Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						56
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR 1994
H
Guðlaugur Þórð-
arson — Minning
Fæddur 11. janúar 1921
Dáinn 24. desember 1993
Aldrei er svo bjart
yfir öðlingsmanni,
að eigi geti syrt
eins sviplega og nú;
og aldrei er svo svart
yfir sorgarranni,
að eigi geti birt
fyrir eilífa trú!
(M. Joch.)
Hann afi minn er dáinn.
Það er ósköp sárt að sjá á eftir
honum úr þessum heimi, vegna þess
að alla mína æfí hefur hann verið
hluti af tilveru minni og nú er hann
allt í einu horfinn. Það voru alltaf
amma og afi. Fyrstu árin mín á
Faxabrautinni bjuggum við mamma
hjá ömmu og afa, seinna fluttumst
við spölkorn í burtu og þá var skotist
í heimsókn til þeirra, jafnvel hlaupið
yfir í hádeginu á sunnudögum ef
mér þótti matseðillinn hjá ömmu
meira spennandi en hjá mömmu.
Fjögur síðustu ár hef ég svo búið í
kjallaranum hjá ömmu og afa og
þannig orðið þeirrar gæfu aðnjótandi
að umgangast þau á hverjum degi.
r Afa fylgdu ekki mikil læti, óþarfa
orðagjálfur eða umstang, þvert á
móti var hann yfírvegaður og dulur
maður sem gerði lítið af því að flagga
tilfinningum sínum. En afi var góður
maður og auðvelt var að skynja
væntumþykju hans í garð fjölskyldu
sinnar, þar þurfti engra orða við.
Einmitt þetta er það sem máli skipt-
ir, við skynjuðum öll svo vel væntum-
þykju og umhyggju þessa manns sem
alla tíð hefur verið eins og klettur í
tilveru okkar og við viljum auðvitað
tað þannig verði það ,5alltaf. Þess
vegna er áfallið svo þungt og söknuð-
urinn svo sár.
Eitt er það þó, sem aldrei verður
frá okkur tekið en það eru minning-
arnar og í gegnum þær verður afi
eilífur, því að hann mun lifa áfram
í hugum okkar og hjörtum. Að því
leyti er ég þakklát fyrir að afi fór
eins og hann fór, því að þá munum
við hann eins og hann var, hressan
og kátan og svo langt frá því að
vera það sem maður kallar veikur.
Þetta skulum við vera þakklát fyrir
því að þannig getum við hugsað á
jákvæðan hátt til afa og þá líður
honum miklu betur í hinum nýju
heimkynnum sínum.
Við eigum öll ótalmargar minning-
ar um afa og þær eru kannski ekki
allar af stórviðburðum, en þær eru
verðmætar og þær skulum við
geyma. Ég man til dæmis afa fyrst
sitjandi við borðstofuborðið að reykja
pípuna sína á meðan hann las blöð-
-in. Ég man eftir ilminum af tób-
akinu, því hvernig hann öðru hvoru
sló pípunni í öskubakkann með litlum
smelli og hvernig hann krakaði tób-
akið úr henni með eldspýtum áður
en hann tróð í hana á ný. Þegar
hann loks kveikti í henni skildi ég
aldrei hvað hann gat látið eldspýtuna
loga lengi án þess að brenna sig á
fingrunum. í BSRB-verkfalIinu 1984
hætti afi svo skyndilega að reykja,
þá var tóbaksskortur í landinu, en
það var ekki málið, afí átti tóbak en'
hann bara gaf það og þar með var
hann hættur.
Önnur mynd sem er skýr í huga
mér er frá því að afi var að vinna í
Baldri. Ég man þegar hann var að
koma heim í hádeginu, hann fór úr
stígvélunum úti á stétt og kom síðan
inn, ósjaldan með fisk í poka sem
hann fór með niður í vaskahús. Síðan
tók hann hressilega til matar síns
og amma smurði nesti á meðan. Ég
get ennþá fundið þessa sérstöku lykt,
mM/fsr/iwtíi&iMússm
Listasmiðja barna og unglinga
íKramhúsinu!
4-6 Bf0z
Tónlist-hreyfing-spuni
Kennarar:
Elfa Lilja Gísladóttir og Soffía
Vagnsdóttir, tónlistarkennarar
Dans-leikir- spuni
Kennari:
Lilja ívarsdóttir, danskennari
Leikræn tjáning-spuni
Kennarai:
Vigdís Gunnarsdóttir, leikari
7-9 0M£<
LeikJist-myndlisf      >
Kennari: Arna Valsdóttir, myndlistarkona
Jass Kennari: Katrín Káradóttir, danskennari
10-12
Leiklist Kennari: Þórey Sigþórsdóttir, leikari
Hipp-Hopp Kennari: Orville
Leiklist Kennarar: Harpa Árnadóttir og
Gunnar Gunnsteinsson, leikarar
Fáið sendann
nýja bæklingurínn okkar
með ítarlegum upplýsingum
um vetrarstaríið!

