Morgunblaðið - 04.01.1994, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 04.01.1994, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1994 59 Anna Kristín Bjöms- dóttír — Minning Fædd 23. ágúst 1908 Dáin 25. desember 1993 A jóladagsmorgun fékk Anna Björns að kveðja þennan heim. Eftir löng og erfið veikindi er hvíld- in kærkomin og hvað er fallegra en að kveðja á sjálfum jólunum. Önnu Kristínu Björnsdóttur, Önnu Björns, hef ég þekkt í þau 23 ár sem ég hef, liðað. Og þó að þetta sé ekki langur tími, þá fékk ég að kynnast því hve góð kona hún var. Þegar ég var lítil og var hjá Dísu ömmu á Bökkunum, þá kom Anna þar daglega með handa- vinnuna sína sem hún skildi aldrei við sig. Enda Iiggja eftir hana ótelj- andi hlutir sem hún saumaði, ptjónaði eða heklaði — og gaf svo. Mörg eru þau dúkkuföt sem lítil stúlka fékk, innkaupapokar til að hafa í sendiferðum fyrir ömmu og óteljandi smáhlutir sem gaukað var að manni. Ég man að mér fannst það skrít- ið þá, að þær Anna og amma sögð- ust vera vinkonur. Mér fannst að bara litlar stelpur væru vinkonur, en ekki gamlar konur. En betri vinkonur hef ég aldrei vitað og traustur er sá vinskapur sem end- ist frá æsku til elli. Elsku Anna, það er svo margs að minnast en svo að koma því niður á blað. Þú gafst mér svo mikið með því að vera hluti af æsku minni á Bökkunum. Síðust árin, þegar þú áttir svo erfitt, hefði ég getað verið miklu duglegri að heimsækja þig og gefa þér eitthvað af tíma mínum, sem ég gat alltaf fengið áður hjá þér. Eg get ekki tíundað ævi Önnu Bjöms, en hún var sértök kona sem allt sitt líf hugsaði mest um aðra, en minnst um sig sjálfa. Mér er það mikils virði að hafa fengið að kynnast þessum óeigingjarna hugsunarhætti, sem við getum lært svo mikið af í dag. Kæri Daníel, þú sem hefur ekki vikið frá systur þinni frá því hún veiktist. Nú er stórt skarð í þínu lífí. Guð geymi þig og aðra ætt- ingja ykkar. Við getum öll verið viss um að loksins fær Anna Björns þann frið sem þá hvíld sem hún á inni að lokinni langri ævi. Dýrmæta andans auðlegð þú áttir, sem pð þér ljeði. Ég sá hana skína í sælli trú síðast á dánar beði. Af öllu hjarta ég ann þér nú hinnar eilífu jólagleði. (Ólína Andrésdóttir.) Anna Málfríður. þjós hefur slokknað. Ljós, sem áður skein bjart og veitti gleði og ánægju. Ljós, sem alla tíð hafði öðru fremur það hlutverk að lýsa öðrum. Ljós, sem síðustu árin dofn- aði en veitti þó birtu á sinn hátt. Ljós, sem slökknaði að morgni síð- astliðins jóladags. Þetta ljós var hún Anna Kristín Björnsdóttir, sem þá kvaddþ okkur eftir langvarandi veikindi. Ég vil við leiðarlok minn- ast hennar með nokkrum orðum. Anna var fædd á Hólum í Reyk- hólasveit og var næstyngst 14 systkina._ Foreldrar hennar voru hjónin Ástríður Brandsdóttir úr Reykhólasveit og Björn Björnsson frá Klúku, en þau bjuggu alla sína tíð á Hólum. Af systkinunum 14 dóu fjögur ung, tíu komust á legg og í dag lifir aðeins eitt þeirra, þ.e. það yngsta, Sæmundur. Heim- ilið á Hólum í þá daga mun hafa verið dæmigert sveitaheimili þar sem allir lögðust á eitt við að afla nauðsynja og tókst vel, með dugn- aði og þrautseigju. Ástríður Brandsdóttir var eitt fjögurra systkina og voru miklir kærleikar með henni og systkinum hennar. Bróðir hennar, Sigmundur Brands- son, jámsmiður, bjó þá á ísafirði ásamt konu sinni, Júlíönu Óladótt- ur og voru þau hjónin barnlaus. Það varð úr, að Sigmundur og Júlíana tóku Önnu í fóstur og sex mánaða gömul kom hún með fóstra sínum til nýrra heimkynna við Tangagötu 20 á ísafirði. Aðstæður á heimilinu áttu aldeilis eftir að breytast því árið 1916 fæddust hjónunum tvíburarnir Óli og Daní- el og árið 1917 dóttirin Ásta. Enn breyttust aðstæður, því 30. mars árið 1919 féll Sigmundur frá á besta aldri og stóð þá Júlíana ein uppi með þijú lítil börn auk Önnu. Mun Önnu þá hafa staðið til boða að snúa til baka til síns uppruna- lega heimilis en ekki tekið í mál að yfirgefa fóstru sína við þessar aðstæður. Bjó