Morgunblaðið - 04.01.1994, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 04.01.1994, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1994 61 Rögnvaldur Bjami Haraldsson, Patreks- firði — Minning Fæddur 10. ágúst 1927 Dáinn 25. desember 1993 Þú sem harmi þrunginn stynur og þreytist undir byrði kífs treystu því að inn tryggi vinur er tímum ræður hels og lífs þín mun græða sorgarsárin og sérhvert þerra harma-tár. (KJ.) Jólahátíð var í garð gengin, gleði, friður og fögnuður var alls ráðandi hjá fjölskyldum bræðranna, sem höfðu alltaf svo gott samband sín á milli, aldrei leið sú vika að ekki væri hringt og haft samband. Bjart- sýnin og vonin voru allsráðandi á þessum dögum eftir árs stríð við veikindi og var Rögnvaldur á bata- vegi og hafði aldrei verið bjartsýnni en nú. Hringing símans eftir stuttan svefn aðfaranótt 25. desember er boðaði að Rögnvaldur væri dáinn var því ógnvekjandi. En við þökkum fyrir að heima í firðinum sínum fékk hann að vera hjá ástvinum síðustu vikurnar og deyja þar. Rögnvaldur var sonur hjónanna Jóhönnu Sveinsdóttur og Haralds Jónssonar er búsett voru lengst af í Hringsdal í Arnarfirði, bæði dáin, og þar áttu systkinin þrjú sín bemskuár. Þegar sest var niður og rifjaðar voru upp æskuminningar leitaði hugurinn ætíð þangað, margs var að minnast og var dalur- inn engu líkur að fegurð. Systkinin eru Gíslína, búsett á Dvalarheimili aldraðra í Borgar- nesi, Steinar, búsettur í Keflavík, og fóstursystir Guðrún, búsett í Reykjavík. Eiginkonu sinni Valgerði Sveins- dóttur kynntist Rögnvaldur á Pat- reksfirði og hafa þau ætíð búið þar, lengst af á Brunnum 15. Einn son eignuðust þau, Svein, búsettan á Patreksfirði. Hann er kvæntur Gróu Bjarnadóttur. Rögnvaldur stundaði sjómennsku framan af ævi en síðustu áratugi vann hann hjá fyrirtækinu Odda við veiðarfæragerð. Hann kynntist snemma sjómennsku og harðri lífs- baráttu, og voru trúmennskan og dugnaður honum í blóð borin, enda kominn af sterkum breiðfirskum ættum í báða ættleggi. Kæri mágur minn og vinur, með þessum fátæklegu orðum vil ég minnast þín og þakka allar ógleym- anlegu stundir á ykkar gestrisna og fallega heimili, einnig stundirnar sem ég og bróðir þinn áttum með ykkur Völlu sumarið 1992 hjá dótt- ur okkar í Hollandi. Oft varst þú búinn að tala um að koma með okkur þangað. Það rættist og þökk- um við það, ásamt fleiri sumarfríum er við nutum saman hér heima á ýmsum fögrum stöðum. Elsku Valla mín, Sveinn og Gróa, við ásamt dætrum okkar, tengda- sonum og barnabörnum biðjum al- góðan Guð að styrkja ykkur og styðja í ykkar miklu sorg. Camilla og Steinar. Fjalar Richards- son — Minning Fæddur 1. mai 1969 Dáinn 27. desember 1993 Eftir ánægjulega jóiadaga í faðmi fjölskyldunnar, þar sem allir litu björtum augum á framtíðina og biðu með eftirvæntingu eftir að nýtt ár gengi í garð, kom það sem þruma úr heiðskíru lofti að heyra lát Fjalars. Engan óraði fyrir því að svo stórt skarð yrði höggvið í fjölskylduna svo snöggt. Þrátt fyrir ungan aldur bjó Fjalar yfir mikilli lífsreynslu og lifði hratt. Hann átti tvö ung börn með fyrrverandi sam- býliskonu sinni Svanhvíti Yngva- dóttur, þau Friðrik og Lilju Mar- gréti, og reyndist dóttur Svanhvít- ar, Erlu Fanný, sem besti faðir. Samskipti fjölskyldunnar á nýlið- inni aðventu voru góð og náin og skilja því eftir góðar minningar um góðan dreng. Má þar til dæmis nefna ferð bræðranna og lítilla frænda á Langjökul sem heppnaðist svo vel að strax voru lögð drög að fleiri slíkum á nýju ári. Mestur harmur er kveðinn að foreldrum Fjalars sem hafa þurft að bera þungar sorgir, börnum hans sem ekki fá að njóta samvista við föður sinn og systkinum sem sjá á eftir góðum bróður og vini. Guð gefi öllum styrk til að takast á við framtíð án Fjalars. Á sofinn hvarm þinn fellur hvít birta harms míns. Um hið veglausa haf læt ég hug minn fljúga til hvarms þíns. Svo að hamingja þín beri hvíta birtu harms míns. (Steinn Steinarr) Unnur, Vignir og strákarnir. ERFIDRYKKJUR frá kr. 850- ími620200 PERLAN Þvottavél C-581 14 þv.kerfi, 800 sn. vinda VERÐ ÁÐUR 56.400,- PFAFF BORGARTÚNI 20 Sími626788 PFAFF EKKI BARA SAUMAVÉLAR Upplýsingar um umboðsaðila hjá Gulu línunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.