fyr/r alla fjjölskytduna
Upplýsingar og innritun í síma 15103 og 17860.
einskonar saltlykt, sem kom með afa
þegar hann kom úr vinnunni.
Margt breyttist eftir að afí hætti
að vinna en eftir það snerist líf hans
að miklu leyti um fjölskylduna sem
var honum ákaflega mikils virði,
enda hafði hann hóp af börnum og
bamabörnum í kringum sig. Afi
fylgdist alltaf vel með hvað var að
gerast hjá hverju okkar, hvernig
gengi nú í skólanum, hvernig gengi
í íþróttalífínu o.s.frv. Aldrei sýndi
hann vanþóknun á neinu, hann tók
okkur bara eins og við vorum. Hann
var húmoristi og hafði gaman af allri
vitleysunni sem okkur gat dottið í
hug. Alltaf þegar maður var að segja
honum eitthvað, hló hann þessum
stutta en innilega hlátri, sem mér
fínnst vera nokkurs konar einkenni
á honum. Hvort sem maður var að
kvarta eða kveina yfír lítilsverðum
hlutum eða segja honum eitthvað
sem manni þótti stórmerkilegt, þá
var það alltaf þessi sérstaki hlátur
sem gerði það að verkum að maður
sjálfur gat ekki varist brosi og í
augnablik urðu heimsins stærstu
vandamál næsta hjákátleg.
Mér fínnst lýsa því. ágætlega
hvaða áhrif hann afi hafði á okkur,
að unglingarnir í fjölskyldunni komu
iðulega hlaupandi úr skólanum í há-
deginu til að fá pulsur hjá afa sínum.
Þá stóð hann við stofugluggann og
fylgdist með þeim og þegar þeir
komu í augsýn, stökk hann fram í
eldhús, skellti pulsunum í pottinn og
gerði allt klárt til að þeir næðu nú
tímanlega í skólann aftur.
Svona var afí og svona vil ég minn-
ast hans. Hann fór ekki með offorsi,
heldur hægt og hljótt. Hann kvartaði
aldrei, sýndi aldrei á sér nein veikleika-
merki, hann var harðjaxl. Hann elsk-
aði okkur og við elskum hann afar
mikið og þannig verður það áfram,
það getur enginn frá okkur tekið.
Elsku amma mín, missir okkar
allra er mikill, en þinn þó mestur.
Ég veit þó að þú býrð yfir styrk sem
engin orð fá lýst og ef við leggjumst
öll saman á eitt, með jákvæðum
hugsunum í garð afa og þakklæti
fyrir að hafa átt hann að, munum
við öll komast í gegnum þetta erfiða
skeið. Blessuð sé minning afa.
Guðlaug María.
Félagi minn og vinur Guðlaugur
Þórðarson - eða Laugi Þórðar - er
látinn. Fréttin um andlát hans kom
einhvern veginn ekki á óvart - og
þó. Seinni árin hafði hann ekki geng-
ið heill til skógar. Við sem þekktum
hann vissum að heilsufarið var ekki
gott. Laugi gerði hins vegar alltaf
lítið úr því. Það var helst að hann
kvartaði yfír því að hafa þurft að
hætta að vinna.
Ég var býsna ungur, er ég fyrst
heyrði af Lauga. Þá sem harðdugleg-
um sjómanni. Síðar kynntist ég honum
og þá í starfi fyrir verkalýðshreyfing-
una. Guðlaugur Þórðarson var í for-
ystu sjómanna og síðar verkamanna
á Suðurnesjum í áratugi. Hann var
formaður sjómannadeildar Verkalýðs-
og sjómannafélags Keflavíkur og ná-
grennis um langt skeið. Hann var í
fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum
fyrir félagið og reyndar lengst af vara-
formaður félagsins. Þá var hann full-
trúi á þingum Sjómannasambands ís-
lands, Verkamannasambands Islands
og Alþýðusambands  íslands  í  ára-
gtugi. Hann var heill hugsjónarmaður,
jafnaðarmaður, sem aldrei missti sjón-
ar á markmiðunum. Hann var ekki
kröfuharður fyrir sjálfan sig. En því
var öðru vísu farið þegar kom að hags-
munum stéttarinnar - félaganna. Þá
var hann harður í horn að taka og
stundum býsna ósveigjanlegur. Vissu-
lega var Laugi ekki málgefinn á stund-
um, en ef honum hitnaði í hamsi áttu
þeir erfitt um vik sem voru andstæð-
ingar hans. Hann var rökfastur og
mjög fylginn sér.
