) sem Beggi vinur hans hafði búið til ásamt Þorsteini. Þetta var reynt í Loðmundarfírði og tókst svo vel að báturinn var fylltur daglega í 7-8 daga. Sá ég um lönd- um í færeyskar skútur sem sigldu með aflann til Englands. Þetta gekk vonum framar og aflaðist fyrir vél- inni á þessum dögum. Ég mun minnast þín, elsku bróðir, hvíldu í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þinn bróðir, Ársæll. Elsku langafi minn. Mig langar til að kveðja þig með nokkrum orðum. Ég kom síðast að heimsækja þig á Hrafnistu á Þorláks- messukvöld til að óska þér gleðilegra jóla og gefa þér einn jólakoss. Á leið- inni til þín sofnaði ég því ég var svo þreyttur, þannig að ég kom til þín og fór aftur sofandi. Við sváfum báðir vært, en þú vaknaðir skarrtma stund svo að mamma og pabbi gátu óskað þér gleðlegra jóla. Á meðan svaf ég í hjólastólnum þínum og þau létu þig vita af því. Á jóladagsmorgun sagði mamma mér að nú gætum við aldrei aftur farið að heimsækja langafa því að nú væri langafi dáinn og færi nú til Guðs. Ég er of lítill til að skilja þetta alveg en ég veit að þú sefur vært eins og Þyrnirós gerði og ert kominn til hennar langömmu og Guð geymir ykkur á himninum. Ég mun geyma afmælisdaginn okkar vel um ókomin ár og minnast þín. Hin glaða hátíð blóm sín bindi í besta kransinn handa þér, og æska, fegurð, fjör og yndi þig fái í jólaleik með sér; og ef þú stjömur átt að telja, þá óska ég þú mætir tveim, sem hugur þinn og hjarta velja, og haldir jól í ljóma þeim. (Þorsteinn Erlingsson) Þinn vinur og nafni, Þorsteinn Andri. Góður vinur, Þorsteinn Júlíusson, lést að Hrafnistu 25. des. sl. 88 ára að aldri. Mig langar að kveðja góðan vin með örfáum orðum. Steini, eins og við vorum vön að kalla hann í daglegu lífí, fluttist til Reykjavíkur ásamt konu sinni, Þóru, fyrir um 30 árum frá Neskaupstað. Þar höfðu þeir bræður Þorsteinn og Ársæll stundað útgerð um margra ára skeið. Fróðlegt var að heyra Steina segja frá lífínu hér áður fyrr þegar þeir bræður stunduðu útgerð sína og margar sögumar gat hann sagt manni frá þeim tíma því Steini hafði gott minni og sagði mjög nákvæm- lega frá öllu, þannig að heill fróðleik- ur var á að hlusta. Eftir að þau hjón fluttu til Reykjavíkur urðu samskipt- in meiri, sérstaklega hin síðari ár þegar aldurinn færðist yfir. Eg átti því láni að fagna að geta átt samverustundir með Steina á vinnustað mínum um nokkurt skeið. BRÉFABINDI ★ ELBA RADO brólabindi 15 gerðir. ★ ELBA RADO plastbréfabindi 4 stæröir. SJÓÐBÆKUR MEÐ OG ÁN BANKA- REIKNINGS. VÖRUTALNINGABÆKUR EINRIT OG TVÍRIT KASSAUPPGJÖR. STAÐGREIÐSLUSÖLULISTAR REIKNINGAR A4. A5. A6. A7 REIKNINGAR A5. TVlRIT OG ÞRlRIT. UMSLÖG. ÁRTALAMIÐAR 1994-1993 KJÖLMIÐAR mjóir og breiðir. MILLIBLÖÐ I bréfabindi: 1-5 1-15 1-52 1-6 1-20 A-Ö 1-10 1-31 jan. - des. GATAPOKAR,,* PLASTMÖPPUR GEYMSLUKASSAR. DISKLINGAR 3,5" - 5,25“ DISKLINGAGEYMSLUR TÖLVUPAPPÍR MÖPPUR FYRIR TÖLVUPAPPIR, LÍMMIÐAR FYRIR TÖLVU- PRENTARA. ★ SKRIFBLOKKIR ★ DÁLKAPAPPIR ★ SKÝRSLUBLOKKIR ★ BÓKHALDS- BÆKUR * MILLIMETRAPAPPÍR ★ RISSBLOKKIR ★ FUNDARGERÐA- BÆKUR ★ VÉLRITUNARPAPPÍR ★ UÓSRITUNARPAPPÍR ★ REIKNI- VÉLARtJLLUR ★ BÚÐARKASSARÚLL* UR★ SKILABOÐA- OG MINNISBLOKKIR ★ GULIR MINNISMIÐAR MEÐ LÍMI ★ BORÐMOTTUR ★ BRÉFAKÖRFUR ★ HEFTARAR ★ PENNASTATÍF, ★ BRÉFABAKKAR ★ BRÉFABAKKA- SAMSTÆÐUR ★ TÍMARITABOX. ★ VERÐLISTAMÖPPUR ★ SÍMASKRÁ o.fl. ★ KULUPENNAR ★ KULUTUSS- PENNAR ★ TÚSSPENNAR ★ BLÝ- ANTAR ★ FALLBLÝANTAR ★ MERKI- PENNAR ★ ÁHERSLUPENNAR ★ BRÉFAKLEMMUR ★ BRÉFAPRJÓN- AR ★ LEIÐRÉTTINGALAKK ★ LEIÐ- RÉTTINGABORÐAR ★ STIMPLAR ★ STIMPILPÚÐAR ★ SKÆRI ★ REGLU- STIKUR ★ LÍM ★ LÍMBÖND.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.