hún eftir þetta með fóstru sinni og var hennar stoð og stytta við uppeldi yngri barnanna og eiga systkinin henni mikið að þakka frá þessum árum. Júlíana lést árið 1951. Árin 1945-6 höfðu bræðurnir Óli og Daníel, sem báð- ir voru lærðir trésmiðir, byggt nýtt hús við Eyrargötu 3, en þang- að hafði fjölskyldan flutt árið 1946. Eftir lát Júlíönu hélt Anna heimili með bræðrunum þar til þeir festu ráð sitt, en átti sitt heimili engu að síður eftir það einnig að Eyrar- götu 3. Eftir að Daníel missti konu sína árið 1971, héldu þau Anna saman heimili meðan henni entist heilsa, en Anna giftist ekki og átti ekki börn. Anna stundaði ýmis störf, sem til féllu á sínum yngri árum. Um margra ára skeið vann hún við saumaskap, m.a. hjá saumastofu Einars og Kristjáns á ísafirði. Hún var snillingur í hönd- unum og bera ýmsar hannyrðir, sem eftir hana liggja, því fagurt vitni. Á yngri árum þótti hún mjög liðtæk í íþróttum, m.a. fimleikum, og þá hafði hún einnig yndi af hjólreiðum og fór víða — stundum langar vegalengdir — á hjólinu sínu. Hún starfaði mikið að slysa- varnamálum og var heiðursfélagi Kvennadeildar Slysavarnafélags- ins á ísafirði. Anna var alla tíð heilsuhraust þar til hún varð fyrir áfalli árið 1984, sem hún með dugnaði náði sér að nokkru eftir, en í maí 1988 dundi annað og sýnu verra áfall yfir. Eftir ])að dvaldi hún á Sjúkrahúsinu á Isafirði (að undanskildum nokkrum vikum á Grensásdeild í Reykjavík) allt þar til yfir lauk. Naut hún þar af- bragðsgóðrar aðhlynningar og hlýju og er hjúkrunarfólki, læknum og öðrum, er vitjuðu hennar hér færðar bestu þakkir fyrir alla umönnun hennar. Þá hefur Daníel bróðir hennar með einstakri alúð og hlýju heimsótt hana nánast daglega og ástundað í öllum henn- ar veikindum, svo að eftir hefur verið tekið. Þáttur Daníels verður enn mikilvægari þegar litið er til þess að þau Anna voru ein eftir af fjölskyldunni búsett á ísafirði, þegar Anna veiktist. Mín fyrstu kynni af Önnu voru árið 1977, er ég kom í fyrsta sinn í heimsókn til þessara „uppáhalds- frænku“ konu minnar, sem reynar ber nafn hennar. Móttökurnar voru hlýjar og ég átti síðar eftir að kynnast ýmsum eiginleikum í hennar fari. Gjafmildi hennar, einkum gagnvart börnum, var ein- stök. Hún hafði nokkuð sérstakan húmor og gat tekið hlutunum létt jafnframt því að vera nokkuð dóm- hörð, ef henni fannst við eiga. Öðru fremur er mér þó minnisstæð hin sífellda viðleitni hennar til að gjöra öðrum gott. Guð blessi minningu Önnu Krist- ínar Björnsdóttur. Guðmundur Jóelsson. lleykjavík Bókabúðin Grafarvogi, Hverafold 1 - 3. Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18. Bókabúð Máls og menningar, Sfðumúla 7 - 9. Bókabúð Æskunnar Laugavegi 56. Bókahomið Laugavegi 100. Penninn, Austurstrœti. Penninn, Hallarmúla. Prentsmiðjan Oddi, söludeild, Höjðabakka 3 - 7. Skólavörubúðin, Laugavegi 166. Versl. Björn Kristjánsson, Vesturgötu 4. Akranes Bókaskemman, Stekkjarholti 8 -10. Bókaverslunin Andrés Nielsson. Bíldudalur Verslunin Edinborg hf. Grindavík Bókabúð Grindavíkur, Víkurbraut 62. Egilsstaðir Bókabúðin Hlöðum, Fellabœ. Eskifjörður Pöntunarfélag Eskfirðinga, Strandgötu 50. S0Í EGLA bréfabindi SÖLUAÐILAR Grundarfjörður Hrannarbúð, Hrannarstíg 5. Ilellissandur Verslunin Gimli, Snafellsási 1. Húsavík Örk, offsetstofa Héðinsgötu 13. ísafjörður Bókaverslun Jónasár Tómassonar, Hqfnarstrœti 2. Keflavík Bókabúð Keilavíkur, Sólvallagötu 2. Nesbók, bóka og ritfangaverslunin Hafnargötu 36. Neskaupstaður Nesprent, Nesgötu 7a. Itaufarhöf'n. Bókabúðin Urð, Tjarnarholti 9. Sauðárkrókur Bókabúð Brynjars, Skagfirðingabraut. Sigfufjörður Verslun Sig. Fanndal, Eyrargötu 2. Stöðvarfjörður Bókaverslun Guðmundar Bjömssonar, Vengi. Kópavogur Hvellur hf. Smiðjuvegi 4c. Múlalundur Vinnustofa SÍBS Símar: 628450 688420 688459 Fax 28819 Creiöslujöfnun alll áriö: Ailt frá blaðaáskrift til greiðslu húsnœðislána HEIMILISLINAN ®BUNAOARBANKI ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.