Laugi var afar góður samstarfs-
maður og er ég honum mjög þakklát-
ur, því alltaf gat ég sótt ráð til hans
þegar erfið mál komu upp í verka-
lýðsfélaginu.
Vinnudagur Lauga var oft langur.
Þegar Alþýðusambandsfélögin fóru
í yfirvinnubann árið 1974 gerðist
margt sem er minnisvert. Ég man
að er bannið hafði staðið í nokkurn
tíma ræddum við Laugi saman um
þessa aðgerð. Þá sagði Laugi: „Yfír-
vinnubannið er sjálfsagt og nauðsyn-
legt, en mér finnst eins og ég sé
hálf atvinnulaus - þeta er enginn
vinnutímí." Þessi hugsun kom frá
manni, sem stundað hafði sjóinn í
áratugi, og er hann kom í land aldr-
ei unnið skemmra en 10 klukku-
stundir á dag.
Verkalýðshreyfingin á Suðunesj-
um stendur í mikilli þakkarskuld við
Lauga. Fórnfús störf í þágu hreyf-
ingarinnar, oft við erfiðar aðstæður,
verða seint þökkuð. Fundargerð-
arbækur Verkalýðs- og sjómannafé-
lags Keflavíkur og nágrennis geyma
minningar um starfsaman og öflugan
málsvara þeirra er minna mega sín.
Mann, sem barðist fyrir betri og réttl-
átarra þjóðfélagi hvar jöfnuður og
sanngirni eru í öndvegi.
Eiginkonu hans Maríu Arnlaugs-
dóttur og fjölskyldunni allri sendi ég
innilegar samúðarkveðjur.
Karl Steinar Guðnason.
í dag, 4. janúar, verður Guðlaugur
Þórðarson, Faxabraut 8, Keflavík,
jarðsettur frá Keflavíkurkirkju.
Minning
Vilhelm Vernharð-
ur Þorsteinsson
Þegar langri og strangri starfsævi
er lokið eiga menn skilið að njóta
ævikvöldsins með ættingjum og vin-
um og sinna ýmsum þeim hugðarefn-
um sem aldrei var tími til áður. En
sorglega oft er mönnum ekki ætlað
slíkt.
Vinur okkar Vilhehn Þorsteinsson,
sem í dag er kvaddur í Akureyrar-
kirkju, fæddist í Hléskógum í Höfða-
hverfí þann 4. september 1928. Hann
ásamt tvíburabróður sínum Baldvini
ólst upp í Hrísey og voru þeir einu
börn foreldra sinna. Baldvin lést fyr-
ir réttum tveimur árum. Þeir bræður
voru mjög líkir og til marks um það,
þá voru mín fyrstu kynni af Villa,
eins og hann var jafnan kallaður,
þau að sumarið 1968 dvaldi ég sum-
arpart á Akureyri ásamt föður mín-
um sem var með bát til viðgerðar.
Ég var að snudda á bryggjunum og
kom þar að sem verið var að Ianda
úr einum „Baknum" og sé álengdar
mann sem ég þekkti sem „Balda á
Súlunni" og heilsa honum sem slík-
um. Það var þá Villi sem klappaði
brosandi á skömmustulegan koll og
leiðrétti misskilninginn. Síðar meir
kynntist ég Villa betur, bæði í gegn-
um börnin hans og ýmis samskipti
önnur.
Sumarið 1982 fór ég í heimsókn
til Akureyrar ásamt breskum togara-
útgerðarmanni. Eftir að hafa skoðað
frystihús ÚA og einn af togurum
félagsins þar sem þann breska rak
í rogastans yfír snyrtimennsku og
reglusemi í hvívetna fór Villi með
okkur niður í verbúðir sínar þar sem
trillan hans lá fyrir framan. Þar dró
hann fram harðfísk og síðan hákarls-
beitu og íslenskt brennivín því nú
skyldi veitt á gamlan og góðan ís-
lenskan máta. Villi skar af beitunni
og hellti í staup. Áður en hægt var
að skála spýtti Bretinn góðgætinu
út úr sér marga metra og hristist
allur af skelfingu lengi á eftir en við
skemmtum okkur hið besta.
Villi var ákaflega traustur og heil-
steyptur persónuleiki. Til marks um
það, þá vann hann nánast alla sína
starfsævi hjá sama fyrjrtækinu.
Hann hóf störf á togurum Útgerðar-
félags Akureyringa hf. innan við tví-
tugt og vann sig upp í skipstjóra-
stöðu sem hann gegndi um árabil
með sóma allt þar til hann fór í Iand
til að taka við sem annar af fram-
kvæmdastjórum félagsins á móti
Gísla Konráðssyni. Því starfi gegndi
hann allt fram til hausts 1992. Þá
hafði hann starfað hjá félaginu í rétt
tæp 45 ár og byggt upp ásamt Gísla
og öðru samstarfsfólki til sjós og
lands eitt öflugasta útgerðar- og
fískvinnslufyrirtæki landsins.
í einkalífí var Villi gæfumaður.
Hann kvæntist ungur Onnu Krist-
jánsdóttur, mikilli sómamanneskju.
Þeim varð fímm barna auðið en þau
eru í aldursröð Þorsteinn, Kristján,
Margrét Jóna, Sigurlaug og Valgerð-
ur, allt dugnaðar- og myndarfólk.
Barnabörnin eru orðin 15 og eitt
bamabarnabarn.
Við minnumst margra ánægju-
legra stunda með þeim hjónum og
fjölskyldu þeirra svo sem frá brúð-
kaupi Möggu Jónu í Þýskalandi,
skím togarans Baldvins Þorsteins-
sonar í Noregi þann 4. september
1992 á afmælisdegi þeirra bræðra
svo og heimkomu skipsins.
Síðustu árin átti Villi við hjarta-
sjúkdóm að stríða en eftir velheppn-
aða aðgerð fyrir tveimur árum síðan
var hann svo hress og naut lífsins
laus undan oki forstjórastarfsins.
Þau Anna voru búin að búa sér sælu-
reit austur í Bárðardal, reistu þar
sumarbústað og dvöldu þar löngum.
Elsku Anna og fjölskylda. Við biðj-
um algóðan Guð að veita ykkur styrk
og vonum að tSminn verði fljótur að
Iíða því hann læknar öll sárl Blessuð
sé minning góðs drengs.
Pétur Björnsson og fjöiskylda.
Þó í okkar feðrafold
falli allt sem lifir
enginn getur mokað mold
minningarnar yfir.
(Bjarni Jónsson frá Gröf)
Villi er dáinn, hann er farinn í
síðustu sjóferðina. Ég fylltist trega
þegar fregnin barst. Þessi sterki,
trausti vinur er horfinn. Samferða-
menn standa eftir hnípnir, óviðbúnir
brottför þegar hátíð ljóssins er að
ganga í garð.
Ég var svo lánsamur að eiga þess
kost að kynnast Vilhelm Þorsteins-
syni vel. Það tók sinn tíma. Hann
var dulur við fyrstu kynni, en innan
við skelina var hlýr maður, sem var
vinur vina sinna. Hann var traustur
mannkostamaður. Slíkum manni er
bætandi_að kynnast.
Villi stóð við stjórnvöl lengst af
sinni ævi, enda gerður til slíkra
starfa. Hann sótti ungur sjóinn og
Baldvin tvíburabróðir hans var oftast
nærri. Líf þeirra var samtvinnað.
Þeir voru eins og spegilmynd hvor
af öðrum. Enda gátu þeir ekki lengi
hvor af öðrum séð. Baldvin lést 21.
desember 1991. Tveimur árum síðar
siglir Villi á fund bróður síns.
Útgerðarfélag Akureyringa hf.
naut starfskrafta Villa. Hann var um
árabil einn af fengsælustu skipstjór-
um félagsins, en tók síðan við stjórn
þess ásamt Gísla Konráðssyni. Þeir
félagar áttu hvað stærstan þátt í að
gera ÚA að því stórveldi sem það
er; leiðandi fyrirtæki í sjávarútvegi
með hálft þúsund manna í vinnu.
Á fjölmennum vinnustað koma upp
margvísleg vandamál dag hvem. A
þeim tók Villi, ýmist með festu eða
mýkt, en alltaf með drengskap. Það
segir sína sögu, að aldrei hef ég heyrt
starfsfólk félagsins hallmæla Villa.
Hann var virtur af öllum, slíkir voru
mannkostirnir. Það stormaði vissu-
lega í kring um hann stundum, enda
kunni hann betur við að hafa góðan
byr, þvi hann vildi framfarir. En hann
kunni að haga seglum eftir vindi og
gætti þess að hafa borð fyrir báru.
Slíkir menn skila árangri, sem ekki
gleymist, árangri sem heldur minn-
ingu þeirra á loft um ókomin ár.
Það er sárt að kveðja Villa, en
bjartar minningar um góðan dreng
eru samferðamönnum sem eftir lifa
hvatning til dáða, hvatning til að
byggja upp betri heim.
Á
<
í
4
i
*
<
4
4
4
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76